Ferðamálafræði
Ferðamálafræði
MS gráða – 120 einingar
Meistaranám í ferðamálafræði er tveggja ára fræðilegt og verklegt framhaldsnám við Líf- og umhverfisvísindadeild. Vandað og viðurkennt alþjóðlegt nám með miklum sveigjanleika og þverfræðilegri nálgun.
Skipulag náms
- Haust
- Inngangur að ferðamálafræði
- Rannsóknir í land- og ferðamálafræði 1
- Vor
- Kenningar í ferðamálafræði
- Sjálfbær þróun ferðaþjónustu á norðlægum svæðum
- Ferðamennska á norðurslóðum: Iðkun og upplifun
- Rannsóknir í land- og ferðamálafræði 2
Inngangur að ferðamálafræði (FER112F)
Í námskeiðinu eru kynnt hugtök og kenningar í ferðamálafræðum. Sá fræðilegi grunnur á að veita nemendum víðari sýn á samfélagslegar orsakir ferðamennsku, áhrif hennar á umhverfi, samfélag og hagkerfi sem og að greina möguleika og vandamál samfara vexti og uppbyggingu greinarinnar. Fjallað er um upphaf og þróun ferðamennsku og ferðalaga og hvert straumar ferðamanna liggja. Kynntir verða helstu opinberu gagnagrunnar ferðaþjónustunnar og eiga nemendur að vinna með töluleg gögn úr þeim og greina á ítarlegan hátt.
Rannsóknir í land- og ferðamálafræði 1 (LAN117F)
Námskeiðið er samræðuvettvangur meistaranema í land- og ferðamálafræði um námið í heild, viðfangsefni rannsókna í landfræði og ferðamálafræði og aðferðir sem beitt er. Nemendur kynna hugmyndir og tillögur um eigin lokaverkefni og rýna verk hvers annars. Tekin eru til athugunar valin kenningaleg og aðferðafræðileg sjónarhorn sem eru áberandi í rannsóknum í greinunum um þessar mundir og gildi þeirra metið.
Meistaranemar hittast í annarri kennsluviku misseris ásamt umsjónarkennurum námskeiðsins. Þar er farið ítarlega yfir skipulagsatriði meistaranámsins, gengið úr skugga um að allir nýir nemendur hafi fengið umsjónarkennara og öðrum formlegum skilyrðum hafi verið fullnægt. Rætt er stuttlega um hugmyndir nýrra nemenda um sitt eigið nám. Einnig ákveða nemendur og kennarar í sameiningu hvaða efni skuli tekin til sérstakrar skoðunar síðar í námskeiðinu. Kennarar velja lykilheimildir um þessi efni og miðla til nemenda. Meginhluti námsins fer fram á tveggja daga vinnustofu í verkefnaviku námsbrautarinnar, þar sem nemendum er skylt að mæta. Doktorsnemar, nýdoktorar og kennarar eru einnig velkomnir. Þar eru tekin fyrir þau efni sem ákveðið var að skoða sérstaklega í upphafi misserisins. Nemendur halda framsögur um rannsóknatillögur sínar og þær eru rýndar ítarlega af samnemendum og kennurum. Lengra komnir nemendur miðla enn fremur af reynslu sinni til þeirra sem skemmra eru komnir.
Námskeiðið er skyldunámskeið á vor- og haustmisseri í meistaranámi í landfræði og ferðamálafræði. Hver nemandi tekur fullan þátt í námskeiðinu í þrjú misseri og fær metnar 2 einingar fyrir hvert misseri, alls 6 einingar. Undantekning er aðeins gerð ef nemandi tekur hluta af einingum sínum í skiptinámi erlendis eða ef námstími er styttri en fjögur misseri.
Námsmat byggir á þátttöku og frammistöðu nemenda í tímum.
Kenningar í ferðamálafræði (FER210F)
Á áttunda áratugnum byrjuðu fræðimenn að velta fyrir sér tilgangi, þróun og mikilvægi ferðamennsku í heiminum. Spurningar eins og „hver er ferðamaður?“, „hver er tilgangur þess að ferðast?“ og „hvað skilgreinir ferðalög?“ voru algengar framan af og enn þann dag í dag velta fræðimenn upp þessum sömu spurningum, þó með breyttum áherslum í síbreytilegum félagslegum og pólitískum aðstæðum.
Þessi áfangi leggur áherslu á helstu kenningar ferðamálafræðinnar og gefur innsýn í ólíkar nálganir og áherslur fræðanna. Nemendur munu velja kenningagrunn og setja í samhengi við eigin rannsóknarverkefni, vinna að frekari heimildaleit og hanna ítarlega rannsóknaráætlun.
