Skip to main content

Félagsfræði

Félagsfræði

Félagsvísindasvið

Félagsfræði

MA gráða – 120 einingar

Í meistaranámi í félagsfræði eru nemendur þjálfaðir í félagsfræðilegri hugsun, öflun og meðhöndlun gagna, hagnýtingu rannsókna, fagmennsku og sjálfstæðum vinnubrögðum.

Skipulag náms

X

Afbrot og frávikshegðun (FÉL0A1F)

Í námskeiðinu verður farið ítarlega í helstu kenningar í afbrotafræði og félagsfræði frávika. Nemendur munu lesa rannsóknagreinar þar sem kenningarnar eru prófaðar, bæði á Íslandi og erlendis.

Fjallað verður um mismunandi brota- og efnisflokka í félags- og afbrotafræðilegu ljósi, t.d. kyn og afbrot, búferlaflutninga og afbrot.

Áhersla er lögð á nemendur tengi saman kenningarlega umræðu og fyrirliggjandi rannsóknir.   

X

Leiðangur meistaranema I: Lagt úr höfn (FÉL302F)

Meginmarkmið námskeiðsins er að leggja almennan grunn fyrir meistaranám í félagsfræði, aðferðafræði og afbrotafræði. Fjallað verður um námsbrautina, kennara hennar og fræðasamfélagið almennt. Nemendur munu ræða ýmis rannsóknarefni og möguleg viðfangsefni meistararitgerða sinna. Verkefni í námskeiðinu munu snúast um fjölbreytileika og stigveldi ritrýnda tímarita, markvissa notkun Web of Science og gervigreindar og gagnrýnið mat á ritrýndum fræðigreinum. Í lok námskeiðsins skila nemendur skriflegu lokaverkefni og kynna það munnlega.

X

Rannsóknaraðferðir félagsvísinda (FÉL301F)

Markmið námskeiðsins eru þríþætt: i) að nemendur öðlist dýpri skilning á rannsóknarferlinu og helstu rannsóknaraðferðum, ii) að nemendur fái þjálfun í því að kynna sér og leggja sjálfstætt mat á fyrirliggjandi rannsóknir og iii) að nemendur fái þjálfun í því að setja fram rannsóknarspurningar með hliðsjón af kenningarlegri umræðu og fyrirliggjandi rannsóknum. Fyrirlestrar: Fjallað er um hugtakanotkun og rannsóknaraðferðir með áherslu á að i) draga fram styrkleika og veikleika mismunandi aðferða og ii) tengja saman aðferðafræði, aðferðir og kenningarleg málefni og álitamál. Umræðutímar: Nemendur lesa allmörg rannsóknardæmi og ræða rannsóknaraðferðir á gagnrýninn hátt í tengslum við tiltekin félagsfræðileg umfjöllunarefni. Lokaverkefni: Nemendur skrifa sjálfstæða rannsóknartillögu.

X

Kenningar í félags- og mannvísindum (FMÞ102F)

Námskeiðið fjallar um nýleg verk og stefnur sem valdið hafa, eða eru líkleg til að valda, straumhvörfum í félags- og mannvísindalegri hugsun. Áhersla er lögð á samfélagslegt og sögulegt samhengi kenninganna. Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðum. Skyldumæting er í umræðutíma einu sinni í viku í 40 mínútur. Fjarnemar geta mætt í kennslustofu eða tekið þátt í gegnum Internetið (með Zoom). 

X

Réttarkerfið og löggæsla (FÉL007F)

Kennari lætur nemendum í té leslista sem inniheldur úrval af lesefni á sviði sakfræði. Fjallað verður um kenningar og rannsóknir félags- og afbrotafræðinga á réttar- og löggæslukerfinu. Áhersla er lögð á að nemendur tengi saman kenningarlega umræðu og fyrirliggjandi rannsóknir. Umræðutímar verða haldnir aðra hverja viku.

X

Aðhvarfsgreining (FMÞ501M)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og verklega færni til að beita aðhvarfsgreiningu á eigin spýtur. Fjallað er um þau afbrigði aðhvarfsgreiningar sem hvað oftast eru notuð í rannsóknum á sviði félagsvísinda. Farið er í stjórnun breyta, notkun nafnbreyta, línuleg og ólínuleg líkön, aðferðir til þess að prófa miðlun breyta og samvirkni breyta og aðferðir til að nota breytur sem hafa skekkta dreifingu svo eitthvað sé nefnt. Fjallað er um forsendur aðhvarfsgreiningar og aðferðir til að fást við þær. Einnig er fjallað um "logistic" aðhvarfsgreiningu, þar sem háða breytan er tvígild nafnbreyta. Samhliða þessari umfjöllun verður farið í saumana á ályktunartölfræði, notkun marktektarprófa og túlkun niðurstaðna. Áhersla er lögð á að nemendur fái umtalsverða verklega reynslu af því að greina megindleg gögn. Kennari útvegar könnunargögn sem nemendur nota til þess að prófa þær aðferðir sem kenndar eru. Eftir fremsta megni verður reynt að samþætta fræðilegar spurningar og tilgátuprófun. Tölfræðiforritið SPSS fyrir Windows er notað.

X

Kynferðisbrot, lög og réttlæti (FÉL601M)

Umræðan um kynferðisbrot og hvernig eigi að bregðast við þeim hefur farið hátt síðustu misseri, þá sérstaklega í kjölfar #MeToo hreyfingarinnar. Rannsóknir sýna að einungis lítill hluti kynferðisbrotamála eru kærð til lögreglunnar og aðeins örlítill hluti þeirra lýkur með sakfellingu. Því má segja að málaflokkurinn einkennist af réttlætishalla. Í auknum mæli sjáum við einnig þolendur kynferðisbrota segja sögu sína á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum og í sumum tilvikum eru meintir gerendur ásakaðir opinberlega sem getur vakið ólík viðbrögð og haft ýmiss konar afleiðingar.

Í þessu námskeiði verður leitað skýringa á þessari samfélagsþróun út frá sjónarhóli félags- og afbrotafræði. Í námskeiðinu verður meðal annars leitað svara við eftirfarandi spurningum: Hverjir fremja kynferðisbrot og af hverju? Hvernig er reynsla karla sem verða fyrir kynferðisbrotum önnur en reynsla kvenna? Hver er munurinn á réttarstöðu sakborninga og réttarstöðu brotaþola? Af hverju er munur á ætlun og framkvæmd laganna? Hvernig hefur refsivörslukerfið þróast? Hver er munurinn á lagalegu réttlæti og félagslegu réttlæti? Hvernig eru óhefðbundin réttarkerfi betri eða verri en hefðbundin réttarkerfi? 

X

Afbrot á Íslandi (FÉL0A4F)

Í upphafi námskeiðs er afbrotafræðin og viðfangsefni hennar skilgreind og útlistuð með dæmum. Helstu fræðilegu sjónarhorn kynnt, fræðilegar spurningar og rannsóknaráherslur. 

Í framhaldi eru tiltekin þemu tekin fyrir sem hafa verið áberandi í íslenskum rannsóknum í afbrotafræði. Afbrot á Íslandi í alþjóðlegu samhengi, gögn lögreglu yfir tíðni og tegundir ólíkra brota, ofbeldisbrot, áfengis- og vímuefnabrot og efnahagsbrot. Íslensk refsistefna skoðuð í ljósi alþjóðlegs samanburðar og afstaða borgaranna til afbrota og refsinga metin út frá ólíkum gögnum. 

Nemendur skrifa ritgerð um eitt ofangreindra þema þar sem settar eru fram rannsóknarspurningar og mögulegri gagnaöflun lýst. Nemendur skrifa dagbók um efni fyrirlestra. Staðpróf í lok misseris.

X

Leiðangur meistaranema II: Land fyrir stafni (FÉL429F)

Meginmarkmið námskeiðsins er að skapa stuðningsnet fyrir meistaranema í félagsfræði og afbrotafræði sem vinna að meistararitgerðum sínum. Í upphafi misserisins kynna nemendur örstutt viðfangsefni ritgerða sinn en ítarlegri kynningar á niðurstöðum þeirra verða á dagskrá síðar á misserinu eftir því sem meistaraverkefnunum vindur fram. Kennurum, doktorsnemum og öðrum rannsakendum verður einnig boðið að taka þátt á semínarinu eftir því sem við á. Hvatt verður til uppbyggilegrar endurgjafar og samræðna milli nemenda og kennara, jafnframt því sem nemendur fá þjálfun í því að kynna niðurstöður rannsókna og styrkja með því faglega og akademíska sjálfsmynd sína.

Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna að ritun meistararitgerðar. 

X

Kynferðisbrot, lög og réttlæti (FÉL601M)

Umræðan um kynferðisbrot og hvernig eigi að bregðast við þeim hefur farið hátt síðustu misseri, þá sérstaklega í kjölfar #MeToo hreyfingarinnar. Rannsóknir sýna að einungis lítill hluti kynferðisbrotamála eru kærð til lögreglunnar og aðeins örlítill hluti þeirra lýkur með sakfellingu. Því má segja að málaflokkurinn einkennist af réttlætishalla. Í auknum mæli sjáum við einnig þolendur kynferðisbrota segja sögu sína á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum og í sumum tilvikum eru meintir gerendur ásakaðir opinberlega sem getur vakið ólík viðbrögð og haft ýmiss konar afleiðingar.

Í þessu námskeiði verður leitað skýringa á þessari samfélagsþróun út frá sjónarhóli félags- og afbrotafræði. Í námskeiðinu verður meðal annars leitað svara við eftirfarandi spurningum: Hverjir fremja kynferðisbrot og af hverju? Hvernig er reynsla karla sem verða fyrir kynferðisbrotum önnur en reynsla kvenna? Hver er munurinn á réttarstöðu sakborninga og réttarstöðu brotaþola? Af hverju er munur á ætlun og framkvæmd laganna? Hvernig hefur refsivörslukerfið þróast? Hver er munurinn á lagalegu réttlæti og félagslegu réttlæti? Hvernig eru óhefðbundin réttarkerfi betri eða verri en hefðbundin réttarkerfi? 

X

Afbrot á Íslandi (FÉL0A4F)

Í upphafi námskeiðs er afbrotafræðin og viðfangsefni hennar skilgreind og útlistuð með dæmum. Helstu fræðilegu sjónarhorn kynnt, fræðilegar spurningar og rannsóknaráherslur. 

Í framhaldi eru tiltekin þemu tekin fyrir sem hafa verið áberandi í íslenskum rannsóknum í afbrotafræði. Afbrot á Íslandi í alþjóðlegu samhengi, gögn lögreglu yfir tíðni og tegundir ólíkra brota, ofbeldisbrot, áfengis- og vímuefnabrot og efnahagsbrot. Íslensk refsistefna skoðuð í ljósi alþjóðlegs samanburðar og afstaða borgaranna til afbrota og refsinga metin út frá ólíkum gögnum. 

Nemendur skrifa ritgerð um eitt ofangreindra þema þar sem settar eru fram rannsóknarspurningar og mögulegri gagnaöflun lýst. Nemendur skrifa dagbók um efni fyrirlestra. Staðpróf í lok misseris.

X

MA-ritgerð í félagsfræði (FÉL441L, FÉL441L, FÉL441L)

Meistaraprófsritgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.

Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami maðurinn. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.

Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum. Miðað skal við að 60 eininga meistaraprófsritgerð sé að jafnaði 40.000 orð. Hver deild setur nánari reglur um umfang og efnistök meistaraprófsritgerða.

Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Deildarráð tilnefnir prófdómara.

Nánari upplýsingar á heimasíðu deildar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458

X

MA-ritgerð í félagsfræði (FÉL441L, FÉL441L, FÉL441L)

Meistaraprófsritgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.

Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami maðurinn. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.

Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum. Miðað skal við að 60 eininga meistaraprófsritgerð sé að jafnaði 40.000 orð. Hver deild setur nánari reglur um umfang og efnistök meistaraprófsritgerða.

Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Deildarráð tilnefnir prófdómara.

Nánari upplýsingar á heimasíðu deildar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458

X

MA-ritgerð í félagsfræði (FÉL441L, FÉL441L, FÉL441L)

Meistaraprófsritgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.

Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami maðurinn. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.

Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum. Miðað skal við að 60 eininga meistaraprófsritgerð sé að jafnaði 40.000 orð. Hver deild setur nánari reglur um umfang og efnistök meistaraprófsritgerða.

Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Deildarráð tilnefnir prófdómara.

Nánari upplýsingar á heimasíðu deildar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458

X

Mentor í Spretti (GKY001M)

Í námskeiðinu felast verkefni nemenda í  að vera mentor fyrir þátttakendur á framhalds- og háskólastigi í verkefninu „Sprettur”. Mentorar sinna því mikilvæga starfi að styðja og hvetja ungmenni í námi og félagslífi. Hlutverk mentora er að skapa uppbyggjandi samband við þátttakendur, vera jákvæð fyrirmynd og taka þátt í sameiginlegum viðburðum skipulögðum í Spretti. Mentorhlutverkið snýst um tengslamyndun og samveru sem felur í sér skuldbindingu gagnvart ungmennunum sem mentor styður.  

Sprettur er verkefni sem styður við nemendur með innflytjenda- eða flóttamannabakgrunn sem koma úr fjölskyldum þar sem fáir eða engir hafa háskólamenntun.  Nemendur í námskeiðinu eru mentorar þátttakenda og eru þeir tengdir saman með hliðsjón af sameiginlegu áhugasviði. Hver mentor ber ábyrgð á að styðja tvo þátttakendur. Mentorar skipuleggja samveru og verja þremur klukkustundum á mánuði (frá ágúst fram í maí) með þátttakendum í Spretti, þremur klukkustundum í mánuði í heimavinnuhópi og mæta í fimm málstofur sem dreifast yfir skólaárið. Nemendur skila dagbókarfærslum á Canvas í nóvember og mars. Dagbókarfærslur byggjast á lesefni og hugleiðingum nemenda um mentorstarfið. Námskeiðið er kennt á íslensku og ensku.  

 Nemendur sækja um þátttöku á námskeiðinu. Sjá rafrænt umsóknareyðublað.  Umsækjendur fara í viðtal og eru 15-30 nemendur valdir til þátttöku.   

Frekari upplýsingar um verkefnið „Sprettur” má nálgast hér: www.hi.is/sprettur 

X

Sjálfið mætir samfélaginu: Félagssálfræði hversdagslífsins (FÉL701F)

Hversdagslíf okkar getur sýnst leiðinlega venjubundið og fyrirsjáanlegt. Félagssálfræðin sýnir þó að um er að ræða spennandi og fjölbreytilegt fyrirbæri sem hvílir á flóknu samspili einstaklingsbundinna þátta og samfélagslegra formgerða. Í þessu námskeiði verða kenningar og rannsóknir félagssálfræðinga nýttar til að varpa ljósi á það sem dylst að baki glitri hins sjálfgefna. Farið verður frá því sem öllum er opinbert til þess sem við dyljum og felum, skoðað það sem auglýsendur, sölufólk og áhrifavaldar gera til að sveigja okkur og beygja og skoðað að hve miklu leyti breytur á borð við kyn, stétt og þjóðerni stjórna því hvað við sjáum, hvernig við sjáum og hvernig framkoma okkar og viðbrögð við áreiti hversdaglífsins eru.

Lagt er upp með að nemendur vinni fjölbreytileg smærri verkefni í tengslum við umfjöllunarefni námskeiðsins, ýmist einir eða í hóp. Þó svo félagssálfræði nýti bæði eigindlegar og megindlegar aðferðir verður áherslan á eigindlegar aðferðir í verkefnum nemenda svo sem myndgreining, samtalsgreining og þátttökuathuganir.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (FMÞ103F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreytileika og fræðilegum forsendum eigindlegrar rannsóknahefðar í félagsvísindum og öðlist reynslu í að beita eigindlegum aðferðum. Um hagnýtt námskeið er að ræða þar sem hver nemandi vinnur sjálfstætt rannsóknarverkefni sem felst í því að hanna og undirbúa rannsókn, afla gagna, greina þau og skrifa um helstu niðurstöður undir handleiðslu kennara. Í námskeiðinu verður farið ítarlega í undirbúning rannsókna, gerð rannsóknaráætlunar, gagnaöflun, greiningu og skrif.

X

Praktík og kenningar í safnafræði (SAF002F)

Í námskeiðinu verður tekist á við spurningar sem tengjast víxlverkun á milli praktíkur (e. practice) og kenninga í safnastarfi. Fjölmörg dæmi úr praktísku safnastarfi listasafna, náttúruminjasafna og menningarminjasafna verða skoðuð í þessu samhengi og hentar námskeiðið því nemendum úr fleiri greinum en safnafræði, s.s. eins og fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, fötlunarfræði, mannfræði, þjóðfræði, félagsfræði og fleiri greinum.  Saga greinarinnar verður skoðuð með gagnrýnu hugarfari og hugað verður að straumum og stefnum í faginu við upphaf 21. aldar. Sérstaklega er litið til safna sem almannastofnanir, en sem slíkar hafa þær mörgum og vaxandi hlutverkum að gegna fyrir samfélög, lífsgæði fólks og hópa, menntun, rannsóknir og þverþjóðleg samskipti svo eitthvað sé nefnt. Hugað verður að því hvernig bæði praktík og kenningar hafa mótað safnastofnanir og starfsemi þeirra. Fjallað verður m.a. um praktík og kenningar um söfnun, varðveislu, flokkun og skráningar, sýningagerð, ritskoðun, frumbyggja, áhrif stafrænnar menningar, trúarbrögð, innflytjendur, fólksflutninga, minni, gleymsku og sanngildi.  Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi og byggir námsmat á verkefnum sem unnin eru yfir önnina

X

Mannskepnur og önnur dýr (ÞJÓ110F)

Kennsla fer fram með fyrirlestrum, umræðu, rafrænum fyrirlestrum og vettvangsferðum í náttúru og á söfn.

Samskipti manneskjunnar við önnur dýr er viðfangsefni þessa námskeiðs sem við nálgumst frá bæði fræðilegum og listrænum sjónarhornum. Nemendur vinna sjálfstæð verkefni, um dýr að eigin vali, þar sem áhersla er einnig lögð á sjónræna framsetningu - t.d. teikningar eða ljósmyndir.  Í fyrirlestrum verður m.a. fjallað um hvítabirni, hvali, geirfugla og lunda og nýlegar rannsóknir á þeim.  Fjallað verður um áhrifavald og ólíkar birtingarmyndir dýra í margvíslegu listrænu og menningarlegu samhengi, til dæmis í fornbókmenntum, þjóðsögum, munnmælum, kvikmyndum, fréttum, efnismenningu og ferðamennsku. Þá verður til dæmis hugað að „framhaldslífi“ dýra í formi listmuna, safngripa og minjagripa. Við munum skoða gripi í einkaeigu og á opinberum vettvangi og spyrja spurninga á borð við: hvað gerist þegar lifandi dýri er breytt í safngrip? Hvernig þróast og breytist merking dýrsins í ólíku samhengi? Hvernig mótast hugmyndir okkar um dýr? Tekist verður á við hlutverk ólíkra dýra í þekkingasköpun og mótun orðræðu um loftslagsmál og málefni norðurslóða, tengsl við ákveðin landsvæði og menningarhópa og hlutverk þeirra í ímynda- og sjálfsmyndasköpun bæði fortíðar og samtíma.  Stigið verður út fyrir hefðbundna ramma sem snúa að aðgreiningu manna/dýra og annarra lífvera um leið og við könnum samtvinnaða hugmynda- og vistheima þeirra.

Markmið

Markmið námskeiðs er að velta upp áríðandi spurningum og málefnum er snúa að sambúð fólks og dýra, loftlagsbreytingum, útrýmingu dýrategunda og sjálfbærni. Við munum íhuga hvernig listamenn, rannsakendur, aðgerðasinnar og söfn hafa tekið þátt í umræðu um þessi málefni og hvernig hægt sé að þróa umræðuna áfram. Við munum skoða hvernig mismunandi lista- og menningarminjasöfn miðla hugmyndum og upplýsingum um samband manna og dýra í gegnum safneign sína og sýningar. Nemendur eru hvattir til að nálgast, með gagnrýnum hætti, sjónrænt efni, muni, gripi og texta, bæði rafrænt en einnig með heimsóknum á söfn og sýningar. 

X

Þróunarsamvinna: Stefnur og stofnanir. Lesnámskeið. (MAN018F)

Fjallað verður um ágreining um þróunarsamvinnu. Þá verða kynntar mismunandi leiðir til þróunaraðstoðar, styrk þeirra og veikleika. Til umfjöllunar verða fjölþjóðastofnanir, tvíhliða stofnanir, frjáls félagasamtök, nýir þróunaraðilar og viðskipti. Nálganir sem ræddar verða eru m.a. verkefnanálgun, geiranálgun, árangursmiðuð stjórnun, þátttökunálgun og  samþætting. Einnig verður fjallað um auðlindir og umhverfismál. Loks verður rætt um þróunarsamvinnu í óstöðugum ríkjum og neyðraðstoð.

Athugið: Námskeiðið er einungis ætlað nemendum sem eiga þetta námskeið eftir í skyldu, þ.e nemendum í diplómanámi í þróunarfræði eða hnattrænni heilsu sem og MA-nemendum í hnattrænum fræðum með þróunarfræði sem sérsvið.

X

Stjórnun menningarstofnana (SAF027F)

 Í þessu námskeiði verða kynnt til sögunnar fræðilegar nálganir á stjórnun menningarstofnana, svo sem safna, og starfsemi hins opinbera sem snýr að stofnunum á sviði menningarmála. Markmiðið er að gefa innsýn í mikilvægi menningarstarfsemi í samfélaginu. Fjallað er um menningarmál í sögulegu samhengi, kerfi menningarmála hjá ríki og borg, lagagrundvöll menningarstarfsemi og stefnumörkun á fagsviðinu. Fjallað er um hlutverk og sérstöðu hins opinbera í stjórnun á sviði menningarmála. Markmiðið er að gefa innsýn í skipulag ríkis og sveitarfélaga. Þá verður fjallað um stjórnun verkefna og stofnana, mikilvægi faglegrar stjórnunar á sviði verkefnastjórnunar, fjármálastjórnunar og mannauðsmála. Sjónum verður beint að aðstæðum hér á landi og á Norðurlöndum í samhengi við lýðræði og hugmyndir um aðgengi almennings að menningu. Litið til menningar- og safnamála í alþjóðlegu samhengi

X

Umhverfismannfræði (MAN509M)

Námskeiðið fjallar um rannsóknir mannfræðinnar og annarra fræðigreina félags- og mannvísinda á náttúru, umhverfi og tengslum manneskjunnar og umhverfis hennar. Ýmis grunnhugtök og fræðilegar hugmyndir sem umhverfismannfræðin og skyldar greinar nota verða kynnt og rædd.

Gerð er grein fyrir ýmsum tilraunum til að varpa ljósi á tilurð og einkenni ýmissa menningarstofnana og félagslegra ferla með skírskotun til vistkerfa og efnislegra skilyrða sem forsendu tilvistar þeirra. Þá verður vikið að gagnrýni sem þessi sjónarmið hafa sætt. 

Sérstaklega verður vikið að þeim nýju viðhorfum sem skapast hafa í umhverfismálum á síðustu árum, meðal annars hvað varðar auðlindanýtingu af ýmsu tagi og umhverfishyggju.

Síðast en ekki síst verður farið yfir ýmsa snertifleti loftslagsbreytinga og samfélaga víða um heim. Loftslag, loftslagsbreytingar og samfélög og menning verða einnig skoðuð í sögulegu ljósi, út frá ýmsum kenningum sem hafa komið fram um samband þeirra og gagnkvæm áhrif.

Nokkur etnógrafísk dæmi um samspil manns og umhverfis eru höfð til hliðsjónar í námskeiðinu. 

X

Söfn sem námsvettvangur (SAF016F)

Einn megintilgangur safna á Íslandi er að skila menningar- og náttúruarfi landsins til komandi kynslóða og stuðla að aukinni þekkingu á þessari arfleifð og skilningi á tengslum hennar við umheiminn. Ætlast er til þess (samkvæmt safnalögum) að söfn reyni að „auka lífsgæði manna“ með því að efla skilning á þróun og stöðu menningar, lista náttúru eða vísinda. Söfn og safnfræðsla geta því haft áhrif á samfélag, hópa og einstaklinga. Safnafræði getur komið hér að liði og er megin viðfangsefni námskeiðsins. Kynntar verða fræðilegar kenningar sem hafa að markmiði að stuðla að fjölbreyttri og áhrifamikilli fræðslu tengdri fornleifum, list, náttúruvísindum, menningarlegri arfleifð og öðrum viðfangsefnum safna. Hugað verður að fjölbreyttum markhópum safnfræðslu, hlutverki safngesta innan safna, rými, textagerð, margmiðlun, gagnvirkni og fleira.

