Skip to main content

Doktorsvörn í sálfræði - Sofia Krasovskaya

 Doktorsvörn í sálfræði - Sofia Krasovskaya - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
6. október 2023 11:00 til 15:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Auðarsalur VHV-023

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Föstudaginn 6. október 2023 ver Sofia Krasovskaya  doktorsritgerð sína í sálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Hvernig skilja má sjónskynjun og sjónræna athygli með augnhreyfingum: Kenningaleg og aðferðafræðileg nálgun.  (Improving Spatiotopic Models of Vision using Retinotopic Input and Vector-based Saccadic Generation: A theoretical and methodological framework for the study of attentional control settings).
Andmælendur eru dr. Þór Eysteinsson, prófessor við Læknadeild, og dr. Heiner Deubel, prófessor emeritus við Ludwig Maximilian University í München.  Umsjónarkennari var dr. Árni Kristjánsson, prófessor við Sálfræðideild, og leiðbeinandi var dr. W. Joseph MacInnes, lektor við Háskólann í Swansea, Bretlandi. Auk þeirra sat Árni Gunnar Ásgeirsson, dósent við Háskólann á Akureyri, í doktorsnefnd.     

Dr. Ragnar Pétur Ólafsson, prófessor og deildarforseti Sálfræðideildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Veröld, Auðarsal VHV-023, og hefst kl. 11.00. 

Um doktorsefnið

Sofia Krasovskaya fæddist í Moskvu árið 1992. Hún lauk BA-prófi í málvísindum frá Kelantan State International School in Malaysia árið 2013. Árið 2016 hóf Sofia mastersnám í hugrænum taugavísindum (Cognitive Neuroscience) við Higher School of Economics (HSE) í Moskvu. Hún lauk MSc.-prófi 2018 með láði. Hún hóf doktorsnám í lífeðlisfræðilegri sálfræði við sama skóla 2018, en flutti sig síðan yfir til Sálfræðideildar Háskóla Íslands 2021 þar sem hún vinnur að doktorsgráðu sinni við rannsóknamiðstöð í sjónskynjun (www.visionlab.is). Áhugasvið Sofiu innan skynjunarvísindanna lúta meðal annars að samspili athygli og augnhreyfinga, djúptauganetum, auk ýmissa aðferða við rannsóknir á augnhreyfingum og taugamyndgreiningu.

Sofia Krasovskaya ver doktorsritgerð sína í sálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands föstudaginn 6. október.

 Doktorsvörn í sálfræði - Sofia Krasovskaya