Skip to main content

Doktorsvörn í umhverfis- og auðlindafræði - Tom Barry

Doktorsvörn í umhverfis- og auðlindafræði - Tom Barry - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
27. janúar 2021 10:00 til 12:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Streymi: https://livestream.com/hi/doktorsvornthomasbarry

Doktorsefni: Tom Barry

Heiti ritgerðar: Norðurskautsráðið: Afl breytinga? (The Arctic Council An Agent of Change?)

Andmælendur:
Dr. Timo Koivurova, rannsóknarprófessor við University of Lapland, Finnlandi
Dr. Guðmundur S. Alfreðsson, prófessor emeritus við Háskólann á Akureyri

Leiðbeinandi: Dr. Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í Umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands.

Einnig í doktorsnefnd:
Dr. Oran Young, prófessor emeritus við Bren School of Environmental Science and Management, University of California, Santa Barbara, Bandaríkjunum
Dr. Níels Einarsson, forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, Akureyri

Doktorsvörn stýrir: Dr. Arnar Pálsson, prófessor og varadeildarforseti Líf- og umhverfisvísindadeildar Háskóla Íslands

Ágrip

Landfræðilegt og pólitískt mikilvægi norðurslóða fer vaxandi á sama tíma og loftslagsbreytingar hafa í för með sér aukið umhverfis- og samfélagslegt álag bæði á ríki norðurslóða og stjórnkerfið þar sem málefni norðurslóða eru tekin fyrir. Norðurskautsráðið er megin stjórnvettvangur Norðurskautsríkja og samtaka frumbyggja og er markmið þess að stuðla að samvinnu, samhæfingu og samskiptum. Þessi ritgerð skoðar þróun Norðurskautsráðsins með tilliti til hvernig það bregst við ofangreindum áskorunum. Drifkraftar og hindranirnar á virkni stofnana ráðsins eru kannaðar og í gegnum linsu líffræðilegrar fjölbreytni er skoðað hvernig þessir þættir geta hindrað eða stuðlað að framgangi þeirra mála sem ráðið var stofnað til að takast á við, þ.e.a.s. umhverfisvernd og sjálfbær þróun. Þetta er gert með því að skoða aðgerðir sem nauðsynlegar eru til að tryggja sjálfbæra verndun lífríkis og stjórnun líffræðilegs fjölbreytileika norðurslóða; að greina hindranir fyrir árangri ráðsins við að ná markmiðum sínum; og greina aðferðir sem ráðið leitast við að nota til að ná markmiðum sínum.

Um doktorsefnið

Tom Barry er landfræðingur að mennt. Hann er með BA-gráðu í landfræði og fornleifafræði og meistaragráðu í landfræði frá University College Cork á Írlandi. Tom er framkvæmdastjóri CAFF (Conservation of Arctic Flora and Fauna), vinnuhóps Norðurskautsráðsins um verndun lífríkis og líffræðilegs fjölbreytileika á norðurslóðum. Tom hefur fjölbreytta starfsreynslu af innlendum og alþjóðlegum vettvangi hvað varðar stefnumótun og skipulag verkefna. Hann hefur unnið með fjölbreyttum hagsmunaaðilum á norðurslóðum til að tryggja að náttúruvernd sé forgangsverkefni í stefnumótun og alþjóðlegum umhverfissamningum.

Tom Barry

Doktorsvörn í umhverfis- og auðlindafræði - Tom Barry