Þetta er fjarkennslunámskeið sem skiptist í þrjár lotur. Í hverri lotu eru ör-fyrirlestrar frá kennara með hugleiðingum um námsefnið, gesta-fyrirlestrar (stafrænir) og aukaefni. Þrjár stað og/eða ZOOMlotur eru yfir önnina, þar sem nemendur fá fyrirlestra frá starfsmönnum safna og vinna að fræðsluverkefni í samstarfi við safn í Reykjavík. Verkefnið verður þróað út frá fræðilegum áhuga nemenda undir handleiðslu kennara og með aðstoð starfsmanna safnsins.

X

Mannfræði lista (MAN0A6F)

Í þessu námskeiði verður farið yfir umfjöllun mannfræðinga um list í gegnum tíðina. Ólíkar skilgreiningar á hugtakinu list verða skoðaðar og í því samhengi tengsl þessa hugtaks við fagurfræði og siðferði. Leitað verður svara við þeirri spurningu hvort líta megi á hugtakið sem algilt, hvort verk, sem hinni vestrænt mótuðu skynjun þykir listræn í öðrum menningarsamfélögum, séu í raun list fyrir þá sem skapa þessi verk. Höfundaréttur, upprunaleiki og ýmis vandamál samfara samskiptum ólíkra menningarlegra hefða verða einnig tekin til athugunar. Til að varpa ljósi á þessa þætti verður leitað í etnógrafíuna og tekin dæmi frá ýmsum samfélögum víða um heim.

X

Mannfræði Íslands: Fortíð, nútíð og framtíð (MAN0A7F)

Námskeiðið fjallar um nokkur lykilatriði íslensks þjóðfélags og menningar frá sjónarhóli mannfræðinnar. Það gefur sögulegt yfirlit rannsókna í mannfræði á Íslandi og leggur sérstaka áherslu á málefni íslensks nútíma samfélags.  Kennt verður á ensku til þess að gera námskeiðið aðgengilegt nemendum sem eru ekki íslensku mælandi og til þess að efla ensku kunnáttu og þjálfa fræðileg skrif nemenda á ensku.

X

Hnattvæðing (MAN095F)

Í námskeiðinu verða skoðaðar nýlegar kenningar og rannsóknir sem tengjast hnattvæðingu og hnattrænum ferlum. Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum yfirsýn yfir mikilvæg þemu sem tengjast hnattvæðingarferlum.  Skoðaðar verða rannsóknir sem varpa ljósi á ólíkar hliðar hnattvæðingar og afleiðingar fyrir félagslegan, efnislegan og pólitískan veruleika. Í námskeiðinu er bæði fjallað á gagnrýnin hátt um fyrrnefnd hugtök en einnig lögð áhersla á að skoða rannsóknir á hvernig fólk er þátttakendur/þolendur/gerendur í hnattvæðingarferlum.

Kennslan felst í fyrirlestrum og umræðum. 

Námskeiðið er kennt á ensku, en hægt er að skila inn verkefnum á íslensku.

X

Menningararfur (ÞJÓ506M)

Hvað er menningararfur og hvaða hlutverki þjónar hann? Af hverju er hann í stöðugri útrýmingarhættu? Hvernig tengir hann saman fortíð og samtíð? Hvað á hann skylt við þjóðríkið? Söguvitund? Hnattvæðingu? Kapítalisma? Stjórnmál? Í námskeiðinu verður leitað svara við þessum spurningum, kynntar nýlegar rannsóknir þjóðfræðinga, mannfræðinga, listfræðinga, félagsfræðinga, safnafræðinga, sagnfræðinga og fornleifafræðinga á menningararfi og tekinn púlsinn á því sem er að gerast á þessu ört vaxandi sviði. 

Kennslan fer fram í fyrirlestrum og umræðum.

X

Sviðslistafræði (Performance Studies): Frá sagnaflutningi til uppistands, kjötkveðjuhátíða og stjórnmálamanna (ÞJÓ107F)

Sviðslistafræði (Performance Studies) fjallar um það hvernig fólk í öllum samfélögum, bæði fyrr og nú, tekur þátt í ymis konar sviðslist (performances) í daglegu lífi, á mismunandi "leiksviðum", allt frá helgisiðum til kirkjupredikana, leiksýninga, kvikmyndasýninga, útvarpsþátta, uppistands, sagnaflutnings, gjörningalistar, hátíða, útskriftasiða, matarboða, dulbúningasiða og málflutnings stjórnmálamanna heima og erlendis. Á námskeiðinu munu nemendur kynnast þeim margslungnu táknmálsformum sem beitt er í mismunandi tegundum sviðslista, frá talmáli til búninga, útlits, svipbrigða, kyns, samhengis, hljóðs, "timing" og nytsemi rýmis og viðtöku áhorfenda.

Vinnulag

Kennsla fer fram í fyrirlestrum, umræðum um fyrirlestra og farið í heimsóknir.

X

Megindleg aðferðafræði (FMÞ001F)

Meginefni námskeiðsins eru megindlegar rannsóknaraðferðir og tölfræði í félags- og menntavísindum. Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda og umfjöllun um þátt rannsókna í samfélaginu. Fjallað er um helstu rannsóknarsnið, úrtaksfræði og gerð spurningalista. Í tölfræðihluta er kennt um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði og fjallað ítarlega um dreifigreiningu og aðhvarfsgreiningu. Nemendur vinna hagnýt verkefni í tölfræðilegri úrvinnslu gagna með jamovi forritinu samhliða fyrirlestrum. Nemendur geta unnið með eigin gögn.

X

Kenningar og sjónarhorn í fötlunarfræði (FFR102F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þekkingu á þróun hugmynda og kenninga um fötlun og fái innsýn í fræðilega umfjöllun og rannsóknir á því sviði. Lögð er áhersla á þróun fötlunarfræða sem þverfræðilegrar og gagnrýnnar fræðigreinar með náin tengsl við réttindabaráttu fatlaðs fólks. Fjallað verður um margbreytileg félagsleg og menningarleg sjónarhorn og kenningar fræðigreinarinnar. Sérstök áhersla verður á þá hugmyndafræði sem legið hefur til grundvallar stefnumótunar og þjónustu við fatlað fólk undanfarna áratugi, þ.e.; 1) hugmyndafræði um “eðlilegt líf” normaliseringu, 2) hugmyndafræði um “sjálfstætt líf” independent living og 3) mannréttindasjónarmið. Jafnframt verður fjallað um tengsl hugmyndafræðinnar við daglegt líf fatlaðs fólks. 

X

Lífshlaupið, sjálf og samfélag (FFR302M)

Aðstæður og reynsla fatlaðs fólks er miðlæg í umfjöllun námskeiðsins, þar sem áhersla er á lífshlaupið og þau meginsvið sem snerta daglegt líf, svo sem fjölskyldulíf, menntun, atvinnu og búsetu. Rýnt verður í íslenskar og erlendar rannsóknir um líf og aðstæður fatlaðs fólk og þau fjölmörgu öfl sem móta sjálfsmynd og sjálfsskilning fatlaðra barna, ungmenna og fullorðins fólks. Fræðileg umfjöllun námskeiðsins er tengd við lagasetningar, stefnumótun, þjónustu, velferðarkerfi og félagslegar aðstæður fatlaðs fólks. 

X

Almenn kynjafræði (KYN101F)

Í námskeiðinu er fjallað um helstu viðfangsefni kynjafræða í ljósi margbreytileika nútímasamfélaga. Kynjafræðilegu sjónarhorni er beitt til að gefa yfirlit yfir stöðu og aðstæður ólíkra hópa í samfélaginu. Fjallað er um upphaf og þróun kvennabaráttu og kynjafræða. Kynnt verða helstu hugtök kynjafræða svo sem kyn, kyngervi, eðlishyggja og mótunarhyggja. Skoðað er hvernig kyn er ávallt samtvinnað öðrum samfélagslegum áhrifabreytum.

Kennslufyrirkomulag: Námið byggir á vendikennslu sem þýðir að allir fyrirlestrar verða aðgengilegir á Canvas. Stað- og fjarnemar mæta vikulega í umræðutíma í háskólanum eða á Teams og netnemar taka vikulega þátt í umræðum á Canvas.

X

Hnattræn heilsa (MAN0A3F)

Í námskeiðinu verður farið yfir helstu forgangsverkefni á fræðasviði hnattrænnar heilsu (e. global health). Fjallað verður um mismunandi sjúkdómsbyrði landa, ójöfnuð og helstu félags- og efnahagslegu áhrifaþætti á líf og heilsu fólks í hnattvæddum heimi. Sérstök áhersla verður á að skoða heilsu mæðra, nýbura, barna og ungs fólks frá hnattrænu sjónarhorni og uppbyggingu heilbrigðiskerfa til að veita góða og tímanlega þjónustu. Jafnframt verður fjallað um áskoranir í næringu þjóða og geðheilbrigði og forvarnir og samfélagslega þýðingu sýkinga eins og malaríu, berkla, HIV/AIDS, kóleru, Ebólu og COVID-19. Þá verður fjallað um áhrif umhverfis, ofbeldis, menningar, neyðarástands og starf alþjóðlegra stofnana og þróunarsamvinnu, Heimsmarkmiðin og siðfræðileg álitamál.

Vinsamlega athugið að ef þörf krefur vegna þátttöku erlendra nemenda þá verður námskeiðið kennt á ensku.

X

Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði (FÉL001F)

Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði. Nemandi leitar til fastráðins kennara við námsbraut í félagsfræði og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu lesnámskeiði. Kennari og nemandi setja saman leslista í upphafi annar og nemandi, í samráði við leiðbeinanda, gerir reglulega grein fyrir framgangi. Viðfangsefnið þarf að vera félagsfræðilegt. Nemandi skráir sig ekki í námskeiðið fyrr en kennari hefur samþykkt skriflega (t.d. með tölvupósti) hlutverk sitt sem leiðbeinanda.

X

Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði (FÉL090F)

Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði. Nemandi leitar til fastráðins kennara við námsbraut í félagsfræði og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu lesnámskeiði. Kennari og nemandi setja saman leslista í upphafi annar og nemandi, í samráði við leiðbeinanda, gerir reglulega grein fyrir framgangi. Viðfangsefnið þarf að vera félagsfræðilegt. Nemandi skráir sig ekki í námskeiðið fyrr en kennari hefur samþykkt skriflega (t.d. með tölvupósti) hlutverk sitt sem leiðbeinanda.

X

Norræn trú (ÞJÓ203F)

Trúarlíf manna á norðurslóðum er tekið fyrir og heimildir allt frá elstu tímum, eins og grafir, rúnasteinar, hellaristur og aðrar fornminjar verða skoðaðar. Einnig verða lesnar lýsingar á norrænum trúarathöfnum í verkum eftir Tacitus, Adam frá Brimum, Saxo Grammaticus og í fornritum Íslendinga eins og Eddukvæðum og Konungasögum. Auk norrænnar trúar verður fjallað um seið og sjamanisma. Örlagatrú er tekin til ítarlegrar umfjöllunar sem meginþáttur í forkristnum átrúnaði á Norðurlöndum. Loks er vikið að því hvernig kristindómur hefur fallið að norrænum lífsháttum og hugsunarhætti. Námskeiðið er kennt á ensku.

Vinnulag

Kennsla fer fram í fyrirlestrum, og umræðum um fyrirlestra.

X

Inngangur að sýningarstjórnun (SAF019F)

Fjallað verður um helstu atriði sýningargerðar og störf sýningarhöfundar, sýningarstjóra og sýningarhönnuðar. Mismunandi aðferðir við sýningastjórnun verða skoðaðar með gagnrýnum hætti og hugmyndafræðilegur grunnur sýninga kannaður. Áhersla verður lögð á frásagnarafbrigði sýninga, handritsgerð og miðlunarleiðir. Einnig verður lögð áhersla á að skoða og greina sýningar listasafna, menningarminjasafna og náttúruminjasafna og kanna með gagnrýnu hugarfari hvernig ólíkar leiðir miðla upplýsingum og upplifunum. Hugað verður að innlendum og erlendum dæmum.

X

Flækjur? Vistfræði arfleifða og safna (SAF018M)

Námskeiðið Flækjur? Vistfræði arfleifða og safna leiðir nemendur í þverfaglegan fræðaheim þar sem samtvinnun menningar og náttúru og vistfræði arfleifða og safna eru tekin til sérstakrar athugunar. Hugmyndir um jafnan gerendamátt og tengsl mannlegra og ómannlegra þátta verða lögð til grundvallar með því að kynna fyrir nemendum kenningar pósthúmanisma (posthumanism) og nýefnishyggju (new materialism) með tilvísun í vistfræði arfleifða og hlutverk safna í samtímanum. Sérstaklega verður dregið fram hvernig hægt er að líta á arfleifð sem meira en mannlega smíð og fyrirbæri sem hvetur til hugrenningatengsla og hugmyndasköpunar fremur en óvirkt viðfangsefni. Innlend dæmi verða dregin fram í námskeiðinu sem byggir að hluta á rannsóknarleiddri kennslu.

X

Mannfræði borga (MAN507M)

According to the United Nation’s Department of Economic and Social Affairs, slightly over half of the world’s population lives in urban areas. This is projected to be 66% percent by the year 2050, with Africa and Asia accounting for 90% of this new urban growth. Urban anthropology has increasingly played a critically important role in the development of the discipline of anthropology in terms of theory, research methods and social justice movements. This course provides an historical overview of the development of urban anthropology and on through to recent developments. An emphasis will be placed on anthropological theory and research methods, but also issues such as social justice, architecture, design and urban planning. The course will cover, among others, the early Chicago ethnographers and early urban poverty research, utopian and modernist urban planning, power and built form, divisions and gated communities, crime and urban fear, urban homelessness, and the governance of built spaces. The course will conclude with a section on cities in transition, which includes a focus on the post-industrial/global city, the effects of neoliberalism on urban spaces, and a discussion of the possible future(s) of urbanism and the role of anthropology in understanding these developments.

Students must have completed 120 ECTS in their BA study before attending this course

X

Fjölmenning og fólksflutningar (MAN017F)

Oft er talað um fólksflutninga og fjölmenningu sem eitt megin einkenni samfélaga samtímans. Í námskeiðinu eru kynntar helstu kenningar og stefnur sem fram hafa komið í tengslum við rannsóknir á fólksflutningum og fjölmenningu. Fjallað er á gagnrýninn hátt um margskonar kenningar sem tengjast þessum rannsóknarviðfangsefnum og gagnsemi þeirra skoðuð. Skoðuð eru hugtök eins og menning, samlögun, aðlögun og samþætting, en jafnframt gert grein fyrir hreyfanleika fortíðar og tengslum hans við fjölmenningu. Í námskeiðinu eru ólíkar nálganir og kenningarmótun fræðimanna fyrst og fremst dregnar fram og gerð grein fyrir helstu viðfangsefnum félagsvísindamanna á þessu sviði.

Kennslan fer fram í formi fyrirlestra og umræðna.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir II (FMÞ201F)

Fjallað er þá fjölbreytni sem er að finna í  eigindlegum rannsóknum. Rýnt er í fimm mismunandi rannsóknarhefðir, þ.e. tilviksathuganir, frásögurannsóknir, etnógrafíu, fyrirbærafræði og grundaða kenningu. Nemendur öðlast aukna færni í að afla rannsóknargagna á vettvangi og beita mismunandi greiningaraðferðum á eigindleg gögn. Þeir fá jafnframt þjálfun í framsetningu niðurstaðna í tengslum við fræðiskrif. Þá fá nemendur tækifæri til að ígrunda eigin rannsóknir og sjálfa sig sem eigindlega rannsakendur.

X

Sjónrænar rannsóknaraðferðir (FMÞ001M)

Námskeiðið er að jafnaði kennt annaðhvert ár og er næst á dagskrá á vormisseri 2026.

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist aðferðarfræðilega þekkingu, skilning og verklega færni til að greina myndir og önnur sjónræn rannsóknargögn (ljósmyndir, kvikmyndir, teikningar, auglýsingar, netmiðla, o.s.frv.). Farið verður í ýmsar aðferðir við greiningu á sjónrænu efni og hugað verður að sjónrænum gagnasöfnum og vinnu með þau. Nemendur fá þjálfun í því að kynna sér og leggja sjálfstætt mat á fyrirliggjandi rannsóknir. Námskeiðið byggist upp á hagnýtum verkefnum, þar sem nemendur undirbúa og hanna rannsóknaáætlanir, afla gagna og spreyta sig á greiningu þeirra. Námskeiðið er þverfaglegt og hentar nemendum á hug- og félagsvísindasviði, sem og öðrum sviðum.

X

Fötlun og menning (FFR102M)

Meginviðfangsefni námskeiðsins er að rýna í stöðu og ímynd fatlaðs fólks og birtingarmyndir fötlunar í (dægur)menningu og listum. Fjallað verður um ímyndir og hlutverk fatlaðs fólks í sögulegu samhengi, dægurmenningu, fjölmiðlum, bókmenntum, listum og almennri orðræðu. Sérstök áhersla verður lögð á (list)menningu fatlaðs fólks, sjálfskilning, kvenleika og karlmennsku. Rýnt verður í fötlun sem einn lið í fjölbreytileika samfélaga og staðsetningu fatlaðs fólks í menningu og sögu.

X

Hagnýting jafnréttisfræða: Frá bróðurparti til systkinalags (KYN202F)

Jafnréttismál eru hluti af hinu opinberu regluverki á Íslandi og sífellt meiri kröfur eru gerðar á því sviði. Námskeiðið veitir hagnýtan undirbúning fyrir margvísleg störf í almenna og opinbera geiranum þar sem þekking og þjálfun í jafnréttismálum er nauðsynleg.

Námskeiðið er hagnýtur undirbúningur fyrir störf í stjórnun, opinberri stjórnsýslu, fræðslu, kennslu, fjölmiðlun og önnur sérhæfð störf. Markmið námskeiðsins er að kynna grundvallaratriði jafnréttisfræða og þjálfa nemendur í hagnýtu jafnréttisstarfi. Fjallað er um sögu og merkingu jafnréttishugtaksins, með sérstakri áherslu á samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða (e. gender mainstreaming) og kynjaða fjárlagagerð (e. gender budgeting). Fjallað er um birtingarform kyns og mikilvægi kynjavitundar í samfélagslegri umræðu og stefnumótun. Þá eru kynntar hugmyndir um jafnrétti margbreytileikans og samtvinnun ólíkra mismunarbreyta (e. intersectionality). Í nútímasamfélögum eru gerðar síauknar kröfur um þekkingu á jafnréttismálum. Ísland er aðili að alþjóðasamþykktum um jafnrétti og í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er kveðið á um kynjasamþættingu í stefnumótun og ákvörðunum á öllum sviðum samfélagsins. Slík samþætting krefst þekkingar á jafnréttismálum og gera jafnréttislög ráð fyrir jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum.

X

Matur og menning: (NÆR613M)

Matur er mannsins megin, uppspretta orkunnar og forsenda lífsins. En matur er líka sneisafullur af merkingu. Matarhættir veita innsýn í heimsmynd okkar, lífssýn og listfengi og matur mótar tilveru okkar, líkama, samfélag, hagkerfi, hugarfar og siðferði. Sjálfsmynd okkar og minningar eru nátengdar mat og matur er einhver mikilvægasti miðillinn fyrir samskipti okkar við annað fólk.

Í námskeiðinu skoðum við hvað fólk borðar, hvernig, hvenær, með hverjum og hvers vegna. Með þeim hætti fáum við dýrmæta innsýn í kyngervi og kynslóðir, fæðuöryggi og rétt til matar, stéttaskiptingu og menningarlegan margbreytileika, skynheim og fegurðarskyn, tækni og matvælaframleiðslu, tísku og matarkúra, matarhefðir og menningararf, tilfinningar, vináttu og fjölskyldubönd. Matarhættir tengja þannig saman menningu og náttúru, hnattvæðingu og hið staðbundna, heimilið og vinnustaðinn, fortíð og samtíð, manneskjur og örverur.

Í námskeiðinu beinum við sjónum að sambandi matarframleiðslu og neyslu á 21. öld með sérstaka áherslu á lýðheilsu, siðferðislega neyslu og sjálfbærni.

Matur og menning eru þverfagleg viðfangsefni og því er þetta námskeið kennt í samstarfi námsbrauta í þjóðfræði og matvæla- og næringarfræði.

X

Safn og samfélag: Sirkus dauðans? (SAF603M)

Fjallað verður um samfélagslegt hlutverk safna út frá margvíslegum sjónarhornum: efnahagslegum, pólitískum, menningarlegum, félagslegum og síðast en ekki síst alþjóðlegum. Fjallað verður meðal annars um hlutverk safna í hugmyndinni um þjóð, lagalegt umhverfi safna, rekstrarform, staða og hlutverk þjóðarsafna, safna í eigu sveitarfélaga, félagasamtaka og einkafyrirtækja, fjármögnun safnastarfs, stefna yfirvalda í málefnum safna, söfn og mannréttindi, söfn og áföll (trauma), kynjahugmyndir og fleira. Í námskeiðinu er einnig hugað að möguleikum safna á að virkja fólk og samfélög til þátttöku í starfsemi þeirra eins og söfnun, heimildaöflun, sýningarstjórnun, sýningargerð og annarri miðlun. Skoðuð verða innlend og erlend dæmi. Eftir því sem því verður komið við, eru farnar ein til tvær vettvangsferðir. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi.

X

Kenningar í kynjafræði (KYN211F)

Í námskeiðinu er fjallað um heimspekilegan og kenningalegan grundvöll kynjafræða og gagnrýnið og þverfræðilegt inntak þeirra. Fjallað er um birtingarform og merkingu kyns (e. sex) og kyngervis (e. gender) í tungumáli og menningu, sögu, samfélagi og vísindum. Sjónarmið fræðanna eru kynnt og tengsl þeirra við aðferðafræði. Þá eru nemendur þjálfaðir í að beita á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt fræðilegum hugtökum og aðferðum.

X

Hinseginlíf og hinseginbarátta (KYN212F)

Námskeiðið er inngangsnámskeið sem varpar ljósi á sögu hinseginfólks (sam-, tvíkynhneigðra, pansexual, transfólks og fleiri) á Íslandi, reynsluheim þeirra, baráttumál og menningu. Sagan er sett í alþjóðlegt samhengi og gerð er grein fyrir helstu vörðum í mannréttinda¬baráttunni, réttarstöðu og löggjöf. Fjallað er um mikilvæga þætti félagsmótunar¬innar, svo sem sköpun sjálfsmyndar og þróun sýnileika, samband við upprunafjölskyldu og leit að eigin fjölskyldugerð. Rætt er um muninn á samkynhneigðum fræðum og hinsegin fræðum, og kynntar eru kenningar um mótun kynferðis, kyngerva (sex og gender) og kyngervisusla (gender trouble). Vikið er að samræðu hinseginfólks við stofnanir samfélagsins og fjallað um líðan þeirra og lífsgæði. Fjallað er um þátt kynhneigðar í mótun menningar og ýmsar menningargreinar eru teknar sem dæmi um það hvernig veruleiki hinseginfólks birtist í listum og menningu. 

X

Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði (FÉL009F)

Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði. Nemandi leitar til fastráðins kennara við námsbraut í félagsfræði og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu lesnámskeiði. Kennari og nemandi setja saman leslista í upphafi annar og nemandi, í samráði við leiðbeinanda, gerir reglulega grein fyrir framgangi. Viðfangsefnið þarf að vera félagsfræðilegt. Nemandi skráir sig ekki í námskeiðið fyrr en kennari hefur samþykkt skriflega (t.d. með tölvupósti) hlutverk sitt sem leiðbeinanda.

