Skip to main content

Ferðamálafræði

Ferðamálafræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Ferðamálafræði

MS gráða – 120 einingar

Meistaranám í ferðamálafræði er tveggja ára fræðilegt og verklegt framhaldsnám við Líf- og umhverfisvísindadeild. Vandað og viðurkennt alþjóðlegt nám með miklum sveigjanleika og þverfræðilegri nálgun.

Skipulag náms

X

Inngangur að ferðamálafræði (FER112F)

Í námskeiðinu eru kynnt hugtök og kenningar í ferðamálafræðum. Sá fræðilegi grunnur á að veita nemendum víðari sýn á samfélagslegar orsakir ferðamennsku, áhrif hennar á umhverfi, sam­félag og hagkerfi sem og að greina möguleika og vandamál samfara vexti og uppbyggingu greinarinnar. Fjallað er um upphaf og þróun ferðamennsku og ferðalaga og hvert straumar ferðamanna liggja. Kynntir verða helstu opinberu gagnagrunnar ferðaþjónustunnar og eiga nemendur að vinna með töluleg gögn úr þeim og greina á ítarlegan hátt.

X

Rannsóknir í land- og ferðamálafræði 1 (LAN117F)

Námskeiðið er samræðuvettvangur meistaranema í land- og ferðamálafræði um námið í heild, viðfangsefni rannsókna í landfræði og ferðamálafræði og aðferðir sem beitt er. Nemendur kynna hugmyndir og tillögur um eigin lokaverkefni og rýna verk hvers annars. Tekin eru til athugunar valin kenningaleg og aðferðafræðileg sjónarhorn sem eru áberandi í rannsóknum í greinunum um þessar mundir og gildi þeirra metið.

Meistaranemar hittast í annarri kennsluviku misseris ásamt umsjónarkennurum námskeiðsins. Þar er farið ítarlega yfir skipulagsatriði meistaranámsins, gengið úr skugga um að allir nýir nemendur hafi fengið umsjónarkennara og öðrum formlegum skilyrðum hafi verið fullnægt. Rætt er stuttlega um hugmyndir nýrra nemenda um sitt eigið nám. Einnig ákveða nemendur og kennarar í sameiningu hvaða efni skuli tekin til sérstakrar skoðunar síðar í námskeiðinu. Kennarar velja lykilheimildir um þessi efni og miðla til nemenda. Meginhluti námsins fer fram á tveggja daga vinnustofu í verkefnaviku námsbrautarinnar, þar sem nemendum er skylt að mæta. Doktorsnemar, nýdoktorar og kennarar eru einnig velkomnir. Þar eru tekin fyrir þau efni sem ákveðið var að skoða sérstaklega í upphafi misserisins. Nemendur halda framsögur um rannsóknatillögur sínar og þær eru rýndar ítarlega af samnemendum og kennurum. Lengra komnir nemendur miðla enn fremur af reynslu sinni til þeirra sem skemmra eru komnir.

Námskeiðið er skyldunámskeið á vor- og haustmisseri í meistaranámi í landfræði og ferðamálafræði. Hver nemandi tekur fullan þátt í námskeiðinu í þrjú misseri og fær metnar 2 einingar fyrir hvert misseri, alls 6 einingar. Undantekning er aðeins gerð ef nemandi tekur hluta af einingum sínum í skiptinámi erlendis eða ef námstími er styttri en fjögur misseri.

Námsmat byggir á þátttöku og frammistöðu nemenda í tímum.

X

Kenningar í ferðamálafræði (FER210F)

Á áttunda áratugnum byrjuðu fræðimenn að velta fyrir sér tilgangi, þróun og mikilvægi ferðamennsku í heiminum. Spurningar eins og „hver er ferðamaður?“, „hver er tilgangur þess að ferðast?“ og „hvað skilgreinir ferðalög?“ voru algengar framan af og enn þann dag í dag velta fræðimenn upp þessum sömu spurningum, þó með breyttum áherslum í síbreytilegum félagslegum og pólitískum aðstæðum.

Þessi áfangi leggur áherslu á helstu kenningar ferðamálafræðinnar og gefur innsýn í ólíkar nálganir og áherslur fræðanna. Nemendur munu velja kenningagrunn og setja í samhengi við eigin rannsóknarverkefni, vinna að frekari heimildaleit og hanna ítarlega rannsóknaráætlun.

X

Sjálfbær þróun ferðaþjónustu á norðlægum svæðum (FER214F)

Námskeiðið Sjálfbær þróun ferðaþjónustu á norðlægum svæðum er tekið í fjarnámi frá háskólanum í OULU - Finnlandi. Námskeiðið er partur af samstarfi við þemanet háskóla norðuslóða: UArctic Thematic Network on Northern Tourism.

Auglýsing um aðgang að námskeiðinu er send til framhaldsnema í lok hvers árs. Nemendur þurfa að sækja um og skrá sig í gegnum nemendaþjónustu VON MS-SENS (mssens@hi.is)

Takmarkaður fjöldi nemendaplássa er í boði.

The course will address tourism in the circumpolar north from a societal perspective. It will present different views on the phenomenon and its dimensions, resources and implications for nature, places and cultures involved. The place of northern tourism in times of globalization and emergent global issues like climate changes will be explored, together with the relevant governance aspects.

X

Ferðamennska á norðurslóðum: Iðkun og upplifun (LAN214F)

Námskeiðið verður kennt frá byrjun mars – maí 

Námskeiðið fjallar um ferðamennsku á norðurslóðum með áherslu á upplifun ferðamanna og tengsl ferðamennsku við samfélög og landslag á norðurslóðum. Markmið þess er að kynna nemendum rannsóknir og kenningar sem tengjast iðkun, upplifun og framkvæmd ferðamennsku á norðurslóðum. Spurningar um tengsl gesta og gestgjafa, þróun ferðaþjónustu og upplifunar ásamt samfélagsleg og umhverfisleg áhrif ferðamennsku verða teknar til skoðunar. Kennsla er byggð á rannsóknum þar sem beitt er ólíkum fræðilegum sjónarhornum og mismunandi tilvik/dæmi eru kynnt.

Auglýsing um aðgang að námskeiðinu er send til framhaldsnema í byrjun hvers árs. Athugið að takmarkaður fjöldi námsplássa er í boði og ganga nemendur Land- og ferðamálafræði fyrir. Skráning í námskeiðið fer fram í gegnum MS-SENS (mssens@hi.is)

X

Rannsóknir í land- og ferðamálafræði 2 (LAN219F)

Námskeiðið er samræðuvettvangur meistaranema í land- og ferðamálafræði um námið í heild, viðfangsefni rannsókna í landfræði og ferðamálafræði og aðferðir sem beitt er. Nemendur kynna hugmyndir og tillögur um eigin lokaverkefni og rýna verk hvers annars. Tekin eru til athugunar valin kenningaleg og aðferðafræðileg sjónarhorn sem eru áberandi í rannsóknum í greinunum um þessar mundir og gildi þeirra metið.

Meistaranemar hittast í annarri kennsluviku misseris ásamt umsjónarkennurum námskeiðsins. Þar er farið ítarlega yfir skipulagsatriði meistaranámsins, gengið úr skugga um að allir nýir nemendur hafi fengið umsjónarkennara og öðrum formlegum skilyrðum hafi verið fullnægt. Rætt er stuttlega um hugmyndir nýrra nemenda um sitt eigið nám. Einnig ákveða nemendur og kennarar í sameiningu hvaða efni skuli tekin til sérstakrar skoðunar síðar í námskeiðinu. Kennarar velja lykilheimildir um þessi efni og miðla til nemenda. Meginhluti námsins fer fram á tveggja daga vinnustofu í verkefnaviku námsbrautarinnar, þar sem nemendum er skylt að mæta. Doktorsnemar, nýdoktorar og kennarar eru einnig velkomnir. Þar eru tekin fyrir þau efni sem ákveðið var að skoða sérstaklega í upphafi misserisins. Nemendur halda framsögur um rannsóknatillögur sínar og þær eru rýndar ítarlega af samnemendum og kennurum. Lengra komnir nemendur miðla enn fremur af reynslu sinni til þeirra sem skemmra eru komnir.

Námskeiðið er skyldunámskeið á vor- og haustmisseri í meistaranámi í landfræði og ferðamálafræði. Hver nemandi tekur fullan þátt í námskeiðinu í þrjú misseri og fær metnar 2 einingar fyrir hvert misseri, alls 6 einingar. Undantekning er aðeins gerð ef nemandi tekur hluta af einingum sínum í skiptinámi erlendis eða ef námstími er styttri en fjögur misseri.

Námsmat byggir á þátttöku og frammistöðu nemenda í tímum.

X

Lokaverkefni (FER441L)

  • Efni lokaverkefnis skal valið í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara deildar. Lokaverkefnið er 60 einingar. Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Sérhverjum meistaranema er frá upphafi náms úthlutað umsjónarkennara sem leiðbeinir um skipulag námsins. Ef nemandi er ekki komin með leiðbeinanda fyrir lokaverkefni þá ber honum að snúa sér til umsjónarkennara til að fá aðstoð við það.
  • Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar.
  • Próf lokaverkefnis skiptist í tvo hluta: Munnlegt próf og opinberan fyrirlestur.
  • Viðstaddir í munnlegu prófi er nemandi, leiðbeinandi, prófdómari og meðlimir meistaranámsnefndar. Nemandinn heldur þar stutta kynningu um verkefnis sitt. Mikilvægt er að markmið og rannsóknarspurning (ar) komi skýrt fram, helstu niðurstöður og ályktanir sem draga má af verkefninu.
  • Samkvæmt reglum um meistaranám sviðsins þurfa allir nemendur sem hyggjast brautskrást frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði að halda opinberan fyrirlestur um lokaverkefnið sitt. Haldnir eru 3 meistaradagar á sviðinu á ári eða fyrir hverja brautskráningu þar sem nemendur kynna verkefnin sín með opinberum fyrirlestri.
  • Skila þarf rafrænu eintaki af lokaverkefni í Skemmuna sem er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna við alla háskóla á Íslandi. 
  • Samkvæmt reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað inn á Skemmuna.
X

Rannsóknir í land- og ferðamálafræði 3 (LAN301F)

Námskeiðið er samræðuvettvangur meistaranema í land- og ferðamálafræði um námið í heild, viðfangsefni rannsókna í landfræði og ferðamálafræði og aðferðir sem beitt er. Nemendur kynna hugmyndir og tillögur um eigin lokaverkefni og rýna verk hvers annars. Tekin eru til athugunar valin kenningaleg og aðferðafræðileg sjónarhorn sem eru áberandi í rannsóknum í greinunum um þessar mundir og gildi þeirra metið.

