Skip to main content

Ljósmóðurfræði

Ljósmóðurfræði

Heilbrigðisvísindasvið

Ljósmóðurfræði

MS – 120 einingar

Meistaranám fyrir ljósmæður sem lokið hafa kandídatsprófi. Nemendur fá 72 einingar metnar úr fyrra námi og ljúka því einungis 48 einingum til meistaraprófs á þessari námsleið.

Skipulag náms

X

Hagnýt tölfræði (HJÚ135F)

Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtri tölfræði. Fengist verður við tölfræðilega úrvinnslu, s.s. meðaltalsmun háðra og óháðra hópa, tíðnimun milli hópa, aðhvarfs- og dreifigreiningu og tölfræðilegt mat á áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Mikilvægt er að nemendur öðlist skilning á tölfræðilegum hugtökum og ólíkum úrvinnsluaðferðum. Nemendum gefst meðal annars kostur á að vinna með raunveruleg gögn í ólíkum gagnasöfnum.

Fyrirkomulag
Námið fer fram á formi fyrirlestra og dæma-/umræðutíma.
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir
Rut Vestmann
Ella Björg Rögnvaldsdóttir
Edda Rún Kjartansdóttir
Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir
ljósmóðurfræðinemi

Ég hafði gengið með ljósmóðurdrauminn í maganum í nokkur ár þegar ég loksins lét slag standa og sótti um. Ég sé svo sannarlega ekki eftir því. Námið er mjög skemmtilegt og við sem hófum nám á sama tíma höfum tengst sterkum vinaböndum. Námið er einnig að miklum hluta verklegt og það hefur verið krefjandi en jafnframt yndislegt að fá að fylgja konum og fjölskyldum þeirra í gegnum barneignarferlið.  Ljósmóðurstarfið er líka fjölbreyttara en ég hafði séð fyrir sjálf. Ég hlakka til geta kallað mig ljósmóður.

Hafa samband

Skrifstofa Hjúkrunarfræðideildar
Eirberg, 1. hæð, Eiríksgata 34
101 Reykjavík
Sími 525 4960
hjukrun@hi.is

Opið virka daga frá kl. 9-12 og 13-14

Eirberg

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.