X

Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði (FÉL091F)

Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði. Nemandi leitar til fastráðins kennara við námsbraut í félagsfræði og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu lesnámskeiði. Kennari og nemandi setja saman leslista í upphafi annar og nemandi, í samráði við leiðbeinanda, gerir reglulega grein fyrir framgangi. Viðfangsefnið þarf að vera félagsfræðilegt. Nemandi skráir sig ekki í námskeiðið fyrr en kennari hefur samþykkt skriflega (t.d. með tölvupósti) hlutverk sitt sem leiðbeinanda.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (FMÞ103F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreytileika og fræðilegum forsendum eigindlegrar rannsóknahefðar í félagsvísindum og öðlist reynslu í að beita eigindlegum aðferðum. Um hagnýtt námskeið er að ræða þar sem hver nemandi vinnur sjálfstætt rannsóknarverkefni sem felst í því að hanna og undirbúa rannsókn, afla gagna, greina þau og skrifa um helstu niðurstöður undir handleiðslu kennara. Í námskeiðinu verður farið ítarlega í undirbúning rannsókna, gerð rannsóknaráætlunar, gagnaöflun, greiningu og skrif.

X

Leiðangur meistaranema I: Lagt úr höfn (FÉL302F)

Meginmarkmið námskeiðsins er að leggja almennan grunn fyrir meistaranám í félagsfræði, aðferðafræði og afbrotafræði. Fjallað verður um námsbrautina, kennara hennar og fræðasamfélagið almennt. Nemendur munu ræða ýmis rannsóknarefni og möguleg viðfangsefni meistararitgerða sinna. Verkefni í námskeiðinu munu snúast um fjölbreytileika og stigveldi ritrýnda tímarita, markvissa notkun Web of Science og gervigreindar og gagnrýnið mat á ritrýndum fræðigreinum. Í lok námskeiðsins skila nemendur skriflegu lokaverkefni og kynna það munnlega.

X

Rannsóknaraðferðir félagsvísinda (FÉL301F)

Markmið námskeiðsins eru þríþætt: i) að nemendur öðlist dýpri skilning á rannsóknarferlinu og helstu rannsóknaraðferðum, ii) að nemendur fái þjálfun í því að kynna sér og leggja sjálfstætt mat á fyrirliggjandi rannsóknir og iii) að nemendur fái þjálfun í því að setja fram rannsóknarspurningar með hliðsjón af kenningarlegri umræðu og fyrirliggjandi rannsóknum. Fyrirlestrar: Fjallað er um hugtakanotkun og rannsóknaraðferðir með áherslu á að i) draga fram styrkleika og veikleika mismunandi aðferða og ii) tengja saman aðferðafræði, aðferðir og kenningarleg málefni og álitamál. Umræðutímar: Nemendur lesa allmörg rannsóknardæmi og ræða rannsóknaraðferðir á gagnrýninn hátt í tengslum við tiltekin félagsfræðileg umfjöllunarefni. Lokaverkefni: Nemendur skrifa sjálfstæða rannsóknartillögu.

X

Kenningar í félags- og mannvísindum (FMÞ102F)

Námskeiðið fjallar um nýleg verk og stefnur sem valdið hafa, eða eru líkleg til að valda, straumhvörfum í félags- og mannvísindalegri hugsun. Áhersla er lögð á samfélagslegt og sögulegt samhengi kenninganna. Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðum. Skyldumæting er í umræðutíma einu sinni í viku í 40 mínútur. Fjarnemar geta mætt í kennslustofu eða tekið þátt í gegnum Internetið (með Zoom). 

X

Spurningalistakannanir (FÉL089F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og verklega færni til að hanna og framkvæma spurningalistakannanir. Rætt verður um helstu úrtaksaðferðir og tegundir spurningalistakannanna (símakönnun, netkönnun o.s.frv.). Fjallað verður um helstu atriði í spurningalistagerð; einkanlega um orðalag og samhengi mælitækja (spurninga). Enn fremur verður fjallað um grundvallaratriði í mælingafræði og aðferðir til þess að meta áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Í þessu samhengi verður farið yfir notkun þáttagreiningu (factor analysis) og atriðagreiningu (item analysis). Áhersla er lögð á að nemendur fái verklega reynslu af framkvæmd og úrvinnslu kannanna.

Að jafnaði er þetta námskeið kennt annað hvert ár.

X

Aðhvarfsgreining (FMÞ501M)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og verklega færni til að beita aðhvarfsgreiningu á eigin spýtur. Fjallað er um þau afbrigði aðhvarfsgreiningar sem hvað oftast eru notuð í rannsóknum á sviði félagsvísinda. Farið er í stjórnun breyta, notkun nafnbreyta, línuleg og ólínuleg líkön, aðferðir til þess að prófa miðlun breyta og samvirkni breyta og aðferðir til að nota breytur sem hafa skekkta dreifingu svo eitthvað sé nefnt. Fjallað er um forsendur aðhvarfsgreiningar og aðferðir til að fást við þær. Einnig er fjallað um "logistic" aðhvarfsgreiningu, þar sem háða breytan er tvígild nafnbreyta. Samhliða þessari umfjöllun verður farið í saumana á ályktunartölfræði, notkun marktektarprófa og túlkun niðurstaðna. Áhersla er lögð á að nemendur fái umtalsverða verklega reynslu af því að greina megindleg gögn. Kennari útvegar könnunargögn sem nemendur nota til þess að prófa þær aðferðir sem kenndar eru. Eftir fremsta megni verður reynt að samþætta fræðilegar spurningar og tilgátuprófun. Tölfræðiforritið SPSS fyrir Windows er notað.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (FMÞ103F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreytileika og fræðilegum forsendum eigindlegrar rannsóknahefðar í félagsvísindum og öðlist reynslu í að beita eigindlegum aðferðum. Um hagnýtt námskeið er að ræða þar sem hver nemandi vinnur sjálfstætt rannsóknarverkefni sem felst í því að hanna og undirbúa rannsókn, afla gagna, greina þau og skrifa um helstu niðurstöður undir handleiðslu kennara. Í námskeiðinu verður farið ítarlega í undirbúning rannsókna, gerð rannsóknaráætlunar, gagnaöflun, greiningu og skrif.

X

Spurningalistakannanir (FÉL089F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og verklega færni til að hanna og framkvæma spurningalistakannanir. Rætt verður um helstu úrtaksaðferðir og tegundir spurningalistakannanna (símakönnun, netkönnun o.s.frv.). Fjallað verður um helstu atriði í spurningalistagerð; einkanlega um orðalag og samhengi mælitækja (spurninga). Enn fremur verður fjallað um grundvallaratriði í mælingafræði og aðferðir til þess að meta áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Í þessu samhengi verður farið yfir notkun þáttagreiningu (factor analysis) og atriðagreiningu (item analysis). Áhersla er lögð á að nemendur fái verklega reynslu af framkvæmd og úrvinnslu kannanna.

Að jafnaði er þetta námskeið kennt annað hvert ár.

X

Leiðangur meistaranema II: Land fyrir stafni (FÉL429F)

Meginmarkmið námskeiðsins er að skapa stuðningsnet fyrir meistaranema í félagsfræði og afbrotafræði sem vinna að meistararitgerðum sínum. Í upphafi misserisins kynna nemendur örstutt viðfangsefni ritgerða sinn en ítarlegri kynningar á niðurstöðum þeirra verða á dagskrá síðar á misserinu eftir því sem meistaraverkefnunum vindur fram. Kennurum, doktorsnemum og öðrum rannsakendum verður einnig boðið að taka þátt á semínarinu eftir því sem við á. Hvatt verður til uppbyggilegrar endurgjafar og samræðna milli nemenda og kennara, jafnframt því sem nemendur fá þjálfun í því að kynna niðurstöður rannsókna og styrkja með því faglega og akademíska sjálfsmynd sína.

Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna að ritun meistararitgerðar. 

X

MA-ritgerð í félagsfræði (FÉL441L, FÉL441L, FÉL441L)

Meistaraprófsritgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.

Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami maðurinn. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.

Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum. Miðað skal við að 60 eininga meistaraprófsritgerð sé að jafnaði 40.000 orð. Hver deild setur nánari reglur um umfang og efnistök meistaraprófsritgerða.

Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Deildarráð tilnefnir prófdómara.

Nánari upplýsingar á heimasíðu deildar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458

X

MA-ritgerð í félagsfræði (FÉL441L, FÉL441L, FÉL441L)

Meistaraprófsritgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.

Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami maðurinn. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.

Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum. Miðað skal við að 60 eininga meistaraprófsritgerð sé að jafnaði 40.000 orð. Hver deild setur nánari reglur um umfang og efnistök meistaraprófsritgerða.

Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Deildarráð tilnefnir prófdómara.

Nánari upplýsingar á heimasíðu deildar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458

X

MA-ritgerð í félagsfræði (FÉL441L, FÉL441L, FÉL441L)

Meistaraprófsritgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.

Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami maðurinn. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.

Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum. Miðað skal við að 60 eininga meistaraprófsritgerð sé að jafnaði 40.000 orð. Hver deild setur nánari reglur um umfang og efnistök meistaraprófsritgerða.

Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Deildarráð tilnefnir prófdómara.

Nánari upplýsingar á heimasíðu deildar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458

X

Mentor í Spretti (GKY001M)

Í námskeiðinu felast verkefni nemenda í  að vera mentor fyrir þátttakendur á framhalds- og háskólastigi í verkefninu „Sprettur”. Mentorar sinna því mikilvæga starfi að styðja og hvetja ungmenni í námi og félagslífi. Hlutverk mentora er að skapa uppbyggjandi samband við þátttakendur, vera jákvæð fyrirmynd og taka þátt í sameiginlegum viðburðum skipulögðum í Spretti. Mentorhlutverkið snýst um tengslamyndun og samveru sem felur í sér skuldbindingu gagnvart ungmennunum sem mentor styður.  

Sprettur er verkefni sem styður við nemendur með innflytjenda- eða flóttamannabakgrunn sem koma úr fjölskyldum þar sem fáir eða engir hafa háskólamenntun.  Nemendur í námskeiðinu eru mentorar þátttakenda og eru þeir tengdir saman með hliðsjón af sameiginlegu áhugasviði. Hver mentor ber ábyrgð á að styðja tvo þátttakendur. Mentorar skipuleggja samveru og verja þremur klukkustundum á mánuði (frá ágúst fram í maí) með þátttakendum í Spretti, þremur klukkustundum í mánuði í heimavinnuhópi og mæta í fimm málstofur sem dreifast yfir skólaárið. Nemendur skila dagbókarfærslum á Canvas í nóvember og mars. Dagbókarfærslur byggjast á lesefni og hugleiðingum nemenda um mentorstarfið. Námskeiðið er kennt á íslensku og ensku.  

 Nemendur sækja um þátttöku á námskeiðinu. Sjá rafrænt umsóknareyðublað.  Umsækjendur fara í viðtal og eru 15-30 nemendur valdir til þátttöku.   

Frekari upplýsingar um verkefnið „Sprettur” má nálgast hér: www.hi.is/sprettur 

X

Afbrot og frávikshegðun (FÉL0A1F)

Í námskeiðinu verður farið ítarlega í helstu kenningar í afbrotafræði og félagsfræði frávika. Nemendur munu lesa rannsóknagreinar þar sem kenningarnar eru prófaðar, bæði á Íslandi og erlendis.

Fjallað verður um mismunandi brota- og efnisflokka í félags- og afbrotafræðilegu ljósi, t.d. kyn og afbrot, búferlaflutninga og afbrot.

Áhersla er lögð á nemendur tengi saman kenningarlega umræðu og fyrirliggjandi rannsóknir.   

X

Hagnýtt verkefni í aðhvarfsgreiningu (FÉL018M)

Í námskeiðinu nota nemendur aðhvarfsgreiningu til að vinna verkefni undir leiðsögn kennara þar sem háða breytan er tvíflokka (binary logisitic regression), raðbreyta (ordinal regression) eða margflokka.

Umsjónarkennari aðstoðar nemendur við að finna leiðbeinanda fyrir verkefnið.

Gert er ráð fyrir að nemendur hafi lokið námskeiðinu Aðhvarfsgreining þar sem farið er í helstu forsendur og notkun línulegrar aðhvarfsgreiningar

X

Sjálfið mætir samfélaginu: Félagssálfræði hversdagslífsins (FÉL701F)

Hversdagslíf okkar getur sýnst leiðinlega venjubundið og fyrirsjáanlegt. Félagssálfræðin sýnir þó að um er að ræða spennandi og fjölbreytilegt fyrirbæri sem hvílir á flóknu samspili einstaklingsbundinna þátta og samfélagslegra formgerða. Í þessu námskeiði verða kenningar og rannsóknir félagssálfræðinga nýttar til að varpa ljósi á það sem dylst að baki glitri hins sjálfgefna. Farið verður frá því sem öllum er opinbert til þess sem við dyljum og felum, skoðað það sem auglýsendur, sölufólk og áhrifavaldar gera til að sveigja okkur og beygja og skoðað að hve miklu leyti breytur á borð við kyn, stétt og þjóðerni stjórna því hvað við sjáum, hvernig við sjáum og hvernig framkoma okkar og viðbrögð við áreiti hversdaglífsins eru.

Lagt er upp með að nemendur vinni fjölbreytileg smærri verkefni í tengslum við umfjöllunarefni námskeiðsins, ýmist einir eða í hóp. Þó svo félagssálfræði nýti bæði eigindlegar og megindlegar aðferðir verður áherslan á eigindlegar aðferðir í verkefnum nemenda svo sem myndgreining, samtalsgreining og þátttökuathuganir.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (FMÞ103F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreytileika og fræðilegum forsendum eigindlegrar rannsóknahefðar í félagsvísindum og öðlist reynslu í að beita eigindlegum aðferðum. Um hagnýtt námskeið er að ræða þar sem hver nemandi vinnur sjálfstætt rannsóknarverkefni sem felst í því að hanna og undirbúa rannsókn, afla gagna, greina þau og skrifa um helstu niðurstöður undir handleiðslu kennara. Í námskeiðinu verður farið ítarlega í undirbúning rannsókna, gerð rannsóknaráætlunar, gagnaöflun, greiningu og skrif.

X

Praktík og kenningar í safnafræði (SAF002F)

Í námskeiðinu verður tekist á við spurningar sem tengjast víxlverkun á milli praktíkur (e. practice) og kenninga í safnastarfi. Fjölmörg dæmi úr praktísku safnastarfi listasafna, náttúruminjasafna og menningarminjasafna verða skoðuð í þessu samhengi og hentar námskeiðið því nemendum úr fleiri greinum en safnafræði, s.s. eins og fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, fötlunarfræði, mannfræði, þjóðfræði, félagsfræði og fleiri greinum.  Saga greinarinnar verður skoðuð með gagnrýnu hugarfari og hugað verður að straumum og stefnum í faginu við upphaf 21. aldar. Sérstaklega er litið til safna sem almannastofnanir, en sem slíkar hafa þær mörgum og vaxandi hlutverkum að gegna fyrir samfélög, lífsgæði fólks og hópa, menntun, rannsóknir og þverþjóðleg samskipti svo eitthvað sé nefnt. Hugað verður að því hvernig bæði praktík og kenningar hafa mótað safnastofnanir og starfsemi þeirra. Fjallað verður m.a. um praktík og kenningar um söfnun, varðveislu, flokkun og skráningar, sýningagerð, ritskoðun, frumbyggja, áhrif stafrænnar menningar, trúarbrögð, innflytjendur, fólksflutninga, minni, gleymsku og sanngildi.  Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi og byggir námsmat á verkefnum sem unnin eru yfir önnina

X

Mannskepnur og önnur dýr (ÞJÓ110F)

Kennsla fer fram með fyrirlestrum, umræðu, rafrænum fyrirlestrum og vettvangsferðum í náttúru og á söfn.

Samskipti manneskjunnar við önnur dýr er viðfangsefni þessa námskeiðs sem við nálgumst frá bæði fræðilegum og listrænum sjónarhornum. Nemendur vinna sjálfstæð verkefni, um dýr að eigin vali, þar sem áhersla er einnig lögð á sjónræna framsetningu - t.d. teikningar eða ljósmyndir.  Í fyrirlestrum verður m.a. fjallað um hvítabirni, hvali, geirfugla og lunda og nýlegar rannsóknir á þeim.  Fjallað verður um áhrifavald og ólíkar birtingarmyndir dýra í margvíslegu listrænu og menningarlegu samhengi, til dæmis í fornbókmenntum, þjóðsögum, munnmælum, kvikmyndum, fréttum, efnismenningu og ferðamennsku. Þá verður til dæmis hugað að „framhaldslífi“ dýra í formi listmuna, safngripa og minjagripa. Við munum skoða gripi í einkaeigu og á opinberum vettvangi og spyrja spurninga á borð við: hvað gerist þegar lifandi dýri er breytt í safngrip? Hvernig þróast og breytist merking dýrsins í ólíku samhengi? Hvernig mótast hugmyndir okkar um dýr? Tekist verður á við hlutverk ólíkra dýra í þekkingasköpun og mótun orðræðu um loftslagsmál og málefni norðurslóða, tengsl við ákveðin landsvæði og menningarhópa og hlutverk þeirra í ímynda- og sjálfsmyndasköpun bæði fortíðar og samtíma.  Stigið verður út fyrir hefðbundna ramma sem snúa að aðgreiningu manna/dýra og annarra lífvera um leið og við könnum samtvinnaða hugmynda- og vistheima þeirra.

Markmið

Markmið námskeiðs er að velta upp áríðandi spurningum og málefnum er snúa að sambúð fólks og dýra, loftlagsbreytingum, útrýmingu dýrategunda og sjálfbærni. Við munum íhuga hvernig listamenn, rannsakendur, aðgerðasinnar og söfn hafa tekið þátt í umræðu um þessi málefni og hvernig hægt sé að þróa umræðuna áfram. Við munum skoða hvernig mismunandi lista- og menningarminjasöfn miðla hugmyndum og upplýsingum um samband manna og dýra í gegnum safneign sína og sýningar. Nemendur eru hvattir til að nálgast, með gagnrýnum hætti, sjónrænt efni, muni, gripi og texta, bæði rafrænt en einnig með heimsóknum á söfn og sýningar. 

X

Þróunarsamvinna: Stefnur og stofnanir. Lesnámskeið. (MAN018F)

Fjallað verður um ágreining um þróunarsamvinnu. Þá verða kynntar mismunandi leiðir til þróunaraðstoðar, styrk þeirra og veikleika. Til umfjöllunar verða fjölþjóðastofnanir, tvíhliða stofnanir, frjáls félagasamtök, nýir þróunaraðilar og viðskipti. Nálganir sem ræddar verða eru m.a. verkefnanálgun, geiranálgun, árangursmiðuð stjórnun, þátttökunálgun og  samþætting. Einnig verður fjallað um auðlindir og umhverfismál. Loks verður rætt um þróunarsamvinnu í óstöðugum ríkjum og neyðraðstoð.

Athugið: Námskeiðið er einungis ætlað nemendum sem eiga þetta námskeið eftir í skyldu, þ.e nemendum í diplómanámi í þróunarfræði eða hnattrænni heilsu sem og MA-nemendum í hnattrænum fræðum með þróunarfræði sem sérsvið.

X

Stjórnun menningarstofnana (SAF027F)

 Í þessu námskeiði verða kynnt til sögunnar fræðilegar nálganir á stjórnun menningarstofnana, svo sem safna, og starfsemi hins opinbera sem snýr að stofnunum á sviði menningarmála. Markmiðið er að gefa innsýn í mikilvægi menningarstarfsemi í samfélaginu. Fjallað er um menningarmál í sögulegu samhengi, kerfi menningarmála hjá ríki og borg, lagagrundvöll menningarstarfsemi og stefnumörkun á fagsviðinu. Fjallað er um hlutverk og sérstöðu hins opinbera í stjórnun á sviði menningarmála. Markmiðið er að gefa innsýn í skipulag ríkis og sveitarfélaga. Þá verður fjallað um stjórnun verkefna og stofnana, mikilvægi faglegrar stjórnunar á sviði verkefnastjórnunar, fjármálastjórnunar og mannauðsmála. Sjónum verður beint að aðstæðum hér á landi og á Norðurlöndum í samhengi við lýðræði og hugmyndir um aðgengi almennings að menningu. Litið til menningar- og safnamála í alþjóðlegu samhengi

X

Umhverfismannfræði (MAN509M)

Námskeiðið fjallar um rannsóknir mannfræðinnar og annarra fræðigreina félags- og mannvísinda á náttúru, umhverfi og tengslum manneskjunnar og umhverfis hennar. Ýmis grunnhugtök og fræðilegar hugmyndir sem umhverfismannfræðin og skyldar greinar nota verða kynnt og rædd.

Gerð er grein fyrir ýmsum tilraunum til að varpa ljósi á tilurð og einkenni ýmissa menningarstofnana og félagslegra ferla með skírskotun til vistkerfa og efnislegra skilyrða sem forsendu tilvistar þeirra. Þá verður vikið að gagnrýni sem þessi sjónarmið hafa sætt. 

Sérstaklega verður vikið að þeim nýju viðhorfum sem skapast hafa í umhverfismálum á síðustu árum, meðal annars hvað varðar auðlindanýtingu af ýmsu tagi og umhverfishyggju.

Síðast en ekki síst verður farið yfir ýmsa snertifleti loftslagsbreytinga og samfélaga víða um heim. Loftslag, loftslagsbreytingar og samfélög og menning verða einnig skoðuð í sögulegu ljósi, út frá ýmsum kenningum sem hafa komið fram um samband þeirra og gagnkvæm áhrif.

Nokkur etnógrafísk dæmi um samspil manns og umhverfis eru höfð til hliðsjónar í námskeiðinu. 

X

Söfn sem námsvettvangur (SAF016F)

Einn megintilgangur safna á Íslandi er að skila menningar- og náttúruarfi landsins til komandi kynslóða og stuðla að aukinni þekkingu á þessari arfleifð og skilningi á tengslum hennar við umheiminn. Ætlast er til þess (samkvæmt safnalögum) að söfn reyni að „auka lífsgæði manna“ með því að efla skilning á þróun og stöðu menningar, lista náttúru eða vísinda. Söfn og safnfræðsla geta því haft áhrif á samfélag, hópa og einstaklinga. Safnafræði getur komið hér að liði og er megin viðfangsefni námskeiðsins. Kynntar verða fræðilegar kenningar sem hafa að markmiði að stuðla að fjölbreyttri og áhrifamikilli fræðslu tengdri fornleifum, list, náttúruvísindum, menningarlegri arfleifð og öðrum viðfangsefnum safna. Hugað verður að fjölbreyttum markhópum safnfræðslu, hlutverki safngesta innan safna, rými, textagerð, margmiðlun, gagnvirkni og fleira.

Þetta er fjarkennslunámskeið sem skiptist í þrjár lotur. Í hverri lotu eru ör-fyrirlestrar frá kennara með hugleiðingum um námsefnið, gesta-fyrirlestrar (stafrænir) og aukaefni. Þrjár stað og/eða ZOOMlotur eru yfir önnina, þar sem nemendur fá fyrirlestra frá starfsmönnum safna og vinna að fræðsluverkefni í samstarfi við safn í Reykjavík. Verkefnið verður þróað út frá fræðilegum áhuga nemenda undir handleiðslu kennara og með aðstoð starfsmanna safnsins.

X

Mannfræði lista (MAN0A6F)

Í þessu námskeiði verður farið yfir umfjöllun mannfræðinga um list í gegnum tíðina. Ólíkar skilgreiningar á hugtakinu list verða skoðaðar og í því samhengi tengsl þessa hugtaks við fagurfræði og siðferði. Leitað verður svara við þeirri spurningu hvort líta megi á hugtakið sem algilt, hvort verk, sem hinni vestrænt mótuðu skynjun þykir listræn í öðrum menningarsamfélögum, séu í raun list fyrir þá sem skapa þessi verk. Höfundaréttur, upprunaleiki og ýmis vandamál samfara samskiptum ólíkra menningarlegra hefða verða einnig tekin til athugunar. Til að varpa ljósi á þessa þætti verður leitað í etnógrafíuna og tekin dæmi frá ýmsum samfélögum víða um heim.

X

Mannfræði Íslands: Fortíð, nútíð og framtíð (MAN0A7F)

Námskeiðið fjallar um nokkur lykilatriði íslensks þjóðfélags og menningar frá sjónarhóli mannfræðinnar. Það gefur sögulegt yfirlit rannsókna í mannfræði á Íslandi og leggur sérstaka áherslu á málefni íslensks nútíma samfélags.  Kennt verður á ensku til þess að gera námskeiðið aðgengilegt nemendum sem eru ekki íslensku mælandi og til þess að efla ensku kunnáttu og þjálfa fræðileg skrif nemenda á ensku.

