Doktorsvörn í líffræði - Rosanne Beukeboom
Aðalbygging
Hátíðarsalur
Doktorsefni: Rosanne Beukeboom
Heiti ritgerðar: Getur persónuleiki spáð um mynstur í hreyfanleika og notkun rýmis hjá fiskum? Rannsókn á þorski (Gadus morhua) með breytilega farhegðun og bleikju (Salvelinus alpinus) sem lifir í ám. (Can personality predict movement patterns and space use in fishes?
A study case on partial-migrating Atlantic cod (Gadus morhua) and stream-dwelling Arctic Charr (Salvelinus alpinus).)
Andmælendur:
Dr. Alison M. Bell, prófessor við Illinois-Háskóla í Urbana-Champaign, Bandaríkjunum
Dr. Filipa Isabel Pereira Samarra, sérfræðingur við Rannsóknasetur Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum
Leiðbeinandi:
Dr. David Benhaïm, prófessor við Háskólann á Hólum
Umsjónarkennari:
Dr. Snæbjörn Pálsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ
Einnig í doktorsnefnd:
Dr. Stefán Óli Steingrímsson, prófessor við Háskólann á Hólum
Dr. Ingibjörg G. Jónsdóttir, sjávarvistfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun
Doktorsvörn stýrir: Dr. Arnar Pálsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ
Ágrip
Einstaklingar af sama stofni sýna oft ákveðið, en ólíkt atferli eftir aðstæðum og tíma, sem getur haft mikla þýðingu fyrir vistfræði og þróun tegunda. Slíkt einstaklingsbundið og endurtekið atferli hefur verið kallað persónuleiki og getur m.a. tengst breytileika í áræðni, könnunaratferli, virkni í kunnuglegu umhverfi, árásargirni og félagsatferli. Þessir eiginleikar geta líka tengst innbyrðis og myndað atferlisheilkenni. Mikilvægi hreyfanleika og fars í þessu samhengi hefur þó aðeins nýlega verið athugað. Einnig hafa fáar rannsóknir verið gerðar á því hvort, og þá hvernig, stöðugleiki atferlis breytist á milli árstíða og hvort þær niðurstöður séu háðar því hvort athuganir fari fram á rannsóknarstofu eða í náttúrulegu umhverfi. Þessi ritgerð fjallar um rannsóknir á persónuleika, atferlisheilkennum og tengslum þeirra við hreyfanleika fiska við fæðunám, nýtingu rýmis og ferða til fæðustöðva. Athugaðar voru tvær fisktegundir, þorskur (Gadus morhua) sem sýnir breytilega farhegðun, og bleikja (Salvelinus alpinus) sem lifir í ám og er því hentug til rannsókna á ferðum einstaklinga í rými. Áhrif árstíðabreytinga og umhverfisaðstæðna á persónuleika og hreyfanleika voru rannsökuð á rannsóknarstofu, við hálfnáttúrulegar og náttúrulegar aðstæður. Í ljós kom að persónuleiki þorsks viðhelst yfir tíma, og þá sérstaklega fyrir hreyfanleika sem tengist virkni og könnunaratferli, og að það mætti hugsanlega rekja til breytileika gens sem tengist fari að fæðustöðvum. Aftur á móti greindist ekki endurtekið atferli á milli ólíks umhverfis og árstíða hjá bleikju. Ekki greindust heldur skýr atferlisheilkenni hjá þessum tveimur tegundum. Fyrir frekari rannsóknir á persónuleika er mikilvægt að nota skýrar skilgreiningar og taka mið af vettvangi rannsóknanna. Að lokum er fjallað um hvernig persónuleiki getur haft þýðingu fyrir nýtingu og stýringu villtra stofna.
Um doktorsefnið
Rosanne Beukeboom fæddist og ólst upp í Hollandi. Hún lauk BSc-gráðu í tónlistarmeðferð en ákvað eftir að hafa horft á skjaldbökur í Costa Rica að hún þyrfti bæta við menntun sína. Hún lauk BSc gráðu í líffræði 2013 frá Utrecht Háskóla og MSc gráðu í atferlisvistfræði frá sama skóla 2015. Hún hefur unnið við rannsóknir á ýmsum tegundum víða um heiminn og stefnir að halda því áfram. Í doktorsnámi sínu rannsakað hún endurtekin hegðunarmynstur og hefur tileinkað sér forritun og greiningu gagna í R, sem hún hefur kennt í tveimur UNESCO Gró-FTP námskeiðum við Háskólann á Hólum.
Rosanne Beukeboom