Málþing til heiðurs Ragnari Aðalsteinssyni

Hvenær
2. apríl 2025 16:00 til 17:00
Hvar
Aðalbygging
Hátíðasalur
Nánar
Aðgangur ókeypis
Í tilefni af 90 ára afmæli Ragnars Aðalsteinssonar í júní nk., mun Mannréttindastofnun Háskóla Íslands í samstarfi við Rétt - Aðalsteinsson & Partners standa fyrir málþingi í Hátíðarsal Aðalbyggingar HÍ miðvikudaginn 2. apríl nk. kl. 16:00.
Erindi flytja:
Auður Jónsdóttir rithöfundur
Ólafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari
Brynhildur Flóvenz dósent emerita við Lagadeild Háskóla Íslands og formaður MHÍ
Ragnar Tómas Árnason aðjúnkt við Lagadeild HÍ og fyrrverandi hæstaréttarlögmaður
Að málþingi loknu býður Réttur - Aðalsteinsson & Partners upp á léttar veitingar.
Málþing í tilefni af 90 ára afmæli Ragnars Aðalsteinssonar.
