Skip to main content

Doktorsvörn í menningarfræði: Jeremias Schledorn

Doktorsvörn í menningarfræði: Jeremias Schledorn - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. maí 2024 10:00 til 12:30
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasal

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þriðjudaginn 21. maí fer fram doktorsvörn við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Þá ver Jeremias Schledorn doktorsritgerð sína í menningarfræði, From Representation to Dialogue. Polarization, Emotions, and Moral Arguments in Political Discourse.

Vörnin fer fram í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og hefst kl. 10:00.

Andmælendur við vörnina verða Dmitri Nikulin, prófessor við New School for Social Research í Bandaríkjunum, og Susan Dieleman, prófessor við Lethbridge háskóla í Kanada.

Doktorsritgerðin var unnin undir leiðsögn Jóns Ólafssonar, prófessors í menningarfræði við Háskóla Íslands. Einnig voru í doktorsnefnd Maximilian Conrad, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, og Nadia Urbinati, prófessor í stjórnmálafræði við Columbia háskólann í Bandaríkjunum.

Gauti Kristmannsson, forseti Íslensku- og menningardeildar, stjórnar athöfninni.

Um rannsóknina

Ritgerð þessi fjallar um tilfinningar í stjórnmálaumræðu og hvernig mikilvægt er að setja slíka umræðu í samband við skapandi ferli til að skilja hlutverk tilfinninga og endurskilgreininga. Skautun í pólitískum viðhorfum er iðulega skýrð út frá tilfinningum. Bæði höfða stjórnmálaöfl á borð við popúlíska flokka til tilfinninga og sömuleiðis er oft gert lítið úr skoðunum sem taldar eru byggja á tilfinningum einum frekar en svokallaðri skynsemishugsun. Markmið þessarar ritgerðar er að gefa uppbyggilegri mynd af tilfinningum í opinberri orðræðu, með áherslu á siðferðilega andspyrnu. Því er haldið fram að stjórnmálaumræður sé best að skilja sem samræður og sem árangur af sköpunarferli frekar en sem orðaskipti þar sem skipst er á einangruðum röksemdafærslum. Hætt er við því að með því að skilja umræður einungis sem flokk röksemda sem þátttakendur í umræðunum orða og setja fram hver við annan, verði þær ofurseldar gagnkvæmum endurskilgreiningum. Með því að beina sjónum annars vegar að viðleitninni til þess að forðast endurskilgreiningu og gildi samræðunnar hins vegar eru færð rök fyrir því að það sé gagnlegt að sjá stjórnmálaumræður og siðferðileg rök sem skapandi ferli sem snýst um tungumálið, orðræðu og sögurnar sem við segjum af okkur sjálfum og því lífi sem við viljum lifa.

Um doktorsefnið

Jeremias Schledorn er með BA-próf í menningar- og félagsmannfræði frá Háskólanum í Köln í Þýskalandi og MA-próf í félagsmannfræði frá Philipps-háskólanum í Marburg í Þýskalandi. Jeremias starfar við rannsóknir og kennslu við Háskóla Íslands.

Jeremias Schledorn.

Doktorsvörn í menningarfræði: Jeremias Schledorn