Skip to main content

Stóra LEGO - keppnin grunnskólanna 2024

Stóra LEGO - keppnin grunnskólanna 2024 - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. nóvember 2024 9:30 til 16:30
Hvar 

Háskólabíó við Hagatorg

Nánar 
Aðgangur ókeypis

LEGOkeppni grunnskólanna, First Lego League Ísland, fer fram í Háskólabíói laugardaginn 16. nóvember. 20 lið úr grunnskólum landsins keppa!

Vísindasmiðja Háskóla Íslands verður einnig með opið hús! Fjör og fræði fyrir alla fjölskylduna!

Þema keppninnar í ár er "Neðansjávar" (e. Submerged) þar sem FIRST LEGO League liðin kanna hafsbotninn og afhjúpa lög og vistkerfi hafsins með skapandi hugsun og LEGO tækni. Þátttakendur munu rannsaka undirdjúpin og koma uppgötvunum sínum á yfirborðið með áherslu á raunveruleg vandamál tengd heilsu og sjálfbærni hafsins.

Keppninni verður einnig streymt á heimasíðunni firstlego.is

Öll hjartanlega velkomin að fylgast með keppninni!

LEGOkeppni grunnskólanna, First Lego League Ísland, fer fram í Háskólabíói laugardaginn 16. nóvember. 20 lið úr grunnskólum landsins keppa! Vísindasmiðja Háskóla Íslands verður einnig með opið hús! Fjör og fræði fyrir alla fjölskylduna! Þema keppninnar í ár er "Neðansjávar" (e. Submerged) þar sem FIRST LEGO League liðin kanna hafsbotninn og afhjúpa lög og vistkerfi hafsins með skapandi hugsun og LEGO tækni. Þátttakendur munu rannsaka undirdjúpin og koma uppgötvunum sínum á yfirborðið með áherslu á raunveruleg vandamál tengd heilsu og sjálfbærni hafsins. Keppninni verður einnig streymt á heimasíðunni firstlego.is Öll hjartanlega velkomin að fylgast með keppninni!

Stóra LEGO - keppnin grunnskólanna 2024