Meistaranemar hittast í annarri kennsluviku misseris ásamt umsjónarkennurum námskeiðsins. Þar er farið ítarlega yfir skipulagsatriði meistaranámsins, gengið úr skugga um að allir nýir nemendur hafi fengið umsjónarkennara og öðrum formlegum skilyrðum hafi verið fullnægt. Rætt er stuttlega um hugmyndir nýrra nemenda um sitt eigið nám. Einnig ákveða nemendur og kennarar í sameiningu hvaða efni skuli tekin til sérstakrar skoðunar síðar í námskeiðinu. Kennarar velja lykilheimildir um þessi efni og miðla til nemenda. Meginhluti námsins fer fram á tveggja daga vinnustofu í verkefnaviku námsbrautarinnar, þar sem nemendum er skylt að mæta. Doktorsnemar, nýdoktorar og kennarar eru einnig velkomnir. Þar eru tekin fyrir þau efni sem ákveðið var að skoða sérstaklega í upphafi misserisins. Nemendur halda framsögur um rannsóknatillögur sínar og þær eru rýndar ítarlega af samnemendum og kennurum. Lengra komnir nemendur miðla enn fremur af reynslu sinni til þeirra sem skemmra eru komnir.

Námskeiðið er skyldunámskeið á vor- og haustmisseri í meistaranámi í landfræði og ferðamálafræði. Hver nemandi tekur fullan þátt í námskeiðinu í þrjú misseri og fær metnar 2 einingar fyrir hvert misseri, alls 6 einingar. Undantekning er aðeins gerð ef nemandi tekur hluta af einingum sínum í skiptinámi erlendis eða ef námstími er styttri en fjögur misseri.

Námsmat byggir á þátttöku og frammistöðu nemenda í tímum.

X

Lokaverkefni (FER441L)

  • Efni lokaverkefnis skal valið í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara deildar. Lokaverkefnið er 60 einingar. Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Sérhverjum meistaranema er frá upphafi náms úthlutað umsjónarkennara sem leiðbeinir um skipulag námsins. Ef nemandi er ekki komin með leiðbeinanda fyrir lokaverkefni þá ber honum að snúa sér til umsjónarkennara til að fá aðstoð við það.
  • Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar.
  • Próf lokaverkefnis skiptist í tvo hluta: Munnlegt próf og opinberan fyrirlestur.
  • Viðstaddir í munnlegu prófi er nemandi, leiðbeinandi, prófdómari og meðlimir meistaranámsnefndar. Nemandinn heldur þar stutta kynningu um verkefnis sitt. Mikilvægt er að markmið og rannsóknarspurning (ar) komi skýrt fram, helstu niðurstöður og ályktanir sem draga má af verkefninu.
  • Samkvæmt reglum um meistaranám sviðsins þurfa allir nemendur sem hyggjast brautskrást frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði að halda opinberan fyrirlestur um lokaverkefnið sitt. Haldnir eru 3 meistaradagar á sviðinu á ári eða fyrir hverja brautskráningu þar sem nemendur kynna verkefnin sín með opinberum fyrirlestri.
  • Skila þarf rafrænu eintaki af lokaverkefni í Skemmuna sem er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna við alla háskóla á Íslandi. 
  • Samkvæmt reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað inn á Skemmuna.
X

Rannsóknir í land- og ferðamálafræði 4 (LAN416F)

Námskeiðið er samræðuvettvangur meistaranema í land- og ferðamálafræði um námið í heild, viðfangsefni rannsókna í landfræði og ferðamálafræði og aðferðir sem beitt er. Nemendur kynna hugmyndir og tillögur um eigin lokaverkefni og rýna verk hvers annars. Tekin eru til athugunar valin kenningaleg og aðferðafræðileg sjónarhorn sem eru áberandi í rannsóknum í greinunum um þessar mundir og gildi þeirra metið.

Meistaranemar hittast í annarri kennsluviku misseris ásamt umsjónarkennurum námskeiðsins. Þar er farið ítarlega yfir skipulagsatriði meistaranámsins, gengið úr skugga um að allir nýir nemendur hafi fengið umsjónarkennara og öðrum formlegum skilyrðum hafi verið fullnægt. Rætt er stuttlega um hugmyndir nýrra nemenda um sitt eigið nám. Einnig ákveða nemendur og kennarar í sameiningu hvaða efni skuli tekin til sérstakrar skoðunar síðar í námskeiðinu. Kennarar velja lykilheimildir um þessi efni og miðla til nemenda. Meginhluti námsins fer fram á tveggja daga vinnustofu í verkefnaviku námsbrautarinnar, þar sem nemendum er skylt að mæta. Doktorsnemar, nýdoktorar og kennarar eru einnig velkomnir. Þar eru tekin fyrir þau efni sem ákveðið var að skoða sérstaklega í upphafi misserisins. Nemendur halda framsögur um rannsóknatillögur sínar og þær eru rýndar ítarlega af samnemendum og kennurum. Lengra komnir nemendur miðla enn fremur af reynslu sinni til þeirra sem skemmra eru komnir.

Námskeiðið er skyldunámskeið á vor- og haustmisseri í meistaranámi í landfræði og ferðamálafræði. Hver nemandi tekur fullan þátt í námskeiðinu í þrjú misseri og fær metnar 2 einingar fyrir hvert misseri, alls 6 einingar. Undantekning er aðeins gerð ef nemandi tekur hluta af einingum sínum í skiptinámi erlendis eða ef námstími er styttri en fjögur misseri.

Námsmat byggir á þátttöku og frammistöðu nemenda í tímum.

X

Ferðaþjónusta á norðurslóðum í verki (FER113F)

Námskeiðið Ferðaþjónusta á norðurslóðum í verki er kennt af háskólanum í Lapplandi  - Finnlandi. Námskeiðið er partur af samstarfi við þemanet háskóla norðuslóða: UArctic Thematic Network on Northern Tourism.

Nemendur bera sjálfir kostnað við þátttöku í námskeiðinu. Ferðastyrkir verða í boði fyrir 2-3 nemendur haustið 2021.

Athugið að takmarkaður fjöldi námsplássa er í boði.

Sækja þarf um skráningu beint til umsjónarkennara HÍ: Gunnar Þór Jóhannesson (gtj@hi.is). Vinsamlegast látið fylgja með upplýsingar um núverandi nám (námslínu og ár).

In the course, students will plan, conduct and report on a tourism development case study project of a tourist destination in the Circumpolar north.

Knowledge will be applied through seminars with faculty in the field, hands-on fieldwork, presentations to key stakeholders, including community members, and faculty, and reporting in ways that further thesis work and tourism research in general.

X

Rannsóknaraðferðir félagsvísinda (FÉL301F)

Markmið námskeiðsins eru þríþætt: i) að nemendur öðlist dýpri skilning á rannsóknarferlinu og helstu rannsóknaraðferðum, ii) að nemendur fái þjálfun í því að kynna sér og leggja sjálfstætt mat á fyrirliggjandi rannsóknir og iii) að nemendur fái þjálfun í því að setja fram rannsóknarspurningar með hliðsjón af kenningarlegri umræðu og fyrirliggjandi rannsóknum. Fyrirlestrar: Fjallað er um hugtakanotkun og rannsóknaraðferðir með áherslu á að i) draga fram styrkleika og veikleika mismunandi aðferða og ii) tengja saman aðferðafræði, aðferðir og kenningarleg málefni og álitamál. Umræðutímar: Nemendur lesa allmörg rannsóknardæmi og ræða rannsóknaraðferðir á gagnrýninn hátt í tengslum við tiltekin félagsfræðileg umfjöllunarefni. Lokaverkefni: Nemendur skrifa sjálfstæða rannsóknartillögu.

X

Megindleg aðferðafræði (FMÞ001F)

Meginefni námskeiðsins eru megindlegar rannsóknaraðferðir og tölfræði í félags- og menntavísindum. Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda og umfjöllun um þátt rannsókna í samfélaginu. Fjallað er um helstu rannsóknarsnið, úrtaksfræði og gerð spurningalista. Í tölfræðihluta er kennt um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði og fjallað ítarlega um dreifigreiningu og aðhvarfsgreiningu. Nemendur vinna hagnýt verkefni í tölfræðilegri úrvinnslu gagna með jamovi forritinu samhliða fyrirlestrum. Nemendur geta unnið með eigin gögn.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (FMÞ103F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreytileika og fræðilegum forsendum eigindlegrar rannsóknahefðar í félagsvísindum og öðlist reynslu í að beita eigindlegum aðferðum. Um hagnýtt námskeið er að ræða þar sem hver nemandi vinnur sjálfstætt rannsóknarverkefni sem felst í því að hanna og undirbúa rannsókn, afla gagna, greina þau og skrifa um helstu niðurstöður undir handleiðslu kennara. Í námskeiðinu verður farið ítarlega í undirbúning rannsókna, gerð rannsóknaráætlunar, gagnaöflun, greiningu og skrif.

X

Ferðamennska og víðerni (LAN114F)

Fjallað er um víðerni sem félagslega smíð og hlutlæga tilveru víðerna. Gefið er yfirlit yfir sögu víðernishugmyndarinnar í menningar- og sögulegu samhengi. Skoðuð eru markmið með verndun víðerna og helstu átök um varðveislu þeirra. Kynntar eru hugmyndir um skipulag og stjórnun víðerna fyrir ferðamennsku og útivist. Varpað er ljósi á tengsl milli ferðamennsku, víðerna og stefnu í stjórnun þeirra. Námskeiðið hefst á fimm daga ferð um víðerni Íslands.

X

Inngangur að kortagerð og GIS (LAN116F)

“visualization is the process of making the invisible visible[...] the process of making the cognitive imagination visual using available and culturally dominant technologies is one of the most consistent behaviors of mankind.”

„Myndræn framsetning er að gera ósýnileg fyrirbæri sýnileg [eða] það að gera sjónrænt grein fyrir ímyndun hugans með tiltækri tækni og í samræmi við menningarleg viðmið. Þetta er eitt af því sem mannkynið hefur alltaf leitast við að gera.” - Cox, D. (2006). "Metaphoric Mappings: The Art of Visualization." MIT Press.

Kortagerð er einn af mikilvægum hlutum landupplýsingahönnunar.

Nemendur kynnast fræðilegri undirstöðu kortagerðar með hjálp stafrænnar tækni. Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum greinargóðan skilning á hugtökum og hagnýtum atriðum sem snerta myndræna framsetningu á kortum og miðlun landfræðilegra upplýsinga. Það snertir ýmis mikilvæg svið í landfræði og skyldum greinum. Í gegnum fyrirlestra og umræður fá nemendur skilning á sögu kortagerðar, helstu kenningum og hugtökum á fagsviðinu og hlutverki landfræðilegra upplýsingakerfa við gerð korta nú á dögum. Fyrirlestrum er fylgt eftir með verkefnum sem hjálpa nemendum að skilja undirstöðuhugtök kortagerðar, sem og skipulegum æfingum í tölvuveri  þar sem nemendur læra að nýta sér landfræðileg upplýsingakerfi við einfalda greiningu og framsetningu landupplýsinga. Nemendur öðlast færni til að rýna eigin verk og annarra á gagnrýninn hátt og geta útskýrt og réttlætt eigin ákvarðanir varðandi myndræna framsetningu á korti.

