Skip to main content

Ráðstefna: Framhaldsskólinn í brennidepli

Ráðstefna: Framhaldsskólinn í brennidepli - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
8. febrúar 2019 13:30 til 16:30
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Bratti

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Rannsóknastofa um þróun skólastarfs og rannsóknarhópur um starfshætti í framhaldsskólum í samstarfi við veftímaritið Netlu bjóða til ráðstefnu í tilefni af útgáfu sérrits sem hefur að geyma niðurstöður úr rannsókninni, Starfshættir í framhaldsskólum ásamt fleiri greinum.

Dagskrá

13.30-13.45 Kynning á rannsóknum og dagskrá ráðstefnunnar. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

13.45-14.25 Kerfið og námsumhverfið í kennslustofunum. Guðrún Ragnarsdóttir, Elsa Eiríksdóttir, Jón Torfi Jónasson, Anna Kristín Sigurðardóttir og Sigrún Harpa Magnúsdóttir kynna greinar um ytri kröfur til skóla, stjórnun skóla, togstreitu milli bóknáms og starfsnáms og námsumhverfið. Kolfinna Jóhannesdóttir sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun bregst við með nokkrum athugasemdum og spurningum til höfunda. Samræða milli höfunda og rýnis.

14.25-15.15 Kennsluhættir. Ingvar Sigurgeirsson, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, Elsa Eiríksdóttir, Gerður G. Óskarsdóttir, Hafdís Ingvarsdóttir, Ásta Henriksen og Valgerður S. Bjarnadóttir kynna greinar um kennsluhætti í framhaldsskólum. Ingibjörg Karlsdóttir framhaldsskólakennari og starfsmaður Félags framhaldsskólakennara bregst við með nokkrum athugasemdum og spurningum til höfunda. Samræða milli höfunda og rýnis.

15.35-16.15 Markaðsvæðing, skólaval og brotthvarf. Berglind Rós Magnúsdóttir, Unnur Edda Garðarsdóttir, Ásgerður Bergsdóttir, Kristjana Stella Blöndal og Atli Hafþórsson kynna greinar um framhaldsskólaval, ólíkan félagslegan veruleika nemenda og margbreytilegt brotthvarfsnemenda.

16.15 Slit ráðstefnu. Þuríður J. Jóhannsdóttir, dósent og ritstjóri Sérrits Netlu.

Slóð að sérritinu

Slóð að Panoptóstreymi