Skip to main content

Doktorsvörn í efnafræði: Sergei Vlasov

Doktorsvörn í efnafræði: Sergei Vlasov - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
7. desember 2017 14:00 til 18:00
Hvar 

Askja

N-132

Nánar 
Vörnin fer fram á ensku

Doktorsefni: Sergei Vlasov

Heiti ritgerðar: Skammtafræðilegt smug milli segulástanda

Andmælendur:

Dr. Dmitrii E. Makarov, prófessor við Texas-háskóla í Austin, Bandaríkjunum

Dr. Oleg A. Tretiakov, aðstoðarprófessor við Tohoku háskólann, Japan

Leiðbeinendur: Hannes Jónsson, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands og Valery M. Uzdin, prófessor í eðlisfræði við ITMO háskóla í St. Pétursborg.

Aðrir í doktorsnefnd:  Viðar Guðmundsson, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands.

Doktorsvörn stýrir: Ragnar Sigurðsson, varadeildarforseti Raunvísindadeildar.

Ágrip af rannsókn: Segulástönd eru notuð til að skrá og geyma upplýsingar. Eftir því sem stærð seguleininganna er minnkuð til að auka geymslugetuna, verður mikilvægara að gæta að líftíma segulástandanna. Í ritgerðinni er greint frá kennilegum rannsóknum á þeim möguleika að umbreyting úr einu segulástandi í annað gerist með skammtafræðilegu smugi og almenn líking er leidd út til að meta við hvaða hitastig smug verður ráðandi hvarfgangur. Aðferð til að finna líklegustu smugferla, þ.e. svokallaðar snareindir, er þróuð og notuð til að meta virkjunarorku fyrir varmafræðilega eflt smug sem fall af hitastigi. Aðferðunum er beitt á ýmis segulkerfi, svo sem sameindasegla og skyrmeindir í þunnum segulhúðum.

Um doktorsefnið: Sergei Vlasov fæddist árið 1990 í St. Pétursborg í Rússlandi. Hann lauk M.S. prófi í hagnýtri stærðfræði við ITMO háskóla árið 2013. Frá haustinu 2014 hefur hann verið í sameiginlegu doktrorsnámi við Háskóla Íslands og við ITMO háskóla. Áhugamál hans eru skammtafræði, heimspeki og klettaklifur.

Facebook viðburður

Sergei Vlasov

Doktorsvörn í efnafræði: Sergei Vlasov