Sjálfbær þróun ferðaþjónustu á norðlægum svæðum (FER214F)
Námskeiðið Sjálfbær þróun ferðaþjónustu á norðlægum svæðum er tekið í fjarnámi frá háskólanum í OULU - Finnlandi. Námskeiðið er partur af samstarfi við þemanet háskóla norðuslóða: UArctic Thematic Network on Northern Tourism.
Auglýsing um aðgang að námskeiðinu er send til framhaldsnema í lok hvers árs. Nemendur þurfa að sækja um og skrá sig í gegnum nemendaþjónustu VON MS-SENS (mssens@hi.is)
Takmarkaður fjöldi nemendaplássa er í boði.
The course will address tourism in the circumpolar north from a societal perspective. It will present different views on the phenomenon and its dimensions, resources and implications for nature, places and cultures involved. The place of northern tourism in times of globalization and emergent global issues like climate changes will be explored, together with the relevant governance aspects.
Ferðamennska á norðurslóðum: Iðkun og upplifun (LAN214F)
Námskeiðið verður kennt frá byrjun mars – maí
Námskeiðið fjallar um ferðamennsku á norðurslóðum með áherslu á upplifun ferðamanna og tengsl ferðamennsku við samfélög og landslag á norðurslóðum. Markmið þess er að kynna nemendum rannsóknir og kenningar sem tengjast iðkun, upplifun og framkvæmd ferðamennsku á norðurslóðum. Spurningar um tengsl gesta og gestgjafa, þróun ferðaþjónustu og upplifunar ásamt samfélagsleg og umhverfisleg áhrif ferðamennsku verða teknar til skoðunar. Kennsla er byggð á rannsóknum þar sem beitt er ólíkum fræðilegum sjónarhornum og mismunandi tilvik/dæmi eru kynnt.
Auglýsing um aðgang að námskeiðinu er send til framhaldsnema í byrjun hvers árs. Athugið að takmarkaður fjöldi námsplássa er í boði og ganga nemendur Land- og ferðamálafræði fyrir. Skráning í námskeiðið fer fram í gegnum MS-SENS (mssens@hi.is)
Rannsóknir í land- og ferðamálafræði 2 (LAN219F)
Námskeiðið er samræðuvettvangur meistaranema í land- og ferðamálafræði um námið í heild, viðfangsefni rannsókna í landfræði og ferðamálafræði og aðferðir sem beitt er. Nemendur kynna hugmyndir og tillögur um eigin lokaverkefni og rýna verk hvers annars. Tekin eru til athugunar valin kenningaleg og aðferðafræðileg sjónarhorn sem eru áberandi í rannsóknum í greinunum um þessar mundir og gildi þeirra metið.
Meistaranemar hittast í annarri kennsluviku misseris ásamt umsjónarkennurum námskeiðsins. Þar er farið ítarlega yfir skipulagsatriði meistaranámsins, gengið úr skugga um að allir nýir nemendur hafi fengið umsjónarkennara og öðrum formlegum skilyrðum hafi verið fullnægt. Rætt er stuttlega um hugmyndir nýrra nemenda um sitt eigið nám. Einnig ákveða nemendur og kennarar í sameiningu hvaða efni skuli tekin til sérstakrar skoðunar síðar í námskeiðinu. Kennarar velja lykilheimildir um þessi efni og miðla til nemenda. Meginhluti námsins fer fram á tveggja daga vinnustofu í verkefnaviku námsbrautarinnar, þar sem nemendum er skylt að mæta. Doktorsnemar, nýdoktorar og kennarar eru einnig velkomnir. Þar eru tekin fyrir þau efni sem ákveðið var að skoða sérstaklega í upphafi misserisins. Nemendur halda framsögur um rannsóknatillögur sínar og þær eru rýndar ítarlega af samnemendum og kennurum. Lengra komnir nemendur miðla enn fremur af reynslu sinni til þeirra sem skemmra eru komnir.
Námskeiðið er skyldunámskeið á vor- og haustmisseri í meistaranámi í landfræði og ferðamálafræði. Hver nemandi tekur fullan þátt í námskeiðinu í þrjú misseri og fær metnar 2 einingar fyrir hvert misseri, alls 6 einingar. Undantekning er aðeins gerð ef nemandi tekur hluta af einingum sínum í skiptinámi erlendis eða ef námstími er styttri en fjögur misseri.
Námsmat byggir á þátttöku og frammistöðu nemenda í tímum.
