Doktorsvörn í rafmagns- og tölvuverkfræði - Bin Zhao

Aðalbygging
Hátíðarsalur
Streymi: https://livestream.com/hi/doktorsvornbinzhao
Doktorsefni: Bin Zhao
Heiti ritgerðar: Suðsíun fjölrása mynda með víddarfækkandi aðferðum (Hyperspectral Image Denoising Using Low-Rank Based Methods)
Andmælendur: Dr. Javier Plaza Miguel, prófessor við Hyperspectral Computing Laboratory, University of Extremadura, Spáni
Dr. Björn Waske, prófessor við Institute of Computer Sciences, Remote Sensing Working Group, University of Osnabrück, Þýskalandi
Leiðbeinendur: Dr. Jóhannes R. Sveinsson, prófessor við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands
Dr. Magnús Örn Úlfarsson, prófessor og deildarforseti Rafmagns- og tölvuverkfræðideildar Háskóla Íslands
Einnig í doktorsnefnd: Dr. Jocelyn Chanussot, prófessor við Grenoble Institute of Technology in Grenoble, Frakklandi
Doktorsvörn stýrir: Dr. Jakob Sigurðsson, dósent og staðgengill deildarforseta Rafmagns- og tölvuverkfræðideildar Háskóla Íslands
Ágrip
Fjölrásamyndir sem eru teknar með fjölrásaskynjurum hafa hundruð tíðnirása. Þær ríkulegu rófsupplýsingar sem fjölrásamyndir hafa er hægt að nota til að skilja á milli mismunandi efnisgerða í myndefninu. Fjölrásamyndir hafa verið notaðar fyrir ýmis svið eins og til dæmis landbúnað, jarðfræði og umhverfisvöktun.
Fjölrásamyndir innihalda suð eins og skömmtunarsuð, varmasuð og skotsuð sem stafar af áhrifum ljóseinda, gleypni andrúmsloftsins og truflana skynjara. Einnig eru fjölrásamyndir af hárri myndvídd og hafa breytilegar rófsupplýsingar sem gerir það að verkum að myndvíddarfækkun og úrdráttur sérkenna eru krefjandi verkefni. Þessa myndvíddarfækkunar- eiginleika er hægt að hagnýta með því að tákna róf fjölrásamyndarinnar í hlutrúmi af lægri vídd. Þetta er árangursrík leið til þess að nota myndvíddarfækkunar-eiginleika fjölrása mynda til suðsíunar. Ritgerðin þróar fjöldann allan af suðsíunar- og úrdráttaraðferðum fyrir fjölrásamyndefni, sem hefur í för með sér betri notkun á þeim. Þessar aðferðir eru rýrar og víddarfækkandi og flestar þeirra nota einhvers konar reglun.
Um doktorsefnið
Bin Zhao lauk bakkalárgráðu árið 2014 frá Shandong Agricultural University í fjarkönnunarvísindum og tækni (tvöföld gráða samhliða Alþjóðahagfræði og viðskiptum). Hann lauk meistaragráðu í vinnslu fjarkönnunarmynda með hárri rófsupplausn (hyperspectral remote sensing image processing) frá Institute of Remote Sensing and Digital Earth, Chinese Academy of Sciences, University of Chinese Academy of Sciences í júní 2017. Hann hóf doktorsnám sitt við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands í janúar árið 2018.
Bin Zhao