X

Náttúruvá: Atburðir og eðli þeirra (LAN513M)

Í námskeiðinu er fjallað um hina ýmsu atburði og ferla í náttúrunni sem skapað geta vá. Náttúruvá er skilgreind og hugað að sögu umfjöllunar á þessu mikilvæga fræðasviði í ýmsum greinum náttúruvísinda. Gerð er grein fyrir náttúrufræðilegum orsökum og eðli náttúruvár af ólíku tagi. Fjallað er um yfirstandandi loftslagsbreytingar sem náttúruvá, sem og um samhengi ýmissa veður- og loftslagstengdra atburða við loftslagsbreytingar. Fjallað verður um ferli náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands og ferli hættumats í tengslum við náttúruvá.

Nemendur fara í 1 dags ferð um Suðurland í byrjun september, þar sem ummerki atburða sem flokka má sem náttúruvá eru skoðuð og rædd.

X

The Arctic Circle (UAU018M)

Með loftslagsbreytingum er talið að mikilvægi norðurslóða muni aukast á næstu áratugum þar sem náttúruauðlindir verða aðgengilegri og nýjar samgönguleiðir opnast. Á sama tíma skapast ógnir við viðkvæm vistkerfi og samfélög en efnhagsleg tækifæri verða einnig til. Arctic Circle samtökin mynda viðamikið tengslanet sem byggir á alþjóðlegu samstarfi og umræðu um framtíð norðurskautsins. Arctic Circle samtökin eru opinn og lýðræðislegur vettvangur með þátttöku ríkisstjórna, stofnana, fyrirtækja, háskóla, fræðimannahópa, umhverfissamtaka, samfélaga frumbyggja, almennra borgara og annars áhugafólks um þróun norðurskautsins og afleiðinga þess á framtíð jarðar. Árlega Arctic Circle ráðstefnan er stærsta alþjóðlega samkoman með áherslu á norðurskautið. Árlega mæta yfir 2000 þátttakendur frá yfir 50 löndum.

Á Arctic Circle ráðstefnunni hefur meðal annars verið fjallað um eftirtalin málefni:

  • Bráðnun íss og öfgakennd veður
  • Hlutverk og réttur innfæddra
  • Öryggismál á norðurslóðum
  • Innviðir fjárfestinga á norðuslóðum
  • Byggðaþróun
  • Innviðir flutningakerfa
  • Orkumál
  • Hlutverk Evrópu- og Asíuþjóða
  • Asía og Norðursjávarsiglingaleiðin
  • Lýðheilsa og velferð á heimskautasvæðum
  • Vísindi og þekking frumbyggja
  • Ferðamennska og flugsamgöngur á norðurslóðum
  • Vistkerfi og haffræði
  • Sjálfbær þróun
  • Þróun endurnýjanlegrar orku fyrir afskekkt samfélög
  • Tækifæri og ógnir við borun eftir náttúruauðlindum
  • Auðlindir á norðuslóðum
  • Viðskiptasamstarf á norðurslóðum
  • Úthöfin á norðurslóðum
  • Sjávarútvegur og lífrænar auðlindir
  • Jarðfræði og jöklafræði
  • Heimskautaréttur: sáttmálar og samningar
  • Heimur háður ís: norðurslóðir og Himalaya

Á námskeiðinu taka nemendur þátt í Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpu. Skyldumæting er fyrir nemendur á ráðstefnuna. Nemendur þurfa að mæta í tvær kennslustundir, eina stuttu fyrir ráðstefnuna og aðra stuttu eftir ráðstefnuna.

Arctic Circle Assembly verður 17. - 19. október 2024 í Hörpu.

Nemendur greiða skráningargjald á ráðstefnuna. Gjaldið er almennt nemendagjald með afslætti. 

X

Sjálfbærnimenntun og forysta (SFG003F)

Megintilgangur þessa námskeiðs er að veita þátttakendum tækifæri til að skilja sjálfbærni og sjálfbærnimenntun út frá sjónarhorni stofnana eða heilla kerfa. Kennslutímar og umræður á milli þeirra byggjast á upplýstri rökræðu. Unnin verða fá stærri verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum, skipulagningu kennslustunda og því að leiða umræður. Námskeiðið er kennt á neti. Krafist er að lágmarki 80% mætingar í kennslustundir. Til að standast námskeiðið þarf að fá að lágmarki einkunnina 5,0 fyrir hvert verkefni námskeiðsins og uppfylla lágmarkskröfur um mætingu og þátttöku í tímum. Nánari útfærsla og upplýsingar um kennslufyrirkomulag verður á Canvas.

Dæmi um viðfangefni:

  • Formleg og óformleg sjálfbærnimenntun (t.d. á vinnustöðum)
  • Forysta í vinnu með sjálfbærni (t.d. í heildstæðum breytingum og þróun í skóla eða í frístundastarfi)
  • Tengsl náttúrufræði og sjálfbærni (t.d. út frá kerfisbundinni nálgun eða út frá grunndvallarsýn)
  • Þróun dreifbýlis og sjálfbærni
  • Mótun sameiginlegra gilda (t.d. í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja)
  • Námskrárbreytingar
X

Lokaverkefni: verkefnastjórnun, ritfærni og kynning (VON001F)

Námskeiðið fjallar um inngang að vísindalegum aðferðum, siðfræði vísinda í háskólasamfélaginu. Einnig verður farið í hlutverk nemanda, leiðbeinanda og prófdómara. Tekin verða fyrir árangursrík og heiðarleg samskipti sem og gerð fræðilegrar umfjöllunar með notkun gagnasafna og réttri heimildanotkun. Gerð rannsóknaráætlunar og rannsóknaðferðir verða kynntar og einnig hagnýt framsetning tölulegra gagna. Farið verður í verklag við gerð fræðiritgerða, hvernig skipta á stóru verkefni niður í smærri einingar, gerð áætlunar og tímalínu og hvernig á að fylgja þeim. Lífið eftir brautskráningu og vinnumarkaðurinn.

X

Umhverfis- og samfélagsleg ábyrgð í ferðamennsku (LAN417F)

Samfara auknum umsvifum ferðaþjónustunnar út um allan heim aukast umhverfis- og samfélagsleg áhrif ferðamennsku jafnt og þétt. Það er því mikilvægt að nemendur í ferðamálafræði og skyldum fagsviðum þekki og skilji þessi áhrif og geti beitt viðeigandi aðferðum til að stýra þeim. Enn fremur er mikilvægt að nemendur skilji hlutverk þessara áhrifa í víðara samhengi og tengsl þeirra við loftlagsbreytingar og sjálfbæra framtíð. Markmið námskeiðsins er að efla þekkingu nemenda á umhverfis- og samfélagslegri ábyrgð í ferðamennsku og mikilvægi hennar í uppbyggingu sjálfbærrar ferðamennsku. Áhersla verður lögð á að greina umhverfis- og samfélagsleg áhrif ferðaþjónustu. Kynnt verða mismunandi umhverfisstjórnunarkerfi og umhverfisvottanir í ferðaþjónustu og samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja rædd. Mismunandi nálganir, tæki og aðferðir sem notaðar eru á sviði umhverfisstjórnar og samfélagslegrar ábyrgðar verða enn fremur kynnt.

X

Sjónrænar rannsóknaraðferðir (FMÞ001M)

Námskeiðið er að jafnaði kennt annaðhvert ár og er næst á dagskrá á vormisseri 2026.

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist aðferðarfræðilega þekkingu, skilning og verklega færni til að greina myndir og önnur sjónræn rannsóknargögn (ljósmyndir, kvikmyndir, teikningar, auglýsingar, netmiðla, o.s.frv.). Farið verður í ýmsar aðferðir við greiningu á sjónrænu efni og hugað verður að sjónrænum gagnasöfnum og vinnu með þau. Nemendur fá þjálfun í því að kynna sér og leggja sjálfstætt mat á fyrirliggjandi rannsóknir. Námskeiðið byggist upp á hagnýtum verkefnum, þar sem nemendur undirbúa og hanna rannsóknaáætlanir, afla gagna og spreyta sig á greiningu þeirra. Námskeiðið er þverfaglegt og hentar nemendum á hug- og félagsvísindasviði, sem og öðrum sviðum.

X

Hlutverk og stefnumótun alþjóðastofnana (ASK201F)

Alþjóðastofnunum hefur fjölgað verulega frá lokum síðari heimsstyrjaldar og samskipti ríkja fara í vaxandi mæli fram innan veggja þeirra. Í námskeiðinu verður gerð grein fyrir kenningum um eðli og hlutverk alþjóðastofnana og þeim ferlum sem stjórna starfsemi þeirra.

Í stað þess að fjalla sérstaklega um sögu og skipulag einstakra stofnana, mun þetta námskeið leggja áherslu á að kanna hið pólitíska kerfi sem liggur til grundvallar samstarfs ríkja innan alþjóðastofnana. Að hvaða leyti eru alþjóðastofnanir sjálfstæðir aðilar í alþjóðakerfinu?  Hverjir hafa áhrif á alþjóðastofnanir og hvernig gera þeir það? Hvernig eru alþjóðastofnanir fjármagnaðar og hvaða áhrif hefur það á rekstur þeirra? Hvers konar fólk vinnur í alþjóðastofnunum og hvaða áhrif hefur það á stofnanirnar sem það vinnur hjá? Þessum, og fleiri, spurningum verða gerð skil á námskeiðinu.

Nemendur munu kynnast þeim margvíslegu rannsóknaraðferðum sem nýttar eru til að svara þessum spurningum. Lesefni námskeiðsins er fjölbreyttt og við munum m.a. nýta okkur sögulegar rannsóknir, tilviksrannsóknir,  og bæði eigindlegar og megindlegar fræðigreinar og bókakafla. Lögð verður sérstök áhersla á nýlegar rannsóknir á sviði alþjóðastjórnmála svo nemendur fá góða yfirsýn yfir stöðu fræðasviðsins. Markmið námskeiðsins er því tvíþætt: í fyrsta lagi, að nemendur öðlist skilning á þeim þáttum, bæði pólitískum og stjórnsýslulegum, sem stýra starfsemi alþjóðastofnana og, í öðru lagi, að gera nemendum kleift að kryfja og vinna með fjölbreyttar rannsóknir á sviði alþjóðastofnana í sinni eigin rannsóknarvinnu.

Námskeiðið byggir á helstu kenningum í alþjóðasamskiptum en ekki er gert ráð fyrir að nemendur búi yfir þekkingu á einstökum stofnunum umfram það sem almennt mætti telja eðlilegt af nemanda með áhuga á alþjóðamálum. Þar sem við á verður bætt við ítarefni fyrir á sem þurfa að kynna sér grunnstarfsemi einstakra stofnana betur. Áhersla verður lögð á stóru alþjóðlegu stofnanirnar, eins og Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, en við munum einnig fjalla um svæðisbundnar stofnanir, eins og Evrópuráðið, alþjóðleg félagasamtök (INGOs) og aðkomu einkaaðila að alþjóðakerfinu.

X

Náttúruvá og samfélag (LAN215F)

Í námskeiðinu er fjallað ítarlega um þann vanda sem náttúruvá af ýmsu tagi skapar samfélögum af mismunandi gerð og við ólíkar aðstæður. Framlag landfræði og félagsvísinda til þekkingar á náttúruvá og tengslum hennar við samfélagið er rakið. Farið er yfir helstu fræðileg hugtök og kenningar til að varpa ljósi á viðbrögð fólks og aðlögun þess að náttúruvá. Áhættuhugtakið er skoðað sérstaklega og gerð grein fyrir rannsóknum á skynjun einstaklinga og hópa á áhættu tengdri náttúruvá. Einnig er skoðað hvernig unnt er að leggja hlutlægt mat á áhættu og draga úr áhrifum atburða, staðbundið eða á stærri svæðum. Almannavarnahringrásin er kynnt og fjallað um hlutverk og ábyrgð hinna ýmsu viðbragðsaðila. Dæmi eru tekin af tilteknum atburðum í ríkari og fátækari hlutum heimsins. Nemendur kynna sér og safna gögnum um tiltekna atburði ítarlega, greina þau og rökræða viðbrögð og afleiðingar. Íslenskar rannsóknir landfræðinga og annarra á þessu sviði verða skoðaðar sérstaklega. Einnig fara nemendur í kynnisheimsóknir til íslenskra aðila og stofnana sem sinna almannavörnum og viðbragði við náttúruhamförum.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Rannsóknir í land- og ferðamálafræði 1 (LAN117F)

Námskeiðið er samræðuvettvangur meistaranema í land- og ferðamálafræði um námið í heild, viðfangsefni rannsókna í landfræði og ferðamálafræði og aðferðir sem beitt er. Nemendur kynna hugmyndir og tillögur um eigin lokaverkefni og rýna verk hvers annars. Tekin eru til athugunar valin kenningaleg og aðferðafræðileg sjónarhorn sem eru áberandi í rannsóknum í greinunum um þessar mundir og gildi þeirra metið.

Meistaranemar hittast í annarri kennsluviku misseris ásamt umsjónarkennurum námskeiðsins. Þar er farið ítarlega yfir skipulagsatriði meistaranámsins, gengið úr skugga um að allir nýir nemendur hafi fengið umsjónarkennara og öðrum formlegum skilyrðum hafi verið fullnægt. Rætt er stuttlega um hugmyndir nýrra nemenda um sitt eigið nám. Einnig ákveða nemendur og kennarar í sameiningu hvaða efni skuli tekin til sérstakrar skoðunar síðar í námskeiðinu. Kennarar velja lykilheimildir um þessi efni og miðla til nemenda. Meginhluti námsins fer fram á tveggja daga vinnustofu í verkefnaviku námsbrautarinnar, þar sem nemendum er skylt að mæta. Doktorsnemar, nýdoktorar og kennarar eru einnig velkomnir. Þar eru tekin fyrir þau efni sem ákveðið var að skoða sérstaklega í upphafi misserisins. Nemendur halda framsögur um rannsóknatillögur sínar og þær eru rýndar ítarlega af samnemendum og kennurum. Lengra komnir nemendur miðla enn fremur af reynslu sinni til þeirra sem skemmra eru komnir.

Námskeiðið er skyldunámskeið á vor- og haustmisseri í meistaranámi í landfræði og ferðamálafræði. Hver nemandi tekur fullan þátt í námskeiðinu í þrjú misseri og fær metnar 2 einingar fyrir hvert misseri, alls 6 einingar. Undantekning er aðeins gerð ef nemandi tekur hluta af einingum sínum í skiptinámi erlendis eða ef námstími er styttri en fjögur misseri.

Námsmat byggir á þátttöku og frammistöðu nemenda í tímum.

X

Rannsóknir í land- og ferðamálafræði 2 (LAN219F)

Námskeiðið er samræðuvettvangur meistaranema í land- og ferðamálafræði um námið í heild, viðfangsefni rannsókna í landfræði og ferðamálafræði og aðferðir sem beitt er. Nemendur kynna hugmyndir og tillögur um eigin lokaverkefni og rýna verk hvers annars. Tekin eru til athugunar valin kenningaleg og aðferðafræðileg sjónarhorn sem eru áberandi í rannsóknum í greinunum um þessar mundir og gildi þeirra metið.

Meistaranemar hittast í annarri kennsluviku misseris ásamt umsjónarkennurum námskeiðsins. Þar er farið ítarlega yfir skipulagsatriði meistaranámsins, gengið úr skugga um að allir nýir nemendur hafi fengið umsjónarkennara og öðrum formlegum skilyrðum hafi verið fullnægt. Rætt er stuttlega um hugmyndir nýrra nemenda um sitt eigið nám. Einnig ákveða nemendur og kennarar í sameiningu hvaða efni skuli tekin til sérstakrar skoðunar síðar í námskeiðinu. Kennarar velja lykilheimildir um þessi efni og miðla til nemenda. Meginhluti námsins fer fram á tveggja daga vinnustofu í verkefnaviku námsbrautarinnar, þar sem nemendum er skylt að mæta. Doktorsnemar, nýdoktorar og kennarar eru einnig velkomnir. Þar eru tekin fyrir þau efni sem ákveðið var að skoða sérstaklega í upphafi misserisins. Nemendur halda framsögur um rannsóknatillögur sínar og þær eru rýndar ítarlega af samnemendum og kennurum. Lengra komnir nemendur miðla enn fremur af reynslu sinni til þeirra sem skemmra eru komnir.

Námskeiðið er skyldunámskeið á vor- og haustmisseri í meistaranámi í landfræði og ferðamálafræði. Hver nemandi tekur fullan þátt í námskeiðinu í þrjú misseri og fær metnar 2 einingar fyrir hvert misseri, alls 6 einingar. Undantekning er aðeins gerð ef nemandi tekur hluta af einingum sínum í skiptinámi erlendis eða ef námstími er styttri en fjögur misseri.

Námsmat byggir á þátttöku og frammistöðu nemenda í tímum.

X

Lokaverkefni (FER441L)

  • Efni lokaverkefnis skal valið í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara deildar. Lokaverkefnið er 60 einingar. Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Sérhverjum meistaranema er frá upphafi náms úthlutað umsjónarkennara sem leiðbeinir um skipulag námsins. Ef nemandi er ekki komin með leiðbeinanda fyrir lokaverkefni þá ber honum að snúa sér til umsjónarkennara til að fá aðstoð við það.
  • Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar.
  • Próf lokaverkefnis skiptist í tvo hluta: Munnlegt próf og opinberan fyrirlestur.
  • Viðstaddir í munnlegu prófi er nemandi, leiðbeinandi, prófdómari og meðlimir meistaranámsnefndar. Nemandinn heldur þar stutta kynningu um verkefnis sitt. Mikilvægt er að markmið og rannsóknarspurning (ar) komi skýrt fram, helstu niðurstöður og ályktanir sem draga má af verkefninu.
  • Samkvæmt reglum um meistaranám sviðsins þurfa allir nemendur sem hyggjast brautskrást frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði að halda opinberan fyrirlestur um lokaverkefnið sitt. Haldnir eru 3 meistaradagar á sviðinu á ári eða fyrir hverja brautskráningu þar sem nemendur kynna verkefnin sín með opinberum fyrirlestri.
  • Skila þarf rafrænu eintaki af lokaverkefni í Skemmuna sem er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna við alla háskóla á Íslandi. 
  • Samkvæmt reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað inn á Skemmuna.
X

Rannsóknir í land- og ferðamálafræði 3 (LAN301F)

Námskeiðið er samræðuvettvangur meistaranema í land- og ferðamálafræði um námið í heild, viðfangsefni rannsókna í landfræði og ferðamálafræði og aðferðir sem beitt er. Nemendur kynna hugmyndir og tillögur um eigin lokaverkefni og rýna verk hvers annars. Tekin eru til athugunar valin kenningaleg og aðferðafræðileg sjónarhorn sem eru áberandi í rannsóknum í greinunum um þessar mundir og gildi þeirra metið.

Meistaranemar hittast í annarri kennsluviku misseris ásamt umsjónarkennurum námskeiðsins. Þar er farið ítarlega yfir skipulagsatriði meistaranámsins, gengið úr skugga um að allir nýir nemendur hafi fengið umsjónarkennara og öðrum formlegum skilyrðum hafi verið fullnægt. Rætt er stuttlega um hugmyndir nýrra nemenda um sitt eigið nám. Einnig ákveða nemendur og kennarar í sameiningu hvaða efni skuli tekin til sérstakrar skoðunar síðar í námskeiðinu. Kennarar velja lykilheimildir um þessi efni og miðla til nemenda. Meginhluti námsins fer fram á tveggja daga vinnustofu í verkefnaviku námsbrautarinnar, þar sem nemendum er skylt að mæta. Doktorsnemar, nýdoktorar og kennarar eru einnig velkomnir. Þar eru tekin fyrir þau efni sem ákveðið var að skoða sérstaklega í upphafi misserisins. Nemendur halda framsögur um rannsóknatillögur sínar og þær eru rýndar ítarlega af samnemendum og kennurum. Lengra komnir nemendur miðla enn fremur af reynslu sinni til þeirra sem skemmra eru komnir.

Námskeiðið er skyldunámskeið á vor- og haustmisseri í meistaranámi í landfræði og ferðamálafræði. Hver nemandi tekur fullan þátt í námskeiðinu í þrjú misseri og fær metnar 2 einingar fyrir hvert misseri, alls 6 einingar. Undantekning er aðeins gerð ef nemandi tekur hluta af einingum sínum í skiptinámi erlendis eða ef námstími er styttri en fjögur misseri.

Námsmat byggir á þátttöku og frammistöðu nemenda í tímum.

X

Lokaverkefni (FER441L)

  • Efni lokaverkefnis skal valið í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara deildar. Lokaverkefnið er 60 einingar. Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Sérhverjum meistaranema er frá upphafi náms úthlutað umsjónarkennara sem leiðbeinir um skipulag námsins. Ef nemandi er ekki komin með leiðbeinanda fyrir lokaverkefni þá ber honum að snúa sér til umsjónarkennara til að fá aðstoð við það.
  • Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar.
  • Próf lokaverkefnis skiptist í tvo hluta: Munnlegt próf og opinberan fyrirlestur.
  • Viðstaddir í munnlegu prófi er nemandi, leiðbeinandi, prófdómari og meðlimir meistaranámsnefndar. Nemandinn heldur þar stutta kynningu um verkefnis sitt. Mikilvægt er að markmið og rannsóknarspurning (ar) komi skýrt fram, helstu niðurstöður og ályktanir sem draga má af verkefninu.
  • Samkvæmt reglum um meistaranám sviðsins þurfa allir nemendur sem hyggjast brautskrást frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði að halda opinberan fyrirlestur um lokaverkefnið sitt. Haldnir eru 3 meistaradagar á sviðinu á ári eða fyrir hverja brautskráningu þar sem nemendur kynna verkefnin sín með opinberum fyrirlestri.
  • Skila þarf rafrænu eintaki af lokaverkefni í Skemmuna sem er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna við alla háskóla á Íslandi. 
  • Samkvæmt reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað inn á Skemmuna.
X

Rannsóknir í land- og ferðamálafræði 4 (LAN416F)

Námskeiðið er samræðuvettvangur meistaranema í land- og ferðamálafræði um námið í heild, viðfangsefni rannsókna í landfræði og ferðamálafræði og aðferðir sem beitt er. Nemendur kynna hugmyndir og tillögur um eigin lokaverkefni og rýna verk hvers annars. Tekin eru til athugunar valin kenningaleg og aðferðafræðileg sjónarhorn sem eru áberandi í rannsóknum í greinunum um þessar mundir og gildi þeirra metið.