- Haust
- Lokaverkefni
- Rannsóknir í land- og ferðamálafræði 3
- Vor
- Lokaverkefni
- Rannsóknir í land- og ferðamálafræði 4
Lokaverkefni (FER441L)
- Efni lokaverkefnis skal valið í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara deildar. Lokaverkefnið er 60 einingar. Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Sérhverjum meistaranema er frá upphafi náms úthlutað umsjónarkennara sem leiðbeinir um skipulag námsins. Ef nemandi er ekki komin með leiðbeinanda fyrir lokaverkefni þá ber honum að snúa sér til umsjónarkennara til að fá aðstoð við það.
- Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar.
- Próf lokaverkefnis skiptist í tvo hluta: Munnlegt próf og opinberan fyrirlestur.
- Viðstaddir í munnlegu prófi er nemandi, leiðbeinandi, prófdómari og meðlimir meistaranámsnefndar. Nemandinn heldur þar stutta kynningu um verkefnis sitt. Mikilvægt er að markmið og rannsóknarspurning (ar) komi skýrt fram, helstu niðurstöður og ályktanir sem draga má af verkefninu.
- Samkvæmt reglum um meistaranám sviðsins þurfa allir nemendur sem hyggjast brautskrást frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði að halda opinberan fyrirlestur um lokaverkefnið sitt. Haldnir eru 3 meistaradagar á sviðinu á ári eða fyrir hverja brautskráningu þar sem nemendur kynna verkefnin sín með opinberum fyrirlestri.
- Skila þarf rafrænu eintaki af lokaverkefni í Skemmuna sem er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna við alla háskóla á Íslandi.
- Samkvæmt reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað inn á Skemmuna.
Rannsóknir í land- og ferðamálafræði 3 (LAN301F)
Námskeiðið er samræðuvettvangur meistaranema í land- og ferðamálafræði um námið í heild, viðfangsefni rannsókna í landfræði og ferðamálafræði og aðferðir sem beitt er. Nemendur kynna hugmyndir og tillögur um eigin lokaverkefni og rýna verk hvers annars. Tekin eru til athugunar valin kenningaleg og aðferðafræðileg sjónarhorn sem eru áberandi í rannsóknum í greinunum um þessar mundir og gildi þeirra metið.
Meistaranemar hittast í annarri kennsluviku misseris ásamt umsjónarkennurum námskeiðsins. Þar er farið ítarlega yfir skipulagsatriði meistaranámsins, gengið úr skugga um að allir nýir nemendur hafi fengið umsjónarkennara og öðrum formlegum skilyrðum hafi verið fullnægt. Rætt er stuttlega um hugmyndir nýrra nemenda um sitt eigið nám. Einnig ákveða nemendur og kennarar í sameiningu hvaða efni skuli tekin til sérstakrar skoðunar síðar í námskeiðinu. Kennarar velja lykilheimildir um þessi efni og miðla til nemenda. Meginhluti námsins fer fram á tveggja daga vinnustofu í verkefnaviku námsbrautarinnar, þar sem nemendum er skylt að mæta. Doktorsnemar, nýdoktorar og kennarar eru einnig velkomnir. Þar eru tekin fyrir þau efni sem ákveðið var að skoða sérstaklega í upphafi misserisins. Nemendur halda framsögur um rannsóknatillögur sínar og þær eru rýndar ítarlega af samnemendum og kennurum. Lengra komnir nemendur miðla enn fremur af reynslu sinni til þeirra sem skemmra eru komnir.
Námskeiðið er skyldunámskeið á vor- og haustmisseri í meistaranámi í landfræði og ferðamálafræði. Hver nemandi tekur fullan þátt í námskeiðinu í þrjú misseri og fær metnar 2 einingar fyrir hvert misseri, alls 6 einingar. Undantekning er aðeins gerð ef nemandi tekur hluta af einingum sínum í skiptinámi erlendis eða ef námstími er styttri en fjögur misseri.
Námsmat byggir á þátttöku og frammistöðu nemenda í tímum.
Lokaverkefni (FER441L)
- Efni lokaverkefnis skal valið í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara deildar. Lokaverkefnið er 60 einingar. Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Sérhverjum meistaranema er frá upphafi náms úthlutað umsjónarkennara sem leiðbeinir um skipulag námsins. Ef nemandi er ekki komin með leiðbeinanda fyrir lokaverkefni þá ber honum að snúa sér til umsjónarkennara til að fá aðstoð við það.
- Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar.
