Skip to main content

Fuglar á SA-landi

Starfshópur um þróun og uppbyggingu fuglaskoðunar á Suðausturlandi hefur það að markmiði að markaðsetja Suð-Austurland sem áhugavert svæði til fuglaskoðunar. Fuglaskoðun er viðbót við þá afþreyingu sem þegar er í boði á svæðinu og léttir álagi af fjölsóttustu ferðamannastöðunum. Fuglaskoðun eykur þekkingu á umhverfinu, eflir umhverfisvitund og svarar þannig ört vaxandi þörf fyrir fræðslutengda og sjálfbæra ferðaþjónustu. Fuglalíf á Suðausturlandi er áhugaverðast á jaðartíma ferðaþjónustunnar, vor og haust.

Í starfshópnum eru aðilar frá Rannsóknasetri HÍ á Hornafirði, Djúpavogshrepp, Fuglaathugunarstöð Suðausturlands, Náttúrulega ehf., Ferðamálafélagi Austurskaftafellssýslu og Félagi Fuglaáhugamanna á Djúpavogi. Framundan er formleg stofnun klasa þar sem lögð verður áhersla á að fá að verkefninu ferðaskrifstofur og ferðaþjónustu-og rekstraraðila sem ávinning gætu haft af samstarfinu. Ekki verður um formlegt fyrirtæki að ræða þar sem tekjumyndun verður einungis í formi opinberra styrkja og félagsgjalda aðila klasans. Hins vegar er gert ráð fyrir að sérhæfð störf skapist í fuglaleiðsögn og náttúrutúlkun.

Taumönd
Kanadagæs