X

Hnattvæðing (MAN095F)

Í námskeiðinu verða skoðaðar nýlegar kenningar og rannsóknir sem tengjast hnattvæðingu og hnattrænum ferlum. Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum yfirsýn yfir mikilvæg þemu sem tengjast hnattvæðingarferlum.  Skoðaðar verða rannsóknir sem varpa ljósi á ólíkar hliðar hnattvæðingar og afleiðingar fyrir félagslegan, efnislegan og pólitískan veruleika. Í námskeiðinu er bæði fjallað á gagnrýnin hátt um fyrrnefnd hugtök en einnig lögð áhersla á að skoða rannsóknir á hvernig fólk er þátttakendur/þolendur/gerendur í hnattvæðingarferlum.

Kennslan felst í fyrirlestrum og umræðum. 

Námskeiðið er kennt á ensku, en hægt er að skila inn verkefnum á íslensku.

X

Menningararfur (ÞJÓ506M)

Hvað er menningararfur og hvaða hlutverki þjónar hann? Af hverju er hann í stöðugri útrýmingarhættu? Hvernig tengir hann saman fortíð og samtíð? Hvað á hann skylt við þjóðríkið? Söguvitund? Hnattvæðingu? Kapítalisma? Stjórnmál? Í námskeiðinu verður leitað svara við þessum spurningum, kynntar nýlegar rannsóknir þjóðfræðinga, mannfræðinga, listfræðinga, félagsfræðinga, safnafræðinga, sagnfræðinga og fornleifafræðinga á menningararfi og tekinn púlsinn á því sem er að gerast á þessu ört vaxandi sviði. 

Kennslan fer fram í fyrirlestrum og umræðum.

X

Sviðslistafræði (Performance Studies): Frá sagnaflutningi til uppistands, kjötkveðjuhátíða og stjórnmálamanna (ÞJÓ107F)

Sviðslistafræði (Performance Studies) fjallar um það hvernig fólk í öllum samfélögum, bæði fyrr og nú, tekur þátt í ymis konar sviðslist (performances) í daglegu lífi, á mismunandi "leiksviðum", allt frá helgisiðum til kirkjupredikana, leiksýninga, kvikmyndasýninga, útvarpsþátta, uppistands, sagnaflutnings, gjörningalistar, hátíða, útskriftasiða, matarboða, dulbúningasiða og málflutnings stjórnmálamanna heima og erlendis. Á námskeiðinu munu nemendur kynnast þeim margslungnu táknmálsformum sem beitt er í mismunandi tegundum sviðslista, frá talmáli til búninga, útlits, svipbrigða, kyns, samhengis, hljóðs, "timing" og nytsemi rýmis og viðtöku áhorfenda.

Vinnulag

Kennsla fer fram í fyrirlestrum, umræðum um fyrirlestra og farið í heimsóknir.

X

Megindleg aðferðafræði (FMÞ001F)

Meginefni námskeiðsins eru megindlegar rannsóknaraðferðir og tölfræði í félags- og menntavísindum. Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda og umfjöllun um þátt rannsókna í samfélaginu. Fjallað er um helstu rannsóknarsnið, úrtaksfræði og gerð spurningalista. Í tölfræðihluta er kennt um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði og fjallað ítarlega um dreifigreiningu og aðhvarfsgreiningu. Nemendur vinna hagnýt verkefni í tölfræðilegri úrvinnslu gagna með jamovi forritinu samhliða fyrirlestrum. Nemendur geta unnið með eigin gögn.

X

Kenningar og sjónarhorn í fötlunarfræði (FFR102F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þekkingu á þróun hugmynda og kenninga um fötlun og fái innsýn í fræðilega umfjöllun og rannsóknir á því sviði. Lögð er áhersla á þróun fötlunarfræða sem þverfræðilegrar og gagnrýnnar fræðigreinar með náin tengsl við réttindabaráttu fatlaðs fólks. Fjallað verður um margbreytileg félagsleg og menningarleg sjónarhorn og kenningar fræðigreinarinnar. Sérstök áhersla verður á þá hugmyndafræði sem legið hefur til grundvallar stefnumótunar og þjónustu við fatlað fólk undanfarna áratugi, þ.e.; 1) hugmyndafræði um “eðlilegt líf” normaliseringu, 2) hugmyndafræði um “sjálfstætt líf” independent living og 3) mannréttindasjónarmið. Jafnframt verður fjallað um tengsl hugmyndafræðinnar við daglegt líf fatlaðs fólks. 

X

Lífshlaupið, sjálf og samfélag (FFR302M)

Aðstæður og reynsla fatlaðs fólks er miðlæg í umfjöllun námskeiðsins, þar sem áhersla er á lífshlaupið og þau meginsvið sem snerta daglegt líf, svo sem fjölskyldulíf, menntun, atvinnu og búsetu. Rýnt verður í íslenskar og erlendar rannsóknir um líf og aðstæður fatlaðs fólk og þau fjölmörgu öfl sem móta sjálfsmynd og sjálfsskilning fatlaðra barna, ungmenna og fullorðins fólks. Fræðileg umfjöllun námskeiðsins er tengd við lagasetningar, stefnumótun, þjónustu, velferðarkerfi og félagslegar aðstæður fatlaðs fólks. 

X

Almenn kynjafræði (KYN101F)

Í námskeiðinu er fjallað um helstu viðfangsefni kynjafræða í ljósi margbreytileika nútímasamfélaga. Kynjafræðilegu sjónarhorni er beitt til að gefa yfirlit yfir stöðu og aðstæður ólíkra hópa í samfélaginu. Fjallað er um upphaf og þróun kvennabaráttu og kynjafræða. Kynnt verða helstu hugtök kynjafræða svo sem kyn, kyngervi, eðlishyggja og mótunarhyggja. Skoðað er hvernig kyn er ávallt samtvinnað öðrum samfélagslegum áhrifabreytum.

Kennslufyrirkomulag: Námið byggir á vendikennslu sem þýðir að allir fyrirlestrar verða aðgengilegir á Canvas. Stað- og fjarnemar mæta vikulega í umræðutíma í háskólanum eða á Teams og netnemar taka vikulega þátt í umræðum á Canvas.

X

Hnattræn heilsa (MAN0A3F)

Í námskeiðinu verður farið yfir helstu forgangsverkefni á fræðasviði hnattrænnar heilsu (e. global health). Fjallað verður um mismunandi sjúkdómsbyrði landa, ójöfnuð og helstu félags- og efnahagslegu áhrifaþætti á líf og heilsu fólks í hnattvæddum heimi. Sérstök áhersla verður á að skoða heilsu mæðra, nýbura, barna og ungs fólks frá hnattrænu sjónarhorni og uppbyggingu heilbrigðiskerfa til að veita góða og tímanlega þjónustu. Jafnframt verður fjallað um áskoranir í næringu þjóða og geðheilbrigði og forvarnir og samfélagslega þýðingu sýkinga eins og malaríu, berkla, HIV/AIDS, kóleru, Ebólu og COVID-19. Þá verður fjallað um áhrif umhverfis, ofbeldis, menningar, neyðarástands og starf alþjóðlegra stofnana og þróunarsamvinnu, Heimsmarkmiðin og siðfræðileg álitamál.

Vinsamlega athugið að ef þörf krefur vegna þátttöku erlendra nemenda þá verður námskeiðið kennt á ensku.

X

Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði (FÉL001F)

Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði. Nemandi leitar til fastráðins kennara við námsbraut í félagsfræði og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu lesnámskeiði. Kennari og nemandi setja saman leslista í upphafi annar og nemandi, í samráði við leiðbeinanda, gerir reglulega grein fyrir framgangi. Viðfangsefnið þarf að vera félagsfræðilegt. Nemandi skráir sig ekki í námskeiðið fyrr en kennari hefur samþykkt skriflega (t.d. með tölvupósti) hlutverk sitt sem leiðbeinanda.

X

Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði (FÉL090F)

Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði. Nemandi leitar til fastráðins kennara við námsbraut í félagsfræði og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu lesnámskeiði. Kennari og nemandi setja saman leslista í upphafi annar og nemandi, í samráði við leiðbeinanda, gerir reglulega grein fyrir framgangi. Viðfangsefnið þarf að vera félagsfræðilegt. Nemandi skráir sig ekki í námskeiðið fyrr en kennari hefur samþykkt skriflega (t.d. með tölvupósti) hlutverk sitt sem leiðbeinanda.

X

Réttarkerfið og löggæsla (FÉL007F)

Kennari lætur nemendum í té leslista sem inniheldur úrval af lesefni á sviði sakfræði. Fjallað verður um kenningar og rannsóknir félags- og afbrotafræðinga á réttar- og löggæslukerfinu. Áhersla er lögð á að nemendur tengi saman kenningarlega umræðu og fyrirliggjandi rannsóknir. Umræðutímar verða haldnir aðra hverja viku.

X

Ójöfnuður og heilsa (FÉL098F)

Félagslegur ójöfnuður hefur áhrif á heilsu. Almennt hafa þeir sem eru í viðkvæmari stöðu í samfélaginu verri heilsu en þeir sem að betra hafa það. Í þessu námskeiði er sjónum beint að sambandi félagslegrar stöðu og heilsufars. Nemendur munu kynnast helstu kenningum innan heilsufélagsfræðinnar, s.s. kenningum Link og Phelan um grundvallarástæður sjúkdóma (fundamental causes of disease) og fara yfir rannsóknir á sviðinu. Eitt mikilvægasta framlag félagsfræðinnar er skilningur á því hvernig stærri samfélagslegir þættir (t.d. heilbrigðis- og velferðarkerfið) móta líf einstaklinga og við munum því skoða hvernig samband félagslegrar stöðu og heilsu mótast af svona þáttum. Þar sem að heilsa fólks er flókið fyrirbæri munum við einnig skoða hana í þverfaglegu ljósi og notast meðal annars við kenningar og rannsóknir úr lýðheilsufræðum, heilbrigðisvísindum, mannfræði og stjórnmálafræði. 

X

Hagnýtt verkefni í aðhvarfsgreiningu (FÉL018M)

Í námskeiðinu nota nemendur aðhvarfsgreiningu til að vinna verkefni undir leiðsögn kennara þar sem háða breytan er tvíflokka (binary logisitic regression), raðbreyta (ordinal regression) eða margflokka.

Umsjónarkennari aðstoðar nemendur við að finna leiðbeinanda fyrir verkefnið.

Gert er ráð fyrir að nemendur hafi lokið námskeiðinu Aðhvarfsgreining þar sem farið er í helstu forsendur og notkun línulegrar aðhvarfsgreiningar

X

Afbrot á Íslandi (FÉL0A4F)

Í upphafi námskeiðs er afbrotafræðin og viðfangsefni hennar skilgreind og útlistuð með dæmum. Helstu fræðilegu sjónarhorn kynnt, fræðilegar spurningar og rannsóknaráherslur. 

Í framhaldi eru tiltekin þemu tekin fyrir sem hafa verið áberandi í íslenskum rannsóknum í afbrotafræði. Afbrot á Íslandi í alþjóðlegu samhengi, gögn lögreglu yfir tíðni og tegundir ólíkra brota, ofbeldisbrot, áfengis- og vímuefnabrot og efnahagsbrot. Íslensk refsistefna skoðuð í ljósi alþjóðlegs samanburðar og afstaða borgaranna til afbrota og refsinga metin út frá ólíkum gögnum. 

Nemendur skrifa ritgerð um eitt ofangreindra þema þar sem settar eru fram rannsóknarspurningar og mögulegri gagnaöflun lýst. Nemendur skrifa dagbók um efni fyrirlestra. Staðpróf í lok misseris.

X

Norræn trú (ÞJÓ203F)

Trúarlíf manna á norðurslóðum er tekið fyrir og heimildir allt frá elstu tímum, eins og grafir, rúnasteinar, hellaristur og aðrar fornminjar verða skoðaðar. Einnig verða lesnar lýsingar á norrænum trúarathöfnum í verkum eftir Tacitus, Adam frá Brimum, Saxo Grammaticus og í fornritum Íslendinga eins og Eddukvæðum og Konungasögum. Auk norrænnar trúar verður fjallað um seið og sjamanisma. Örlagatrú er tekin til ítarlegrar umfjöllunar sem meginþáttur í forkristnum átrúnaði á Norðurlöndum. Loks er vikið að því hvernig kristindómur hefur fallið að norrænum lífsháttum og hugsunarhætti. Námskeiðið er kennt á ensku.

Vinnulag

Kennsla fer fram í fyrirlestrum, og umræðum um fyrirlestra.

X

Inngangur að sýningarstjórnun (SAF019F)

Fjallað verður um helstu atriði sýningargerðar og störf sýningarhöfundar, sýningarstjóra og sýningarhönnuðar. Mismunandi aðferðir við sýningastjórnun verða skoðaðar með gagnrýnum hætti og hugmyndafræðilegur grunnur sýninga kannaður. Áhersla verður lögð á frásagnarafbrigði sýninga, handritsgerð og miðlunarleiðir. Einnig verður lögð áhersla á að skoða og greina sýningar listasafna, menningarminjasafna og náttúruminjasafna og kanna með gagnrýnu hugarfari hvernig ólíkar leiðir miðla upplýsingum og upplifunum. Hugað verður að innlendum og erlendum dæmum.

X

Flækjur? Vistfræði arfleifða og safna (SAF018M)

Námskeiðið Flækjur? Vistfræði arfleifða og safna leiðir nemendur í þverfaglegan fræðaheim þar sem samtvinnun menningar og náttúru og vistfræði arfleifða og safna eru tekin til sérstakrar athugunar. Hugmyndir um jafnan gerendamátt og tengsl mannlegra og ómannlegra þátta verða lögð til grundvallar með því að kynna fyrir nemendum kenningar pósthúmanisma (posthumanism) og nýefnishyggju (new materialism) með tilvísun í vistfræði arfleifða og hlutverk safna í samtímanum. Sérstaklega verður dregið fram hvernig hægt er að líta á arfleifð sem meira en mannlega smíð og fyrirbæri sem hvetur til hugrenningatengsla og hugmyndasköpunar fremur en óvirkt viðfangsefni. Innlend dæmi verða dregin fram í námskeiðinu sem byggir að hluta á rannsóknarleiddri kennslu.

X

Mannfræði borga (MAN507M)

According to the United Nation’s Department of Economic and Social Affairs, slightly over half of the world’s population lives in urban areas. This is projected to be 66% percent by the year 2050, with Africa and Asia accounting for 90% of this new urban growth. Urban anthropology has increasingly played a critically important role in the development of the discipline of anthropology in terms of theory, research methods and social justice movements. This course provides an historical overview of the development of urban anthropology and on through to recent developments. An emphasis will be placed on anthropological theory and research methods, but also issues such as social justice, architecture, design and urban planning. The course will cover, among others, the early Chicago ethnographers and early urban poverty research, utopian and modernist urban planning, power and built form, divisions and gated communities, crime and urban fear, urban homelessness, and the governance of built spaces. The course will conclude with a section on cities in transition, which includes a focus on the post-industrial/global city, the effects of neoliberalism on urban spaces, and a discussion of the possible future(s) of urbanism and the role of anthropology in understanding these developments.

Students must have completed 120 ECTS in their BA study before attending this course

X

Fjölmenning og fólksflutningar (MAN017F)

Oft er talað um fólksflutninga og fjölmenningu sem eitt megin einkenni samfélaga samtímans. Í námskeiðinu eru kynntar helstu kenningar og stefnur sem fram hafa komið í tengslum við rannsóknir á fólksflutningum og fjölmenningu. Fjallað er á gagnrýninn hátt um margskonar kenningar sem tengjast þessum rannsóknarviðfangsefnum og gagnsemi þeirra skoðuð. Skoðuð eru hugtök eins og menning, samlögun, aðlögun og samþætting, en jafnframt gert grein fyrir hreyfanleika fortíðar og tengslum hans við fjölmenningu. Í námskeiðinu eru ólíkar nálganir og kenningarmótun fræðimanna fyrst og fremst dregnar fram og gerð grein fyrir helstu viðfangsefnum félagsvísindamanna á þessu sviði.

Kennslan fer fram í formi fyrirlestra og umræðna.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir II (FMÞ201F)

Fjallað er þá fjölbreytni sem er að finna í  eigindlegum rannsóknum. Rýnt er í fimm mismunandi rannsóknarhefðir, þ.e. tilviksathuganir, frásögurannsóknir, etnógrafíu, fyrirbærafræði og grundaða kenningu. Nemendur öðlast aukna færni í að afla rannsóknargagna á vettvangi og beita mismunandi greiningaraðferðum á eigindleg gögn. Þeir fá jafnframt þjálfun í framsetningu niðurstaðna í tengslum við fræðiskrif. Þá fá nemendur tækifæri til að ígrunda eigin rannsóknir og sjálfa sig sem eigindlega rannsakendur.

X

Sjónrænar rannsóknaraðferðir (FMÞ001M)

Námskeiðið er að jafnaði kennt annaðhvert ár og er næst á dagskrá á vormisseri 2026.

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist aðferðarfræðilega þekkingu, skilning og verklega færni til að greina myndir og önnur sjónræn rannsóknargögn (ljósmyndir, kvikmyndir, teikningar, auglýsingar, netmiðla, o.s.frv.). Farið verður í ýmsar aðferðir við greiningu á sjónrænu efni og hugað verður að sjónrænum gagnasöfnum og vinnu með þau. Nemendur fá þjálfun í því að kynna sér og leggja sjálfstætt mat á fyrirliggjandi rannsóknir. Námskeiðið byggist upp á hagnýtum verkefnum, þar sem nemendur undirbúa og hanna rannsóknaáætlanir, afla gagna og spreyta sig á greiningu þeirra. Námskeiðið er þverfaglegt og hentar nemendum á hug- og félagsvísindasviði, sem og öðrum sviðum.

X

Fötlun og menning (FFR102M)

Meginviðfangsefni námskeiðsins er að rýna í stöðu og ímynd fatlaðs fólks og birtingarmyndir fötlunar í (dægur)menningu og listum. Fjallað verður um ímyndir og hlutverk fatlaðs fólks í sögulegu samhengi, dægurmenningu, fjölmiðlum, bókmenntum, listum og almennri orðræðu. Sérstök áhersla verður lögð á (list)menningu fatlaðs fólks, sjálfskilning, kvenleika og karlmennsku. Rýnt verður í fötlun sem einn lið í fjölbreytileika samfélaga og staðsetningu fatlaðs fólks í menningu og sögu.

X

Hagnýting jafnréttisfræða: Frá bróðurparti til systkinalags (KYN202F)

Jafnréttismál eru hluti af hinu opinberu regluverki á Íslandi og sífellt meiri kröfur eru gerðar á því sviði. Námskeiðið veitir hagnýtan undirbúning fyrir margvísleg störf í almenna og opinbera geiranum þar sem þekking og þjálfun í jafnréttismálum er nauðsynleg.

Námskeiðið er hagnýtur undirbúningur fyrir störf í stjórnun, opinberri stjórnsýslu, fræðslu, kennslu, fjölmiðlun og önnur sérhæfð störf. Markmið námskeiðsins er að kynna grundvallaratriði jafnréttisfræða og þjálfa nemendur í hagnýtu jafnréttisstarfi. Fjallað er um sögu og merkingu jafnréttishugtaksins, með sérstakri áherslu á samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða (e. gender mainstreaming) og kynjaða fjárlagagerð (e. gender budgeting). Fjallað er um birtingarform kyns og mikilvægi kynjavitundar í samfélagslegri umræðu og stefnumótun. Þá eru kynntar hugmyndir um jafnrétti margbreytileikans og samtvinnun ólíkra mismunarbreyta (e. intersectionality). Í nútímasamfélögum eru gerðar síauknar kröfur um þekkingu á jafnréttismálum. Ísland er aðili að alþjóðasamþykktum um jafnrétti og í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er kveðið á um kynjasamþættingu í stefnumótun og ákvörðunum á öllum sviðum samfélagsins. Slík samþætting krefst þekkingar á jafnréttismálum og gera jafnréttislög ráð fyrir jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum.

X

Matur og menning: (NÆR613M)

Matur er mannsins megin, uppspretta orkunnar og forsenda lífsins. En matur er líka sneisafullur af merkingu. Matarhættir veita innsýn í heimsmynd okkar, lífssýn og listfengi og matur mótar tilveru okkar, líkama, samfélag, hagkerfi, hugarfar og siðferði. Sjálfsmynd okkar og minningar eru nátengdar mat og matur er einhver mikilvægasti miðillinn fyrir samskipti okkar við annað fólk.

Í námskeiðinu skoðum við hvað fólk borðar, hvernig, hvenær, með hverjum og hvers vegna. Með þeim hætti fáum við dýrmæta innsýn í kyngervi og kynslóðir, fæðuöryggi og rétt til matar, stéttaskiptingu og menningarlegan margbreytileika, skynheim og fegurðarskyn, tækni og matvælaframleiðslu, tísku og matarkúra, matarhefðir og menningararf, tilfinningar, vináttu og fjölskyldubönd. Matarhættir tengja þannig saman menningu og náttúru, hnattvæðingu og hið staðbundna, heimilið og vinnustaðinn, fortíð og samtíð, manneskjur og örverur.

Í námskeiðinu beinum við sjónum að sambandi matarframleiðslu og neyslu á 21. öld með sérstaka áherslu á lýðheilsu, siðferðislega neyslu og sjálfbærni.

Matur og menning eru þverfagleg viðfangsefni og því er þetta námskeið kennt í samstarfi námsbrauta í þjóðfræði og matvæla- og næringarfræði.

X

Safn og samfélag: Sirkus dauðans? (SAF603M)

Fjallað verður um samfélagslegt hlutverk safna út frá margvíslegum sjónarhornum: efnahagslegum, pólitískum, menningarlegum, félagslegum og síðast en ekki síst alþjóðlegum. Fjallað verður meðal annars um hlutverk safna í hugmyndinni um þjóð, lagalegt umhverfi safna, rekstrarform, staða og hlutverk þjóðarsafna, safna í eigu sveitarfélaga, félagasamtaka og einkafyrirtækja, fjármögnun safnastarfs, stefna yfirvalda í málefnum safna, söfn og mannréttindi, söfn og áföll (trauma), kynjahugmyndir og fleira. Í námskeiðinu er einnig hugað að möguleikum safna á að virkja fólk og samfélög til þátttöku í starfsemi þeirra eins og söfnun, heimildaöflun, sýningarstjórnun, sýningargerð og annarri miðlun. Skoðuð verða innlend og erlend dæmi. Eftir því sem því verður komið við, eru farnar ein til tvær vettvangsferðir. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi.

X

Kenningar í kynjafræði (KYN211F)

Í námskeiðinu er fjallað um heimspekilegan og kenningalegan grundvöll kynjafræða og gagnrýnið og þverfræðilegt inntak þeirra. Fjallað er um birtingarform og merkingu kyns (e. sex) og kyngervis (e. gender) í tungumáli og menningu, sögu, samfélagi og vísindum. Sjónarmið fræðanna eru kynnt og tengsl þeirra við aðferðafræði. Þá eru nemendur þjálfaðir í að beita á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt fræðilegum hugtökum og aðferðum.

X

Hinseginlíf og hinseginbarátta (KYN212F)

Námskeiðið er inngangsnámskeið sem varpar ljósi á sögu hinseginfólks (sam-, tvíkynhneigðra, pansexual, transfólks og fleiri) á Íslandi, reynsluheim þeirra, baráttumál og menningu. Sagan er sett í alþjóðlegt samhengi og gerð er grein fyrir helstu vörðum í mannréttinda¬baráttunni, réttarstöðu og löggjöf. Fjallað er um mikilvæga þætti félagsmótunar¬innar, svo sem sköpun sjálfsmyndar og þróun sýnileika, samband við upprunafjölskyldu og leit að eigin fjölskyldugerð. Rætt er um muninn á samkynhneigðum fræðum og hinsegin fræðum, og kynntar eru kenningar um mótun kynferðis, kyngerva (sex og gender) og kyngervisusla (gender trouble). Vikið er að samræðu hinseginfólks við stofnanir samfélagsins og fjallað um líðan þeirra og lífsgæði. Fjallað er um þátt kynhneigðar í mótun menningar og ýmsar menningargreinar eru teknar sem dæmi um það hvernig veruleiki hinseginfólks birtist í listum og menningu. 

X

Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði (FÉL009F)

Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði. Nemandi leitar til fastráðins kennara við námsbraut í félagsfræði og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu lesnámskeiði. Kennari og nemandi setja saman leslista í upphafi annar og nemandi, í samráði við leiðbeinanda, gerir reglulega grein fyrir framgangi. Viðfangsefnið þarf að vera félagsfræðilegt. Nemandi skráir sig ekki í námskeiðið fyrr en kennari hefur samþykkt skriflega (t.d. með tölvupósti) hlutverk sitt sem leiðbeinanda.

