Skip to main content

Danska - Grunndiplóma

Danska - Grunndiplóma

Hugvísindasvið

Danska

Grunndiplóma – 60 einingar

Í dönsku er lögð áhersla á að nemendur nái hratt og örugglega tökum á dönsku máli í ræðu og riti og öðlist þekkingu á dönsku samfélagi, menningu og bókmenntum.

Skipulag náms

X

Danskar samtímabókmenntir (DAN110G)

Í þessu námskeiði í dönskum samtímabókmenntum verður lögð áhersla á danskar bókmenntir eftir 2000. Með því að lesa texta sem tengjast ýmist raunsæi, töfraraunsæi, sjálfsögum, loftslagsbreytingum eða mínímalísma öðlast nemandinn þekkingu á greiningarverkfærum bókmenntafræðinnar: túlkun, stíl, grein, o.s.frv.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Berglind Ellen P. Petersen
Alexander Kristján Karlsson
Hugrún Egla
Berglind Ellen P. Petersen
Danska - BA nám

Ég ákvað að fara í dönskunám í Háskóla Íslands vegna þess að mig langaði til að öðlast víðtækari innsýn í málið, menninguna og söguna. Námið er frábært tækifæri til að nálgast það tungumál sem þú heillast af og langar að kynnast nánar. Á námsferlinum hef ég meðal annars fengið dýpri skilning og áhuga fyrir dönskum bókmenntum, málvísindum og skilvirkni í námi. Ég hef kynnst nýju fólki og fallegu umhverfi sem Veröld, hús Vigdísar, býður þér upp á. Hvort sem þú hyggur á frekara nám í Danmörku eða vilt nýta þér málið í lífi og starfi þá tel ég Hugvísindasvið HÍ vera rétta staðinn til að byrja á.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.