Meistaranemar hittast í annarri kennsluviku misseris ásamt umsjónarkennurum námskeiðsins. Þar er farið ítarlega yfir skipulagsatriði meistaranámsins, gengið úr skugga um að allir nýir nemendur hafi fengið umsjónarkennara og öðrum formlegum skilyrðum hafi verið fullnægt. Rætt er stuttlega um hugmyndir nýrra nemenda um sitt eigið nám. Einnig ákveða nemendur og kennarar í sameiningu hvaða efni skuli tekin til sérstakrar skoðunar síðar í námskeiðinu. Kennarar velja lykilheimildir um þessi efni og miðla til nemenda. Meginhluti námsins fer fram á tveggja daga vinnustofu í verkefnaviku námsbrautarinnar, þar sem nemendum er skylt að mæta. Doktorsnemar, nýdoktorar og kennarar eru einnig velkomnir. Þar eru tekin fyrir þau efni sem ákveðið var að skoða sérstaklega í upphafi misserisins. Nemendur halda framsögur um rannsóknatillögur sínar og þær eru rýndar ítarlega af samnemendum og kennurum. Lengra komnir nemendur miðla enn fremur af reynslu sinni til þeirra sem skemmra eru komnir.

Námskeiðið er skyldunámskeið á vor- og haustmisseri í meistaranámi í landfræði og ferðamálafræði. Hver nemandi tekur fullan þátt í námskeiðinu í þrjú misseri og fær metnar 2 einingar fyrir hvert misseri, alls 6 einingar. Undantekning er aðeins gerð ef nemandi tekur hluta af einingum sínum í skiptinámi erlendis eða ef námstími er styttri en fjögur misseri.

Námsmat byggir á þátttöku og frammistöðu nemenda í tímum.

X

Inngangur að ferðamálafræði (FER112F)

Í námskeiðinu eru kynnt hugtök og kenningar í ferðamálafræðum. Sá fræðilegi grunnur á að veita nemendum víðari sýn á samfélagslegar orsakir ferðamennsku, áhrif hennar á umhverfi, sam­félag og hagkerfi sem og að greina möguleika og vandamál samfara vexti og uppbyggingu greinarinnar. Fjallað er um upphaf og þróun ferðamennsku og ferðalaga og hvert straumar ferðamanna liggja. Kynntir verða helstu opinberu gagnagrunnar ferðaþjónustunnar og eiga nemendur að vinna með töluleg gögn úr þeim og greina á ítarlegan hátt.

X

Menningartengd ferðaþjónusta (FER110F)

Í námskeiðinu verður hugað að þýðingu og skilgreiningu hugtaksins menningar í menningartengdri ferðaþjónustu með sérstöku tilliti til framsetningar og miðlunar ímynda og menningar á mismunandi vettvangi. Velt verður upp pólitískum og siðferðilegum spurningum hvað varðar söfnun, framsetningu og miðlun menningar í mismunandi samhengi og á mismunandi vettvangi, erlendis og hérlendis. Einnig verða skoðuð tengsl ferðaþjónustu við skapandi greinar. Spurningum varðandi eignarhald á menningararfleifð verða íhugaðar svo og í höndum hvers það að skapa menningararfleifð er.

X

Ferðamennska og víðerni (LAN114F)

Fjallað er um víðerni sem félagslega smíð og hlutlæga tilveru víðerna. Gefið er yfirlit yfir sögu víðernishugmyndarinnar í menningar- og sögulegu samhengi. Skoðuð eru markmið með verndun víðerna og helstu átök um varðveislu þeirra. Kynntar eru hugmyndir um skipulag og stjórnun víðerna fyrir ferðamennsku og útivist. Varpað er ljósi á tengsl milli ferðamennsku, víðerna og stefnu í stjórnun þeirra. Námskeiðið hefst á fimm daga ferð um víðerni Íslands.

X

Inngangur að kortagerð og GIS (LAN116F)

“visualization is the process of making the invisible visible[...] the process of making the cognitive imagination visual using available and culturally dominant technologies is one of the most consistent behaviors of mankind.”

„Myndræn framsetning er að gera ósýnileg fyrirbæri sýnileg [eða] það að gera sjónrænt grein fyrir ímyndun hugans með tiltækri tækni og í samræmi við menningarleg viðmið. Þetta er eitt af því sem mannkynið hefur alltaf leitast við að gera.” - Cox, D. (2006). "Metaphoric Mappings: The Art of Visualization." MIT Press.

Kortagerð er einn af mikilvægum hlutum landupplýsingahönnunar.

Nemendur kynnast fræðilegri undirstöðu kortagerðar með hjálp stafrænnar tækni. Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum greinargóðan skilning á hugtökum og hagnýtum atriðum sem snerta myndræna framsetningu á kortum og miðlun landfræðilegra upplýsinga. Það snertir ýmis mikilvæg svið í landfræði og skyldum greinum. Í gegnum fyrirlestra og umræður fá nemendur skilning á sögu kortagerðar, helstu kenningum og hugtökum á fagsviðinu og hlutverki landfræðilegra upplýsingakerfa við gerð korta nú á dögum. Fyrirlestrum er fylgt eftir með verkefnum sem hjálpa nemendum að skilja undirstöðuhugtök kortagerðar, sem og skipulegum æfingum í tölvuveri  þar sem nemendur læra að nýta sér landfræðileg upplýsingakerfi við einfalda greiningu og framsetningu landupplýsinga. Nemendur öðlast færni til að rýna eigin verk og annarra á gagnrýninn hátt og geta útskýrt og réttlætt eigin ákvarðanir varðandi myndræna framsetningu á korti.

X

Ferðamennska og umhverfi (LAN019F)

Í námskeiðinu verður fjallað um náttúru og landslag sem auðlind ferðamennsku. Áhersla verður lögð á samspil manns og náttúru. Farið verður yfir sögu náttúruverndar og staða náttúruverndar í dag skoðuð í alþjóðlegu samhengi. Fjallað verður um skipulag og stjórnun þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða og skoðaðar aðferðir við gildismat náttúrunnar. Áhrif ferðamennsku á umhverfi verða rædd með áherslu á álag ferðamanna og þolmörk umhverfis. Gefin verður innsýn í náttúrusiðfræði og viðhorf og umgengni ferðamanna við náttúruna rædd. Sérstök áhersla verður lögð á sjálfbæra ferðamennsku og möguleikar þróunar slíkrar ferðamennsku hér á landi verða ræddir í ljósi skipulagningar og stjórnunar ferðamennsku. Námskeiðið mun samanstanda af fræðilegum fyrirlestrum, umræðuverkefnum og æfingum. Nemendur sem taka þetta námskeið í sínu framhaldsnámi, fá auk þess pakka af faglegum fræðiheimildum sem þeir nýta ásamt öðrum heimildum til vinnu heimildaritgerðar á fræðasviðinu. Stúdentar þurfa að standast alla prófþætti námskeiðsins.

X

Siðfræði náttúrunnar (HSP722M)

Námskeiðið fjallar um samband manns og náttúru frá heimspekilegu sjónarhorni. Fjallað er um helstu frumkvöðla náttúrusiðfræðinnar og áhrifamestu kenningar sem settar hafa verið fram. Gerð grein fyrir ólíkri náttúrusýn manna og mismunandi grunnafstöðum til náttúrunnar - þ.e. mannhverfri, visthverfri og lífhverfri afstöðu. Einnig fjallað um tengsl umhverfis- og þróunarmála og tengsl umhverfishyggju og lýðræðisþróunar. Rætt um álitaefni eins og: Getur siðfræðin nýst við lausn umhverfisvandamála?, Hvers konar verur hafa siðferðisstöðu?, Geta náttúrleg fyrirbæri búið yfir eigingildi?, Hafa dýr einhver réttindi?, Er einhver grundvallarmunur á (af)stöðu karla og kvenna gagnvart náttúrunni?, og Hvert er siðferðilegt inntak sjálfbærrar þróunar?

X

Skipulag og stefnumótun í ferðamennsku (FER111F)

Viðfangsefni þessa námskeiðs er skipulagning og stefnumótun í ferðamennsku út frá umhverfis-, félags- og efnahaglegum þáttum. Í víðum skilningi snerta skipulagsmál alla þætti ferðamennsku. Nemendur læra um hugmyndafræðilegar forsendur skipulagsvinnu, sögulega þróun stefnumótunar á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi með sérstakri áherslu á sjálfbæra þróun og Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Í námskeiðinu fá nemendur í hendur verkfæri til að lýsa, greina og meta forsendur, mótun og innleiðingu skipulags- og stefnumótunarvinnu í ferðaþjónustu þar sem lagt er upp úr að brúa milli fræðilegrar umræðu og hagnýtingar. Kennsla byggir á virkri þátttöku nemenda og námsmat reynir bæði á sjálfsstæði nemenda og hæfni þeirra til að vinna saman.

X

Náttúruvá: Atburðir og eðli þeirra (LAN513M)

Í námskeiðinu er fjallað um hina ýmsu atburði og ferla í náttúrunni sem skapað geta vá. Náttúruvá er skilgreind og hugað að sögu umfjöllunar á þessu mikilvæga fræðasviði í ýmsum greinum náttúruvísinda. Gerð er grein fyrir náttúrufræðilegum orsökum og eðli náttúruvár af ólíku tagi. Fjallað er um yfirstandandi loftslagsbreytingar sem náttúruvá, sem og um samhengi ýmissa veður- og loftslagstengdra atburða við loftslagsbreytingar. Fjallað verður um ferli náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands og ferli hættumats í tengslum við náttúruvá.

Nemendur fara í 1 dags ferð um Suðurland í byrjun september, þar sem ummerki atburða sem flokka má sem náttúruvá eru skoðuð og rædd.

X

Borgir og borgarumhverfi (LAN512M)

Í námskeiðinu er fjallað um helstu kenningar og aðferðir borgarlandfræði og borgarhönnunar við greiningu á lífi og umhverfi í borgum, með áherslu á bæjarrými, nærumhverfið og hverfi innan borga og bæja.

Fjallað er um sögulega þróun borga frá upphafi borgamyndunar til okkar daga. Þá er fjallað um helstu viðfangsefni borgarlandfræði og borgarhönnunar við greiningu og stefnumótun um borgir og borgarumhverfi, svo sem um ólíka félagshópa og búsetu, atvinnu og samgöngur í borg, upplifun og gæði bæjarrýma, list og menningu í bæjarrýmum, náttúruna í borginni og mörkun staða. Einnig um áskoranir borga á okkar samtíma, svo sem tengt loftslagsmálum, sjálfbærni og fjórðu iðnbyltingunni.

Fyrirlestrar, umræðutímar og verkefnavinna. Einstaklings- og hópverkefni.

X

Mannskepnur og önnur dýr (ÞJÓ110F)

Kennsla fer fram með fyrirlestrum, umræðu, rafrænum fyrirlestrum og vettvangsferðum í náttúru og á söfn.

