Skip to main content

Alþjóðlegt samstarf háskóla og evrópsk háskólanet

Alþjóðlegt samstarf háskóla og evrópsk háskólanet - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
26. mars 2025 14:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Josep M. Garrell, forseti Evrópsku háskólasamtakanna (European University Association (EUA)), flytur erindi í Hátíðasal Háskóla Íslands miðvikudaginn 26. mars kl. 14. Yfirskrift erindisins er „International university cooperation. Beyond the European Universities Alliances“ og er það öllum opið.

Í erindi sínu mun Garrell fjalla um áhrif evrópsku háskólanetanna og áskoranir tengdar þeim. Evrópsku háskólanetin eru flaggskip Evrópusambandsins þegar kemur að þróun háskólanáms í Evrópu en þeim er ætlað er að efla samstarf evrópskra háskóla og styrkja þá til sóknar í samkeppni við háskóla annars staðar í heiminum. Garrell mun einnig fjalla um samstarf háskóla á alþjóðavettvangi í ljósi vaxandi spennu í heiminum.

Að loknu erindinu tekur Garrell þátt í pallborði með Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, og Ragnhildi Helgadóttur, rektor Háskólans í Reykjavik. Una Strand Viðarsdóttir, sérfræðingur í Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti, stýrir umræðum.

Josep M Garrell hefur verið forseti Evrópsku háskólasamtakanna frá árinu 2023 en setið í stjórn samtakanna frá árinu 2019. Hann var rektor Ramon Llull háskólans á Spáni á árunum 2012-2022. Garrell er með doktorspróf í rafmagnsverkfræði frá Ramon Llull háskólanum og starfaði þar sem vísindamaður á sviði gervigreindar og vélræns náms.

Josep M. Garrell, forseti Evrópsku háskólasamtakanna (European University Association (EUA)), flytur erindi í Hátíðasal Hákóla Íslands miðvikudaginn 26. mars kl. 14. Yfirskrift erindisins er „International university cooperation. Beyond the European Universities Alliances“ og er það öllum opið.

Alþjóðlegt samstarf háskóla og evrópsk háskólanet