- Próf lokaverkefnis skiptist í tvo hluta: Munnlegt próf og opinberan fyrirlestur.
- Viðstaddir í munnlegu prófi er nemandi, leiðbeinandi, prófdómari og meðlimir meistaranámsnefndar. Nemandinn heldur þar stutta kynningu um verkefnis sitt. Mikilvægt er að markmið og rannsóknarspurning (ar) komi skýrt fram, helstu niðurstöður og ályktanir sem draga má af verkefninu.
- Samkvæmt reglum um meistaranám sviðsins þurfa allir nemendur sem hyggjast brautskrást frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði að halda opinberan fyrirlestur um lokaverkefnið sitt. Haldnir eru 3 meistaradagar á sviðinu á ári eða fyrir hverja brautskráningu þar sem nemendur kynna verkefnin sín með opinberum fyrirlestri.
- Skila þarf rafrænu eintaki af lokaverkefni í Skemmuna sem er stafrænt varðveislusafn lokaverkefna við alla háskóla á Íslandi.
- Samkvæmt reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað inn á Skemmuna.
Rannsóknir í land- og ferðamálafræði 4 (LAN416F)
Námskeiðið er samræðuvettvangur meistaranema í land- og ferðamálafræði um námið í heild, viðfangsefni rannsókna í landfræði og ferðamálafræði og aðferðir sem beitt er. Nemendur kynna hugmyndir og tillögur um eigin lokaverkefni og rýna verk hvers annars. Tekin eru til athugunar valin kenningaleg og aðferðafræðileg sjónarhorn sem eru áberandi í rannsóknum í greinunum um þessar mundir og gildi þeirra metið.
Meistaranemar hittast í annarri kennsluviku misseris ásamt umsjónarkennurum námskeiðsins. Þar er farið ítarlega yfir skipulagsatriði meistaranámsins, gengið úr skugga um að allir nýir nemendur hafi fengið umsjónarkennara og öðrum formlegum skilyrðum hafi verið fullnægt. Rætt er stuttlega um hugmyndir nýrra nemenda um sitt eigið nám. Einnig ákveða nemendur og kennarar í sameiningu hvaða efni skuli tekin til sérstakrar skoðunar síðar í námskeiðinu. Kennarar velja lykilheimildir um þessi efni og miðla til nemenda. Meginhluti námsins fer fram á tveggja daga vinnustofu í verkefnaviku námsbrautarinnar, þar sem nemendum er skylt að mæta. Doktorsnemar, nýdoktorar og kennarar eru einnig velkomnir. Þar eru tekin fyrir þau efni sem ákveðið var að skoða sérstaklega í upphafi misserisins. Nemendur halda framsögur um rannsóknatillögur sínar og þær eru rýndar ítarlega af samnemendum og kennurum. Lengra komnir nemendur miðla enn fremur af reynslu sinni til þeirra sem skemmra eru komnir.
Námskeiðið er skyldunámskeið á vor- og haustmisseri í meistaranámi í landfræði og ferðamálafræði. Hver nemandi tekur fullan þátt í námskeiðinu í þrjú misseri og fær metnar 2 einingar fyrir hvert misseri, alls 6 einingar. Undantekning er aðeins gerð ef nemandi tekur hluta af einingum sínum í skiptinámi erlendis eða ef námstími er styttri en fjögur misseri.
Námsmat byggir á þátttöku og frammistöðu nemenda í tímum.
- Haust
- Ferðaþjónusta á norðurslóðum í verkiV
- Rannsóknaraðferðir félagsvísindaV
- Megindleg aðferðafræðiV
- Eigindlegar rannsóknaraðferðir IV
- Ferðamennska og víðerniVE
- Inngangur að kortagerð og GISV
- Náttúruvá: Atburðir og eðli þeirraV
- The Arctic CircleV
- Sjálfbærnimenntun og forystaV
- Lokaverkefni: verkefnastjórnun, ritfærni og kynningV
- Vor
- Umhverfis- og samfélagsleg ábyrgð í ferðamennskuVE
- Sjónrænar rannsóknaraðferðirVE
- Hlutverk og stefnumótun alþjóðastofnanaV
- Náttúruvá og samfélagV
Ferðaþjónusta á norðurslóðum í verki (FER113F)
Námskeiðið Ferðaþjónusta á norðurslóðum í verki er kennt af háskólanum í Lapplandi - Finnlandi. Námskeiðið er partur af samstarfi við þemanet háskóla norðuslóða: UArctic Thematic Network on Northern Tourism.
