Fjallamennskuverkefnið Fjallamenning í Ríki Vatnajökuls er verkefni sem nær yfir allt sveitafélagið Hornafjörð. Er það eitt af þeim verkefnum sem fóru af stað eftir ráðstefnuna sem haldin var haustið 2008 um Atvinnulíf og nýsköpun við lendur Vatnajökulsþjóðgarðs sem sveitarfélagið og rannsóknasetrið stóð að ásamt Ríki Vatnajökuls.
Þar voru settir upp vinnuhópar sem áttu að skipta með sér verkefnum eins og að skilgreina vetrarferðamennsku, einnig var vinnuhópur sem fjallaði um fjallamennsku og útivist og fjölluðu hóparnir um þau tækifæri sem nýtast í Vatnajökulsþjóðgarði.
Hugmyndin er að gera Ríki Vatnajökuls að eitt af eftirsóknarverðustu svæðunum til fjalla- og jöklaferða í norðurhluta Evrópu. Svæðið býr yfir mikill sérstöðu með Vatnajökul sem stærsta jökul utan heimskautanna og há fjöll sem svipar nokkuð til evrópsku Alpanna.
Verkefnastjórnin vinnur nú að því að safna upplýsingum og leiðarvísum um gönguleiðir og verið er að kortleggja þau svæði sem þegar eru notuð fyrir fjallamennsku.