Samfélagsleg sjálfbærni og atvinnuþátttaka eldra fólks

Norræna Húsið
Verkefnið Sustainable working life for ageing populations in the Nordic Baltic region er samstarfs- og rannsóknarverkefni sem fjármagnað er af NordForsk og lýkur á árinu 2026. Viðfangsefnið er að skoða hvernig samfélög geta tekist á við og aðlagast ört hækkandi hlutfalli eldra fólks samhliða lækkandi fæðingatíðni og öðrum samfélagsbreytingum svo sem tæknilegri þróun, en jafnframt tryggt heilbrigði og vellíðan í vinnu. Háskólinn í Uppsölum leiðir verkefnið (Svíþjóð) með Háskólanum í Vilníus (Litháen) og Háskóla Íslands. Þá koma Riga Stradins Háskólinn og Háskólinn í Tallinn að verkefninu ásamt fleiri aðilum. Markmiðið er að rannsaka og vinna með fyrirliggjandi gögn og setja fram ráðleggingar um hvernig styðja megi við, efla og bæta starfsaðstæður og atvinnuþátttöku eldra fólks.
Erindi halda Kolbeinn H. Stefánsson dósent við HÍ, Halldór S. Guðmundsson prófessor við HÍ, Antanas Kairys prófessor og Olga Zamalijeva dósent við Vilnius University, Ieva Reine rannsakandi við Uppsala University.
Boðið verður upp á léttar veitingar í Norræna Húsinu frá kl. 12:30-13:00 en áhugasamir eru beðnir um að skrá sig hér:
Skráning á málþing og veitingar
Málþing um : Samfélagslega sjálfbærni og atvinnuþátttöku eldra fólks
Hvenær:
- Reykjavík, 14. janúar 2026, kl. 13:00 – 16:00, í Norræna húsinu.
- Akureyri, janúar 2026, kl. 13:00 – 16:00, Hamrar, Menningarhúsinu Hofi.
Tungumál: Íslenska og enska – á staðnum verður dreift stuttri samantekt á íslensku um megniumfjöllun hvers erindis.
Tími: Dagskrá:
12:30-13:00 Kaffi og hádegisbiti
13:00-13:10 Setning og ör-kynning á Age-Swap rannsónarverkefninu.
13:10-13:20 Ávörp: Í Norræna húsinu: Margrét Guðnadóttir forstöðumaður Miðstöðvar í öldrunarfræðum. Í Hofi – Akureyri: Björn Snæbjörnsson formaður Landssambands eldri borgara.
13:20-13:50 Kolbeinn H. Stefánsson, dósent HÍ.
Þátttaka eldra fólks á vinnumarkaði, starfslok og sveigjanleiki á síðustu 20 árum.
13:50-14:15 Halldór S. Guðmundsson, prófessor.
Samfélagsleg sjálfbærni vinnumarkaðar: áskoranir, tækifæri og virkni eldra fólks.
14:15-14:30 Kaffihlé
14:30-15:00 Antanas Kairys prófessor og Olga Zamalijeva dósent við Háskólann í Vilníus. Sustainable Working-life for Ageing Populations: Insights from Lithuania
15:00-16:30 Ieva Reine, rannsakandi við Háskólann í Uppsölum.
Ageing and Sustainable Working Lives in the Nordic-Baltic Region: Key Evidence and Recommendations for Policy and Practice
15:30-16:00 Spurningar og umræða.
Lok málþingsins.
Samhliða hækkandi aldri í samfélögum okkar hefur áskorunin um að skapa sjálfbært, heilbrigt og inngildandi starfsumhverfi fyrir fólk 50 ára og eldra aldrei verið brýnni