Samskipti manneskjunnar við önnur dýr er viðfangsefni þessa námskeiðs sem við nálgumst frá bæði fræðilegum og listrænum sjónarhornum. Nemendur vinna sjálfstæð verkefni, um dýr að eigin vali, þar sem áhersla er einnig lögð á sjónræna framsetningu - t.d. teikningar eða ljósmyndir.  Í fyrirlestrum verður m.a. fjallað um hvítabirni, hvali, geirfugla og lunda og nýlegar rannsóknir á þeim.  Fjallað verður um áhrifavald og ólíkar birtingarmyndir dýra í margvíslegu listrænu og menningarlegu samhengi, til dæmis í fornbókmenntum, þjóðsögum, munnmælum, kvikmyndum, fréttum, efnismenningu og ferðamennsku. Þá verður til dæmis hugað að „framhaldslífi“ dýra í formi listmuna, safngripa og minjagripa. Við munum skoða gripi í einkaeigu og á opinberum vettvangi og spyrja spurninga á borð við: hvað gerist þegar lifandi dýri er breytt í safngrip? Hvernig þróast og breytist merking dýrsins í ólíku samhengi? Hvernig mótast hugmyndir okkar um dýr? Tekist verður á við hlutverk ólíkra dýra í þekkingasköpun og mótun orðræðu um loftslagsmál og málefni norðurslóða, tengsl við ákveðin landsvæði og menningarhópa og hlutverk þeirra í ímynda- og sjálfsmyndasköpun bæði fortíðar og samtíma.  Stigið verður út fyrir hefðbundna ramma sem snúa að aðgreiningu manna/dýra og annarra lífvera um leið og við könnum samtvinnaða hugmynda- og vistheima þeirra.

Markmið

Markmið námskeiðs er að velta upp áríðandi spurningum og málefnum er snúa að sambúð fólks og dýra, loftlagsbreytingum, útrýmingu dýrategunda og sjálfbærni. Við munum íhuga hvernig listamenn, rannsakendur, aðgerðasinnar og söfn hafa tekið þátt í umræðu um þessi málefni og hvernig hægt sé að þróa umræðuna áfram. Við munum skoða hvernig mismunandi lista- og menningarminjasöfn miðla hugmyndum og upplýsingum um samband manna og dýra í gegnum safneign sína og sýningar. Nemendur eru hvattir til að nálgast, með gagnrýnum hætti, sjónrænt efni, muni, gripi og texta, bæði rafrænt en einnig með heimsóknum á söfn og sýningar. 

X

Lokaverkefni: verkefnastjórnun, ritfærni og kynning (VON001F)

Námskeiðið fjallar um inngang að vísindalegum aðferðum, siðfræði vísinda í háskólasamfélaginu. Einnig verður farið í hlutverk nemanda, leiðbeinanda og prófdómara. Tekin verða fyrir árangursrík og heiðarleg samskipti sem og gerð fræðilegrar umfjöllunar með notkun gagnasafna og réttri heimildanotkun. Gerð rannsóknaráætlunar og rannsóknaðferðir verða kynntar og einnig hagnýt framsetning tölulegra gagna. Farið verður í verklag við gerð fræðiritgerða, hvernig skipta á stóru verkefni niður í smærri einingar, gerð áætlunar og tímalínu og hvernig á að fylgja þeim. Lífið eftir brautskráningu og vinnumarkaðurinn.

X

Kenningar í ferðamálafræði (FER210F)

Á áttunda áratugnum byrjuðu fræðimenn að velta fyrir sér tilgangi, þróun og mikilvægi ferðamennsku í heiminum. Spurningar eins og „hver er ferðamaður?“, „hver er tilgangur þess að ferðast?“ og „hvað skilgreinir ferðalög?“ voru algengar framan af og enn þann dag í dag velta fræðimenn upp þessum sömu spurningum, þó með breyttum áherslum í síbreytilegum félagslegum og pólitískum aðstæðum.

Þessi áfangi leggur áherslu á helstu kenningar ferðamálafræðinnar og gefur innsýn í ólíkar nálganir og áherslur fræðanna. Nemendur munu velja kenningagrunn og setja í samhengi við eigin rannsóknarverkefni, vinna að frekari heimildaleit og hanna ítarlega rannsóknaráætlun.

X

Umhverfis- og samfélagsleg ábyrgð í ferðamennsku (LAN417F)

Samfara auknum umsvifum ferðaþjónustunnar út um allan heim aukast umhverfis- og samfélagsleg áhrif ferðamennsku jafnt og þétt. Það er því mikilvægt að nemendur í ferðamálafræði og skyldum fagsviðum þekki og skilji þessi áhrif og geti beitt viðeigandi aðferðum til að stýra þeim. Enn fremur er mikilvægt að nemendur skilji hlutverk þessara áhrifa í víðara samhengi og tengsl þeirra við loftlagsbreytingar og sjálfbæra framtíð. Markmið námskeiðsins er að efla þekkingu nemenda á umhverfis- og samfélagslegri ábyrgð í ferðamennsku og mikilvægi hennar í uppbyggingu sjálfbærrar ferðamennsku. Áhersla verður lögð á að greina umhverfis- og samfélagsleg áhrif ferðaþjónustu. Kynnt verða mismunandi umhverfisstjórnunarkerfi og umhverfisvottanir í ferðaþjónustu og samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja rædd. Mismunandi nálganir, tæki og aðferðir sem notaðar eru á sviði umhverfisstjórnar og samfélagslegrar ábyrgðar verða enn fremur kynnt.

X

Nýsköpun í ferðaþjónustu (FER606M)

Ferðaþjónusta er ein stærsta atvinnugreinin um heim allan og samkeppni um ferðamanninn mikil. Áhersla á nýsköpun og þjónustuþróun er því mikilvæg fyrir fyrirtæki og svæði í og tengd ferðaþjónustu til að skapa sér sérstöðu og takast á við breytingar sem og verða ekki undir í harðri samkeppni. Í þessu námskeiði verður farið í helstu stefnur og strauma í fræðilegu og hagnýtu samhengi nýsköpunar. Nemendur fá þjálfun í nýsköpunarvinnu, þróun og hönnun þjónustu og gerð viðskiptaáætlana.

Námskeiðið er 6 einingar sem jafngildir 150-180 klst. vinnu nemenda. Við höfum til umráða fjóra 40 mínútna tíma á viku, sem verða nýttir til fyrirlestra, umræðna og verkefnavinnu.

Mikið er lagt upp úr því að nemendur mæti í tíma og taki virkan þátt í námsferlinu.

X

Ferðamennska á norðurslóðum: Iðkun og upplifun (LAN214F)

Námskeiðið verður kennt frá byrjun mars – maí 

Námskeiðið fjallar um ferðamennsku á norðurslóðum með áherslu á upplifun ferðamanna og tengsl ferðamennsku við samfélög og landslag á norðurslóðum. Markmið þess er að kynna nemendum rannsóknir og kenningar sem tengjast iðkun, upplifun og framkvæmd ferðamennsku á norðurslóðum. Spurningar um tengsl gesta og gestgjafa, þróun ferðaþjónustu og upplifunar ásamt samfélagsleg og umhverfisleg áhrif ferðamennsku verða teknar til skoðunar. Kennsla er byggð á rannsóknum þar sem beitt er ólíkum fræðilegum sjónarhornum og mismunandi tilvik/dæmi eru kynnt.

Auglýsing um aðgang að námskeiðinu er send til framhaldsnema í byrjun hvers árs. Athugið að takmarkaður fjöldi námsplássa er í boði og ganga nemendur Land- og ferðamálafræði fyrir. Skráning í námskeiðið fer fram í gegnum MS-SENS (mssens@hi.is)

X

Náttúruvá og samfélag (LAN215F)

Í námskeiðinu er fjallað ítarlega um þann vanda sem náttúruvá af ýmsu tagi skapar samfélögum af mismunandi gerð og við ólíkar aðstæður. Framlag landfræði og félagsvísinda til þekkingar á náttúruvá og tengslum hennar við samfélagið er rakið. Farið er yfir helstu fræðileg hugtök og kenningar til að varpa ljósi á viðbrögð fólks og aðlögun þess að náttúruvá. Áhættuhugtakið er skoðað sérstaklega og gerð grein fyrir rannsóknum á skynjun einstaklinga og hópa á áhættu tengdri náttúruvá. Einnig er skoðað hvernig unnt er að leggja hlutlægt mat á áhættu og draga úr áhrifum atburða, staðbundið eða á stærri svæðum. Almannavarnahringrásin er kynnt og fjallað um hlutverk og ábyrgð hinna ýmsu viðbragðsaðila. Dæmi eru tekin af tilteknum atburðum í ríkari og fátækari hlutum heimsins. Nemendur kynna sér og safna gögnum um tiltekna atburði ítarlega, greina þau og rökræða viðbrögð og afleiðingar. Íslenskar rannsóknir landfræðinga og annarra á þessu sviði verða skoðaðar sérstaklega. Einnig fara nemendur í kynnisheimsóknir til íslenskra aðila og stofnana sem sinna almannavörnum og viðbragði við náttúruhamförum.

X

Matur og menning: (NÆR613M)

Matur er mannsins megin, uppspretta orkunnar og forsenda lífsins. En matur er líka sneisafullur af merkingu. Matarhættir veita innsýn í heimsmynd okkar, lífssýn og listfengi og matur mótar tilveru okkar, líkama, samfélag, hagkerfi, hugarfar og siðferði. Sjálfsmynd okkar og minningar eru nátengdar mat og matur er einhver mikilvægasti miðillinn fyrir samskipti okkar við annað fólk.

Í námskeiðinu skoðum við hvað fólk borðar, hvernig, hvenær, með hverjum og hvers vegna. Með þeim hætti fáum við dýrmæta innsýn í kyngervi og kynslóðir, fæðuöryggi og rétt til matar, stéttaskiptingu og menningarlegan margbreytileika, skynheim og fegurðarskyn, tækni og matvælaframleiðslu, tísku og matarkúra, matarhefðir og menningararf, tilfinningar, vináttu og fjölskyldubönd. Matarhættir tengja þannig saman menningu og náttúru, hnattvæðingu og hið staðbundna, heimilið og vinnustaðinn, fortíð og samtíð, manneskjur og örverur.

Í námskeiðinu beinum við sjónum að sambandi matarframleiðslu og neyslu á 21. öld með sérstaka áherslu á lýðheilsu, siðferðislega neyslu og sjálfbærni.

Matur og menning eru þverfagleg viðfangsefni og því er þetta námskeið kennt í samstarfi námsbrauta í þjóðfræði og matvæla- og næringarfræði.

X

Sjálfbær þróun ferðaþjónustu á norðlægum svæðum (FER214F)

Námskeiðið Sjálfbær þróun ferðaþjónustu á norðlægum svæðum er tekið í fjarnámi frá háskólanum í OULU - Finnlandi. Námskeiðið er partur af samstarfi við þemanet háskóla norðuslóða: UArctic Thematic Network on Northern Tourism.

