Skip to main content

Doktorsvörn í líf- og læknavísindum - Micah Kerwin Nicholls

Doktorsvörn í líf- og læknavísindum - Micah Kerwin Nicholls - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
27. október 2022 13:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fimmtudaginn 27. október ver Micah Kerwin Nicholls doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Faraldsfræðileg rannsókn á áverkum fremra krossbands á Íslandi. An epidemiological study of ACL injury in Iceland.

Andmælendur eru dr. Gregory B. Maletis, yfirmaður bæklunarskurðlækninga hjá Kaiser Permanente í Bandaríkjunum, og dr. Sigríður Lára Guðmundsdóttir, yfirrannsakandi hjá Sidekick health, Reykjavík.

Umsjónarkennari var Kristín Briem, prófessor við námsbraut í sjúkraþjálfun, Læknadeild, og leiðbeinandi var Þorvaldur Ingvarsson, skurðlæknir. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd Michael Torry, prófessor, Stefan Lohmander, prófessor emeritus, og Lynn Snyder-Mackler, prófessor.

Sólveig Ása Árnadóttir, prófessor og námsbrautarstjóri í sjúkraþjálfun, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 13.00.

Vörninini verður streymt: 

https://livestream.com/hi/doktorsvornmicahkerwinnicholls

Ágrip 

Slit á fremra krossbandi (FK) í hné eru alvarleg og afdrifarík meiðsli fyrir þann sem fyrir þeim verður, en einnig kostnaðarsöm fyrir samfélagið. Þau gögn sem til eru um umfang áverkans tengjast að langmestu leyti skurðaðgerðum og reikna því ekki með áverkum sem eru meðhöndlaðir án skurðaðgerðar. Markmið verkefnisins var því að gera faraldsfræðilega rannsókn á krossbandsslitum á Íslandi, óháð meðferð, og afleiðingum þeirra. Nýgengi áverka á FK var greint með tilliti til aldurs og kyns, og staðsetningar og tegundir samfarandi meiðsla voru skráðar. Þættir sem geta haft áhrif á hnéheilsu í kjölfar slits á FK voru síðan metnir.

Niðurstöður allra segulómana á hné yfir árabilið 2001 til 2011 var safnað saman og hugbúnaður notaður til að finna FK-áverka, og tegund og staðsetningu samfarandi áverka. Gögn frá þjóðskrá voru notuð til að reikna nýgengi FK-slita, en gögn frá Sjúkratryggingum Íslands notuð til að staðfesta hversu margir undirgengust endurgerð á FK með skurðaðgerð. Öllum einstaklingum sem greindust með hugsanlegt slit á FK var boðið að taka þátt í spurningalistakönnun þar sem upplýsingum var safnað um tilurð áverkans og meðferð, auk spurninga um hnéheilsu. Svörin voru notuð til að meta samband núverandi hnéheilsu og mögulegra áhrifaþátta.

Nýgengi FK slita var 75/100.000. Aldursstaðlað nýgengi var hæst við 23 ára aldur hjá körlum en við 18 ár hjá konum, sem voru með annan meiðslatopp við 39 ára aldur. Í 87% tilfella fundust að minnsta kosti ein samfarandi meiðsli og voru liðþófaáverkar algengastir. Fjöldi samfarandi meiðsla tengdist aldri á þann hátt að þau voru fleiri í yngri aldurshópum. Nokkrir þættir tengdust verri hnéheilsu, sérstaklega þó endurtekið slit á FK og tóbaksreykingar, en saga um að hafa slitið FK við íþróttaiðkun tengdist hins vegar betri útkomu.

Niðurstöðurnar varpa ljósi á umfang og alvarleika meiðslanna og gagnast við að áætla horfur einstaklinga sem verða fyrir þeim og til að meta kostnað í heilbrigðiskerfinu. Mikilvægi þess að fyrirbyggja endurtekin meiðsli er ljóst og gildi fræðslu um neikvæð áhrif reykinga.

English abstract

Rupture of the ACL ligament is considered an epidemic, particularly among girls and the consequences of this injury, both in the immediate and long -term can be devastating for the individual as well as a major cost burden for society. The majority of data we have on the extent of the problem come from surgical registries that do not account for ACL injuries that are not surgically repaired. The goal of this project was to calculate the total incidence of ACL rupture and its distribution by age and sex in Iceland regardless of treatment. Alongside the ACL injury it is common to injure other structures within the knee and this project aimed to describe the distribution of those concomitant injuries by age, sex, and anatomical location. Finally, potential factors associated with future knee health following an ACL rupture were assessed.

To calculate the incidence of ACL rupture and concomitant injuries all knee MRIs taken in Iceland between 2001 and 2011 were reviewed to identify those with damaged ACLs. These data were used alongside population data taken from Statistics Iceland to determine the incidence of ACL injury by sex and age as well as the distribution of concomitant injuries. All patients with a potential ACL tear were invited to complete an online questionnaire. Questions were posed regarding the circumstances, timing and treatment of their injury as well as the current health of their knee. These responses were used to understand the relationship between their current knee health and factors such as treatment, activity at time of injury, time since injury and concomitant damage.

The incidence of ACL rupture in Iceland was found to be 75 per 100,000 person-years. There were differences between the sexes with males showing a single peak at 23 years of age and women two peaks at 18 and 39. Concomitant injuries were seen in 87% of knees, the most common being a meniscal tear. The extent of concomitant injuries was strongly related to age at injury. A number of factors were associated with worse knee health including reinjury to the ACL and smoking. Conversely, injuring your ACL during sports was associated with better outcomes.

These data can be used to more efficiently direct health resources within the Icelandic healthcare system as well as to improve prognostic accuracy. Furthermore, they show the importance of preventing re-injury and not smoking.

Um doktorsefnið

Micah Kerwin Nicholls fæddist í Bretlandi 1975. Hann útskrifaðist frá University of Manchester árið 1999 með MS-gráðu í rafmagnsverkfræði. Hann starfaði á því sviði í nokkur ár en bætti síðan við sig BS-gráðu í osteópatíu frá British College of Osteopathic Medicine árið 2006. Micah hóf störf hjá stoðtækjafyrirtækinu Össuri sem klínískur rannsakandi árið 2009 og hóf doktorsnám við Háskóla Íslands árið 2011. Hann starfar nú fyrir Össur í Bandaríkjunum þar sem hann býr ásamt eiginkonu sinni, Fríðu Hauksdóttur, en börn þeirra eru Tina Naomi og Viðar Haukur.

Micah Kerwin Nicholls was born in the UK in 1975. He graduated in 1999 with an MEng in electronic engineering from the University of Manchester. After working in this field for a few years he returned to university and in 2006 graduated from the British College of Osteopathic Medicine with a BSc. In 2009 Micah started working at Össur as a clinical researcher and in 2011 began his PhD studies at UI. He currently resides in California with his wife, Frida Hauksdottir and two children, Tina Naomi and Vidar Haukur.

Micah Kerwin Nicholls ver doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands fimmtudaginn 27. október.

Doktorsvörn í líf- og læknavísindum - Micah Kerwin Nicholls