Skip to main content

Doktorsvörn í líffræði - Sum Yi Lai

Doktorsvörn í líffræði - Sum Yi Lai - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
30. ágúst 2024 13:00 til 15:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Doktorsefni:
Sum Yi Lai

Heiti ritgerðar:
Breytileiki í fæðuvef Atlantshafslax í tíma og rúmi

Andmælendur:
Dr. Stefán Óli Steingrímsson, prófessor við Háskólann á Hólum, dr. Lee Brown prófessor við Landfræðideild Háskólans í Leeds

Leiðbeinendur:
Hlynur Bárðarson og Jón S. Ólafsson

Einnig í doktorsnefnd:
Hlynur Bárðarson, líffræðingur við Ferskvatns- og eldissvið hjá Hafrannsóknastofnun, Jón S. Ólafsson, vatnalíffræðingur við Ferskvatns- og eldissvið hjá Hafrannsóknastofnun, Arnar Pálsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ, Ingi Rúnar Jónsson, líffræðingur við Ferskvatns- og eldissvið hjá Hafrannsóknastofnun, Jóhannes Guðbrandsson, sérfræðingur við Ferskvatns- og eldissvið hjá Hafrannsóknastofnun

Stjórnandi varnar:
Dr. Snæbjörn Pálsson, prófessor og deildarforseti Líf- og umhverfisvísindadeildar Háskóla Íslands

Ágrip:
Stofnstærð Atlantshafslax hefur dregist saman á undanförnum áratugum. Markmiðið með þessu doktorsverkefni er að auka skilning okkar á áhrifum fæðuframboðs fyrir ungviði Atlantshafslax og hlutverk hans í fæðuvef áa, með áherslu á norðlægar, næringasnauðar ár. Samband rándýrs og fæðu hjá Atlantshafslaxi var kannað í ám á Norðausturlandi. Að auki voru fæðuvefir Atlantshafslax í ám á Norður-Atlantshafi bornir saman í tíma og rúmi. Niðurstöðurnar sýndu að lirfur og púpur rykmýs (Chironomidae) voru í mestum þéttleika meðal botnlægra hryggleysingja og var uppistaðan í fæðu ungviðis laxa á Norðausturlandi. Niðurstöðurnar sýndu einnig hvernig fæðuframboð í næringarsnauðum ám á Norðausturlandi minnkaði á 23 ára tímabili. Fæðuðvefir voru svipaðir bæði innan og á milli áa á sama svæði og tengist landfræðilegri einangrun og einsleitni í umhverfi og eiginleikum á vatnasviði ánna. Að auki sýnir samanburður á Norður-Atlantshafi hvernig fæðuvefir eru flóknari á suðlægari breiddargráðum og hvernig það tengist bæði hitastigi og gróðurfari. Ungviði Atlantshafslax á köldum, norðlægum svæðum þar sem fæðuvefir eru einfaldari, lifa við minna fæðuframboð, og þar af leiðandi eru stofnar þeirra í hættu samfara áhrifum loftlagsbreytinga. Af þeim ástæðum gæti vöktun laxastofna á norðlægum slóðum orðið vísir til að meta áhrif hnattrænna breytinga á norðlæg vistkerfi.

Um doktorsefnið:
Sum Yi Lai lauk B.Sc. gráðu í Umhverfisfræði við Háskólann í East Anglia árið 2018, og M.Sc. gráðu í Vistkerfis og Umhverfis breytingum við Imperial College London árið 2019. Áhugi hennar á að rannsaka áhrif loftslagsbreytinga á vistfræðileg samfélög leiddi hana í doktorsnám við Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnun. Sum Yi mun halda áfram að vinna að þessum rannsóknaráhuga sem nýdoktor við Háskólann í Helsinki.

Sum Yi Lai doktorsefni í líffræði

Doktorsvörn í líffræði - Sum Yi Lai