X

Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði (FÉL091F)

Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði. Nemandi leitar til fastráðins kennara við námsbraut í félagsfræði og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu lesnámskeiði. Kennari og nemandi setja saman leslista í upphafi annar og nemandi, í samráði við leiðbeinanda, gerir reglulega grein fyrir framgangi. Viðfangsefnið þarf að vera félagsfræðilegt. Nemandi skráir sig ekki í námskeiðið fyrr en kennari hefur samþykkt skriflega (t.d. með tölvupósti) hlutverk sitt sem leiðbeinanda.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Leiðangur meistaranema I: Lagt úr höfn (FÉL302F)

Meginmarkmið námskeiðsins er að leggja almennan grunn fyrir meistaranám í félagsfræði, aðferðafræði og afbrotafræði. Fjallað verður um námsbrautina, kennara hennar og fræðasamfélagið almennt. Nemendur munu ræða ýmis rannsóknarefni og möguleg viðfangsefni meistararitgerða sinna. Verkefni í námskeiðinu munu snúast um fjölbreytileika og stigveldi ritrýnda tímarita, markvissa notkun Web of Science og gervigreindar og gagnrýnið mat á ritrýndum fræðigreinum. Í lok námskeiðsins skila nemendur skriflegu lokaverkefni og kynna það munnlega.

X

Rannsóknaraðferðir félagsvísinda (FÉL301F)

Markmið námskeiðsins eru þríþætt: i) að nemendur öðlist dýpri skilning á rannsóknarferlinu og helstu rannsóknaraðferðum, ii) að nemendur fái þjálfun í því að kynna sér og leggja sjálfstætt mat á fyrirliggjandi rannsóknir og iii) að nemendur fái þjálfun í því að setja fram rannsóknarspurningar með hliðsjón af kenningarlegri umræðu og fyrirliggjandi rannsóknum. Fyrirlestrar: Fjallað er um hugtakanotkun og rannsóknaraðferðir með áherslu á að i) draga fram styrkleika og veikleika mismunandi aðferða og ii) tengja saman aðferðafræði, aðferðir og kenningarleg málefni og álitamál. Umræðutímar: Nemendur lesa allmörg rannsóknardæmi og ræða rannsóknaraðferðir á gagnrýninn hátt í tengslum við tiltekin félagsfræðileg umfjöllunarefni. Lokaverkefni: Nemendur skrifa sjálfstæða rannsóknartillögu.

X

Kenningar í félags- og mannvísindum (FMÞ102F)

Námskeiðið fjallar um nýleg verk og stefnur sem valdið hafa, eða eru líkleg til að valda, straumhvörfum í félags- og mannvísindalegri hugsun. Áhersla er lögð á samfélagslegt og sögulegt samhengi kenninganna. Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðum. Skyldumæting er í umræðutíma einu sinni í viku í 40 mínútur. Fjarnemar geta mætt í kennslustofu eða tekið þátt í gegnum Internetið (með Zoom). 

X

Aðhvarfsgreining (FMÞ501M)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og verklega færni til að beita aðhvarfsgreiningu á eigin spýtur. Fjallað er um þau afbrigði aðhvarfsgreiningar sem hvað oftast eru notuð í rannsóknum á sviði félagsvísinda. Farið er í stjórnun breyta, notkun nafnbreyta, línuleg og ólínuleg líkön, aðferðir til þess að prófa miðlun breyta og samvirkni breyta og aðferðir til að nota breytur sem hafa skekkta dreifingu svo eitthvað sé nefnt. Fjallað er um forsendur aðhvarfsgreiningar og aðferðir til að fást við þær. Einnig er fjallað um "logistic" aðhvarfsgreiningu, þar sem háða breytan er tvígild nafnbreyta. Samhliða þessari umfjöllun verður farið í saumana á ályktunartölfræði, notkun marktektarprófa og túlkun niðurstaðna. Áhersla er lögð á að nemendur fái umtalsverða verklega reynslu af því að greina megindleg gögn. Kennari útvegar könnunargögn sem nemendur nota til þess að prófa þær aðferðir sem kenndar eru. Eftir fremsta megni verður reynt að samþætta fræðilegar spurningar og tilgátuprófun. Tölfræðiforritið SPSS fyrir Windows er notað.

X

Leiðangur meistaranema II: Land fyrir stafni (FÉL429F)

Meginmarkmið námskeiðsins er að skapa stuðningsnet fyrir meistaranema í félagsfræði og afbrotafræði sem vinna að meistararitgerðum sínum. Í upphafi misserisins kynna nemendur örstutt viðfangsefni ritgerða sinn en ítarlegri kynningar á niðurstöðum þeirra verða á dagskrá síðar á misserinu eftir því sem meistaraverkefnunum vindur fram. Kennurum, doktorsnemum og öðrum rannsakendum verður einnig boðið að taka þátt á semínarinu eftir því sem við á. Hvatt verður til uppbyggilegrar endurgjafar og samræðna milli nemenda og kennara, jafnframt því sem nemendur fá þjálfun í því að kynna niðurstöður rannsókna og styrkja með því faglega og akademíska sjálfsmynd sína.

Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna að ritun meistararitgerðar. 

X

MA-ritgerð í félagsfræði (FÉL441L, FÉL441L, FÉL441L)

Meistaraprófsritgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.

Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami maðurinn. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.

Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum. Miðað skal við að 60 eininga meistaraprófsritgerð sé að jafnaði 40.000 orð. Hver deild setur nánari reglur um umfang og efnistök meistaraprófsritgerða.

Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Deildarráð tilnefnir prófdómara.

Nánari upplýsingar á heimasíðu deildar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458

X

MA-ritgerð í félagsfræði (FÉL441L, FÉL441L, FÉL441L)

Meistaraprófsritgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.

Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami maðurinn. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.

Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum. Miðað skal við að 60 eininga meistaraprófsritgerð sé að jafnaði 40.000 orð. Hver deild setur nánari reglur um umfang og efnistök meistaraprófsritgerða.

Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Deildarráð tilnefnir prófdómara.

Nánari upplýsingar á heimasíðu deildar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458

X

MA-ritgerð í félagsfræði (FÉL441L, FÉL441L, FÉL441L)

Meistaraprófsritgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.

Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami maðurinn. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.

Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum. Miðað skal við að 60 eininga meistaraprófsritgerð sé að jafnaði 40.000 orð. Hver deild setur nánari reglur um umfang og efnistök meistaraprófsritgerða.

Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Deildarráð tilnefnir prófdómara.

Nánari upplýsingar á heimasíðu deildar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458

X

Mentor í Spretti (GKY001M)

Í námskeiðinu felast verkefni nemenda í  að vera mentor fyrir þátttakendur á framhalds- og háskólastigi í verkefninu „Sprettur”. Mentorar sinna því mikilvæga starfi að styðja og hvetja ungmenni í námi og félagslífi. Hlutverk mentora er að skapa uppbyggjandi samband við þátttakendur, vera jákvæð fyrirmynd og taka þátt í sameiginlegum viðburðum skipulögðum í Spretti. Mentorhlutverkið snýst um tengslamyndun og samveru sem felur í sér skuldbindingu gagnvart ungmennunum sem mentor styður.  

Sprettur er verkefni sem styður við nemendur með innflytjenda- eða flóttamannabakgrunn sem koma úr fjölskyldum þar sem fáir eða engir hafa háskólamenntun.  Nemendur í námskeiðinu eru mentorar þátttakenda og eru þeir tengdir saman með hliðsjón af sameiginlegu áhugasviði. Hver mentor ber ábyrgð á að styðja tvo þátttakendur. Mentorar skipuleggja samveru og verja þremur klukkustundum á mánuði (frá ágúst fram í maí) með þátttakendum í Spretti, þremur klukkustundum í mánuði í heimavinnuhópi og mæta í fimm málstofur sem dreifast yfir skólaárið. Nemendur skila dagbókarfærslum á Canvas í nóvember og mars. Dagbókarfærslur byggjast á lesefni og hugleiðingum nemenda um mentorstarfið. Námskeiðið er kennt á íslensku og ensku.  

 Nemendur sækja um þátttöku á námskeiðinu. Sjá rafrænt umsóknareyðublað.  Umsækjendur fara í viðtal og eru 15-30 nemendur valdir til þátttöku.   

Frekari upplýsingar um verkefnið „Sprettur” má nálgast hér: www.hi.is/sprettur 

X

Menntun, félagslegur hreyfanleiki og félagsleg lagskipting (FÉL501M)

Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni? Í þessu námskeiði er skoðað hvernig félagslegur bakgrunnur einstaklings hefur áhrif á þá félagslegu stöðu sem sem viðkomandi nær að lokum í lífinu og hvernig ójöfnuður endurskapast frá einni kynslóð til annarrar. Námskeiðið fjallar um hvernig félagslegur hreyfanleiki hefur breyst í gegnum tíðina og milli landa og hvaða hlutverki menntun gegnir fyrir félagslegan hreyfanleika. Fjallað verður um helstu kenningar sem notaðar eru til að útskýra ójöfnuð í menntun og félagslegum hreyfanleika og (hugsanlegar) breytingar yfir tíma. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á félagslegan bakgrunn einstaklinga (stétt, menntun foreldra eða félags-efnahagslega stöðu foreldra) en misrétti á grundvelli kyns og þjóðernisuppruna  verður einnig skoðað á síðustu fundum. Í málstofunni munum við lesa blöndu af klassískum og nýlegum textum. Jafnframt verður sérstök áhersla lögð á að fjalla um lestur og niðurstöður frá öðrum löndum í samanburði við Ísland.

X

Afbrot og frávikshegðun (FÉL0A1F)

Í námskeiðinu verður farið ítarlega í helstu kenningar í afbrotafræði og félagsfræði frávika. Nemendur munu lesa rannsóknagreinar þar sem kenningarnar eru prófaðar, bæði á Íslandi og erlendis.

Fjallað verður um mismunandi brota- og efnisflokka í félags- og afbrotafræðilegu ljósi, t.d. kyn og afbrot, búferlaflutninga og afbrot.

Áhersla er lögð á nemendur tengi saman kenningarlega umræðu og fyrirliggjandi rannsóknir.   

X

Sjálfið mætir samfélaginu: Félagssálfræði hversdagslífsins (FÉL701F)

Hversdagslíf okkar getur sýnst leiðinlega venjubundið og fyrirsjáanlegt. Félagssálfræðin sýnir þó að um er að ræða spennandi og fjölbreytilegt fyrirbæri sem hvílir á flóknu samspili einstaklingsbundinna þátta og samfélagslegra formgerða. Í þessu námskeiði verða kenningar og rannsóknir félagssálfræðinga nýttar til að varpa ljósi á það sem dylst að baki glitri hins sjálfgefna. Farið verður frá því sem öllum er opinbert til þess sem við dyljum og felum, skoðað það sem auglýsendur, sölufólk og áhrifavaldar gera til að sveigja okkur og beygja og skoðað að hve miklu leyti breytur á borð við kyn, stétt og þjóðerni stjórna því hvað við sjáum, hvernig við sjáum og hvernig framkoma okkar og viðbrögð við áreiti hversdaglífsins eru.

Lagt er upp með að nemendur vinni fjölbreytileg smærri verkefni í tengslum við umfjöllunarefni námskeiðsins, ýmist einir eða í hóp. Þó svo félagssálfræði nýti bæði eigindlegar og megindlegar aðferðir verður áherslan á eigindlegar aðferðir í verkefnum nemenda svo sem myndgreining, samtalsgreining og þátttökuathuganir.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (FMÞ103F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreytileika og fræðilegum forsendum eigindlegrar rannsóknahefðar í félagsvísindum og öðlist reynslu í að beita eigindlegum aðferðum. Um hagnýtt námskeið er að ræða þar sem hver nemandi vinnur sjálfstætt rannsóknarverkefni sem felst í því að hanna og undirbúa rannsókn, afla gagna, greina þau og skrifa um helstu niðurstöður undir handleiðslu kennara. Í námskeiðinu verður farið ítarlega í undirbúning rannsókna, gerð rannsóknaráætlunar, gagnaöflun, greiningu og skrif.

X

Praktík og kenningar í safnafræði (SAF002F)

Í námskeiðinu verður tekist á við spurningar sem tengjast víxlverkun á milli praktíkur (e. practice) og kenninga í safnastarfi. Fjölmörg dæmi úr praktísku safnastarfi listasafna, náttúruminjasafna og menningarminjasafna verða skoðuð í þessu samhengi og hentar námskeiðið því nemendum úr fleiri greinum en safnafræði, s.s. eins og fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, fötlunarfræði, mannfræði, þjóðfræði, félagsfræði og fleiri greinum.  Saga greinarinnar verður skoðuð með gagnrýnu hugarfari og hugað verður að straumum og stefnum í faginu við upphaf 21. aldar. Sérstaklega er litið til safna sem almannastofnanir, en sem slíkar hafa þær mörgum og vaxandi hlutverkum að gegna fyrir samfélög, lífsgæði fólks og hópa, menntun, rannsóknir og þverþjóðleg samskipti svo eitthvað sé nefnt. Hugað verður að því hvernig bæði praktík og kenningar hafa mótað safnastofnanir og starfsemi þeirra. Fjallað verður m.a. um praktík og kenningar um söfnun, varðveislu, flokkun og skráningar, sýningagerð, ritskoðun, frumbyggja, áhrif stafrænnar menningar, trúarbrögð, innflytjendur, fólksflutninga, minni, gleymsku og sanngildi.  Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi og byggir námsmat á verkefnum sem unnin eru yfir önnina

X

Mannskepnur og önnur dýr (ÞJÓ110F)

Kennsla fer fram með fyrirlestrum, umræðu, rafrænum fyrirlestrum og vettvangsferðum í náttúru og á söfn.

Samskipti manneskjunnar við önnur dýr er viðfangsefni þessa námskeiðs sem við nálgumst frá bæði fræðilegum og listrænum sjónarhornum. Nemendur vinna sjálfstæð verkefni, um dýr að eigin vali, þar sem áhersla er einnig lögð á sjónræna framsetningu - t.d. teikningar eða ljósmyndir.  Í fyrirlestrum verður m.a. fjallað um hvítabirni, hvali, geirfugla og lunda og nýlegar rannsóknir á þeim.  Fjallað verður um áhrifavald og ólíkar birtingarmyndir dýra í margvíslegu listrænu og menningarlegu samhengi, til dæmis í fornbókmenntum, þjóðsögum, munnmælum, kvikmyndum, fréttum, efnismenningu og ferðamennsku. Þá verður til dæmis hugað að „framhaldslífi“ dýra í formi listmuna, safngripa og minjagripa. Við munum skoða gripi í einkaeigu og á opinberum vettvangi og spyrja spurninga á borð við: hvað gerist þegar lifandi dýri er breytt í safngrip? Hvernig þróast og breytist merking dýrsins í ólíku samhengi? Hvernig mótast hugmyndir okkar um dýr? Tekist verður á við hlutverk ólíkra dýra í þekkingasköpun og mótun orðræðu um loftslagsmál og málefni norðurslóða, tengsl við ákveðin landsvæði og menningarhópa og hlutverk þeirra í ímynda- og sjálfsmyndasköpun bæði fortíðar og samtíma.  Stigið verður út fyrir hefðbundna ramma sem snúa að aðgreiningu manna/dýra og annarra lífvera um leið og við könnum samtvinnaða hugmynda- og vistheima þeirra.

Markmið

Markmið námskeiðs er að velta upp áríðandi spurningum og málefnum er snúa að sambúð fólks og dýra, loftlagsbreytingum, útrýmingu dýrategunda og sjálfbærni. Við munum íhuga hvernig listamenn, rannsakendur, aðgerðasinnar og söfn hafa tekið þátt í umræðu um þessi málefni og hvernig hægt sé að þróa umræðuna áfram. Við munum skoða hvernig mismunandi lista- og menningarminjasöfn miðla hugmyndum og upplýsingum um samband manna og dýra í gegnum safneign sína og sýningar. Nemendur eru hvattir til að nálgast, með gagnrýnum hætti, sjónrænt efni, muni, gripi og texta, bæði rafrænt en einnig með heimsóknum á söfn og sýningar. 

X

Þróunarsamvinna: Stefnur og stofnanir. Lesnámskeið. (MAN018F)

Fjallað verður um ágreining um þróunarsamvinnu. Þá verða kynntar mismunandi leiðir til þróunaraðstoðar, styrk þeirra og veikleika. Til umfjöllunar verða fjölþjóðastofnanir, tvíhliða stofnanir, frjáls félagasamtök, nýir þróunaraðilar og viðskipti. Nálganir sem ræddar verða eru m.a. verkefnanálgun, geiranálgun, árangursmiðuð stjórnun, þátttökunálgun og  samþætting. Einnig verður fjallað um auðlindir og umhverfismál. Loks verður rætt um þróunarsamvinnu í óstöðugum ríkjum og neyðraðstoð.

Athugið: Námskeiðið er einungis ætlað nemendum sem eiga þetta námskeið eftir í skyldu, þ.e nemendum í diplómanámi í þróunarfræði eða hnattrænni heilsu sem og MA-nemendum í hnattrænum fræðum með þróunarfræði sem sérsvið.

X

Stjórnun menningarstofnana (SAF027F)

 Í þessu námskeiði verða kynnt til sögunnar fræðilegar nálganir á stjórnun menningarstofnana, svo sem safna, og starfsemi hins opinbera sem snýr að stofnunum á sviði menningarmála. Markmiðið er að gefa innsýn í mikilvægi menningarstarfsemi í samfélaginu. Fjallað er um menningarmál í sögulegu samhengi, kerfi menningarmála hjá ríki og borg, lagagrundvöll menningarstarfsemi og stefnumörkun á fagsviðinu. Fjallað er um hlutverk og sérstöðu hins opinbera í stjórnun á sviði menningarmála. Markmiðið er að gefa innsýn í skipulag ríkis og sveitarfélaga. Þá verður fjallað um stjórnun verkefna og stofnana, mikilvægi faglegrar stjórnunar á sviði verkefnastjórnunar, fjármálastjórnunar og mannauðsmála. Sjónum verður beint að aðstæðum hér á landi og á Norðurlöndum í samhengi við lýðræði og hugmyndir um aðgengi almennings að menningu. Litið til menningar- og safnamála í alþjóðlegu samhengi

X

Umhverfismannfræði (MAN509M)

Námskeiðið fjallar um rannsóknir mannfræðinnar og annarra fræðigreina félags- og mannvísinda á náttúru, umhverfi og tengslum manneskjunnar og umhverfis hennar. Ýmis grunnhugtök og fræðilegar hugmyndir sem umhverfismannfræðin og skyldar greinar nota verða kynnt og rædd.

Gerð er grein fyrir ýmsum tilraunum til að varpa ljósi á tilurð og einkenni ýmissa menningarstofnana og félagslegra ferla með skírskotun til vistkerfa og efnislegra skilyrða sem forsendu tilvistar þeirra. Þá verður vikið að gagnrýni sem þessi sjónarmið hafa sætt. 

Sérstaklega verður vikið að þeim nýju viðhorfum sem skapast hafa í umhverfismálum á síðustu árum, meðal annars hvað varðar auðlindanýtingu af ýmsu tagi og umhverfishyggju.

Síðast en ekki síst verður farið yfir ýmsa snertifleti loftslagsbreytinga og samfélaga víða um heim. Loftslag, loftslagsbreytingar og samfélög og menning verða einnig skoðuð í sögulegu ljósi, út frá ýmsum kenningum sem hafa komið fram um samband þeirra og gagnkvæm áhrif.

Nokkur etnógrafísk dæmi um samspil manns og umhverfis eru höfð til hliðsjónar í námskeiðinu. 

X

Söfn sem námsvettvangur (SAF016F)

Einn megintilgangur safna á Íslandi er að skila menningar- og náttúruarfi landsins til komandi kynslóða og stuðla að aukinni þekkingu á þessari arfleifð og skilningi á tengslum hennar við umheiminn. Ætlast er til þess (samkvæmt safnalögum) að söfn reyni að „auka lífsgæði manna“ með því að efla skilning á þróun og stöðu menningar, lista náttúru eða vísinda. Söfn og safnfræðsla geta því haft áhrif á samfélag, hópa og einstaklinga. Safnafræði getur komið hér að liði og er megin viðfangsefni námskeiðsins. Kynntar verða fræðilegar kenningar sem hafa að markmiði að stuðla að fjölbreyttri og áhrifamikilli fræðslu tengdri fornleifum, list, náttúruvísindum, menningarlegri arfleifð og öðrum viðfangsefnum safna. Hugað verður að fjölbreyttum markhópum safnfræðslu, hlutverki safngesta innan safna, rými, textagerð, margmiðlun, gagnvirkni og fleira.

Þetta er fjarkennslunámskeið sem skiptist í þrjár lotur. Í hverri lotu eru ör-fyrirlestrar frá kennara með hugleiðingum um námsefnið, gesta-fyrirlestrar (stafrænir) og aukaefni. Þrjár stað og/eða ZOOMlotur eru yfir önnina, þar sem nemendur fá fyrirlestra frá starfsmönnum safna og vinna að fræðsluverkefni í samstarfi við safn í Reykjavík. Verkefnið verður þróað út frá fræðilegum áhuga nemenda undir handleiðslu kennara og með aðstoð starfsmanna safnsins.

X

Mannfræði lista (MAN0A6F)

Í þessu námskeiði verður farið yfir umfjöllun mannfræðinga um list í gegnum tíðina. Ólíkar skilgreiningar á hugtakinu list verða skoðaðar og í því samhengi tengsl þessa hugtaks við fagurfræði og siðferði. Leitað verður svara við þeirri spurningu hvort líta megi á hugtakið sem algilt, hvort verk, sem hinni vestrænt mótuðu skynjun þykir listræn í öðrum menningarsamfélögum, séu í raun list fyrir þá sem skapa þessi verk. Höfundaréttur, upprunaleiki og ýmis vandamál samfara samskiptum ólíkra menningarlegra hefða verða einnig tekin til athugunar. Til að varpa ljósi á þessa þætti verður leitað í etnógrafíuna og tekin dæmi frá ýmsum samfélögum víða um heim.

X

Mannfræði Íslands: Fortíð, nútíð og framtíð (MAN0A7F)

Námskeiðið fjallar um nokkur lykilatriði íslensks þjóðfélags og menningar frá sjónarhóli mannfræðinnar. Það gefur sögulegt yfirlit rannsókna í mannfræði á Íslandi og leggur sérstaka áherslu á málefni íslensks nútíma samfélags.  Kennt verður á ensku til þess að gera námskeiðið aðgengilegt nemendum sem eru ekki íslensku mælandi og til þess að efla ensku kunnáttu og þjálfa fræðileg skrif nemenda á ensku.

X

Hnattvæðing (MAN095F)

Í námskeiðinu verða skoðaðar nýlegar kenningar og rannsóknir sem tengjast hnattvæðingu og hnattrænum ferlum. Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum yfirsýn yfir mikilvæg þemu sem tengjast hnattvæðingarferlum.  Skoðaðar verða rannsóknir sem varpa ljósi á ólíkar hliðar hnattvæðingar og afleiðingar fyrir félagslegan, efnislegan og pólitískan veruleika. Í námskeiðinu er bæði fjallað á gagnrýnin hátt um fyrrnefnd hugtök en einnig lögð áhersla á að skoða rannsóknir á hvernig fólk er þátttakendur/þolendur/gerendur í hnattvæðingarferlum.

Kennslan felst í fyrirlestrum og umræðum. 

Námskeiðið er kennt á ensku, en hægt er að skila inn verkefnum á íslensku.

X

Menningararfur (ÞJÓ506M)

Hvað er menningararfur og hvaða hlutverki þjónar hann? Af hverju er hann í stöðugri útrýmingarhættu? Hvernig tengir hann saman fortíð og samtíð? Hvað á hann skylt við þjóðríkið? Söguvitund? Hnattvæðingu? Kapítalisma? Stjórnmál? Í námskeiðinu verður leitað svara við þessum spurningum, kynntar nýlegar rannsóknir þjóðfræðinga, mannfræðinga, listfræðinga, félagsfræðinga, safnafræðinga, sagnfræðinga og fornleifafræðinga á menningararfi og tekinn púlsinn á því sem er að gerast á þessu ört vaxandi sviði. 

Kennslan fer fram í fyrirlestrum og umræðum.

