
Endurnýjanleg orka
120 einingar MS-gráða
Nám í endurnýjanlegri orku er einstakt tækifæri fyrir nemendur í verkfræði, raunvísindum og hagfræði til að sérhæfa sig á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Mikil tækifæri felast í rannsóknum og þróun á endurnýjanlegum orkugjöfum, bæði á Íslandi sem og á heimsvísu, og ljóst að sjálfbær orkunýting mun verða eitt af stóru verkefnunum á þessari öld.

Um námið
Námið er vel til fallið fyrir nemendur sem stefna á starfsferil á sviði jarðhitaverkfræði, vatnsaflsverkfræði, raforkuverkfræði, jarðvísinda, og umhverfis- og auðlindafræði.
Nemendum gefst tækifæri á að vinna með vísindamönnum og verkfræðingum sem eru fremstir á sínu sviði í verkefnum tengt endurnýjanlegri orku, t.d. á sviði jarðhita, vatnsafls, raforku, og sjálfbærni.
Nemendur fá m.a. kynningu á þeim endurnýjanlegu orkugjöfum sem eru virkjaðir hér á landi með kennslu og vettvangsferðum með sérfræðingum innan sviðsins í inngangsnámskeiði í endurnýjanlegum orkufræðum.
Einnig fá þeir tækifæri til þess að vinna með fyrirtækjum hérlendis sem eru leiðandi á sviði endurnýjanlegrar orku í þverfaglegu verkefnanámskeiði þar sem nemendur með mismunandi bakgrunn í verkfræði, raunvísindum, orkuhagfræði, umhverfis- og auðlindafræði, vinna saman í hópum.

Námið er 120 ECTS eininga meistaranám sem skiptist í 20 – 30 ECTS skyldunámskeið, tengt hverju kjörsviði, sameiginlegt inngangsnámskeið í endurnýjanlegum orkufræðum og þverfaglegs verkefnis sem bindur saman námið, alls 10 ECTS. Nemendur gera svo í lokin 30-60 ECTS eininga meistaraverkefni. Utan skyldunámskeiðanna er hægt að velja úr fjölda valnámskeiða innan viðkomandi kjörsviðs og á öðrum kjörsviðum.
KJÖRSVIÐ | DEILD |
---|---|
KJÖRSVIÐ Jarðhitaverkfræði | DEILD Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild |
KJÖRSVIÐ Orkuverkfræði | DEILD Umhverfis- og byggingarverkfræðideild |
KJÖRSVIÐ Vistvæn orkuverkfræði | DEILD Rafmagns- og tölvuverkfræðideild |
KJÖRSVIÐ Jarðefnafræði | DEILD Jarðvísindadeild |
KJÖRSVIÐ Orka og sjálfbærni: stefnumótun, orkuhagfræði og umhverfi | DEILD Umhverfis- og auðlindafræði |
Inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði er mismunandi eftir hverju kjörsviði, nánari upplýsingar er hægt að sjá í kennsluskrá við hvert kjörsvið.
Sjáðu um hvað námið snýst

Að námi loknu
Nemendur með framhaldsmenntun á sviði endurnýjanlegrar orku eru eftirsóttir starfskraftar hjá orkufyrirtækjum, iðnfyrirtækjum, ráðgjafafyrirtækjum, sveitarfélögum, ráðuneytum, ríkisstofnunum, mennta- og rannsóknastofnunum.
Hvar starfa sérfræðingar á sviði endurnýjanlegrar orku?
Þeir starfa meðal annars við:
- Hönnun og framkvæmdir orkumannvirkja
- Rannsóknir á virkjanakostum
- Mat á umhverfisáhrifum virkjanaframkvæmda
- Mat á stærð og hagkvæmni orkukosta
- Rannsóknir á jarðhitageiranum
Hafðu samband
Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30
Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík
Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði
