Skip to main content

Fjármál, M.Fin

Fjármál, M.Fin

Þverfræðilegt framhaldsnám

Fjármál

M.Fin. gráða – 90 einingar

M.Fin. í fjármálum er meistaranám án lokaritgerðar, sem miðar að því að undirbúa nemendur fyrir fjölbreytt störf á fjármálamarkaði og gert er ráð fyrir að nemendur geti að námi loknu fengist við flókin viðfangsefni á sviði fjármála.

Námið byggir á samvinnu Viðskiptafræðideildar og Hagfræðideildar.

Skipulag náms

X

Fjármögnun fyrirtækja (VIÐ181F)

Valdir þættir úr Fjármálum II BS náms en dýpri. Meðal efnisþátta eru fjármagnskostnaður fyrirtækja, mat og val fjármögnunarkosta til langs tíma og fjármögnunarkosta til skamms tíma, valkostir er varða arðgreiðslustefnu fyrirtækja og fjármagnsskipan, útgáfa hlutafjár, útgáfa skuldabréfa, lánshæfismat, samrunar og yfirtökur og fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja. Fjallað er um fjármögnun fyrirtækja frá sjónarhóli bæði fjármálastjórans, sem þarf í senn að kunna skil á hagnýtum og fræðilegum hliðum starfsins, sem og fjárfesta og lánveitenda, sem þurfa að leggja mat á lánshæfi og rekstrarhæfni fyrirtækisins.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Sveinn Óskar Hafliðason
Sveinn Óskar Hafliðason
M.Fin. í fjármálum

Ég kláraði hagfræði í Háskóla Íslands en hafði ekki fundið meistaranám sem hentaði mér enda hafði ég verið á vinnumarkaði lengi og mig langaði að læra eitthvað alveg hagnýtt. M.Fin. námið höfðaði strax til mín enda gríðarlega hagnýtt og ekki verra að hægt var að blanda nýsköpun við námið sem ég hafði komið mikið að. Kostir M.Fin. námsins voru fyrst og fremst hversu hagnýtir áfangarnir voru, framúrskarandi kennarar og tiltölulega auðvelt að sinna náminu með fjölskyldu og vinnu. Mikill sveigjanleiki. Námið nýtist mér á öllum sviðum lífsins, sem stjórnandi hjá fyrirtækinu sem ég starfa hjá og sem eigandi fyrirtækis. Einnig kynntist ég mikið af fólki sem ég er enn í sambandi við í dag. 

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Viðskiptafræðideild á samfélagsmiðlum

 Instagram    Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.