Skip to main content

Hver er félagsleg staða einstaklinga í langtíma eftirmeðferð vegna vímuefnaröskunnar?

Hver er félagsleg staða einstaklinga í langtíma eftirmeðferð vegna vímuefnaröskunnar?  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
23. apríl 2025 12:00 til 13:00
Hvar 

Borgartúni 27, 2. hæð (húsnæði BHM)

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðistofnuninni er vímuefnaröskun einn alvarlegasti heilbrigðisvandinn sem við glímum við. Megin einkenni eru fíkn, stjórnleysi og afneitun. Góðu fréttirnar eru þær að röskunin/sjúkdómurinn er meðhöndlegur og meðferð virkar. Engu að síður má gera ráð fyrir bakföllum eftir að einstaklingur hefur fengið bata eftir meðferð eins og með aðra króníska sjúkdóma. Afleiðingar þessa heilbrigðisvanda eru oft líkamleg veikindi og fjölþættur félagslegur vandi sem kerfst úrlausna þegar meðferð er lokið. Í mörgum tilfellum búa einstaklingar við heimilisleysi við komu í meðferð sem er áskorun við útskrift ásamt mörgum öðrum hindrunum í upphafi batagöngunnar. Áskoranir eru fjölmargar að meðferð lokinni sem tengjast atvinnu, framfærslu, almennri virkni, menntun, tengslaneti og húsnæði. Í erindunum verður fjallað um félagslega stöðu einstaklinga sem hafa verið í framhladsmeðferð hjá Samhjálp og Krísuvíkursamtökunum og þær hindranir sem það fólk mætir að lokinni meðferð. Samanlagt fara um það bil 170 einstaklingar í meðferð hjá umræddum meðferðarstöðvum og er helmingur þeirra öryrkjar, fáir í föstu starfi og eru notendur fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga, flestir með grunnskólamenntun og húsnæðislausir við komu í meðferð.

Erla Björg Sigurðardóttir, lektor í félagsráðgjöf og framkvæmdarstýra á áfangaheimili fyrir konur, Helena Gísladóttir, dagskrárstjóri meðferðar Krýsuvíkursamtakanna og MA-nemi í félagsráðgjöf og Sara Karlsdóttir löggiltur áfengis og vímuefnaráðgjafi og dagskrárstjóri meðferðar hjá Samhjálp fjalla um félagslega stöðu einstaklinga í langtíma meðferð vegna vímuefnaröskunnar í erindum sínum.

Viðburðurinn er haldinn í samvinnu Félagsráðgjafardeildar HÍ og Félagsráðgjafafélags Íslands

Viðburðinum verður streymt:

Join the meeting now

Meeting ID: 361 598 260 257

Passcode: oW9Nk6fw