X

Sviðslistafræði (Performance Studies): Frá sagnaflutningi til uppistands, kjötkveðjuhátíða og stjórnmálamanna (ÞJÓ107F)

Sviðslistafræði (Performance Studies) fjallar um það hvernig fólk í öllum samfélögum, bæði fyrr og nú, tekur þátt í ymis konar sviðslist (performances) í daglegu lífi, á mismunandi "leiksviðum", allt frá helgisiðum til kirkjupredikana, leiksýninga, kvikmyndasýninga, útvarpsþátta, uppistands, sagnaflutnings, gjörningalistar, hátíða, útskriftasiða, matarboða, dulbúningasiða og málflutnings stjórnmálamanna heima og erlendis. Á námskeiðinu munu nemendur kynnast þeim margslungnu táknmálsformum sem beitt er í mismunandi tegundum sviðslista, frá talmáli til búninga, útlits, svipbrigða, kyns, samhengis, hljóðs, "timing" og nytsemi rýmis og viðtöku áhorfenda.

Vinnulag

Kennsla fer fram í fyrirlestrum, umræðum um fyrirlestra og farið í heimsóknir.

X

Megindleg aðferðafræði (FMÞ001F)

Meginefni námskeiðsins eru megindlegar rannsóknaraðferðir og tölfræði í félags- og menntavísindum. Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda og umfjöllun um þátt rannsókna í samfélaginu. Fjallað er um helstu rannsóknarsnið, úrtaksfræði og gerð spurningalista. Í tölfræðihluta er kennt um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði og fjallað ítarlega um dreifigreiningu og aðhvarfsgreiningu. Nemendur vinna hagnýt verkefni í tölfræðilegri úrvinnslu gagna með jamovi forritinu samhliða fyrirlestrum. Nemendur geta unnið með eigin gögn.

X

Kenningar og sjónarhorn í fötlunarfræði (FFR102F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þekkingu á þróun hugmynda og kenninga um fötlun og fái innsýn í fræðilega umfjöllun og rannsóknir á því sviði. Lögð er áhersla á þróun fötlunarfræða sem þverfræðilegrar og gagnrýnnar fræðigreinar með náin tengsl við réttindabaráttu fatlaðs fólks. Fjallað verður um margbreytileg félagsleg og menningarleg sjónarhorn og kenningar fræðigreinarinnar. Sérstök áhersla verður á þá hugmyndafræði sem legið hefur til grundvallar stefnumótunar og þjónustu við fatlað fólk undanfarna áratugi, þ.e.; 1) hugmyndafræði um “eðlilegt líf” normaliseringu, 2) hugmyndafræði um “sjálfstætt líf” independent living og 3) mannréttindasjónarmið. Jafnframt verður fjallað um tengsl hugmyndafræðinnar við daglegt líf fatlaðs fólks. 

X

Lífshlaupið, sjálf og samfélag (FFR302M)

Aðstæður og reynsla fatlaðs fólks er miðlæg í umfjöllun námskeiðsins, þar sem áhersla er á lífshlaupið og þau meginsvið sem snerta daglegt líf, svo sem fjölskyldulíf, menntun, atvinnu og búsetu. Rýnt verður í íslenskar og erlendar rannsóknir um líf og aðstæður fatlaðs fólk og þau fjölmörgu öfl sem móta sjálfsmynd og sjálfsskilning fatlaðra barna, ungmenna og fullorðins fólks. Fræðileg umfjöllun námskeiðsins er tengd við lagasetningar, stefnumótun, þjónustu, velferðarkerfi og félagslegar aðstæður fatlaðs fólks. 

X

Almenn kynjafræði (KYN101F)

Í námskeiðinu er fjallað um helstu viðfangsefni kynjafræða í ljósi margbreytileika nútímasamfélaga. Kynjafræðilegu sjónarhorni er beitt til að gefa yfirlit yfir stöðu og aðstæður ólíkra hópa í samfélaginu. Fjallað er um upphaf og þróun kvennabaráttu og kynjafræða. Kynnt verða helstu hugtök kynjafræða svo sem kyn, kyngervi, eðlishyggja og mótunarhyggja. Skoðað er hvernig kyn er ávallt samtvinnað öðrum samfélagslegum áhrifabreytum.

Kennslufyrirkomulag: Námið byggir á vendikennslu sem þýðir að allir fyrirlestrar verða aðgengilegir á Canvas. Stað- og fjarnemar mæta vikulega í umræðutíma í háskólanum eða á Teams og netnemar taka vikulega þátt í umræðum á Canvas.

X

Hnattræn heilsa (MAN0A3F)

Í námskeiðinu verður farið yfir helstu forgangsverkefni á fræðasviði hnattrænnar heilsu (e. global health). Fjallað verður um mismunandi sjúkdómsbyrði landa, ójöfnuð og helstu félags- og efnahagslegu áhrifaþætti á líf og heilsu fólks í hnattvæddum heimi. Sérstök áhersla verður á að skoða heilsu mæðra, nýbura, barna og ungs fólks frá hnattrænu sjónarhorni og uppbyggingu heilbrigðiskerfa til að veita góða og tímanlega þjónustu. Jafnframt verður fjallað um áskoranir í næringu þjóða og geðheilbrigði og forvarnir og samfélagslega þýðingu sýkinga eins og malaríu, berkla, HIV/AIDS, kóleru, Ebólu og COVID-19. Þá verður fjallað um áhrif umhverfis, ofbeldis, menningar, neyðarástands og starf alþjóðlegra stofnana og þróunarsamvinnu, Heimsmarkmiðin og siðfræðileg álitamál.

Vinsamlega athugið að ef þörf krefur vegna þátttöku erlendra nemenda þá verður námskeiðið kennt á ensku.

X

Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði (FÉL001F)

Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði. Nemandi leitar til fastráðins kennara við námsbraut í félagsfræði og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu lesnámskeiði. Kennari og nemandi setja saman leslista í upphafi annar og nemandi, í samráði við leiðbeinanda, gerir reglulega grein fyrir framgangi. Viðfangsefnið þarf að vera félagsfræðilegt. Nemandi skráir sig ekki í námskeiðið fyrr en kennari hefur samþykkt skriflega (t.d. með tölvupósti) hlutverk sitt sem leiðbeinanda.

X

Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði (FÉL090F)

Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði. Nemandi leitar til fastráðins kennara við námsbraut í félagsfræði og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu lesnámskeiði. Kennari og nemandi setja saman leslista í upphafi annar og nemandi, í samráði við leiðbeinanda, gerir reglulega grein fyrir framgangi. Viðfangsefnið þarf að vera félagsfræðilegt. Nemandi skráir sig ekki í námskeiðið fyrr en kennari hefur samþykkt skriflega (t.d. með tölvupósti) hlutverk sitt sem leiðbeinanda.

X

Kynferðisbrot, lög og réttlæti (FÉL601M)

Umræðan um kynferðisbrot og hvernig eigi að bregðast við þeim hefur farið hátt síðustu misseri, þá sérstaklega í kjölfar #MeToo hreyfingarinnar. Rannsóknir sýna að einungis lítill hluti kynferðisbrotamála eru kærð til lögreglunnar og aðeins örlítill hluti þeirra lýkur með sakfellingu. Því má segja að málaflokkurinn einkennist af réttlætishalla. Í auknum mæli sjáum við einnig þolendur kynferðisbrota segja sögu sína á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum og í sumum tilvikum eru meintir gerendur ásakaðir opinberlega sem getur vakið ólík viðbrögð og haft ýmiss konar afleiðingar.

Í þessu námskeiði verður leitað skýringa á þessari samfélagsþróun út frá sjónarhóli félags- og afbrotafræði. Í námskeiðinu verður meðal annars leitað svara við eftirfarandi spurningum: Hverjir fremja kynferðisbrot og af hverju? Hvernig er reynsla karla sem verða fyrir kynferðisbrotum önnur en reynsla kvenna? Hver er munurinn á réttarstöðu sakborninga og réttarstöðu brotaþola? Af hverju er munur á ætlun og framkvæmd laganna? Hvernig hefur refsivörslukerfið þróast? Hver er munurinn á lagalegu réttlæti og félagslegu réttlæti? Hvernig eru óhefðbundin réttarkerfi betri eða verri en hefðbundin réttarkerfi? 

X

Afbrot á Íslandi (FÉL0A4F)

Í upphafi námskeiðs er afbrotafræðin og viðfangsefni hennar skilgreind og útlistuð með dæmum. Helstu fræðilegu sjónarhorn kynnt, fræðilegar spurningar og rannsóknaráherslur. 

Í framhaldi eru tiltekin þemu tekin fyrir sem hafa verið áberandi í íslenskum rannsóknum í afbrotafræði. Afbrot á Íslandi í alþjóðlegu samhengi, gögn lögreglu yfir tíðni og tegundir ólíkra brota, ofbeldisbrot, áfengis- og vímuefnabrot og efnahagsbrot. Íslensk refsistefna skoðuð í ljósi alþjóðlegs samanburðar og afstaða borgaranna til afbrota og refsinga metin út frá ólíkum gögnum. 

Nemendur skrifa ritgerð um eitt ofangreindra þema þar sem settar eru fram rannsóknarspurningar og mögulegri gagnaöflun lýst. Nemendur skrifa dagbók um efni fyrirlestra. Staðpróf í lok misseris.

X

Spurningalistakannanir (FÉL089F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og verklega færni til að hanna og framkvæma spurningalistakannanir. Rætt verður um helstu úrtaksaðferðir og tegundir spurningalistakannanna (símakönnun, netkönnun o.s.frv.). Fjallað verður um helstu atriði í spurningalistagerð; einkanlega um orðalag og samhengi mælitækja (spurninga). Enn fremur verður fjallað um grundvallaratriði í mælingafræði og aðferðir til þess að meta áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Í þessu samhengi verður farið yfir notkun þáttagreiningu (factor analysis) og atriðagreiningu (item analysis). Áhersla er lögð á að nemendur fái verklega reynslu af framkvæmd og úrvinnslu kannanna.

Að jafnaði er þetta námskeið kennt annað hvert ár.

X

Réttarkerfið og löggæsla (FÉL007F)

Kennari lætur nemendum í té leslista sem inniheldur úrval af lesefni á sviði sakfræði. Fjallað verður um kenningar og rannsóknir félags- og afbrotafræðinga á réttar- og löggæslukerfinu. Áhersla er lögð á að nemendur tengi saman kenningarlega umræðu og fyrirliggjandi rannsóknir. Umræðutímar verða haldnir aðra hverja viku.

X

Ójöfnuður og heilsa (FÉL098F)

Félagslegur ójöfnuður hefur áhrif á heilsu. Almennt hafa þeir sem eru í viðkvæmari stöðu í samfélaginu verri heilsu en þeir sem að betra hafa það. Í þessu námskeiði er sjónum beint að sambandi félagslegrar stöðu og heilsufars. Nemendur munu kynnast helstu kenningum innan heilsufélagsfræðinnar, s.s. kenningum Link og Phelan um grundvallarástæður sjúkdóma (fundamental causes of disease) og fara yfir rannsóknir á sviðinu. Eitt mikilvægasta framlag félagsfræðinnar er skilningur á því hvernig stærri samfélagslegir þættir (t.d. heilbrigðis- og velferðarkerfið) móta líf einstaklinga og við munum því skoða hvernig samband félagslegrar stöðu og heilsu mótast af svona þáttum. Þar sem að heilsa fólks er flókið fyrirbæri munum við einnig skoða hana í þverfaglegu ljósi og notast meðal annars við kenningar og rannsóknir úr lýðheilsufræðum, heilbrigðisvísindum, mannfræði og stjórnmálafræði. 

X

Hagnýtt verkefni í aðhvarfsgreiningu (FÉL018M)

Í námskeiðinu nota nemendur aðhvarfsgreiningu til að vinna verkefni undir leiðsögn kennara þar sem háða breytan er tvíflokka (binary logisitic regression), raðbreyta (ordinal regression) eða margflokka.

Umsjónarkennari aðstoðar nemendur við að finna leiðbeinanda fyrir verkefnið.

Gert er ráð fyrir að nemendur hafi lokið námskeiðinu Aðhvarfsgreining þar sem farið er í helstu forsendur og notkun línulegrar aðhvarfsgreiningar

X

Norræn trú (ÞJÓ203F)

Trúarlíf manna á norðurslóðum er tekið fyrir og heimildir allt frá elstu tímum, eins og grafir, rúnasteinar, hellaristur og aðrar fornminjar verða skoðaðar. Einnig verða lesnar lýsingar á norrænum trúarathöfnum í verkum eftir Tacitus, Adam frá Brimum, Saxo Grammaticus og í fornritum Íslendinga eins og Eddukvæðum og Konungasögum. Auk norrænnar trúar verður fjallað um seið og sjamanisma. Örlagatrú er tekin til ítarlegrar umfjöllunar sem meginþáttur í forkristnum átrúnaði á Norðurlöndum. Loks er vikið að því hvernig kristindómur hefur fallið að norrænum lífsháttum og hugsunarhætti. Námskeiðið er kennt á ensku.

Vinnulag

Kennsla fer fram í fyrirlestrum, og umræðum um fyrirlestra.

X

Inngangur að sýningarstjórnun (SAF019F)

Fjallað verður um helstu atriði sýningargerðar og störf sýningarhöfundar, sýningarstjóra og sýningarhönnuðar. Mismunandi aðferðir við sýningastjórnun verða skoðaðar með gagnrýnum hætti og hugmyndafræðilegur grunnur sýninga kannaður. Áhersla verður lögð á frásagnarafbrigði sýninga, handritsgerð og miðlunarleiðir. Einnig verður lögð áhersla á að skoða og greina sýningar listasafna, menningarminjasafna og náttúruminjasafna og kanna með gagnrýnu hugarfari hvernig ólíkar leiðir miðla upplýsingum og upplifunum. Hugað verður að innlendum og erlendum dæmum.

X

Flækjur? Vistfræði arfleifða og safna (SAF018M)

Námskeiðið Flækjur? Vistfræði arfleifða og safna leiðir nemendur í þverfaglegan fræðaheim þar sem samtvinnun menningar og náttúru og vistfræði arfleifða og safna eru tekin til sérstakrar athugunar. Hugmyndir um jafnan gerendamátt og tengsl mannlegra og ómannlegra þátta verða lögð til grundvallar með því að kynna fyrir nemendum kenningar pósthúmanisma (posthumanism) og nýefnishyggju (new materialism) með tilvísun í vistfræði arfleifða og hlutverk safna í samtímanum. Sérstaklega verður dregið fram hvernig hægt er að líta á arfleifð sem meira en mannlega smíð og fyrirbæri sem hvetur til hugrenningatengsla og hugmyndasköpunar fremur en óvirkt viðfangsefni. Innlend dæmi verða dregin fram í námskeiðinu sem byggir að hluta á rannsóknarleiddri kennslu.

X

Mannfræði borga (MAN507M)

According to the United Nation’s Department of Economic and Social Affairs, slightly over half of the world’s population lives in urban areas. This is projected to be 66% percent by the year 2050, with Africa and Asia accounting for 90% of this new urban growth. Urban anthropology has increasingly played a critically important role in the development of the discipline of anthropology in terms of theory, research methods and social justice movements. This course provides an historical overview of the development of urban anthropology and on through to recent developments. An emphasis will be placed on anthropological theory and research methods, but also issues such as social justice, architecture, design and urban planning. The course will cover, among others, the early Chicago ethnographers and early urban poverty research, utopian and modernist urban planning, power and built form, divisions and gated communities, crime and urban fear, urban homelessness, and the governance of built spaces. The course will conclude with a section on cities in transition, which includes a focus on the post-industrial/global city, the effects of neoliberalism on urban spaces, and a discussion of the possible future(s) of urbanism and the role of anthropology in understanding these developments.

Students must have completed 120 ECTS in their BA study before attending this course

X

Fjölmenning og fólksflutningar (MAN017F)

Oft er talað um fólksflutninga og fjölmenningu sem eitt megin einkenni samfélaga samtímans. Í námskeiðinu eru kynntar helstu kenningar og stefnur sem fram hafa komið í tengslum við rannsóknir á fólksflutningum og fjölmenningu. Fjallað er á gagnrýninn hátt um margskonar kenningar sem tengjast þessum rannsóknarviðfangsefnum og gagnsemi þeirra skoðuð. Skoðuð eru hugtök eins og menning, samlögun, aðlögun og samþætting, en jafnframt gert grein fyrir hreyfanleika fortíðar og tengslum hans við fjölmenningu. Í námskeiðinu eru ólíkar nálganir og kenningarmótun fræðimanna fyrst og fremst dregnar fram og gerð grein fyrir helstu viðfangsefnum félagsvísindamanna á þessu sviði.

Kennslan fer fram í formi fyrirlestra og umræðna.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir II (FMÞ201F)

Fjallað er þá fjölbreytni sem er að finna í  eigindlegum rannsóknum. Rýnt er í fimm mismunandi rannsóknarhefðir, þ.e. tilviksathuganir, frásögurannsóknir, etnógrafíu, fyrirbærafræði og grundaða kenningu. Nemendur öðlast aukna færni í að afla rannsóknargagna á vettvangi og beita mismunandi greiningaraðferðum á eigindleg gögn. Þeir fá jafnframt þjálfun í framsetningu niðurstaðna í tengslum við fræðiskrif. Þá fá nemendur tækifæri til að ígrunda eigin rannsóknir og sjálfa sig sem eigindlega rannsakendur.

X

Sjónrænar rannsóknaraðferðir (FMÞ001M)

Námskeiðið er að jafnaði kennt annaðhvert ár og er næst á dagskrá á vormisseri 2026.

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist aðferðarfræðilega þekkingu, skilning og verklega færni til að greina myndir og önnur sjónræn rannsóknargögn (ljósmyndir, kvikmyndir, teikningar, auglýsingar, netmiðla, o.s.frv.). Farið verður í ýmsar aðferðir við greiningu á sjónrænu efni og hugað verður að sjónrænum gagnasöfnum og vinnu með þau. Nemendur fá þjálfun í því að kynna sér og leggja sjálfstætt mat á fyrirliggjandi rannsóknir. Námskeiðið byggist upp á hagnýtum verkefnum, þar sem nemendur undirbúa og hanna rannsóknaáætlanir, afla gagna og spreyta sig á greiningu þeirra. Námskeiðið er þverfaglegt og hentar nemendum á hug- og félagsvísindasviði, sem og öðrum sviðum.

X

Fötlun og menning (FFR102M)

Meginviðfangsefni námskeiðsins er að rýna í stöðu og ímynd fatlaðs fólks og birtingarmyndir fötlunar í (dægur)menningu og listum. Fjallað verður um ímyndir og hlutverk fatlaðs fólks í sögulegu samhengi, dægurmenningu, fjölmiðlum, bókmenntum, listum og almennri orðræðu. Sérstök áhersla verður lögð á (list)menningu fatlaðs fólks, sjálfskilning, kvenleika og karlmennsku. Rýnt verður í fötlun sem einn lið í fjölbreytileika samfélaga og staðsetningu fatlaðs fólks í menningu og sögu.

X

Hagnýting jafnréttisfræða: Frá bróðurparti til systkinalags (KYN202F)

Jafnréttismál eru hluti af hinu opinberu regluverki á Íslandi og sífellt meiri kröfur eru gerðar á því sviði. Námskeiðið veitir hagnýtan undirbúning fyrir margvísleg störf í almenna og opinbera geiranum þar sem þekking og þjálfun í jafnréttismálum er nauðsynleg.

Námskeiðið er hagnýtur undirbúningur fyrir störf í stjórnun, opinberri stjórnsýslu, fræðslu, kennslu, fjölmiðlun og önnur sérhæfð störf. Markmið námskeiðsins er að kynna grundvallaratriði jafnréttisfræða og þjálfa nemendur í hagnýtu jafnréttisstarfi. Fjallað er um sögu og merkingu jafnréttishugtaksins, með sérstakri áherslu á samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða (e. gender mainstreaming) og kynjaða fjárlagagerð (e. gender budgeting). Fjallað er um birtingarform kyns og mikilvægi kynjavitundar í samfélagslegri umræðu og stefnumótun. Þá eru kynntar hugmyndir um jafnrétti margbreytileikans og samtvinnun ólíkra mismunarbreyta (e. intersectionality). Í nútímasamfélögum eru gerðar síauknar kröfur um þekkingu á jafnréttismálum. Ísland er aðili að alþjóðasamþykktum um jafnrétti og í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er kveðið á um kynjasamþættingu í stefnumótun og ákvörðunum á öllum sviðum samfélagsins. Slík samþætting krefst þekkingar á jafnréttismálum og gera jafnréttislög ráð fyrir jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum.

X

Matur og menning: (NÆR613M)

Matur er mannsins megin, uppspretta orkunnar og forsenda lífsins. En matur er líka sneisafullur af merkingu. Matarhættir veita innsýn í heimsmynd okkar, lífssýn og listfengi og matur mótar tilveru okkar, líkama, samfélag, hagkerfi, hugarfar og siðferði. Sjálfsmynd okkar og minningar eru nátengdar mat og matur er einhver mikilvægasti miðillinn fyrir samskipti okkar við annað fólk.

Í námskeiðinu skoðum við hvað fólk borðar, hvernig, hvenær, með hverjum og hvers vegna. Með þeim hætti fáum við dýrmæta innsýn í kyngervi og kynslóðir, fæðuöryggi og rétt til matar, stéttaskiptingu og menningarlegan margbreytileika, skynheim og fegurðarskyn, tækni og matvælaframleiðslu, tísku og matarkúra, matarhefðir og menningararf, tilfinningar, vináttu og fjölskyldubönd. Matarhættir tengja þannig saman menningu og náttúru, hnattvæðingu og hið staðbundna, heimilið og vinnustaðinn, fortíð og samtíð, manneskjur og örverur.

Í námskeiðinu beinum við sjónum að sambandi matarframleiðslu og neyslu á 21. öld með sérstaka áherslu á lýðheilsu, siðferðislega neyslu og sjálfbærni.

Matur og menning eru þverfagleg viðfangsefni og því er þetta námskeið kennt í samstarfi námsbrauta í þjóðfræði og matvæla- og næringarfræði.

X

Safn og samfélag: Sirkus dauðans? (SAF603M)

Fjallað verður um samfélagslegt hlutverk safna út frá margvíslegum sjónarhornum: efnahagslegum, pólitískum, menningarlegum, félagslegum og síðast en ekki síst alþjóðlegum. Fjallað verður meðal annars um hlutverk safna í hugmyndinni um þjóð, lagalegt umhverfi safna, rekstrarform, staða og hlutverk þjóðarsafna, safna í eigu sveitarfélaga, félagasamtaka og einkafyrirtækja, fjármögnun safnastarfs, stefna yfirvalda í málefnum safna, söfn og mannréttindi, söfn og áföll (trauma), kynjahugmyndir og fleira. Í námskeiðinu er einnig hugað að möguleikum safna á að virkja fólk og samfélög til þátttöku í starfsemi þeirra eins og söfnun, heimildaöflun, sýningarstjórnun, sýningargerð og annarri miðlun. Skoðuð verða innlend og erlend dæmi. Eftir því sem því verður komið við, eru farnar ein til tvær vettvangsferðir. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi.

X

Kenningar í kynjafræði (KYN211F)

Í námskeiðinu er fjallað um heimspekilegan og kenningalegan grundvöll kynjafræða og gagnrýnið og þverfræðilegt inntak þeirra. Fjallað er um birtingarform og merkingu kyns (e. sex) og kyngervis (e. gender) í tungumáli og menningu, sögu, samfélagi og vísindum. Sjónarmið fræðanna eru kynnt og tengsl þeirra við aðferðafræði. Þá eru nemendur þjálfaðir í að beita á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt fræðilegum hugtökum og aðferðum.

X

Hinseginlíf og hinseginbarátta (KYN212F)

Námskeiðið er inngangsnámskeið sem varpar ljósi á sögu hinseginfólks (sam-, tvíkynhneigðra, pansexual, transfólks og fleiri) á Íslandi, reynsluheim þeirra, baráttumál og menningu. Sagan er sett í alþjóðlegt samhengi og gerð er grein fyrir helstu vörðum í mannréttinda¬baráttunni, réttarstöðu og löggjöf. Fjallað er um mikilvæga þætti félagsmótunar¬innar, svo sem sköpun sjálfsmyndar og þróun sýnileika, samband við upprunafjölskyldu og leit að eigin fjölskyldugerð. Rætt er um muninn á samkynhneigðum fræðum og hinsegin fræðum, og kynntar eru kenningar um mótun kynferðis, kyngerva (sex og gender) og kyngervisusla (gender trouble). Vikið er að samræðu hinseginfólks við stofnanir samfélagsins og fjallað um líðan þeirra og lífsgæði. Fjallað er um þátt kynhneigðar í mótun menningar og ýmsar menningargreinar eru teknar sem dæmi um það hvernig veruleiki hinseginfólks birtist í listum og menningu. 

