Skip to main content

Doktorsvörn í fornleifafræði: Angelos Parigoris

Doktorsvörn í fornleifafræði: Angelos Parigoris - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
23. ágúst 2022 13:00 til 15:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þriðjudaginn 23. ágúst 2022 fer fram doktorsvörn við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði við Háskóla Íslands. Þá ver Angelos Parigoris doktorsritgerð sína í fornleifafræði, Between Primitiveness and Civilisation: Nationalism, Archaeology, and the Materiality of Iceland's Past. Vörnin fer fram í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og hefst kl. 13:00. (Smellið hér til að fylgjast með vörninni í streymi).

Andmælendur við vörnina verða dr. Kristín Loftsdóttir, prófessor við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands, og dr. Carl-Gösta Ojala, vísindamaður við Háskólann í Uppsölum.  

Doktorsritgerðin var unnin undir leiðsögn dr. Gavins Lucas, prófessors við Háskóla Íslands. Einnig voru í doktorsnefnd dr. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor við sama skóla, og dr. Yannis Hamilakis, prófessor við Brown háskóla.

Sverrir Jakobsson, forseti Deildar heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði, stjórnar athöfninni.

Um rannsóknina

Sem fræðigrein hefur fornleifafræði frá upphafi verið samofin nýlendustefnu og orðræðu þjóðernishyggjunnar. Þetta samband er einnig greinilegt á Íslandi þar sem fornleifafræðin hefur haft, og hefur enn, mikilvægu hlutverki að gegna við að móta og endurmóta þjóðernisvitund Íslendinga. Markmið rannsóknar Angelosar er að auka meðvitund um samband fornleifafræði og þjóðernishyggju og upplýsa fornleifafræðilega iðkendur, fræðimenn jafnt sem almenning, um hið samgróna og margþætta eðli þessa sambands. Leitast er við að sýna fram á hvernig fornleifafræðileg nálgun nýtist til að afbyggja fjölda rótgróinna frásagna og hugmynda um þjóðina. Með því að afhjúpa þetta órannsakaða samband er staðalímyndum og þjóðhverfum túlkunum okkar á fortíðinni ögrað. Afhjúpuninni er ætlað að skapa svigrúm fyrir önnur rannsóknarefni og stuðla að því að íslensk fornleifafræði gangi í takt við helstu kennilegu framfarir sem orðið hafa.

Um doktorsnefnið

Angelos Parigoris er með BA-gráðu í fornleifafræði og MA-gráðu í kennilegri fornleifafræði frá Wales University í Lampeter. Auk þessa er hann með diplóma í  verkefnastjórnun í menningarlandslagsfræðum (e. cultural landscape management) frá sama háskóla. Hann starfar sem fornleifafræðingur á Íslandi og er einnig stundakennari við Háskóla Íslands.