Skip to main content

Maður í eigin bíómynd

Maður í eigin bíómynd - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
28. nóvember 2023 16:00 til 17:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Auðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Námsgrein í sænsku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands efnir til fyrirlesturs Ágústs Guðmundssonar leikstjóra um eigin skáldsögu sem nefnist Maður í eigin bíómynd og fjallar um sænska kvikmyndaleikstjórann Ingmar Bergman. Ágúst hóf skrif bókarinnar á listamannasetri Bergmans á Fårö þar sem margar frægar senur úr kvikmyndum Bergmans hafa verið teknar upp.

Mikael Nils Lind, aðjunkt í sænsku við Mála- og menningardeild, flytur einnig stutt erindi en hann vinnur nú að sænskri þýðingu á bókinni.

Haldið í Auðarsal í Veröld þann 28. nóvember og hefst kl. 16:00.

Ágúst Guðmundsson.

Maður í eigin bíómynd