X

Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði (FÉL009F)

Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði. Nemandi leitar til fastráðins kennara við námsbraut í félagsfræði og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu lesnámskeiði. Kennari og nemandi setja saman leslista í upphafi annar og nemandi, í samráði við leiðbeinanda, gerir reglulega grein fyrir framgangi. Viðfangsefnið þarf að vera félagsfræðilegt. Nemandi skráir sig ekki í námskeiðið fyrr en kennari hefur samþykkt skriflega (t.d. með tölvupósti) hlutverk sitt sem leiðbeinanda.

X

Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði (FÉL091F)

Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði. Nemandi leitar til fastráðins kennara við námsbraut í félagsfræði og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu lesnámskeiði. Kennari og nemandi setja saman leslista í upphafi annar og nemandi, í samráði við leiðbeinanda, gerir reglulega grein fyrir framgangi. Viðfangsefnið þarf að vera félagsfræðilegt. Nemandi skráir sig ekki í námskeiðið fyrr en kennari hefur samþykkt skriflega (t.d. með tölvupósti) hlutverk sitt sem leiðbeinanda.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Menntun, félagslegur hreyfanleiki og félagsleg lagskipting (FÉL501M)

Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni? Í þessu námskeiði er skoðað hvernig félagslegur bakgrunnur einstaklings hefur áhrif á þá félagslegu stöðu sem sem viðkomandi nær að lokum í lífinu og hvernig ójöfnuður endurskapast frá einni kynslóð til annarrar. Námskeiðið fjallar um hvernig félagslegur hreyfanleiki hefur breyst í gegnum tíðina og milli landa og hvaða hlutverki menntun gegnir fyrir félagslegan hreyfanleika. Fjallað verður um helstu kenningar sem notaðar eru til að útskýra ójöfnuð í menntun og félagslegum hreyfanleika og (hugsanlegar) breytingar yfir tíma. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á félagslegan bakgrunn einstaklinga (stétt, menntun foreldra eða félags-efnahagslega stöðu foreldra) en misrétti á grundvelli kyns og þjóðernisuppruna  verður einnig skoðað á síðustu fundum. Í málstofunni munum við lesa blöndu af klassískum og nýlegum textum. Jafnframt verður sérstök áhersla lögð á að fjalla um lestur og niðurstöður frá öðrum löndum í samanburði við Ísland.

X

Leiðangur meistaranema I: Lagt úr höfn (FÉL302F)

Meginmarkmið námskeiðsins er að leggja almennan grunn fyrir meistaranám í félagsfræði, aðferðafræði og afbrotafræði. Fjallað verður um námsbrautina, kennara hennar og fræðasamfélagið almennt. Nemendur munu ræða ýmis rannsóknarefni og möguleg viðfangsefni meistararitgerða sinna. Verkefni í námskeiðinu munu snúast um fjölbreytileika og stigveldi ritrýnda tímarita, markvissa notkun Web of Science og gervigreindar og gagnrýnið mat á ritrýndum fræðigreinum. Í lok námskeiðsins skila nemendur skriflegu lokaverkefni og kynna það munnlega.

X

Rannsóknaraðferðir félagsvísinda (FÉL301F)

Markmið námskeiðsins eru þríþætt: i) að nemendur öðlist dýpri skilning á rannsóknarferlinu og helstu rannsóknaraðferðum, ii) að nemendur fái þjálfun í því að kynna sér og leggja sjálfstætt mat á fyrirliggjandi rannsóknir og iii) að nemendur fái þjálfun í því að setja fram rannsóknarspurningar með hliðsjón af kenningarlegri umræðu og fyrirliggjandi rannsóknum. Fyrirlestrar: Fjallað er um hugtakanotkun og rannsóknaraðferðir með áherslu á að i) draga fram styrkleika og veikleika mismunandi aðferða og ii) tengja saman aðferðafræði, aðferðir og kenningarleg málefni og álitamál. Umræðutímar: Nemendur lesa allmörg rannsóknardæmi og ræða rannsóknaraðferðir á gagnrýninn hátt í tengslum við tiltekin félagsfræðileg umfjöllunarefni. Lokaverkefni: Nemendur skrifa sjálfstæða rannsóknartillögu.

X

Kenningar í félags- og mannvísindum (FMÞ102F)

Námskeiðið fjallar um nýleg verk og stefnur sem valdið hafa, eða eru líkleg til að valda, straumhvörfum í félags- og mannvísindalegri hugsun. Áhersla er lögð á samfélagslegt og sögulegt samhengi kenninganna. Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðum. Skyldumæting er í umræðutíma einu sinni í viku í 40 mínútur. Fjarnemar geta mætt í kennslustofu eða tekið þátt í gegnum Internetið (með Zoom). 

X

Ójöfnuður og heilsa (FÉL098F)

Félagslegur ójöfnuður hefur áhrif á heilsu. Almennt hafa þeir sem eru í viðkvæmari stöðu í samfélaginu verri heilsu en þeir sem að betra hafa það. Í þessu námskeiði er sjónum beint að sambandi félagslegrar stöðu og heilsufars. Nemendur munu kynnast helstu kenningum innan heilsufélagsfræðinnar, s.s. kenningum Link og Phelan um grundvallarástæður sjúkdóma (fundamental causes of disease) og fara yfir rannsóknir á sviðinu. Eitt mikilvægasta framlag félagsfræðinnar er skilningur á því hvernig stærri samfélagslegir þættir (t.d. heilbrigðis- og velferðarkerfið) móta líf einstaklinga og við munum því skoða hvernig samband félagslegrar stöðu og heilsu mótast af svona þáttum. Þar sem að heilsa fólks er flókið fyrirbæri munum við einnig skoða hana í þverfaglegu ljósi og notast meðal annars við kenningar og rannsóknir úr lýðheilsufræðum, heilbrigðisvísindum, mannfræði og stjórnmálafræði. 

X

Aðhvarfsgreining (FMÞ501M)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og verklega færni til að beita aðhvarfsgreiningu á eigin spýtur. Fjallað er um þau afbrigði aðhvarfsgreiningar sem hvað oftast eru notuð í rannsóknum á sviði félagsvísinda. Farið er í stjórnun breyta, notkun nafnbreyta, línuleg og ólínuleg líkön, aðferðir til þess að prófa miðlun breyta og samvirkni breyta og aðferðir til að nota breytur sem hafa skekkta dreifingu svo eitthvað sé nefnt. Fjallað er um forsendur aðhvarfsgreiningar og aðferðir til að fást við þær. Einnig er fjallað um "logistic" aðhvarfsgreiningu, þar sem háða breytan er tvígild nafnbreyta. Samhliða þessari umfjöllun verður farið í saumana á ályktunartölfræði, notkun marktektarprófa og túlkun niðurstaðna. Áhersla er lögð á að nemendur fái umtalsverða verklega reynslu af því að greina megindleg gögn. Kennari útvegar könnunargögn sem nemendur nota til þess að prófa þær aðferðir sem kenndar eru. Eftir fremsta megni verður reynt að samþætta fræðilegar spurningar og tilgátuprófun. Tölfræðiforritið SPSS fyrir Windows er notað.

X

Menntun, félagslegur hreyfanleiki og félagsleg lagskipting (FÉL501M)

Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni? Í þessu námskeiði er skoðað hvernig félagslegur bakgrunnur einstaklings hefur áhrif á þá félagslegu stöðu sem sem viðkomandi nær að lokum í lífinu og hvernig ójöfnuður endurskapast frá einni kynslóð til annarrar. Námskeiðið fjallar um hvernig félagslegur hreyfanleiki hefur breyst í gegnum tíðina og milli landa og hvaða hlutverki menntun gegnir fyrir félagslegan hreyfanleika. Fjallað verður um helstu kenningar sem notaðar eru til að útskýra ójöfnuð í menntun og félagslegum hreyfanleika og (hugsanlegar) breytingar yfir tíma. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á félagslegan bakgrunn einstaklinga (stétt, menntun foreldra eða félags-efnahagslega stöðu foreldra) en misrétti á grundvelli kyns og þjóðernisuppruna  verður einnig skoðað á síðustu fundum. Í málstofunni munum við lesa blöndu af klassískum og nýlegum textum. Jafnframt verður sérstök áhersla lögð á að fjalla um lestur og niðurstöður frá öðrum löndum í samanburði við Ísland.

X

Leiðangur meistaranema II: Land fyrir stafni (FÉL429F)

Meginmarkmið námskeiðsins er að skapa stuðningsnet fyrir meistaranema í félagsfræði og afbrotafræði sem vinna að meistararitgerðum sínum. Í upphafi misserisins kynna nemendur örstutt viðfangsefni ritgerða sinn en ítarlegri kynningar á niðurstöðum þeirra verða á dagskrá síðar á misserinu eftir því sem meistaraverkefnunum vindur fram. Kennurum, doktorsnemum og öðrum rannsakendum verður einnig boðið að taka þátt á semínarinu eftir því sem við á. Hvatt verður til uppbyggilegrar endurgjafar og samræðna milli nemenda og kennara, jafnframt því sem nemendur fá þjálfun í því að kynna niðurstöður rannsókna og styrkja með því faglega og akademíska sjálfsmynd sína.

Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna að ritun meistararitgerðar. 

X

MA-ritgerð í félagsfræði (FÉL441L, FÉL441L, FÉL441L)

Meistaraprófsritgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.

Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami maðurinn. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.

Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum. Miðað skal við að 60 eininga meistaraprófsritgerð sé að jafnaði 40.000 orð. Hver deild setur nánari reglur um umfang og efnistök meistaraprófsritgerða.

Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Deildarráð tilnefnir prófdómara.

Nánari upplýsingar á heimasíðu deildar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458

X

MA-ritgerð í félagsfræði (FÉL441L, FÉL441L, FÉL441L)

Meistaraprófsritgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.

Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami maðurinn. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.

Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum. Miðað skal við að 60 eininga meistaraprófsritgerð sé að jafnaði 40.000 orð. Hver deild setur nánari reglur um umfang og efnistök meistaraprófsritgerða.

Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Deildarráð tilnefnir prófdómara.

Nánari upplýsingar á heimasíðu deildar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458

X

MA-ritgerð í félagsfræði (FÉL441L, FÉL441L, FÉL441L)

Meistaraprófsritgerð er lokaverkefni í meistaranámi og byggir á sjálfstæðri rannsókn eða starfstengdu rannsóknar- og þróunarverkefni. Lokaverkefni til meistaraprófs skal vera einstaklingsverkefni. Markmið lokaverkefnis er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum.

Meistaranemar hafa umsjónarkennara úr hópi lektora, dósenta eða prófessora. Leiðbeinandi leiðbeinir með lokaverkefni til meistaraprófs. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami maðurinn. Heimilt er að ráða meðleiðbeinanda en sú ráðning er háð samþykki deildar.

Lengd meistaraprófsritgerða er háð því hvers konar verkefni er um að ræða, einingafjölda þess og efnistökum. Miðað skal við að 60 eininga meistaraprófsritgerð sé að jafnaði 40.000 orð. Hver deild setur nánari reglur um umfang og efnistök meistaraprófsritgerða.

Prófdómari skal ávallt leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt leiðbeinanda. Deildarráð tilnefnir prófdómara.

Nánari upplýsingar á heimasíðu deildar: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=3458

X

Mentor í Spretti (GKY001M)

Í námskeiðinu felast verkefni nemenda í  að vera mentor fyrir þátttakendur á framhalds- og háskólastigi í verkefninu „Sprettur”. Mentorar sinna því mikilvæga starfi að styðja og hvetja ungmenni í námi og félagslífi. Hlutverk mentora er að skapa uppbyggjandi samband við þátttakendur, vera jákvæð fyrirmynd og taka þátt í sameiginlegum viðburðum skipulögðum í Spretti. Mentorhlutverkið snýst um tengslamyndun og samveru sem felur í sér skuldbindingu gagnvart ungmennunum sem mentor styður.  

Sprettur er verkefni sem styður við nemendur með innflytjenda- eða flóttamannabakgrunn sem koma úr fjölskyldum þar sem fáir eða engir hafa háskólamenntun.  Nemendur í námskeiðinu eru mentorar þátttakenda og eru þeir tengdir saman með hliðsjón af sameiginlegu áhugasviði. Hver mentor ber ábyrgð á að styðja tvo þátttakendur. Mentorar skipuleggja samveru og verja þremur klukkustundum á mánuði (frá ágúst fram í maí) með þátttakendum í Spretti, þremur klukkustundum í mánuði í heimavinnuhópi og mæta í fimm málstofur sem dreifast yfir skólaárið. Nemendur skila dagbókarfærslum á Canvas í nóvember og mars. Dagbókarfærslur byggjast á lesefni og hugleiðingum nemenda um mentorstarfið. Námskeiðið er kennt á íslensku og ensku.  

 Nemendur sækja um þátttöku á námskeiðinu. Sjá rafrænt umsóknareyðublað.  Umsækjendur fara í viðtal og eru 15-30 nemendur valdir til þátttöku.   

Frekari upplýsingar um verkefnið „Sprettur” má nálgast hér: www.hi.is/sprettur 

X

Afbrot og frávikshegðun (FÉL0A1F)

Í námskeiðinu verður farið ítarlega í helstu kenningar í afbrotafræði og félagsfræði frávika. Nemendur munu lesa rannsóknagreinar þar sem kenningarnar eru prófaðar, bæði á Íslandi og erlendis.

Fjallað verður um mismunandi brota- og efnisflokka í félags- og afbrotafræðilegu ljósi, t.d. kyn og afbrot, búferlaflutninga og afbrot.

Áhersla er lögð á nemendur tengi saman kenningarlega umræðu og fyrirliggjandi rannsóknir.   

X

Sjálfið mætir samfélaginu: Félagssálfræði hversdagslífsins (FÉL701F)

Hversdagslíf okkar getur sýnst leiðinlega venjubundið og fyrirsjáanlegt. Félagssálfræðin sýnir þó að um er að ræða spennandi og fjölbreytilegt fyrirbæri sem hvílir á flóknu samspili einstaklingsbundinna þátta og samfélagslegra formgerða. Í þessu námskeiði verða kenningar og rannsóknir félagssálfræðinga nýttar til að varpa ljósi á það sem dylst að baki glitri hins sjálfgefna. Farið verður frá því sem öllum er opinbert til þess sem við dyljum og felum, skoðað það sem auglýsendur, sölufólk og áhrifavaldar gera til að sveigja okkur og beygja og skoðað að hve miklu leyti breytur á borð við kyn, stétt og þjóðerni stjórna því hvað við sjáum, hvernig við sjáum og hvernig framkoma okkar og viðbrögð við áreiti hversdaglífsins eru.

Lagt er upp með að nemendur vinni fjölbreytileg smærri verkefni í tengslum við umfjöllunarefni námskeiðsins, ýmist einir eða í hóp. Þó svo félagssálfræði nýti bæði eigindlegar og megindlegar aðferðir verður áherslan á eigindlegar aðferðir í verkefnum nemenda svo sem myndgreining, samtalsgreining og þátttökuathuganir.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (FMÞ103F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreytileika og fræðilegum forsendum eigindlegrar rannsóknahefðar í félagsvísindum og öðlist reynslu í að beita eigindlegum aðferðum. Um hagnýtt námskeið er að ræða þar sem hver nemandi vinnur sjálfstætt rannsóknarverkefni sem felst í því að hanna og undirbúa rannsókn, afla gagna, greina þau og skrifa um helstu niðurstöður undir handleiðslu kennara. Í námskeiðinu verður farið ítarlega í undirbúning rannsókna, gerð rannsóknaráætlunar, gagnaöflun, greiningu og skrif.

X

Praktík og kenningar í safnafræði (SAF002F)

Í námskeiðinu verður tekist á við spurningar sem tengjast víxlverkun á milli praktíkur (e. practice) og kenninga í safnastarfi. Fjölmörg dæmi úr praktísku safnastarfi listasafna, náttúruminjasafna og menningarminjasafna verða skoðuð í þessu samhengi og hentar námskeiðið því nemendum úr fleiri greinum en safnafræði, s.s. eins og fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, fötlunarfræði, mannfræði, þjóðfræði, félagsfræði og fleiri greinum.  Saga greinarinnar verður skoðuð með gagnrýnu hugarfari og hugað verður að straumum og stefnum í faginu við upphaf 21. aldar. Sérstaklega er litið til safna sem almannastofnanir, en sem slíkar hafa þær mörgum og vaxandi hlutverkum að gegna fyrir samfélög, lífsgæði fólks og hópa, menntun, rannsóknir og þverþjóðleg samskipti svo eitthvað sé nefnt. Hugað verður að því hvernig bæði praktík og kenningar hafa mótað safnastofnanir og starfsemi þeirra. Fjallað verður m.a. um praktík og kenningar um söfnun, varðveislu, flokkun og skráningar, sýningagerð, ritskoðun, frumbyggja, áhrif stafrænnar menningar, trúarbrögð, innflytjendur, fólksflutninga, minni, gleymsku og sanngildi.  Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi og byggir námsmat á verkefnum sem unnin eru yfir önnina

X

Mannskepnur og önnur dýr (ÞJÓ110F)

Kennsla fer fram með fyrirlestrum, umræðu, rafrænum fyrirlestrum og vettvangsferðum í náttúru og á söfn.

Samskipti manneskjunnar við önnur dýr er viðfangsefni þessa námskeiðs sem við nálgumst frá bæði fræðilegum og listrænum sjónarhornum. Nemendur vinna sjálfstæð verkefni, um dýr að eigin vali, þar sem áhersla er einnig lögð á sjónræna framsetningu - t.d. teikningar eða ljósmyndir.  Í fyrirlestrum verður m.a. fjallað um hvítabirni, hvali, geirfugla og lunda og nýlegar rannsóknir á þeim.  Fjallað verður um áhrifavald og ólíkar birtingarmyndir dýra í margvíslegu listrænu og menningarlegu samhengi, til dæmis í fornbókmenntum, þjóðsögum, munnmælum, kvikmyndum, fréttum, efnismenningu og ferðamennsku. Þá verður til dæmis hugað að „framhaldslífi“ dýra í formi listmuna, safngripa og minjagripa. Við munum skoða gripi í einkaeigu og á opinberum vettvangi og spyrja spurninga á borð við: hvað gerist þegar lifandi dýri er breytt í safngrip? Hvernig þróast og breytist merking dýrsins í ólíku samhengi? Hvernig mótast hugmyndir okkar um dýr? Tekist verður á við hlutverk ólíkra dýra í þekkingasköpun og mótun orðræðu um loftslagsmál og málefni norðurslóða, tengsl við ákveðin landsvæði og menningarhópa og hlutverk þeirra í ímynda- og sjálfsmyndasköpun bæði fortíðar og samtíma.  Stigið verður út fyrir hefðbundna ramma sem snúa að aðgreiningu manna/dýra og annarra lífvera um leið og við könnum samtvinnaða hugmynda- og vistheima þeirra.

Markmið

Markmið námskeiðs er að velta upp áríðandi spurningum og málefnum er snúa að sambúð fólks og dýra, loftlagsbreytingum, útrýmingu dýrategunda og sjálfbærni. Við munum íhuga hvernig listamenn, rannsakendur, aðgerðasinnar og söfn hafa tekið þátt í umræðu um þessi málefni og hvernig hægt sé að þróa umræðuna áfram. Við munum skoða hvernig mismunandi lista- og menningarminjasöfn miðla hugmyndum og upplýsingum um samband manna og dýra í gegnum safneign sína og sýningar. Nemendur eru hvattir til að nálgast, með gagnrýnum hætti, sjónrænt efni, muni, gripi og texta, bæði rafrænt en einnig með heimsóknum á söfn og sýningar. 

X

Þróunarsamvinna: Stefnur og stofnanir. Lesnámskeið. (MAN018F)

Fjallað verður um ágreining um þróunarsamvinnu. Þá verða kynntar mismunandi leiðir til þróunaraðstoðar, styrk þeirra og veikleika. Til umfjöllunar verða fjölþjóðastofnanir, tvíhliða stofnanir, frjáls félagasamtök, nýir þróunaraðilar og viðskipti. Nálganir sem ræddar verða eru m.a. verkefnanálgun, geiranálgun, árangursmiðuð stjórnun, þátttökunálgun og  samþætting. Einnig verður fjallað um auðlindir og umhverfismál. Loks verður rætt um þróunarsamvinnu í óstöðugum ríkjum og neyðraðstoð.

Athugið: Námskeiðið er einungis ætlað nemendum sem eiga þetta námskeið eftir í skyldu, þ.e nemendum í diplómanámi í þróunarfræði eða hnattrænni heilsu sem og MA-nemendum í hnattrænum fræðum með þróunarfræði sem sérsvið.

X

Stjórnun menningarstofnana (SAF027F)

 Í þessu námskeiði verða kynnt til sögunnar fræðilegar nálganir á stjórnun menningarstofnana, svo sem safna, og starfsemi hins opinbera sem snýr að stofnunum á sviði menningarmála. Markmiðið er að gefa innsýn í mikilvægi menningarstarfsemi í samfélaginu. Fjallað er um menningarmál í sögulegu samhengi, kerfi menningarmála hjá ríki og borg, lagagrundvöll menningarstarfsemi og stefnumörkun á fagsviðinu. Fjallað er um hlutverk og sérstöðu hins opinbera í stjórnun á sviði menningarmála. Markmiðið er að gefa innsýn í skipulag ríkis og sveitarfélaga. Þá verður fjallað um stjórnun verkefna og stofnana, mikilvægi faglegrar stjórnunar á sviði verkefnastjórnunar, fjármálastjórnunar og mannauðsmála. Sjónum verður beint að aðstæðum hér á landi og á Norðurlöndum í samhengi við lýðræði og hugmyndir um aðgengi almennings að menningu. Litið til menningar- og safnamála í alþjóðlegu samhengi

X

Umhverfismannfræði (MAN509M)

Námskeiðið fjallar um rannsóknir mannfræðinnar og annarra fræðigreina félags- og mannvísinda á náttúru, umhverfi og tengslum manneskjunnar og umhverfis hennar. Ýmis grunnhugtök og fræðilegar hugmyndir sem umhverfismannfræðin og skyldar greinar nota verða kynnt og rædd.

Gerð er grein fyrir ýmsum tilraunum til að varpa ljósi á tilurð og einkenni ýmissa menningarstofnana og félagslegra ferla með skírskotun til vistkerfa og efnislegra skilyrða sem forsendu tilvistar þeirra. Þá verður vikið að gagnrýni sem þessi sjónarmið hafa sætt. 

Sérstaklega verður vikið að þeim nýju viðhorfum sem skapast hafa í umhverfismálum á síðustu árum, meðal annars hvað varðar auðlindanýtingu af ýmsu tagi og umhverfishyggju.

Síðast en ekki síst verður farið yfir ýmsa snertifleti loftslagsbreytinga og samfélaga víða um heim. Loftslag, loftslagsbreytingar og samfélög og menning verða einnig skoðuð í sögulegu ljósi, út frá ýmsum kenningum sem hafa komið fram um samband þeirra og gagnkvæm áhrif.

Nokkur etnógrafísk dæmi um samspil manns og umhverfis eru höfð til hliðsjónar í námskeiðinu. 

X

Söfn sem námsvettvangur (SAF016F)

Einn megintilgangur safna á Íslandi er að skila menningar- og náttúruarfi landsins til komandi kynslóða og stuðla að aukinni þekkingu á þessari arfleifð og skilningi á tengslum hennar við umheiminn. Ætlast er til þess (samkvæmt safnalögum) að söfn reyni að „auka lífsgæði manna“ með því að efla skilning á þróun og stöðu menningar, lista náttúru eða vísinda. Söfn og safnfræðsla geta því haft áhrif á samfélag, hópa og einstaklinga. Safnafræði getur komið hér að liði og er megin viðfangsefni námskeiðsins. Kynntar verða fræðilegar kenningar sem hafa að markmiði að stuðla að fjölbreyttri og áhrifamikilli fræðslu tengdri fornleifum, list, náttúruvísindum, menningarlegri arfleifð og öðrum viðfangsefnum safna. Hugað verður að fjölbreyttum markhópum safnfræðslu, hlutverki safngesta innan safna, rými, textagerð, margmiðlun, gagnvirkni og fleira.

Þetta er fjarkennslunámskeið sem skiptist í þrjár lotur. Í hverri lotu eru ör-fyrirlestrar frá kennara með hugleiðingum um námsefnið, gesta-fyrirlestrar (stafrænir) og aukaefni. Þrjár stað og/eða ZOOMlotur eru yfir önnina, þar sem nemendur fá fyrirlestra frá starfsmönnum safna og vinna að fræðsluverkefni í samstarfi við safn í Reykjavík. Verkefnið verður þróað út frá fræðilegum áhuga nemenda undir handleiðslu kennara og með aðstoð starfsmanna safnsins.

X

Mannfræði lista (MAN0A6F)

Í þessu námskeiði verður farið yfir umfjöllun mannfræðinga um list í gegnum tíðina. Ólíkar skilgreiningar á hugtakinu list verða skoðaðar og í því samhengi tengsl þessa hugtaks við fagurfræði og siðferði. Leitað verður svara við þeirri spurningu hvort líta megi á hugtakið sem algilt, hvort verk, sem hinni vestrænt mótuðu skynjun þykir listræn í öðrum menningarsamfélögum, séu í raun list fyrir þá sem skapa þessi verk. Höfundaréttur, upprunaleiki og ýmis vandamál samfara samskiptum ólíkra menningarlegra hefða verða einnig tekin til athugunar. Til að varpa ljósi á þessa þætti verður leitað í etnógrafíuna og tekin dæmi frá ýmsum samfélögum víða um heim.

X

Mannfræði Íslands: Fortíð, nútíð og framtíð (MAN0A7F)

Námskeiðið fjallar um nokkur lykilatriði íslensks þjóðfélags og menningar frá sjónarhóli mannfræðinnar. Það gefur sögulegt yfirlit rannsókna í mannfræði á Íslandi og leggur sérstaka áherslu á málefni íslensks nútíma samfélags.  Kennt verður á ensku til þess að gera námskeiðið aðgengilegt nemendum sem eru ekki íslensku mælandi og til þess að efla ensku kunnáttu og þjálfa fræðileg skrif nemenda á ensku.

X

Hnattvæðing (MAN095F)

Í námskeiðinu verða skoðaðar nýlegar kenningar og rannsóknir sem tengjast hnattvæðingu og hnattrænum ferlum. Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum yfirsýn yfir mikilvæg þemu sem tengjast hnattvæðingarferlum.  Skoðaðar verða rannsóknir sem varpa ljósi á ólíkar hliðar hnattvæðingar og afleiðingar fyrir félagslegan, efnislegan og pólitískan veruleika. Í námskeiðinu er bæði fjallað á gagnrýnin hátt um fyrrnefnd hugtök en einnig lögð áhersla á að skoða rannsóknir á hvernig fólk er þátttakendur/þolendur/gerendur í hnattvæðingarferlum.

Kennslan felst í fyrirlestrum og umræðum. 

Námskeiðið er kennt á ensku, en hægt er að skila inn verkefnum á íslensku.

X

Menningararfur (ÞJÓ506M)

Hvað er menningararfur og hvaða hlutverki þjónar hann? Af hverju er hann í stöðugri útrýmingarhættu? Hvernig tengir hann saman fortíð og samtíð? Hvað á hann skylt við þjóðríkið? Söguvitund? Hnattvæðingu? Kapítalisma? Stjórnmál? Í námskeiðinu verður leitað svara við þessum spurningum, kynntar nýlegar rannsóknir þjóðfræðinga, mannfræðinga, listfræðinga, félagsfræðinga, safnafræðinga, sagnfræðinga og fornleifafræðinga á menningararfi og tekinn púlsinn á því sem er að gerast á þessu ört vaxandi sviði. 

Kennslan fer fram í fyrirlestrum og umræðum.

X

Sviðslistafræði (Performance Studies): Frá sagnaflutningi til uppistands, kjötkveðjuhátíða og stjórnmálamanna (ÞJÓ107F)

Sviðslistafræði (Performance Studies) fjallar um það hvernig fólk í öllum samfélögum, bæði fyrr og nú, tekur þátt í ymis konar sviðslist (performances) í daglegu lífi, á mismunandi "leiksviðum", allt frá helgisiðum til kirkjupredikana, leiksýninga, kvikmyndasýninga, útvarpsþátta, uppistands, sagnaflutnings, gjörningalistar, hátíða, útskriftasiða, matarboða, dulbúningasiða og málflutnings stjórnmálamanna heima og erlendis. Á námskeiðinu munu nemendur kynnast þeim margslungnu táknmálsformum sem beitt er í mismunandi tegundum sviðslista, frá talmáli til búninga, útlits, svipbrigða, kyns, samhengis, hljóðs, "timing" og nytsemi rýmis og viðtöku áhorfenda.

Vinnulag

Kennsla fer fram í fyrirlestrum, umræðum um fyrirlestra og farið í heimsóknir.

X

Megindleg aðferðafræði (FMÞ001F)

Meginefni námskeiðsins eru megindlegar rannsóknaraðferðir og tölfræði í félags- og menntavísindum. Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda og umfjöllun um þátt rannsókna í samfélaginu. Fjallað er um helstu rannsóknarsnið, úrtaksfræði og gerð spurningalista. Í tölfræðihluta er kennt um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði og fjallað ítarlega um dreifigreiningu og aðhvarfsgreiningu. Nemendur vinna hagnýt verkefni í tölfræðilegri úrvinnslu gagna með jamovi forritinu samhliða fyrirlestrum. Nemendur geta unnið með eigin gögn.

X

Kenningar og sjónarhorn í fötlunarfræði (FFR102F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þekkingu á þróun hugmynda og kenninga um fötlun og fái innsýn í fræðilega umfjöllun og rannsóknir á því sviði. Lögð er áhersla á þróun fötlunarfræða sem þverfræðilegrar og gagnrýnnar fræðigreinar með náin tengsl við réttindabaráttu fatlaðs fólks. Fjallað verður um margbreytileg félagsleg og menningarleg sjónarhorn og kenningar fræðigreinarinnar. Sérstök áhersla verður á þá hugmyndafræði sem legið hefur til grundvallar stefnumótunar og þjónustu við fatlað fólk undanfarna áratugi, þ.e.; 1) hugmyndafræði um “eðlilegt líf” normaliseringu, 2) hugmyndafræði um “sjálfstætt líf” independent living og 3) mannréttindasjónarmið. Jafnframt verður fjallað um tengsl hugmyndafræðinnar við daglegt líf fatlaðs fólks. 

X

Lífshlaupið, sjálf og samfélag (FFR302M)

Aðstæður og reynsla fatlaðs fólks er miðlæg í umfjöllun námskeiðsins, þar sem áhersla er á lífshlaupið og þau meginsvið sem snerta daglegt líf, svo sem fjölskyldulíf, menntun, atvinnu og búsetu. Rýnt verður í íslenskar og erlendar rannsóknir um líf og aðstæður fatlaðs fólk og þau fjölmörgu öfl sem móta sjálfsmynd og sjálfsskilning fatlaðra barna, ungmenna og fullorðins fólks. Fræðileg umfjöllun námskeiðsins er tengd við lagasetningar, stefnumótun, þjónustu, velferðarkerfi og félagslegar aðstæður fatlaðs fólks. 

X

Almenn kynjafræði (KYN101F)

Í námskeiðinu er fjallað um helstu viðfangsefni kynjafræða í ljósi margbreytileika nútímasamfélaga. Kynjafræðilegu sjónarhorni er beitt til að gefa yfirlit yfir stöðu og aðstæður ólíkra hópa í samfélaginu. Fjallað er um upphaf og þróun kvennabaráttu og kynjafræða. Kynnt verða helstu hugtök kynjafræða svo sem kyn, kyngervi, eðlishyggja og mótunarhyggja. Skoðað er hvernig kyn er ávallt samtvinnað öðrum samfélagslegum áhrifabreytum.

Kennslufyrirkomulag: Námið byggir á vendikennslu sem þýðir að allir fyrirlestrar verða aðgengilegir á Canvas. Stað- og fjarnemar mæta vikulega í umræðutíma í háskólanum eða á Teams og netnemar taka vikulega þátt í umræðum á Canvas.

X

Hnattræn heilsa (MAN0A3F)

Í námskeiðinu verður farið yfir helstu forgangsverkefni á fræðasviði hnattrænnar heilsu (e. global health). Fjallað verður um mismunandi sjúkdómsbyrði landa, ójöfnuð og helstu félags- og efnahagslegu áhrifaþætti á líf og heilsu fólks í hnattvæddum heimi. Sérstök áhersla verður á að skoða heilsu mæðra, nýbura, barna og ungs fólks frá hnattrænu sjónarhorni og uppbyggingu heilbrigðiskerfa til að veita góða og tímanlega þjónustu. Jafnframt verður fjallað um áskoranir í næringu þjóða og geðheilbrigði og forvarnir og samfélagslega þýðingu sýkinga eins og malaríu, berkla, HIV/AIDS, kóleru, Ebólu og COVID-19. Þá verður fjallað um áhrif umhverfis, ofbeldis, menningar, neyðarástands og starf alþjóðlegra stofnana og þróunarsamvinnu, Heimsmarkmiðin og siðfræðileg álitamál.

Vinsamlega athugið að ef þörf krefur vegna þátttöku erlendra nemenda þá verður námskeiðið kennt á ensku.

X

Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði (FÉL001F)

Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði. Nemandi leitar til fastráðins kennara við námsbraut í félagsfræði og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu lesnámskeiði. Kennari og nemandi setja saman leslista í upphafi annar og nemandi, í samráði við leiðbeinanda, gerir reglulega grein fyrir framgangi. Viðfangsefnið þarf að vera félagsfræðilegt. Nemandi skráir sig ekki í námskeiðið fyrr en kennari hefur samþykkt skriflega (t.d. með tölvupósti) hlutverk sitt sem leiðbeinanda.

X

Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði (FÉL090F)

Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði. Nemandi leitar til fastráðins kennara við námsbraut í félagsfræði og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu lesnámskeiði. Kennari og nemandi setja saman leslista í upphafi annar og nemandi, í samráði við leiðbeinanda, gerir reglulega grein fyrir framgangi. Viðfangsefnið þarf að vera félagsfræðilegt. Nemandi skráir sig ekki í námskeiðið fyrr en kennari hefur samþykkt skriflega (t.d. með tölvupósti) hlutverk sitt sem leiðbeinanda.

X

Norræn trú (ÞJÓ203F)

Trúarlíf manna á norðurslóðum er tekið fyrir og heimildir allt frá elstu tímum, eins og grafir, rúnasteinar, hellaristur og aðrar fornminjar verða skoðaðar. Einnig verða lesnar lýsingar á norrænum trúarathöfnum í verkum eftir Tacitus, Adam frá Brimum, Saxo Grammaticus og í fornritum Íslendinga eins og Eddukvæðum og Konungasögum. Auk norrænnar trúar verður fjallað um seið og sjamanisma. Örlagatrú er tekin til ítarlegrar umfjöllunar sem meginþáttur í forkristnum átrúnaði á Norðurlöndum. Loks er vikið að því hvernig kristindómur hefur fallið að norrænum lífsháttum og hugsunarhætti. Námskeiðið er kennt á ensku.

Vinnulag

Kennsla fer fram í fyrirlestrum, og umræðum um fyrirlestra.

X

Inngangur að sýningarstjórnun (SAF019F)

Fjallað verður um helstu atriði sýningargerðar og störf sýningarhöfundar, sýningarstjóra og sýningarhönnuðar. Mismunandi aðferðir við sýningastjórnun verða skoðaðar með gagnrýnum hætti og hugmyndafræðilegur grunnur sýninga kannaður. Áhersla verður lögð á frásagnarafbrigði sýninga, handritsgerð og miðlunarleiðir. Einnig verður lögð áhersla á að skoða og greina sýningar listasafna, menningarminjasafna og náttúruminjasafna og kanna með gagnrýnu hugarfari hvernig ólíkar leiðir miðla upplýsingum og upplifunum. Hugað verður að innlendum og erlendum dæmum.

X

Flækjur? Vistfræði arfleifða og safna (SAF018M)

Námskeiðið Flækjur? Vistfræði arfleifða og safna leiðir nemendur í þverfaglegan fræðaheim þar sem samtvinnun menningar og náttúru og vistfræði arfleifða og safna eru tekin til sérstakrar athugunar. Hugmyndir um jafnan gerendamátt og tengsl mannlegra og ómannlegra þátta verða lögð til grundvallar með því að kynna fyrir nemendum kenningar pósthúmanisma (posthumanism) og nýefnishyggju (new materialism) með tilvísun í vistfræði arfleifða og hlutverk safna í samtímanum. Sérstaklega verður dregið fram hvernig hægt er að líta á arfleifð sem meira en mannlega smíð og fyrirbæri sem hvetur til hugrenningatengsla og hugmyndasköpunar fremur en óvirkt viðfangsefni. Innlend dæmi verða dregin fram í námskeiðinu sem byggir að hluta á rannsóknarleiddri kennslu.

X

Mannfræði borga (MAN507M)

According to the United Nation’s Department of Economic and Social Affairs, slightly over half of the world’s population lives in urban areas. This is projected to be 66% percent by the year 2050, with Africa and Asia accounting for 90% of this new urban growth. Urban anthropology has increasingly played a critically important role in the development of the discipline of anthropology in terms of theory, research methods and social justice movements. This course provides an historical overview of the development of urban anthropology and on through to recent developments. An emphasis will be placed on anthropological theory and research methods, but also issues such as social justice, architecture, design and urban planning. The course will cover, among others, the early Chicago ethnographers and early urban poverty research, utopian and modernist urban planning, power and built form, divisions and gated communities, crime and urban fear, urban homelessness, and the governance of built spaces. The course will conclude with a section on cities in transition, which includes a focus on the post-industrial/global city, the effects of neoliberalism on urban spaces, and a discussion of the possible future(s) of urbanism and the role of anthropology in understanding these developments.

Students must have completed 120 ECTS in their BA study before attending this course

X

Fjölmenning og fólksflutningar (MAN017F)

Oft er talað um fólksflutninga og fjölmenningu sem eitt megin einkenni samfélaga samtímans. Í námskeiðinu eru kynntar helstu kenningar og stefnur sem fram hafa komið í tengslum við rannsóknir á fólksflutningum og fjölmenningu. Fjallað er á gagnrýninn hátt um margskonar kenningar sem tengjast þessum rannsóknarviðfangsefnum og gagnsemi þeirra skoðuð. Skoðuð eru hugtök eins og menning, samlögun, aðlögun og samþætting, en jafnframt gert grein fyrir hreyfanleika fortíðar og tengslum hans við fjölmenningu. Í námskeiðinu eru ólíkar nálganir og kenningarmótun fræðimanna fyrst og fremst dregnar fram og gerð grein fyrir helstu viðfangsefnum félagsvísindamanna á þessu sviði.

Kennslan fer fram í formi fyrirlestra og umræðna.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir II (FMÞ201F)

Fjallað er þá fjölbreytni sem er að finna í  eigindlegum rannsóknum. Rýnt er í fimm mismunandi rannsóknarhefðir, þ.e. tilviksathuganir, frásögurannsóknir, etnógrafíu, fyrirbærafræði og grundaða kenningu. Nemendur öðlast aukna færni í að afla rannsóknargagna á vettvangi og beita mismunandi greiningaraðferðum á eigindleg gögn. Þeir fá jafnframt þjálfun í framsetningu niðurstaðna í tengslum við fræðiskrif. Þá fá nemendur tækifæri til að ígrunda eigin rannsóknir og sjálfa sig sem eigindlega rannsakendur.

X

Sjónrænar rannsóknaraðferðir (FMÞ001M)

Námskeiðið er að jafnaði kennt annaðhvert ár og er næst á dagskrá á vormisseri 2026.

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist aðferðarfræðilega þekkingu, skilning og verklega færni til að greina myndir og önnur sjónræn rannsóknargögn (ljósmyndir, kvikmyndir, teikningar, auglýsingar, netmiðla, o.s.frv.). Farið verður í ýmsar aðferðir við greiningu á sjónrænu efni og hugað verður að sjónrænum gagnasöfnum og vinnu með þau. Nemendur fá þjálfun í því að kynna sér og leggja sjálfstætt mat á fyrirliggjandi rannsóknir. Námskeiðið byggist upp á hagnýtum verkefnum, þar sem nemendur undirbúa og hanna rannsóknaáætlanir, afla gagna og spreyta sig á greiningu þeirra. Námskeiðið er þverfaglegt og hentar nemendum á hug- og félagsvísindasviði, sem og öðrum sviðum.

X

Fötlun og menning (FFR102M)

Meginviðfangsefni námskeiðsins er að rýna í stöðu og ímynd fatlaðs fólks og birtingarmyndir fötlunar í (dægur)menningu og listum. Fjallað verður um ímyndir og hlutverk fatlaðs fólks í sögulegu samhengi, dægurmenningu, fjölmiðlum, bókmenntum, listum og almennri orðræðu. Sérstök áhersla verður lögð á (list)menningu fatlaðs fólks, sjálfskilning, kvenleika og karlmennsku. Rýnt verður í fötlun sem einn lið í fjölbreytileika samfélaga og staðsetningu fatlaðs fólks í menningu og sögu.

X

Hagnýting jafnréttisfræða: Frá bróðurparti til systkinalags (KYN202F)

Jafnréttismál eru hluti af hinu opinberu regluverki á Íslandi og sífellt meiri kröfur eru gerðar á því sviði. Námskeiðið veitir hagnýtan undirbúning fyrir margvísleg störf í almenna og opinbera geiranum þar sem þekking og þjálfun í jafnréttismálum er nauðsynleg.

Námskeiðið er hagnýtur undirbúningur fyrir störf í stjórnun, opinberri stjórnsýslu, fræðslu, kennslu, fjölmiðlun og önnur sérhæfð störf. Markmið námskeiðsins er að kynna grundvallaratriði jafnréttisfræða og þjálfa nemendur í hagnýtu jafnréttisstarfi. Fjallað er um sögu og merkingu jafnréttishugtaksins, með sérstakri áherslu á samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða (e. gender mainstreaming) og kynjaða fjárlagagerð (e. gender budgeting). Fjallað er um birtingarform kyns og mikilvægi kynjavitundar í samfélagslegri umræðu og stefnumótun. Þá eru kynntar hugmyndir um jafnrétti margbreytileikans og samtvinnun ólíkra mismunarbreyta (e. intersectionality). Í nútímasamfélögum eru gerðar síauknar kröfur um þekkingu á jafnréttismálum. Ísland er aðili að alþjóðasamþykktum um jafnrétti og í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er kveðið á um kynjasamþættingu í stefnumótun og ákvörðunum á öllum sviðum samfélagsins. Slík samþætting krefst þekkingar á jafnréttismálum og gera jafnréttislög ráð fyrir jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum.

X

Matur og menning: (NÆR613M)

Matur er mannsins megin, uppspretta orkunnar og forsenda lífsins. En matur er líka sneisafullur af merkingu. Matarhættir veita innsýn í heimsmynd okkar, lífssýn og listfengi og matur mótar tilveru okkar, líkama, samfélag, hagkerfi, hugarfar og siðferði. Sjálfsmynd okkar og minningar eru nátengdar mat og matur er einhver mikilvægasti miðillinn fyrir samskipti okkar við annað fólk.

Í námskeiðinu skoðum við hvað fólk borðar, hvernig, hvenær, með hverjum og hvers vegna. Með þeim hætti fáum við dýrmæta innsýn í kyngervi og kynslóðir, fæðuöryggi og rétt til matar, stéttaskiptingu og menningarlegan margbreytileika, skynheim og fegurðarskyn, tækni og matvælaframleiðslu, tísku og matarkúra, matarhefðir og menningararf, tilfinningar, vináttu og fjölskyldubönd. Matarhættir tengja þannig saman menningu og náttúru, hnattvæðingu og hið staðbundna, heimilið og vinnustaðinn, fortíð og samtíð, manneskjur og örverur.

Í námskeiðinu beinum við sjónum að sambandi matarframleiðslu og neyslu á 21. öld með sérstaka áherslu á lýðheilsu, siðferðislega neyslu og sjálfbærni.

Matur og menning eru þverfagleg viðfangsefni og því er þetta námskeið kennt í samstarfi námsbrauta í þjóðfræði og matvæla- og næringarfræði.

X

Safn og samfélag: Sirkus dauðans? (SAF603M)

Fjallað verður um samfélagslegt hlutverk safna út frá margvíslegum sjónarhornum: efnahagslegum, pólitískum, menningarlegum, félagslegum og síðast en ekki síst alþjóðlegum. Fjallað verður meðal annars um hlutverk safna í hugmyndinni um þjóð, lagalegt umhverfi safna, rekstrarform, staða og hlutverk þjóðarsafna, safna í eigu sveitarfélaga, félagasamtaka og einkafyrirtækja, fjármögnun safnastarfs, stefna yfirvalda í málefnum safna, söfn og mannréttindi, söfn og áföll (trauma), kynjahugmyndir og fleira. Í námskeiðinu er einnig hugað að möguleikum safna á að virkja fólk og samfélög til þátttöku í starfsemi þeirra eins og söfnun, heimildaöflun, sýningarstjórnun, sýningargerð og annarri miðlun. Skoðuð verða innlend og erlend dæmi. Eftir því sem því verður komið við, eru farnar ein til tvær vettvangsferðir. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi.

X

Kenningar í kynjafræði (KYN211F)

Í námskeiðinu er fjallað um heimspekilegan og kenningalegan grundvöll kynjafræða og gagnrýnið og þverfræðilegt inntak þeirra. Fjallað er um birtingarform og merkingu kyns (e. sex) og kyngervis (e. gender) í tungumáli og menningu, sögu, samfélagi og vísindum. Sjónarmið fræðanna eru kynnt og tengsl þeirra við aðferðafræði. Þá eru nemendur þjálfaðir í að beita á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt fræðilegum hugtökum og aðferðum.

X

Hinseginlíf og hinseginbarátta (KYN212F)

Námskeiðið er inngangsnámskeið sem varpar ljósi á sögu hinseginfólks (sam-, tvíkynhneigðra, pansexual, transfólks og fleiri) á Íslandi, reynsluheim þeirra, baráttumál og menningu. Sagan er sett í alþjóðlegt samhengi og gerð er grein fyrir helstu vörðum í mannréttinda¬baráttunni, réttarstöðu og löggjöf. Fjallað er um mikilvæga þætti félagsmótunar¬innar, svo sem sköpun sjálfsmyndar og þróun sýnileika, samband við upprunafjölskyldu og leit að eigin fjölskyldugerð. Rætt er um muninn á samkynhneigðum fræðum og hinsegin fræðum, og kynntar eru kenningar um mótun kynferðis, kyngerva (sex og gender) og kyngervisusla (gender trouble). Vikið er að samræðu hinseginfólks við stofnanir samfélagsins og fjallað um líðan þeirra og lífsgæði. Fjallað er um þátt kynhneigðar í mótun menningar og ýmsar menningargreinar eru teknar sem dæmi um það hvernig veruleiki hinseginfólks birtist í listum og menningu. 

X

Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði (FÉL009F)

Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði. Nemandi leitar til fastráðins kennara við námsbraut í félagsfræði og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu lesnámskeiði. Kennari og nemandi setja saman leslista í upphafi annar og nemandi, í samráði við leiðbeinanda, gerir reglulega grein fyrir framgangi. Viðfangsefnið þarf að vera félagsfræðilegt. Nemandi skráir sig ekki í námskeiðið fyrr en kennari hefur samþykkt skriflega (t.d. með tölvupósti) hlutverk sitt sem leiðbeinanda.

X

Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði (FÉL091F)

Lesnámskeið í MA-námi í félagsfræði. Nemandi leitar til fastráðins kennara við námsbraut í félagsfræði og óskar eftir leiðsögn í sjálfstæðu lesnámskeiði. Kennari og nemandi setja saman leslista í upphafi annar og nemandi, í samráði við leiðbeinanda, gerir reglulega grein fyrir framgangi. Viðfangsefnið þarf að vera félagsfræðilegt. Nemandi skráir sig ekki í námskeiðið fyrr en kennari hefur samþykkt skriflega (t.d. með tölvupósti) hlutverk sitt sem leiðbeinanda.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Félagsfræði á samfélagsmiðlum

 Instagram   Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.