Nemendur bera sjálfir kostnað við þátttöku í námskeiðinu. Ferðastyrkir verða í boði fyrir 2-3 nemendur haustið 2021.
Athugið að takmarkaður fjöldi námsplássa er í boði.
Sækja þarf um skráningu beint til umsjónarkennara HÍ: Gunnar Þór Jóhannesson (gtj@hi.is). Vinsamlegast látið fylgja með upplýsingar um núverandi nám (námslínu og ár).
In the course, students will plan, conduct and report on a tourism development case study project of a tourist destination in the Circumpolar north.
Knowledge will be applied through seminars with faculty in the field, hands-on fieldwork, presentations to key stakeholders, including community members, and faculty, and reporting in ways that further thesis work and tourism research in general.
Rannsóknaraðferðir félagsvísinda (FÉL301F)
Markmið námskeiðsins eru þríþætt: i) að nemendur öðlist dýpri skilning á rannsóknarferlinu og helstu rannsóknaraðferðum, ii) að nemendur fái þjálfun í því að kynna sér og leggja sjálfstætt mat á fyrirliggjandi rannsóknir og iii) að nemendur fái þjálfun í því að setja fram rannsóknarspurningar með hliðsjón af kenningarlegri umræðu og fyrirliggjandi rannsóknum. Fyrirlestrar: Fjallað er um hugtakanotkun og rannsóknaraðferðir með áherslu á að i) draga fram styrkleika og veikleika mismunandi aðferða og ii) tengja saman aðferðafræði, aðferðir og kenningarleg málefni og álitamál. Umræðutímar: Nemendur lesa allmörg rannsóknardæmi og ræða rannsóknaraðferðir á gagnrýninn hátt í tengslum við tiltekin félagsfræðileg umfjöllunarefni. Lokaverkefni: Nemendur skrifa sjálfstæða rannsóknartillögu.
Megindleg aðferðafræði (FMÞ001F)
Meginefni námskeiðsins eru megindlegar rannsóknaraðferðir og tölfræði í félags- og menntavísindum. Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda og umfjöllun um þátt rannsókna í samfélaginu. Fjallað er um helstu rannsóknarsnið, úrtaksfræði og gerð spurningalista. Í tölfræðihluta er kennt um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði og fjallað ítarlega um dreifigreiningu og aðhvarfsgreiningu. Nemendur vinna hagnýt verkefni í tölfræðilegri úrvinnslu gagna með jamovi forritinu samhliða fyrirlestrum. Nemendur geta unnið með eigin gögn.
Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (FMÞ103F)
Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreytileika og fræðilegum forsendum eigindlegrar rannsóknahefðar í félagsvísindum og öðlist reynslu í að beita eigindlegum aðferðum. Um hagnýtt námskeið er að ræða þar sem hver nemandi vinnur sjálfstætt rannsóknarverkefni sem felst í því að hanna og undirbúa rannsókn, afla gagna, greina þau og skrifa um helstu niðurstöður undir handleiðslu kennara. Í námskeiðinu verður farið ítarlega í undirbúning rannsókna, gerð rannsóknaráætlunar, gagnaöflun, greiningu og skrif.
Ferðamennska og víðerni (LAN114F)
Fjallað er um víðerni sem félagslega smíð og hlutlæga tilveru víðerna. Gefið er yfirlit yfir sögu víðernishugmyndarinnar í menningar- og sögulegu samhengi. Skoðuð eru markmið með verndun víðerna og helstu átök um varðveislu þeirra. Kynntar eru hugmyndir um skipulag og stjórnun víðerna fyrir ferðamennsku og útivist. Varpað er ljósi á tengsl milli ferðamennsku, víðerna og stefnu í stjórnun þeirra. Námskeiðið hefst á fimm daga ferð um víðerni Íslands.
Inngangur að kortagerð og GIS (LAN116F)
“visualization is the process of making the invisible visible[...] the process of making the cognitive imagination visual using available and culturally dominant technologies is one of the most consistent behaviors of mankind.”
„Myndræn framsetning er að gera ósýnileg fyrirbæri sýnileg [eða] það að gera sjónrænt grein fyrir ímyndun hugans með tiltækri tækni og í samræmi við menningarleg viðmið. Þetta er eitt af því sem mannkynið hefur alltaf leitast við að gera.” - Cox, D. (2006). "Metaphoric Mappings: The Art of Visualization." MIT Press.
Kortagerð er einn af mikilvægum hlutum landupplýsingahönnunar.
