Doktorsvörn í vistfræðilíkönum - Paul N. Frater
Veröld - Hús Vigdísar
023
Vörninni verður streymt: https://www.youtube.com/user/HIvarp/live
Doktorsefni: Paul N. Frater
Heiti ritgerðar: Vandamál og mikilvægi aldurs- og lengdargagna í líkanagerð innan fiskifræði.
Andmælendur:
Dr. Sarah Gaichas, Fiskifræðingur hjá National Oceanic and Atmospheric Administration í Bandaríkjunum.
Dr. Cóilín Minto, sérfræðingur í megindlegri vistfræði við Galway-Mayo Institute of Technology á Írlandi.
Leiðbeinandi: Dr. Gunnar Stefánsson, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands.
Einnig í doktorsnefnd:
Dr. Bjarki Elvarsson, sérfræðingur hjá, Hafrannsóknastofnun
Dr. Rick Methot, vísindamaður fiskistofna við National Oceanic and Atmospheric Administration í Bandaríkjunum.
Doktorsvörn stýrir: Dr.Oddur Ingólfsson, prófessor og deildarforseti Raunvísindadeildar Háskóla Íslands.
Ágrip:
Gögn um aldur og lengd fiska, ásamt vísitölum úr stofnmælingum, eru undirstöðuupplýsingar í fiskifræði. Mælingum á aldri og lengd hefur verið safnað síðan rannsóknir hófust á fiskum og fiskistofnum á nítjándu öld. Þessi gögn um aldurs- og lengdarsamsetningu eru nauðsynleg til að meta vöxt, afföll, valmynstur og nýliðun fiskistofna. Þrátt fyrir mikilvægi þessara gagna fyrir líkön í fiskifræði eru enn til staðar ýmis vandamál sem fylgt hafa gögnum um samsetningu alveg frá upphafi.
Þessi ritgerð fjallar um helstu mál sem tengjast notkun gagna um samsetningu í fiskilíkönum, auk mikilvægis þeirra í samþættum stofnlíkönum. Í ritgerðinni eru fimm kaflar: Fyrstu tveir fjalla um vandamál sem tengjast aldurs- og lengdargögnum við mat á vexti, sá þriðji fjallar um breytileika vaxtar þorsks (Gadus morhua L.) í tíma og rúmi umhverfis Ísland. Síðustu tveir kaflarnir fjalla um mikilvægi aldurs- og lengdargagna í samþættum stofnlíkönum vegna áhrifa gagnanna á bæði punktmat og óvissumat. Á heildina litið hefur sú vinna sem hér er lýst þróað nokkurn skilning á mikilvægi samsetningargagna með því að:
- Sýna nýjar hliðar á valmynstursbjaga sem eykur bjaga sem var þó áður þekktur
- Samanburði aðferða til að leiðrétta þennan bjaga
- Lýsa á nýjan hátt breytileika vaxtar þorsks í tíma og rúmi
- Sýna á kerfisbundinn hátt mikilvægi aldurs- og lengdargagna bæði fyrir punktmat og óvissu metla í samþættum stofnmatslíkönum.
Um doktorsefnið:
Paul hefur starfað sem rannsóknarmaður á Wisconsin Department of Natural Resources og fyrirlesari í vistfræði við University of Wisconsin-Stout (Wisconsin, Bandaríkunum). Paul lauk meistaraprófi frá Iowa State Háskóla í þróunarvistfræði með áherslu á vistfræði graslendis. Hann býr nú í Wisconsin, Bandaríkunum með eiginkonu og tveimur sonum.
Paul N. Frater