Doktorsvörn í viðskiptafræði - Stella Stefánsdóttir
Veröld - Hús Vigdísar
Þann 25. ágúst ver Stella Stefánsdóttir doktorsritgerð sína Lykilþættir við tilurð og mótun á árangursríku samstarfi um opna nýsköpun á vöruþróunarferli nýrra vara (e. Key enabling elements of productive open innovation during NPD process: A comparative case analysis). Vörnin fer fram í Veröld - Húsi Vigdísar kl. 14:00 og er öllum opin.
Andmælendur eru dr. Anna Öhrwall Rönnbäck, prófessor í department of Social Sciences, technology and arts í Luleå University of Technology og dr. Juliana Hsuan, prófessor í department of operations management í Copenhagen Business School.
Leiðbeinandi er dr. Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Í doktorsnefnd sitja auk Runólfs Smára, dr. John K. Christiansen, prófessor við department of Operations Management í Copenhagen Business School og dr. Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson prófessor í iðnaðarverkfræði við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands.
Vörninni stjórnar dr. Gylfi Magnússon, deildarforseti Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands.
Um rannsóknina
Doktorsrannsóknin veitir innsýn í skilning og samspil mismunandi þátta við mótun og tilurð opinnar vöruþróunar. Rannsóknin er byggð á kenningum um opna nýsköpun og vöruþróunarferli. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingu um að einstaklingar gegni lykilhlutverki við tilurð og mótun á árangursríku opnu samstarfi á vöruþróunarferli. Aðstæður fyrir árangursríkt samstarf geta skapast þegar einstaklingar, sem lagt er til að kallaðir séu solution champions, standa frammi fyrir hagrænu vandamáli sem snertir þá og finna ákafan hvata til að leysa vandamálið, m.a. með samstarfi. Niðurstöðurnar gefa jafnframt til að kynna að fyrir utan einstakinginn hafi val á samstarfsaðilum, innri og ytri hvatar að samstarfi, umgjörð vöruþróunar og nýsköpunarmenning áhrif á tilurð og mótun samstarfs og framvindu nýsköpunar í vöruþróun í átt að lausn.
Fræðilegt framlag rannsóknarinnar felst í að varpa ljósi á, auka skilning og setja fram viðmið um tilurð og mótun á samstarfs, hvata að samstarfi og hvernig samstarfsaðilar laðast hver að öðrum og veljast saman. Hagnýting rannsóknarinnar getur falist í auknum skilningi stjórnenda á opnu vöruþróunarferli, þáttum sem ýta undir árangursríkt samstarf og skipta máli við val á samstarfsaðilum. Aukinn skilningur getur ýtt undir tilurð og mótun á árangursríku samstarfi um nýsköpun á vöruþróunarferli fyrirtækja.
Um doktorsefnið
Stella Stefánsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1969 og er viðskiptafræðingur (cand.oecon) frá Háskóla Íslands með meistaragráðu (M.Sc.) í lógistik og nýsköpun frá Copenhagen Business School. Hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hefur m.a. starfað sem alþjóðlegur vörustjóri fyrir gervifætur í þróunardeild Össurar, verið stjórnunar- og rekstrarráðgjafi hjá Deloitte & Touche og VSÓ - ráðgjöf, verið framkvæmdastjóri Hvalasýningarinnar og starfað í markaðsdeild hjá Robert Bosch í Þýskalandi. Stella hefur einnig setið í fagráðum Tækniþróunarsjóðs og Nordic Innovation. Hún er núna formaður stjórnar Hönnunarsafns Íslands, formaður umhverfisnefndar í Garðabæ, varabæjarfulltrúi og situr í stjórn Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins. Stella er gift Sigsteini Páli Grétarssyni og á fjórar dætur.
Þann 25. ágúst ver Stella Stefánsdóttir doktorsritgerð sína Lykilþættir við tilurð og mótun á árangursríku samstarfi um opna nýsköpun á vöruþróunarferli nýrra vara (e. Key enabling elements of productive open innovation during NPD process: A comparative case analysis).