Nemendur kynnast fræðilegri undirstöðu kortagerðar með hjálp stafrænnar tækni. Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum greinargóðan skilning á hugtökum og hagnýtum atriðum sem snerta myndræna framsetningu á kortum og miðlun landfræðilegra upplýsinga. Það snertir ýmis mikilvæg svið í landfræði og skyldum greinum. Í gegnum fyrirlestra og umræður fá nemendur skilning á sögu kortagerðar, helstu kenningum og hugtökum á fagsviðinu og hlutverki landfræðilegra upplýsingakerfa við gerð korta nú á dögum. Fyrirlestrum er fylgt eftir með verkefnum sem hjálpa nemendum að skilja undirstöðuhugtök kortagerðar, sem og skipulegum æfingum í tölvuveri þar sem nemendur læra að nýta sér landfræðileg upplýsingakerfi við einfalda greiningu og framsetningu landupplýsinga. Nemendur öðlast færni til að rýna eigin verk og annarra á gagnrýninn hátt og geta útskýrt og réttlætt eigin ákvarðanir varðandi myndræna framsetningu á korti.
Náttúruvá: Atburðir og eðli þeirra (LAN513M)
Í námskeiðinu er fjallað um hina ýmsu atburði og ferla í náttúrunni sem skapað geta vá. Náttúruvá er skilgreind og hugað að sögu umfjöllunar á þessu mikilvæga fræðasviði í ýmsum greinum náttúruvísinda. Gerð er grein fyrir náttúrufræðilegum orsökum og eðli náttúruvár af ólíku tagi. Fjallað er um yfirstandandi loftslagsbreytingar sem náttúruvá, sem og um samhengi ýmissa veður- og loftslagstengdra atburða við loftslagsbreytingar. Fjallað verður um ferli náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands og ferli hættumats í tengslum við náttúruvá.
Nemendur fara í 1 dags ferð um Suðurland í byrjun september, þar sem ummerki atburða sem flokka má sem náttúruvá eru skoðuð og rædd.
The Arctic Circle (UAU018M)
Með loftslagsbreytingum er talið að mikilvægi norðurslóða muni aukast á næstu áratugum þar sem náttúruauðlindir verða aðgengilegri og nýjar samgönguleiðir opnast. Á sama tíma skapast ógnir við viðkvæm vistkerfi og samfélög en efnhagsleg tækifæri verða einnig til. Arctic Circle samtökin mynda viðamikið tengslanet sem byggir á alþjóðlegu samstarfi og umræðu um framtíð norðurskautsins. Arctic Circle samtökin eru opinn og lýðræðislegur vettvangur með þátttöku ríkisstjórna, stofnana, fyrirtækja, háskóla, fræðimannahópa, umhverfissamtaka, samfélaga frumbyggja, almennra borgara og annars áhugafólks um þróun norðurskautsins og afleiðinga þess á framtíð jarðar. Árlega Arctic Circle ráðstefnan er stærsta alþjóðlega samkoman með áherslu á norðurskautið. Árlega mæta yfir 2000 þátttakendur frá yfir 50 löndum.
Á Arctic Circle ráðstefnunni hefur meðal annars verið fjallað um eftirtalin málefni:
- Bráðnun íss og öfgakennd veður
- Hlutverk og réttur innfæddra
- Öryggismál á norðurslóðum
- Innviðir fjárfestinga á norðuslóðum
- Byggðaþróun
- Innviðir flutningakerfa
- Orkumál
- Hlutverk Evrópu- og Asíuþjóða
- Asía og Norðursjávarsiglingaleiðin
- Lýðheilsa og velferð á heimskautasvæðum
- Vísindi og þekking frumbyggja
- Ferðamennska og flugsamgöngur á norðurslóðum
- Vistkerfi og haffræði
- Sjálfbær þróun
- Þróun endurnýjanlegrar orku fyrir afskekkt samfélög
- Tækifæri og ógnir við borun eftir náttúruauðlindum
- Auðlindir á norðuslóðum
- Viðskiptasamstarf á norðurslóðum
- Úthöfin á norðurslóðum
- Sjávarútvegur og lífrænar auðlindir
- Jarðfræði og jöklafræði
- Heimskautaréttur: sáttmálar og samningar
- Heimur háður ís: norðurslóðir og Himalaya
Á námskeiðinu taka nemendur þátt í Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpu. Skyldumæting er fyrir nemendur á ráðstefnuna. Nemendur þurfa að mæta í tvær kennslustundir, eina stuttu fyrir ráðstefnuna og aðra stuttu eftir ráðstefnuna.
Arctic Circle Assembly verður 17. - 19. október 2024 í Hörpu.
