Skip to main content

Wuwei í Ferlinu og dygðinni og áskoranir þvermenningarlegrar heimspeki

Wuwei í Ferlinu og dygðinni og áskoranir þvermenningarlegrar heimspeki - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
18. febrúar 2020 16:00 til 17:10
Hvar 

Lögberg

Stofa 204

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Viðburðinn átti að halda 17. febrúar en var frestað til 18. febrúar kl. 16.

Wuwei í Ferlinu og dygðinni (Daodejing – Bókinni um veginn) og áskoranir þvermenningarlegrar heimspeki

Hugtakið „wuwei“ er oft þýtt sem aðgerðaleysi og álitið meðal lykilhugtaka til skilnings á hinu sígilda heimspekiriti Kínverja Daodejing. Á undanförnum öldum hafa þýðendur reynt að finna hugtakinu samræmda merkingu, ekki aðeins í Daodejing heldur í fornheimspeki Kínverja sem heild og hefur sú viðleitni dregið fram ýmis vandamál sem tengjast þvermenningarlegum skilningi.

Douglas L. Berger er prófessor í hnattrænni heimspeki og samanburðarheimspeki við Leiden Háskóla í Hollandi, þar sem hann kennir námskeið í kínverskri og indverskri heimspeki og þvermenningarlegri túlkunarfræði. Hann er aðalritstjóri Dimensions of Asian Spirituality bókaraðarinnar og fyrrum formaður Society for Asian and Comparative Philosphy.

Douglas L. Berger.

Wuwei í Ferlinu og dygðinni og áskoranir þvermenningarlegrar heimspeki