Skip to main content

Félagsfræði

Félagsfræði

Félagsvísindasvið

Félagsfræði

BA – 180 einingar

Félagsfræði er fræðigrein sem greinir undirstöður þjóðfélagsins og eflir skilning á ólíkum sviðum þess.

Grunnnám í félagsfræði tekur þrjú ár. Unnt er að ljúka BA–prófi í félagsfræði sem aðalgrein til 180 eininga sem þýðir að nemendur taka tiltekin skyldunámskeið en hafa þó verulegt svigrúm með valnámskeið.

Skipulag náms

X

Almenn félagsfræði (FÉL102G)

Fjallað er um hið félagsfræðilega sjónarhorn; helstu kenningar og beitingu þeirra á viðfangsefni í fortíð og samtíma. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist yfirsýn um þekkingu helstu viðfangsefnum félagsfræðinnar. Áhersla er lögð á að tengja saman kenningar og niðurstöður rannsókna. Auk umfjöllunar um klassískar kenningar, nútímavæðingu og um miðlæg hugtök á borð við félagsgerð (social structure) og menningu (culture), kynnast nemendur rannsóknum á veigamiklum viðfangsefnum, t.d. lagskiptingu, fjöldahreyfingum, skipulagsheildum, hnattvæðingu, frávikum og sjúkdómum, kynjafræði, börnum og unglingum, innflytjendamálum og lífshlaupinu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Gréta Jónsdóttir
Gréta Jónsdóttir
Félagsfræði - BA nám

Félagsfræðin er gríðarlega fjölbreytt og skemmtileg fræðigrein. Að mínu mati er helsti kosturinn við námið hversu fjölbreytt það er en nemendur hafa kost á að skipuleggja námið sitt eftir sínu áhugasviði og geta jafnframt tekið fjölbreytta valáfanga í takt við sitt áhugasvið. Það kom mér virkilega á óvart hversu góð og persónuleg kennslan er í náminu. Samskiptin á milli kennara og nemenda eru mjög góð og kennararnir eru alltaf til taks og afar hjálpsamir.  

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Félagsfræði á samfélagsmiðlum

 Instagram  Facebook

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.