Doktorsvörn í rafmagns- og tölvuverkfræði - Han Van Nguyen
Aðalbygging
Hátíðasalur
Doktorsefni: Han Van Nguyen
Heiti ritgerðar: Óleiðbeindar djúpnámsaðferðir til þess að skerpa og suðsía fjarkönnunarmyndir.
Andmælendur: Dr. Danfeng Hong, prófessor við Aerospace Information Research Institute, Chinese Academy of Sciences, Kína.
Dr. Farid Melgani, prófessor við Department of Information Engineering and Computer Science, University of Trento, Ítalíu.
Leiðbeinendur Dr. Magnús Örn Úlfarsson, prófessor við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild HÍ
Dr. Jóhannes Rúnar Sveinsson, prófessor við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild HÍ.
Einnig í doktorsnefnd:
Dr. Mauro Dalla Mura, GIPSA-lab, Signal and Image Department, Grenoble Institute of Technology (INP), Frakkland.
Doktorsvörn stýrir: Dr. Lotta María Ellingsen dósent og deildarforseti Rafmagns- og tölvuverkfræðideildar HÍ.
Ágrip
Ljósfræðileg fjarkönnun (RS) notar myndskynjara til að taka myndir af yfirborði jarðar. Þessir myndskynjarar eru festir á gervihnetti eða flugvélar og fanga sýnilega, nær-innrauða og stuttbylgju-innrauða geislun sem endurkastast frá yfirborði jarðar. Ljósfræðileg fjarkönnunarmyndkerfi eru skilgreind útfrá fjölda tíðnibanda og helstu tegundir mynda eru margrása myndir (e. multispectral images (MSI)), og fjölrásamyndir (e. hyperspectral images (HSI)). Af verkfræðilegum og eðlisfræðilegum ástæðum hafa þessar myndir rýmisupplausn (e. spatial resolution) sem er tíðniháð og einnig innihalda þessar myndir oft suð. Í þessari ritgerð er lögð áhersla á að auka gæði MSI og HSI bæði með því að suðsía þær (e. denoising) og auka rýmisupplausn þeirra með myndsambræðslu (skerping) (e. image fusion). Þessi ritgerð er þróar nýjar aðferðir sem eru byggðar á því að nota óleiðbeindar djúpnámsaðferðir (e. deep learning) sem byggja á földunarnetum (e. convolution neural networks) til að suðsíða og skerpa MSI og HSI myndir. Til þess að þróa þessar aðferðir eru notaðar hugmyndir frá merkjafræði og tölfræði eins og t.d., notkun á tíðnisvörun myndskynjarana, SURE (e. Stein's unbiased risk estimator), rýr merkjafræði (e. sparse signal processing), og að fjarkönnunarmyndir "lifa" oft í stærðfræðilegu rúmi af miklu lægri vídd en þær eru teknar á.
Um doktorsefnið
Han Van Nguyen fæddist 1985 í Hai Duong, Vietnam. Hann lauk BS gráðu í upplýsinga- og fjarskiptaverkfræði frá Háskólanum í Hanoi, í Hanoi árið 2008 og lauk síðan MS gráðu árið 2014 í upplýsinga- og fjarskiptaverkfræði frá Háskólanum í Chosun í Suður Koreu. Hann hóf doktorsnám við rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands árið 2019. Frá árinu 2010 hefur hann verið stundakennari við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Nha Trang Háskóla í Vietnam. Rannsóknaráherslur Han Van Nguyen eru merkjafræði, fjarkönnun, vélræn lærdómur, og djúpur lærdómur.
Han Van Nguyen