Skip to main content

Constructing Morals – Fyrirlestur Christophs Lumer

Constructing Morals – Fyrirlestur Christophs Lumer  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
12. september 2018 15:00 til 16:30
Hvar 

Gimli

G-102

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Í fyrirlestri sínum, Constructing Morals – Progressive Norm Prioritarianism, mun Christoph Lumer, prófessor við Háskólann í Siena, útlista drög að smíðahyggju um siðakerfið. Hann færir rök fyrir því að meginlutverk siðferðis sé að stuðla að samþykki eða sáttmála um gæði sem geti verið grunnur til að takast á við hagsmunaárekstra og hrinda í framkvæmd áformum sem bæta heiminn. Þetta felur í sér að gefa verði forgang þeim siðaboðum sem stuðla að þessu markmiði með árangursríkum hætti.

Christoph Lumer er prófessor við Háskólann í Siena á Ítalíu og gistikennari við námsbraut í heimspeki við Háskóla Íslands.