Febrúarbrautskráning 2026

Háskólabíó
Febrúarbrautskráning kandídata frá Háskóla Íslands fer fram í Háskólabíói föstudaginn 20. febrúar kl. 15. Kandídatar fá þá afhent prófskírteini sín við hátíðlega athöfn.
Kandídötum er ætlað afmarkað svæði og eru beðnir um að mæta ekki síðar en kl. 14.30. Hver kandídat verður með númerað sæti sem kemur fram á nafnalista sem afhentur verður með dagskrá við innganginn og er sætaskipan í samræmi við afhendingu prófskírteina.
Umsjónarfólk verður á staðnum til að leiðbeina um sætaskipan.
Prófskírteini verða afhent í röð eftir fræðasviðum:
- Félagsvísindasvið
- Heilbrigðisvísindasvið
- Hugvísindasvið
- Menntavísindasvið
- Verkfræði- og náttúruvísindasvið.
Kandídatar fá send rafræn bréf með nánari upplýsingum.
Febrúarbrautskráning kandídata frá Háskóla Íslands fer fram í Háskólabíói föstudaginn 20. febrúar kl. 15. Kandídatar fá þá afhent prófskírteini sín við hátíðlega athöfn.