Nemendur greiða skráningargjald á ráðstefnuna. Gjaldið er almennt nemendagjald með afslætti.
Sjálfbærnimenntun og forysta (SFG003F)
Megintilgangur þessa námskeiðs er að veita þátttakendum tækifæri til að skilja sjálfbærni og sjálfbærnimenntun út frá sjónarhorni stofnana eða heilla kerfa. Kennslutímar og umræður á milli þeirra byggjast á upplýstri rökræðu. Unnin verða fá stærri verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum, skipulagningu kennslustunda og því að leiða umræður. Námskeiðið er kennt á neti. Krafist er að lágmarki 80% mætingar í kennslustundir. Til að standast námskeiðið þarf að fá að lágmarki einkunnina 5,0 fyrir hvert verkefni námskeiðsins og uppfylla lágmarkskröfur um mætingu og þátttöku í tímum. Nánari útfærsla og upplýsingar um kennslufyrirkomulag verður á Canvas.
Dæmi um viðfangefni:
- Formleg og óformleg sjálfbærnimenntun (t.d. á vinnustöðum)
- Forysta í vinnu með sjálfbærni (t.d. í heildstæðum breytingum og þróun í skóla eða í frístundastarfi)
- Tengsl náttúrufræði og sjálfbærni (t.d. út frá kerfisbundinni nálgun eða út frá grunndvallarsýn)
- Þróun dreifbýlis og sjálfbærni
- Mótun sameiginlegra gilda (t.d. í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja)
- Námskrárbreytingar
Lokaverkefni: verkefnastjórnun, ritfærni og kynning (VON001F)
Námskeiðið fjallar um inngang að vísindalegum aðferðum, siðfræði vísinda í háskólasamfélaginu. Einnig verður farið í hlutverk nemanda, leiðbeinanda og prófdómara. Tekin verða fyrir árangursrík og heiðarleg samskipti sem og gerð fræðilegrar umfjöllunar með notkun gagnasafna og réttri heimildanotkun. Gerð rannsóknaráætlunar og rannsóknaðferðir verða kynntar og einnig hagnýt framsetning tölulegra gagna. Farið verður í verklag við gerð fræðiritgerða, hvernig skipta á stóru verkefni niður í smærri einingar, gerð áætlunar og tímalínu og hvernig á að fylgja þeim. Lífið eftir brautskráningu og vinnumarkaðurinn.
Umhverfis- og samfélagsleg ábyrgð í ferðamennsku (LAN417F)
Samfara auknum umsvifum ferðaþjónustunnar út um allan heim aukast umhverfis- og samfélagsleg áhrif ferðamennsku jafnt og þétt. Það er því mikilvægt að nemendur í ferðamálafræði og skyldum fagsviðum þekki og skilji þessi áhrif og geti beitt viðeigandi aðferðum til að stýra þeim. Enn fremur er mikilvægt að nemendur skilji hlutverk þessara áhrifa í víðara samhengi og tengsl þeirra við loftlagsbreytingar og sjálfbæra framtíð. Markmið námskeiðsins er að efla þekkingu nemenda á umhverfis- og samfélagslegri ábyrgð í ferðamennsku og mikilvægi hennar í uppbyggingu sjálfbærrar ferðamennsku. Áhersla verður lögð á að greina umhverfis- og samfélagsleg áhrif ferðaþjónustu. Kynnt verða mismunandi umhverfisstjórnunarkerfi og umhverfisvottanir í ferðaþjónustu og samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja rædd. Mismunandi nálganir, tæki og aðferðir sem notaðar eru á sviði umhverfisstjórnar og samfélagslegrar ábyrgðar verða enn fremur kynnt.
Sjónrænar rannsóknaraðferðir (FMÞ001M)
Námskeiðið er að jafnaði kennt annaðhvert ár og er næst á dagskrá á vormisseri 2026.
Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist aðferðarfræðilega þekkingu, skilning og verklega færni til að greina myndir og önnur sjónræn rannsóknargögn (ljósmyndir, kvikmyndir, teikningar, auglýsingar, netmiðla, o.s.frv.). Farið verður í ýmsar aðferðir við greiningu á sjónrænu efni og hugað verður að sjónrænum gagnasöfnum og vinnu með þau. Nemendur fá þjálfun í því að kynna sér og leggja sjálfstætt mat á fyrirliggjandi rannsóknir. Námskeiðið byggist upp á hagnýtum verkefnum, þar sem nemendur undirbúa og hanna rannsóknaáætlanir, afla gagna og spreyta sig á greiningu þeirra. Námskeiðið er þverfaglegt og hentar nemendum á hug- og félagsvísindasviði, sem og öðrum sviðum.
