LED Nordic: Ráðstefna um hönnun námsumhverfis á Norðurlöndum

Edda
Fyrirlestrarsalur Edda
LED Nordic: Ráðstefna um hönnun námsumhverfis á Norðurlöndum haldin í Eddu miðvikudaginn 15. apríl 2026 frá kl. 9:00 til 12:00. Hádegisverður í Sögu og skoðunarferðir að ráðstefnu lokinni verða einnig í boði.
Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á fæti eða neti á ráðstefnu ætlaða öllum sem láta sig hönnun og rannsóknir á námsumhverfi í skólabyggingum varða, þar á meðal rannsakendum, fulltrúum ríkis og sveitarfélaga, stjórnendum í menntakerfi og skólum, kennurum, arkitektum og hönnuðum.
Ráðstefna er liður í norræna rannsóknar- og þróunarverkefninu LED Nordic um áhrif hönnunar á námsumhverfi á kennslu, nám og velferð frá norrænu sjónarhorni eða LED Nordic - Impact of Learning Environment Design on Teaching, Learning, and Wellbeing: A Nordic Perspective, Nordpuls Horizontal-verkefni 2024 til 2026 byggt á þátttöku rannsakenda, sveitarfélaga og framleiðenda frá Norðurlöndunum fimm.
Markmið með ráðstefnunni er styrkja þverfagleg tengsl fagfólks og sérfræðinga í hönnun og rannsóknum á umhverfi skólastarfs.
Staðsetning: Dagskráin fer fram í fyrirlestrarsal Eddu, húsi íslenskunnar og boðið verður upp á streymi um tengil sem sendur verður skráðum þátttakendum.
Helstu þættir dagskrár:
Kynningar gestgjafa við Háskóla Íslands og hjá Reykjavíkurborg á nýstárlegu og breytilegu umhverfi náms og kennslu í nýlegum byggingum íslenskra grunnskóla.
Yfirlit um athyglisverðustu þætti norræna samvinnuverkefnisins LED Nordic 2024 til 2026, þar á meðal niðurstöður samantektar á rannsóknum á námsumhverfi norrænna skólabygginga ásamt ljósmyndayfirlitum frá skólaheimsóknum í nýstárlegar skólabyggingar í á Norðurlöndum.
Erindi gestafyrirlesarans Jennifer Charteris frá New England-háskóla í Ástralíu um enduskipan rýma í skólum, endurhönnun og endurskoðun hugmynda um nám og kennslu auk umfjöllunar skólastjóra af innlendum vettvangi um starf í nýstárlegu námsumhverfi.
Hádegisverður og skoðunarferðir: Hádegisverður án endurgjalds og stutt skoðunarferð um nýuppgerð húsakynni Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í Sögu verða í boði eftir að dagskrá í Eddu lýkur. Einnig verður mögulegt að taka þátt í skoðunarferð um grunnskólabyggingu með nýju sniði á höfðuborgarsvæðinu síðar sama dag (mögulega þarf að takmarka fjölda og láta röð skráninga ráða þátttöku).
Dagsetning: Miðvikudag 15. apríl 2026 kl. 9:00 til 12:00
Skráning: Til föstudags 10. apríl 2026, sjá hér: REGISTRATION FORM
Tungumál: Enska
Aðgengi: Aðgengi fyrir öll í húsakynnum Eddu og Sögu
Staðsetning: Fyrirlestrarsalur í Eddu – Húsi íslenskunnar, Arngrímsgötu 5, Reykjavik
Vefslóð til þátttöku á neti: Verður dreift í kjölfar skráningar
Skipulag: Háskóli Íslands, Menntavísindasvið og Reykjavíkurborg í samvinnu við LED Nordic undir forystu Háskólans í Jyväskylä. Skólastjórafélag Íslands á einnig aðild að viðburðinum.
Gjald: Ráðstefnan, veitingar og skoðunarferðir eru án endurgjalds
Frekari upplýsingar:
Umsjón á Íslandi:
Torfi Hjartarson dósent
torfi@hi.is
Menntavísindasvið
Háskóli Íslands
Umsjón með LED Nordic-verkefni:
Dr. Tiina Mäkelä
tiina.m.makela@jyu.fi
Finnish Institute for Educational Research
University of Jyväskylä