Auglýsing um aðgang að námskeiðinu er send til framhaldsnema í lok hvers árs. Nemendur þurfa að sækja um og skrá sig í gegnum nemendaþjónustu VON MS-SENS (mssens@hi.is)

Takmarkaður fjöldi nemendaplássa er í boði.

The course will address tourism in the circumpolar north from a societal perspective. It will present different views on the phenomenon and its dimensions, resources and implications for nature, places and cultures involved. The place of northern tourism in times of globalization and emergent global issues like climate changes will be explored, together with the relevant governance aspects.

X

Fjarkönnun og umhverfisvöktun (LAN211F)

Lögmál og grundvallaratriði fjarkönnunar. Rafsegulgeislun, víxlverkun við lofthjúp og yfirborð jarðar. Endurvarp og eigingeislun. Eiginleikar ljósmynda, hitamynda, örbylgju- og ratsjármynda. Yfirlit yfir annars konar fjarkönnun: LIDAR, bylgjuvíxlmyndir, fjölgeisla- og jarðsjármælingar, fjarkönnun á öðrum reikistjörnum.

 Fjarkönnunargögn og aðferðir við öflun þeirra. Nemar og skannar um borð í gervitunglum og flugvélum. Upplausn mynda: rúmfræðileg, rófgreinihæfni, geislastyrkur, tími. Saga fjarkönnunar á 20. og 21. öld.

Notkun og túlkun loftmynda og gervitunglamynda. Myndvinnsla og greining: forvinna, upprétting, strekking, vinnsla með fjölda banda, stýrð og sjálfvirk flokkun, landgreiningar og rannsóknir á breytingum, líkangerð. GPS. Samfelling gagna og landupplýsinga. Framsetning og miðlun fjarkönnunargagna.

Umhverfisvöktun og gildi fjarkönnunar á ýmsum fræðasviðum: landfræði, jarðfræði og líffræði. Umhverfisvöktunarkerfi vegna snöggra og hægfara umhverfisbreytinga, náttúruvár, atburða og kortagerðar. Öflun og vinnsla rauntímagagna.

Kennslufyrirkomulag: Fyrirlestarar, umræðutímar og vikuleg verkefni í tölvuveri í öflun, greiningu og túlkun fjarkönnunargagna. Unnið verður með landupplýsingakerfi, einkum ArcGIS og QuantumGIS, svo og ýmis myndvinnsluforrit. Sjálfstætt rannsóknaverkefni á sviði fjarkönnunar og umhverfisvöktunar.

X

Landfræðileg upplýsingakerfi 2 (LAN212F)

Námskeiðið er verkefnamiðað,nemendur vinna sjálfstætt að verkefnum undir leiðsögn kennara. Leiðsögn kennara felst einkum í tæknilegri og fræðilegri úrfærslu verkefna út frá landupplýsingafræðilegu (LUK) sjónarhorni. Stærri hluta af önninni vinna nemendur sín eigin verkefni, oft í tengslum við lokaverkefni (meistara eða doktorsverkefni). Verkefni nemenda geta verið úr hvaða vísindagrein sem er, en með LUK sjónarhorn sem þarf að leysa.

Efni námskeiðsins: Hnit og varpanir. Landræn fyrirbæri, eigindi og gagnagrunnar, grannfræði og landræn svið. Landrænar greiningar og brúanir, framsetning og miðlun landrænna gagna, 3D. Lýsigögn og varðveisla. Opinn hugbúnaður.

Áfanginn er próflaus en einkunn verður gefin fyrir lokaskýrslu og minni verkefni. Í upphafi annar þurfa nemendur að hafa á reiðum höndum lýsingu á verkefninu sem þeir ætla að vinna að ásamt mati á þeim landfræðilegum gögnum sem þarf til verksins.

X

Landslag og orkumál (LAN220F)

Kennt annað hvert ár þegar ártal er slétt tala.

Landslagshugtakið er skoðað á gagnrýninn hátt út frá sjónarhorni mannvistarlandfræði. Breytingar á landnýtingu, orsakir þeirra og afleiðingar fyrir landslag eru ræddar. Sérstök áhersla verður lögð á nýtingu endurnýjanlegrar orku og landslagsáhrif hennar. Átök vegna ólíkra hagsmuna og/eða sýnar á náttúruna eru greind. Samspil orkuvinnslu, ferðaþjónustu og friðlýsingar svæða á Íslandi verður skoðað með tilliti til landslags. Einnig er rætt hvernig ákvarðanir um orkunýtingu eru teknar og að hve miklu leyti sjónarmið almennings koma við sögu.

Farin er vettvangsferð í nágrenni Reykjavíkur.

X

Skipulag byggðar og lands (LAN610M)

Í námskeiðinu eru kynntar helstu kenningar, hugtök og viðfangsefni skipulagsfræði, söguleg þróun skipulagsgerðar og stjórnkerfi skipulagsmála.

Megináhersla námskeiðsins er á hagnýtar aðferðir við skipulagsgerð, sérstaklega fyrir skipulag stærri landfræðilegra heilda, eins og þéttbýlisstaða, sveitarfélaga eða landshluta. Nemendur kynnast og þjálfast í að beita ólíkum aðferðum við gagnaöflun, greiningu og túlkun á byggð, samfélagi, náttúrufari og ólíkum hagsmunum varðandi þróun byggðar og nýtingu lands, vegna skipulags tiltekins svæðis. Farið er yfir aðferðir til að leggja mat á aðstæður, áskoranir og tækifæri á skipulagssvæðinu. Einnig aðferðir við mótun og framsetningu skipulagstillagna og stefnu í skipulagi.

Fyrirlestrar, umræðutímar og verkefnavinna. Einstaklings- og hópverkefni.

X

Norræn trú (ÞJÓ203F)

Trúarlíf manna á norðurslóðum er tekið fyrir og heimildir allt frá elstu tímum, eins og grafir, rúnasteinar, hellaristur og aðrar fornminjar verða skoðaðar. Einnig verða lesnar lýsingar á norrænum trúarathöfnum í verkum eftir Tacitus, Adam frá Brimum, Saxo Grammaticus og í fornritum Íslendinga eins og Eddukvæðum og Konungasögum. Auk norrænnar trúar verður fjallað um seið og sjamanisma. Örlagatrú er tekin til ítarlegrar umfjöllunar sem meginþáttur í forkristnum átrúnaði á Norðurlöndum. Loks er vikið að því hvernig kristindómur hefur fallið að norrænum lífsháttum og hugsunarhætti. Námskeiðið er kennt á ensku.

Vinnulag

Kennsla fer fram í fyrirlestrum, og umræðum um fyrirlestra.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Rannsóknir í land- og ferðamálafræði 1 (LAN117F)

Námskeiðið er samræðuvettvangur meistaranema í land- og ferðamálafræði um námið í heild, viðfangsefni rannsókna í landfræði og ferðamálafræði og aðferðir sem beitt er. Nemendur kynna hugmyndir og tillögur um eigin lokaverkefni og rýna verk hvers annars. Tekin eru til athugunar valin kenningaleg og aðferðafræðileg sjónarhorn sem eru áberandi í rannsóknum í greinunum um þessar mundir og gildi þeirra metið.

Meistaranemar hittast í annarri kennsluviku misseris ásamt umsjónarkennurum námskeiðsins. Þar er farið ítarlega yfir skipulagsatriði meistaranámsins, gengið úr skugga um að allir nýir nemendur hafi fengið umsjónarkennara og öðrum formlegum skilyrðum hafi verið fullnægt. Rætt er stuttlega um hugmyndir nýrra nemenda um sitt eigið nám. Einnig ákveða nemendur og kennarar í sameiningu hvaða efni skuli tekin til sérstakrar skoðunar síðar í námskeiðinu. Kennarar velja lykilheimildir um þessi efni og miðla til nemenda. Meginhluti námsins fer fram á tveggja daga vinnustofu í verkefnaviku námsbrautarinnar, þar sem nemendum er skylt að mæta. Doktorsnemar, nýdoktorar og kennarar eru einnig velkomnir. Þar eru tekin fyrir þau efni sem ákveðið var að skoða sérstaklega í upphafi misserisins. Nemendur halda framsögur um rannsóknatillögur sínar og þær eru rýndar ítarlega af samnemendum og kennurum. Lengra komnir nemendur miðla enn fremur af reynslu sinni til þeirra sem skemmra eru komnir.

Námskeiðið er skyldunámskeið á vor- og haustmisseri í meistaranámi í landfræði og ferðamálafræði. Hver nemandi tekur fullan þátt í námskeiðinu í þrjú misseri og fær metnar 2 einingar fyrir hvert misseri, alls 6 einingar. Undantekning er aðeins gerð ef nemandi tekur hluta af einingum sínum í skiptinámi erlendis eða ef námstími er styttri en fjögur misseri.

Námsmat byggir á þátttöku og frammistöðu nemenda í tímum.

X

Rannsóknir í land- og ferðamálafræði 2 (LAN219F)

Námskeiðið er samræðuvettvangur meistaranema í land- og ferðamálafræði um námið í heild, viðfangsefni rannsókna í landfræði og ferðamálafræði og aðferðir sem beitt er. Nemendur kynna hugmyndir og tillögur um eigin lokaverkefni og rýna verk hvers annars. Tekin eru til athugunar valin kenningaleg og aðferðafræðileg sjónarhorn sem eru áberandi í rannsóknum í greinunum um þessar mundir og gildi þeirra metið.

Meistaranemar hittast í annarri kennsluviku misseris ásamt umsjónarkennurum námskeiðsins. Þar er farið ítarlega yfir skipulagsatriði meistaranámsins, gengið úr skugga um að allir nýir nemendur hafi fengið umsjónarkennara og öðrum formlegum skilyrðum hafi verið fullnægt. Rætt er stuttlega um hugmyndir nýrra nemenda um sitt eigið nám. Einnig ákveða nemendur og kennarar í sameiningu hvaða efni skuli tekin til sérstakrar skoðunar síðar í námskeiðinu. Kennarar velja lykilheimildir um þessi efni og miðla til nemenda. Meginhluti námsins fer fram á tveggja daga vinnustofu í verkefnaviku námsbrautarinnar, þar sem nemendum er skylt að mæta. Doktorsnemar, nýdoktorar og kennarar eru einnig velkomnir. Þar eru tekin fyrir þau efni sem ákveðið var að skoða sérstaklega í upphafi misserisins. Nemendur halda framsögur um rannsóknatillögur sínar og þær eru rýndar ítarlega af samnemendum og kennurum. Lengra komnir nemendur miðla enn fremur af reynslu sinni til þeirra sem skemmra eru komnir.

Námskeiðið er skyldunámskeið á vor- og haustmisseri í meistaranámi í landfræði og ferðamálafræði. Hver nemandi tekur fullan þátt í námskeiðinu í þrjú misseri og fær metnar 2 einingar fyrir hvert misseri, alls 6 einingar. Undantekning er aðeins gerð ef nemandi tekur hluta af einingum sínum í skiptinámi erlendis eða ef námstími er styttri en fjögur misseri.

Námsmat byggir á þátttöku og frammistöðu nemenda í tímum.

