Skip to main content

1 + 1 = 3 Saman erum við sterkari

1 + 1 = 3  Saman erum við sterkari - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
20. janúar 2026 14:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

1 + 1 = 3 

„Saman erum við sterkari“ 

Samstarf Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands 
í rannsóknum og vöktun á náttúruvá
 

Háskóli Íslands og Veðurstofa Íslands boða til kynningarfundar þriðjudaginn 20. janúar kl. 14–16 í Hátíðasal Háskóla Íslands.

Á fundinum verður kynnt hið umfangsmikla og margþætta samstarf HÍ og Veðurstofunnar á sviði rannsókna, uppbyggingar rannsóknainnviða og vöktunar náttúruvár. Samstarf stofnananna gegnir mikilvægu hlutverki í að efla vísindalega þekkingu, styrkja viðbúnaðargetu samfélagsins og tryggja að ákvarðanir sem varða öryggi almennings, innviða og mannvirkja byggi á traustum gögnum og rannsóknum.

Silja Bára R. Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Hildigunnur H. H. Thorsteinsson, forstjóri Veðurstofu Íslands, flytja erindi. Einnig verða veittar upplýsingar um doktorsstyrk Veðurstofu Íslands og kynnt verða valin samstarfsverkefni sem sýna hvernig menntun, rannsóknir og vöktun vinna saman í þágu samfélagsins.

Samstarfsnefnd um samning HÍ og VÍ um nám, kennslu og rannsóknir stendur að fundinum.

Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

„Saman erum við sterkari“  Samstarf Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands í rannsóknum og vöktun á náttúruvá.
Háskóli Íslands og Veðurstofa Íslands boða til kynningarfundar þriðjudaginn 20. janúar kl. 14–16 í Hátíðasal Háskóla Íslands.

1 + 1 = 3  Saman erum við sterkari