Hlutverk og stefnumótun alþjóðastofnana (ASK201F)
Alþjóðastofnunum hefur fjölgað verulega frá lokum síðari heimsstyrjaldar og samskipti ríkja fara í vaxandi mæli fram innan veggja þeirra. Í námskeiðinu verður gerð grein fyrir kenningum um eðli og hlutverk alþjóðastofnana og þeim ferlum sem stjórna starfsemi þeirra.
Í stað þess að fjalla sérstaklega um sögu og skipulag einstakra stofnana, mun þetta námskeið leggja áherslu á að kanna hið pólitíska kerfi sem liggur til grundvallar samstarfs ríkja innan alþjóðastofnana. Að hvaða leyti eru alþjóðastofnanir sjálfstæðir aðilar í alþjóðakerfinu? Hverjir hafa áhrif á alþjóðastofnanir og hvernig gera þeir það? Hvernig eru alþjóðastofnanir fjármagnaðar og hvaða áhrif hefur það á rekstur þeirra? Hvers konar fólk vinnur í alþjóðastofnunum og hvaða áhrif hefur það á stofnanirnar sem það vinnur hjá? Þessum, og fleiri, spurningum verða gerð skil á námskeiðinu.
Nemendur munu kynnast þeim margvíslegu rannsóknaraðferðum sem nýttar eru til að svara þessum spurningum. Lesefni námskeiðsins er fjölbreyttt og við munum m.a. nýta okkur sögulegar rannsóknir, tilviksrannsóknir, og bæði eigindlegar og megindlegar fræðigreinar og bókakafla. Lögð verður sérstök áhersla á nýlegar rannsóknir á sviði alþjóðastjórnmála svo nemendur fá góða yfirsýn yfir stöðu fræðasviðsins. Markmið námskeiðsins er því tvíþætt: í fyrsta lagi, að nemendur öðlist skilning á þeim þáttum, bæði pólitískum og stjórnsýslulegum, sem stýra starfsemi alþjóðastofnana og, í öðru lagi, að gera nemendum kleift að kryfja og vinna með fjölbreyttar rannsóknir á sviði alþjóðastofnana í sinni eigin rannsóknarvinnu.
Námskeiðið byggir á helstu kenningum í alþjóðasamskiptum en ekki er gert ráð fyrir að nemendur búi yfir þekkingu á einstökum stofnunum umfram það sem almennt mætti telja eðlilegt af nemanda með áhuga á alþjóðamálum. Þar sem við á verður bætt við ítarefni fyrir á sem þurfa að kynna sér grunnstarfsemi einstakra stofnana betur. Áhersla verður lögð á stóru alþjóðlegu stofnanirnar, eins og Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, en við munum einnig fjalla um svæðisbundnar stofnanir, eins og Evrópuráðið, alþjóðleg félagasamtök (INGOs) og aðkomu einkaaðila að alþjóðakerfinu.
Náttúruvá og samfélag (LAN215F)
Í námskeiðinu er fjallað ítarlega um þann vanda sem náttúruvá af ýmsu tagi skapar samfélögum af mismunandi gerð og við ólíkar aðstæður. Framlag landfræði og félagsvísinda til þekkingar á náttúruvá og tengslum hennar við samfélagið er rakið. Farið er yfir helstu fræðileg hugtök og kenningar til að varpa ljósi á viðbrögð fólks og aðlögun þess að náttúruvá. Áhættuhugtakið er skoðað sérstaklega og gerð grein fyrir rannsóknum á skynjun einstaklinga og hópa á áhættu tengdri náttúruvá. Einnig er skoðað hvernig unnt er að leggja hlutlægt mat á áhættu og draga úr áhrifum atburða, staðbundið eða á stærri svæðum. Almannavarnahringrásin er kynnt og fjallað um hlutverk og ábyrgð hinna ýmsu viðbragðsaðila. Dæmi eru tekin af tilteknum atburðum í ríkari og fátækari hlutum heimsins. Nemendur kynna sér og safna gögnum um tiltekna atburði ítarlega, greina þau og rökræða viðbrögð og afleiðingar. Íslenskar rannsóknir landfræðinga og annarra á þessu sviði verða skoðaðar sérstaklega. Einnig fara nemendur í kynnisheimsóknir til íslenskra aðila og stofnana sem sinna almannavörnum og viðbragði við náttúruhamförum.
Hafðu samband
Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30
Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík
Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.