Skip to main content

Miðbiksmat í umhverfisfræði - Anna Kristín Einarsdóttir

Miðbiksmat í umhverfisfræði - Anna Kristín Einarsdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. janúar 2026 12:00 til 13:00
Hvar 

VR-II

Stofa 148

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Streymi

Heiti ritgerðar: Gott líf innan orkumarka: Orkunotkun og vellíðan á Íslandi (Living well within energy limits: Energy consumption and well-being in Iceland)

Nemandi: Anna Kristín Einarsdóttir

Doktorsnefnd: 
Dr. Jukka Heinonen, prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands
Dr. Kevin Dillman, nýdoktor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands
Dr. Marta Rós Karlsdóttir, Framkvæmdastýra, Baseload Power á Íslandi

Ágrip

Orkunotkun, bæði bein og óbein í gegnum vörur og þjónustu, er grundvöllur þeirra innviða og samfélagskerfa sem gera okkur kleift að lifa góðu lífi. Frá því um miðja 20. öld hefur orkunotkun á heimsvísu vaxið hratt, að stórum hluta knúin áfram af auðugum löndum og einstaklingum. Þessi þróun hefur haft afgerandi áhrif á loftslagsbreytingar og önnur þolmörk jarðar. Áherslur loftslagsstefna hefur beinst að orkuskiptum og orkunýtni, en sífellt fleiri rannsóknir benda til þess að slíkar aðgerðir einar og sér dugi ekki til. Rannsóknir sýna einnig svokölluð mettunaráhrif, þar sem aukin orkunotkun leiðir aðeins til takmarkaðs ávinnings lífsgæða, sem undirstrikar mikilvægi nægjusemi. Verkefnið skoðar tengsl orkunotkunar og huglægrar vellíðunar á Íslandi, sem er hátekjusamfélag með lítinn tekjuójöfnuð, há lífsgæði og endurnýjanlega orkuframleiðslu. Þrátt fyrir hreina innlenda orkuframleiðslu hefur Ísland hátt kolefnisfótspor, og því tilvalið til að skoða takmarkanir tæknilausna og hlutverk eftirspurnarmiðaðra aðgerða. Kerfisbundin fræðileg samantekt dregur saman megindlegar rannsóknir á tengslum orkunotkunar og vellíðunar. Þá eru neysludrifin orkufótspor íslenskra heimila reiknuð út (n ≈ 1.500), sundurliðuð eftir neysluflokkum og tengd félags- og efnahagslegum breytum og vellíðan með aðhvarfsgreiningu. Eigindleg viðtöl verða síðan framkvæmd þar sem einblínt verður á einstaklinga sem lifa innan orkumarka. Niðurstöður sýna að orkufótspor á Íslandi eru há og tiltölulega jafnt dreifð milli tekjuhópa, þar sem húsnæði og bílanotkun vega þyngst. Merki eru um að mettun hafi náðst í íslensku samhengi. Heildarmarkmið verkefnisins er að varpa ljósi á hvernig hægt er að lifa góðu lífi innan orkumarka í hátekjusamfélögum og hvaða lærdóm megi draga fyrir stefnumótun sem styður við nægjusemi í loftslags- og orkustefnu.

Anna Kristín Einarsdóttir

Miðbiksmat í umhverfisfræði - Anna Kristín Einarsdóttir