Skip to main content

Fyrirlestur um daoíska hugmynd fornkínverska hugsuðarins Zhuangzi um „sanna uppgerð“

Fyrirlestur um daoíska hugmynd fornkínverska hugsuðarins Zhuangzi um „sanna uppgerð“ - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
26. október 2017 12:00 til 13:10
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Stofa 108

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Paul J. D´Ambrosio flytur fyrirlestur á vegum Konfúsíusarstofnunar og Heimspekistofnunar í Veröld 108 fimmtudaginn 26. október kl. 12:00-13:10.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um hina daoísku hugmynd um "sanna uppgerð" sem á uppruna sinn í verkum fornkínverska hugsuðarins Zhuangzi en hugmynd þessi er andsvar við kröfu konfúsíanista um "heilindi" eða "einlægni" og er hér túlkuð sem leið til að viðhalda andlegu jafnvægi í tilvistarháttum samfélaga samtímans.

Paul J. D´Ambrosio kennir kínverska heimspeki við East China Normal University (Huadong shifan daxue) í Shanghai, Kína. Hann hefur skrifað bækur og fjölmargar ritgerðir um daoisma og konfúsíanisma auk þess sem hann er virkur þýðandi kínverskra heimspekirita yfir á ensku

Paul J. D´Ambrosio