Doktorsvörn í næringarfræði - Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blöndal
Aðalbygging
Hátíðasalur
Fimmtudaginn 18. janúar 2024 ver Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blöndal doktorsritgerð sína í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið HOMEFOOD sex mánaða slembiröðuð rannsókn. Næringarmeðferð og heimsendur matur eftir útskrift af Landspítala fyrir eldra fólk – á ensku HOMEFOOD six-month randomised trial. Nutrition therapy including home delivered food for older adults after discharge from hospital.
Andmælendur eru dr. Annette Hylen Ranhoff, öldrunarlæknir og prófessor við Háskólann í Bergen, og Clare Corish, næringarfræðingur og prófessor við University College í Dublin.
Leiðbeinendur voru Alfons Ramel og Ólöf Guðný Geirsdóttir, prófessorar við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd Anne Marie Beck, vísindamaður við Herlev sjúkrahúsið í Árósum, Danmörku, Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild, og Pálmi V. Jónsson, prófessor emeritus við Læknadeild.
Ólafur Ögmundarson, dósent og varadeildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 13.00.
Ágrip
Bakgrunnur: Vannæring, þ.e. að vera í áhættu á að verða vannærður, er algengt vandamál hjá eldra fólki og mjög algengt á meðal eldra fólks sem dvelst á sjúkrahúsi. Á meðan á sjúkrahúsdvöl stendur og eftir útskrift versnar oft næringarástand enn frekar. Margar íhlutandi næringarrannsóknir hafa verið gerðar til að leita leiða til að bæta heilsutengdar útkomur fyrir eldra fólk með slæmt næringarástand. Niðurstöður úr slíkum rannsóknum hafa verið misgóðar og því var markmið þessarar rannsóknar að kanna hvort hægt væri að hafa jákvæð áhrif á útkomur með lengri og ákafari fjölþátta íhlutun en hefur verið gerð hingað til.
Aðferðir: Þátttakendur (N=106) voru eldra fólk í áhættu á vannæringu sem útskrifaðist heim af Landspítala. Raðað var handahófskennt í íhlutunar- eða viðmiðunarhóp. Íhlutunarhópurinn (n=53) fékk næringarmeðferð frá klínískum næringarfræðingi ásamt fríum orku- og próteinbættum mat, næringardrykkjum og snarli í sex mánuði. Viðmiðunarhópurinn (n=53) útskrifaðist heim af sjúkrahúsi á hefðbundinn hátt og fékk einnig næringarráðleggingar. Mælingar voru framkvæmdar í upphafi (við útskrift) og við lok rannsóknar (sex mánuði). Upplýsingar um notkun á heilbrigðisþjónustu voru fengnar úr rafrænni sjúkraskrá (SAGA) (24 mánuði).
Niðurstöður: Orku- og próteininntaka og líkamsþyngd jókst marktækt hjá íhlutunarhópnum, en minnkaði hjá viðmiðunarhópnum. Líkamleg vitræn geta, mat á eigin heilsu og heilsutengd lífsgæði urðu marktækt betri hjá íhlutunarhópnum. Þunglyndiseinkenni jukust marktækt hjá viðmiðunarhópnum og þau mátu eigin heilsu síðri en við upphaf rannsóknar. Vitsmunaleg geta, sjálfsmat á eigin heilsufari og bætt þunglyndiseinkenni voru með línulega marktæka fylgni við aukningu á líkamsþyngd. Viðmiðunarhópurinn var með marktækt hærra hlutfall af að minnsta kosti einni endurinnlögn samanborið við íhlutunarhópinn eftir bæði einn og sex mánuði. Endurinnlagnir voru marktækt fleiri í viðmiðunarhópnum í samanburði við íhlutunarhópinn eftir einn, sex og tólf mánuði. Þá var viðmiðunarhópurinn einnig með marktækt lengri legutíma eftir einn, sex, tólf og 18 mánuði.
Ályktanir: Viðeigandi næringarmeðferð hjá næringarfræðingi getur haft verulegan ávinning í för með sér fyrir lífsgæði og sjálfstæði eldri einstaklinga sem eru í hættu á vannæringu eða vannærðir, sem og samfélagið í heild.
Abstract
Background: Malnutrition, or the risk of being malnourished, is a common problem among older adults, and highly prevalent among hospitalized older adults. While hospitalized and after discharging, older adults’ nutritional status often continues to deteriorate. Many nutritional intervention studies have been conducted to find ways to improve health-related outcomes for older adults at nutritional risk. However, findings have been inconsistent; thus, we aimed to investigate whether we could positively affect outcomes with a more intense nutritional intervention, lasting for a longer period than in previous studies.
Methods: Participants (N=106) were older adults at nutritional risk discharging to independent living from hospital. Participants were randomized to either an intervention- or a control group. The intervention group (n=53) received nutritional therapy by a dietitian and free energy- and protein rich foods, snacks, and oral nutrition supplements for six months. The control group (n=53) discharged according to standard care from the hospital but also received a pamphlet with nutritional information for older adults. Measures were conducted at discharge (baseline) and at the end of the study (six months). For the secondary analysis we collected information on the use of hospital services (up to 24 months) from the Icelandic electronic hospital registry.
Results: We found a statistically significant increase in bodyweight and in energy- and protein intake in the intervention group, but a decrease in the control group. Cognitive function, physical function, self-rated health, and quality of life significantly improved in the intervention group. Depressive symptoms increased significantly in the control group, and they rated their own health worse than at the beginning of the study. Improvements in cognitive function, self-rated health and depressive symptoms were significantly related to increases in bodyweight in a linear way. The control group had a significantly higher proportion of at least one readmission in comparison to the intervention group at one and six months. Readmissions were significantly more frequent in the control group than in the intervention group at one, six and 12 months and the control group also had a significantly longer length of hospital stay at one, six, 12 and 18 months.
Conclusion: Appropriate nutritional therapy, provided by a dietitian can significantly benefit the quality of life and independence of older adults at nutritional risk or malnourished, whilst also having great benefits for society as a whole.
Um doktorsefnið
Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blöndal er fædd árið 1977 í Reykjavík. Hún lauk BS-prófi í næringarfræði frá Háskóla Íslands árið 2015 og MS-gráðu í klínískri næringarfræði frá sama skóla árið 2017. Berglind hóf doktorsnám við Háskóla Íslands árið 2017. Samhliða námi sinnti Berglind stundakennslu við Háskóla Íslands og í Háskólanum á Akureyri. Frá 2015 hefur Berglind starfað sem klínískur næringarfræðingur hjá m.a. Landspítalanum, Birtu starfsendurhæfingu Suðurlands, VIRK starfsendurhæfingu og er í dag verkefnastjóri og klínískur næringarfræðingur hjá Heilsuvernd og sinnir þar m.a. heilsugæslunni í Urðarhvarfi, Sjúkrahúsinu á Akureyri og Heilsuvernd hjúkrunarheimili á Akureyri þar sem Berglind stóð fyrir rannsókn á næringarástandi íbúa. Eiginmaður Berglindar er Elías Hilmarsson og eiga þau börnin Kristínu May og Kamillu Mist Elíasdætur Blöndal og Kristian Atla Elíasson Blöndal og barnabarnið Leó Mána Arnarsson, son Kristínu May og Arnars Loga.
Berglind Soffía Ásgeirsdóttir Blöndal ver doktorsritgerð sína í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands fimmtudaginn 18. janúar