Skip to main content

Ferðamálafræði

Ferðamálafræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Ferðamálafræði

MS gráða – 120 einingar

Meistaranám í ferðamálafræði er tveggja ára fræðilegt og verklegt framhaldsnám við Líf- og umhverfisvísindadeild. Vandað og viðurkennt alþjóðlegt nám með miklum sveigjanleika og þverfræðilegri nálgun.

Skipulag náms

X

Inngangur að ferðamálafræði (FER112F)

Í námskeiðinu eru kynnt hugtök og kenningar í ferðamálafræðum. Sá fræðilegi grunnur á að veita nemendum víðari sýn á samfélagslegar orsakir ferðamennsku, áhrif hennar á umhverfi, sam­félag og hagkerfi sem og að greina möguleika og vandamál samfara vexti og uppbyggingu greinarinnar. Fjallað er um upphaf og þróun ferðamennsku og ferðalaga og hvert straumar ferðamanna liggja. Kynntir verða helstu opinberu gagnagrunnar ferðaþjónustunnar og eiga nemendur að vinna með töluleg gögn úr þeim og greina á ítarlegan hátt.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Rannsóknir í land- og ferðamálafræði 1 (LAN117F)

Námskeiðið er samræðuvettvangur meistaranema í land- og ferðamálafræði um námið í heild, viðfangsefni rannsókna í landfræði og ferðamálafræði og aðferðir sem beitt er. Nemendur kynna hugmyndir og tillögur um eigin lokaverkefni og rýna verk hvers annars. Tekin eru til athugunar valin kenningaleg og aðferðafræðileg sjónarhorn sem eru áberandi í rannsóknum í greinunum um þessar mundir og gildi þeirra metið.

Meistaranemar hittast í annarri kennsluviku misseris ásamt umsjónarkennurum námskeiðsins. Þar er farið ítarlega yfir skipulagsatriði meistaranámsins, gengið úr skugga um að allir nýir nemendur hafi fengið umsjónarkennara og öðrum formlegum skilyrðum hafi verið fullnægt. Rætt er stuttlega um hugmyndir nýrra nemenda um sitt eigið nám. Einnig ákveða nemendur og kennarar í sameiningu hvaða efni skuli tekin til sérstakrar skoðunar síðar í námskeiðinu. Kennarar velja lykilheimildir um þessi efni og miðla til nemenda. Meginhluti námsins fer fram á tveggja daga vinnustofu í verkefnaviku námsbrautarinnar, þar sem nemendum er skylt að mæta. Doktorsnemar, nýdoktorar og kennarar eru einnig velkomnir. Þar eru tekin fyrir þau efni sem ákveðið var að skoða sérstaklega í upphafi misserisins. Nemendur halda framsögur um rannsóknatillögur sínar og þær eru rýndar ítarlega af samnemendum og kennurum. Lengra komnir nemendur miðla enn fremur af reynslu sinni til þeirra sem skemmra eru komnir.

Námskeiðið er skyldunámskeið á vor- og haustmisseri í meistaranámi í landfræði og ferðamálafræði. Hver nemandi tekur fullan þátt í námskeiðinu í þrjú misseri og fær metnar 2 einingar fyrir hvert misseri, alls 6 einingar. Undantekning er aðeins gerð ef nemandi tekur hluta af einingum sínum í skiptinámi erlendis eða ef námstími er styttri en fjögur misseri.

Námsmat byggir á þátttöku og frammistöðu nemenda í tímum.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Rannsóknir í land- og ferðamálafræði 1 (LAN117F)

Námskeiðið er samræðuvettvangur meistaranema í land- og ferðamálafræði um námið í heild, viðfangsefni rannsókna í landfræði og ferðamálafræði og aðferðir sem beitt er. Nemendur kynna hugmyndir og tillögur um eigin lokaverkefni og rýna verk hvers annars. Tekin eru til athugunar valin kenningaleg og aðferðafræðileg sjónarhorn sem eru áberandi í rannsóknum í greinunum um þessar mundir og gildi þeirra metið.

Meistaranemar hittast í annarri kennsluviku misseris ásamt umsjónarkennurum námskeiðsins. Þar er farið ítarlega yfir skipulagsatriði meistaranámsins, gengið úr skugga um að allir nýir nemendur hafi fengið umsjónarkennara og öðrum formlegum skilyrðum hafi verið fullnægt. Rætt er stuttlega um hugmyndir nýrra nemenda um sitt eigið nám. Einnig ákveða nemendur og kennarar í sameiningu hvaða efni skuli tekin til sérstakrar skoðunar síðar í námskeiðinu. Kennarar velja lykilheimildir um þessi efni og miðla til nemenda. Meginhluti námsins fer fram á tveggja daga vinnustofu í verkefnaviku námsbrautarinnar, þar sem nemendum er skylt að mæta. Doktorsnemar, nýdoktorar og kennarar eru einnig velkomnir. Þar eru tekin fyrir þau efni sem ákveðið var að skoða sérstaklega í upphafi misserisins. Nemendur halda framsögur um rannsóknatillögur sínar og þær eru rýndar ítarlega af samnemendum og kennurum. Lengra komnir nemendur miðla enn fremur af reynslu sinni til þeirra sem skemmra eru komnir.

Námskeiðið er skyldunámskeið á vor- og haustmisseri í meistaranámi í landfræði og ferðamálafræði. Hver nemandi tekur fullan þátt í námskeiðinu í þrjú misseri og fær metnar 2 einingar fyrir hvert misseri, alls 6 einingar. Undantekning er aðeins gerð ef nemandi tekur hluta af einingum sínum í skiptinámi erlendis eða ef námstími er styttri en fjögur misseri.

Námsmat byggir á þátttöku og frammistöðu nemenda í tímum.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.