X

Lokaverkefni (FER441L)

  • Efni lokaverkefnis skal valið í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara deildar. Lokaverkefnið er 60 einingar. Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Sérhverjum meistaranema er frá upphafi náms úthlutað umsjónarkennara sem leiðbeinir um skipulag námsins. Ef nemandi er ekki komin með leiðbeinanda fyrir lokaverkefni þá ber honum að snúa sér til umsjónarkennara til að fá aðstoð við það.
  • Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar.
  • Próf lokaverkefnis skiptist í tvo hluta: Munnlegt próf og opinberan fyrirlestur.
  • Viðstaddir í munnlegu prófi er nemandi, leiðbeinandi, prófdómari og meðlimir meistaranámsnefndar. Nemandinn heldur þar stutta kynningu um verkefnis sitt. Mikilvægt er að markmið og rannsóknarspurning (ar) komi skýrt fram, helstu niðurstöður og ályktanir sem draga má af verkefninu.
  • Samkvæmt reglum um meistaranám sviðsins þurfa allir nemendur sem hyggjast brautskrást frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði að halda opinberan fyrirlestur um lokaverkefnið sitt. Haldnir eru 3 meistaradagar á sviðinu á ári eða fyrir hverja brautskráningu þar sem nemendur kynna verkefnin sín með opinberum fyrirlestri.
  • Skila þarf rafrænu eintaki af lokaverkefni í Skemmuna sem er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna við alla háskóla á Íslandi. 
  • Samkvæmt reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað inn á Skemmuna.
X

Rannsóknir í land- og ferðamálafræði 3 (LAN301F)

Námskeiðið er samræðuvettvangur meistaranema í land- og ferðamálafræði um námið í heild, viðfangsefni rannsókna í landfræði og ferðamálafræði og aðferðir sem beitt er. Nemendur kynna hugmyndir og tillögur um eigin lokaverkefni og rýna verk hvers annars. Tekin eru til athugunar valin kenningaleg og aðferðafræðileg sjónarhorn sem eru áberandi í rannsóknum í greinunum um þessar mundir og gildi þeirra metið.

Meistaranemar hittast í annarri kennsluviku misseris ásamt umsjónarkennurum námskeiðsins. Þar er farið ítarlega yfir skipulagsatriði meistaranámsins, gengið úr skugga um að allir nýir nemendur hafi fengið umsjónarkennara og öðrum formlegum skilyrðum hafi verið fullnægt. Rætt er stuttlega um hugmyndir nýrra nemenda um sitt eigið nám. Einnig ákveða nemendur og kennarar í sameiningu hvaða efni skuli tekin til sérstakrar skoðunar síðar í námskeiðinu. Kennarar velja lykilheimildir um þessi efni og miðla til nemenda. Meginhluti námsins fer fram á tveggja daga vinnustofu í verkefnaviku námsbrautarinnar, þar sem nemendum er skylt að mæta. Doktorsnemar, nýdoktorar og kennarar eru einnig velkomnir. Þar eru tekin fyrir þau efni sem ákveðið var að skoða sérstaklega í upphafi misserisins. Nemendur halda framsögur um rannsóknatillögur sínar og þær eru rýndar ítarlega af samnemendum og kennurum. Lengra komnir nemendur miðla enn fremur af reynslu sinni til þeirra sem skemmra eru komnir.

Námskeiðið er skyldunámskeið á vor- og haustmisseri í meistaranámi í landfræði og ferðamálafræði. Hver nemandi tekur fullan þátt í námskeiðinu í þrjú misseri og fær metnar 2 einingar fyrir hvert misseri, alls 6 einingar. Undantekning er aðeins gerð ef nemandi tekur hluta af einingum sínum í skiptinámi erlendis eða ef námstími er styttri en fjögur misseri.

Námsmat byggir á þátttöku og frammistöðu nemenda í tímum.

X

Lokaverkefni (FER441L)

  • Efni lokaverkefnis skal valið í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara deildar. Lokaverkefnið er 60 einingar. Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Sérhverjum meistaranema er frá upphafi náms úthlutað umsjónarkennara sem leiðbeinir um skipulag námsins. Ef nemandi er ekki komin með leiðbeinanda fyrir lokaverkefni þá ber honum að snúa sér til umsjónarkennara til að fá aðstoð við það.
  • Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar.
  • Próf lokaverkefnis skiptist í tvo hluta: Munnlegt próf og opinberan fyrirlestur.
  • Viðstaddir í munnlegu prófi er nemandi, leiðbeinandi, prófdómari og meðlimir meistaranámsnefndar. Nemandinn heldur þar stutta kynningu um verkefnis sitt. Mikilvægt er að markmið og rannsóknarspurning (ar) komi skýrt fram, helstu niðurstöður og ályktanir sem draga má af verkefninu.
  • Samkvæmt reglum um meistaranám sviðsins þurfa allir nemendur sem hyggjast brautskrást frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði að halda opinberan fyrirlestur um lokaverkefnið sitt. Haldnir eru 3 meistaradagar á sviðinu á ári eða fyrir hverja brautskráningu þar sem nemendur kynna verkefnin sín með opinberum fyrirlestri.
  • Skila þarf rafrænu eintaki af lokaverkefni í Skemmuna sem er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna við alla háskóla á Íslandi. 
  • Samkvæmt reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað inn á Skemmuna.
X

Rannsóknir í land- og ferðamálafræði 4 (LAN416F)

Námskeiðið er samræðuvettvangur meistaranema í land- og ferðamálafræði um námið í heild, viðfangsefni rannsókna í landfræði og ferðamálafræði og aðferðir sem beitt er. Nemendur kynna hugmyndir og tillögur um eigin lokaverkefni og rýna verk hvers annars. Tekin eru til athugunar valin kenningaleg og aðferðafræðileg sjónarhorn sem eru áberandi í rannsóknum í greinunum um þessar mundir og gildi þeirra metið.

Meistaranemar hittast í annarri kennsluviku misseris ásamt umsjónarkennurum námskeiðsins. Þar er farið ítarlega yfir skipulagsatriði meistaranámsins, gengið úr skugga um að allir nýir nemendur hafi fengið umsjónarkennara og öðrum formlegum skilyrðum hafi verið fullnægt. Rætt er stuttlega um hugmyndir nýrra nemenda um sitt eigið nám. Einnig ákveða nemendur og kennarar í sameiningu hvaða efni skuli tekin til sérstakrar skoðunar síðar í námskeiðinu. Kennarar velja lykilheimildir um þessi efni og miðla til nemenda. Meginhluti námsins fer fram á tveggja daga vinnustofu í verkefnaviku námsbrautarinnar, þar sem nemendum er skylt að mæta. Doktorsnemar, nýdoktorar og kennarar eru einnig velkomnir. Þar eru tekin fyrir þau efni sem ákveðið var að skoða sérstaklega í upphafi misserisins. Nemendur halda framsögur um rannsóknatillögur sínar og þær eru rýndar ítarlega af samnemendum og kennurum. Lengra komnir nemendur miðla enn fremur af reynslu sinni til þeirra sem skemmra eru komnir.

Námskeiðið er skyldunámskeið á vor- og haustmisseri í meistaranámi í landfræði og ferðamálafræði. Hver nemandi tekur fullan þátt í námskeiðinu í þrjú misseri og fær metnar 2 einingar fyrir hvert misseri, alls 6 einingar. Undantekning er aðeins gerð ef nemandi tekur hluta af einingum sínum í skiptinámi erlendis eða ef námstími er styttri en fjögur misseri.

Námsmat byggir á þátttöku og frammistöðu nemenda í tímum.

X

Inngangur að ferðamálafræði (FER112F)

Í námskeiðinu eru kynnt hugtök og kenningar í ferðamálafræðum. Sá fræðilegi grunnur á að veita nemendum víðari sýn á samfélagslegar orsakir ferðamennsku, áhrif hennar á umhverfi, sam­félag og hagkerfi sem og að greina möguleika og vandamál samfara vexti og uppbyggingu greinarinnar. Fjallað er um upphaf og þróun ferðamennsku og ferðalaga og hvert straumar ferðamanna liggja. Kynntir verða helstu opinberu gagnagrunnar ferðaþjónustunnar og eiga nemendur að vinna með töluleg gögn úr þeim og greina á ítarlegan hátt.

X

Inngangur að rekstri (VIÐ155M)

Markmiðið með námskeiðinu er að gefa nemendum breiða og haldgóða innsýn í þau fyrirbæri, lögmál og kenningar sem viðskiptafræðingum nauðsynlegt er að þekkja við rekstur bæði fyrirtækja og stofnana.

Námskeiðið byggist upp af fimm efnisþáttum:
• fjármál
• lögfræði
• rekstrarhagfræði
• reikningshald
• þjóðhagfræði

Fyrirkomulag:
Námskeiðið Inngangur að rekstri er í boði tvisvar á ári og eiga nemendur að ljúka því á fyrsta ári náms síns. Annars vegar í ágúst og hins vegar í janúar. Nemendur sem hefja nám að hausti gera best í því að ljúka námskeiðinu í ágúst, en hafa þó möguleika á að ljúka því í janúar. Nemendur sem hefja nám í janúar skulu ljúka námskeiðinu í janúar en geta þó einnig tekið það í ágúst.
Námskeiðið opnar 1. hvors mánaðar og lokar þann 31. Allt námsefni verður aðgengilegt frá þeim 1. 

Námskeiðið nýtist ekki til eininga í meistaranáminu.

X

Lokaverkefni: verkefnastjórnun, ritfærni og kynning (VON001F)

Námskeiðið fjallar um inngang að vísindalegum aðferðum, siðfræði vísinda í háskólasamfélaginu. Einnig verður farið í hlutverk nemanda, leiðbeinanda og prófdómara. Tekin verða fyrir árangursrík og heiðarleg samskipti sem og gerð fræðilegrar umfjöllunar með notkun gagnasafna og réttri heimildanotkun. Gerð rannsóknaráætlunar og rannsóknaðferðir verða kynntar og einnig hagnýt framsetning tölulegra gagna. Farið verður í verklag við gerð fræðiritgerða, hvernig skipta á stóru verkefni niður í smærri einingar, gerð áætlunar og tímalínu og hvernig á að fylgja þeim. Lífið eftir brautskráningu og vinnumarkaðurinn.

X

Kenningar í ferðamálafræði (FER210F)

Á áttunda áratugnum byrjuðu fræðimenn að velta fyrir sér tilgangi, þróun og mikilvægi ferðamennsku í heiminum. Spurningar eins og „hver er ferðamaður?“, „hver er tilgangur þess að ferðast?“ og „hvað skilgreinir ferðalög?“ voru algengar framan af og enn þann dag í dag velta fræðimenn upp þessum sömu spurningum, þó með breyttum áherslum í síbreytilegum félagslegum og pólitískum aðstæðum.

Þessi áfangi leggur áherslu á helstu kenningar ferðamálafræðinnar og gefur innsýn í ólíkar nálganir og áherslur fræðanna. Nemendur munu velja kenningagrunn og setja í samhengi við eigin rannsóknarverkefni, vinna að frekari heimildaleit og hanna ítarlega rannsóknaráætlun.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.