Skip to main content

Kvikmyndasýning: Le conseguenze dell'amore

Kvikmyndasýning: Le conseguenze dell'amore - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
27. mars 2025 18:30 til 20:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Auðarsal

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Námsgrein í ítölsku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands sýnir kvikmyndina Le conseguenze dell'amore (2004) í Auðarsal í Veröld, fimmtudaginn 27. mars kl. 18:30. Myndin verður sýnd á ítölsku með enskum texta. Verið öll velkomin og aðgangur ókeypis.

Le conseguenze dell'amore er í leikstjórn Paolo Sorrentino og með aðalhlutverk fer Toni Servillo. Í myndinni er fylgst með Titta Di Girolamo, dularfullum manni sem lifir einangruðu lífi á hóteli í Sviss. Þegar ástin kemur óvænt inn í tilveru hans, tekur líf hans ófyrirsjáanlega stefnu með hættulegum afleiðingum.

Námsgrein í ítölsku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands sýnir kvikmyndina Le conseguenze dell'amore (2004) í Auðarsal í Veröld, fimmtudaginn 27. mars kl. 18:30.

Kvikmyndasýning: Le conseguenze dell'amore