Skip to main content

Fyrir nemendur

Nemendur á gangi

Upplýsingar fyrir umsækjendur í starfsþjálfun

Nemendur sem lokið hafa 90 ECTS í grunnnámi eða 60 ECTS í meistaranámi með fyrstu einkunn (7,25) geta sótt um starfsþjálfun á vori eða hausti.

Markmið starfsþjálfunarinnar
Starfsþjálfunin er ætlað að þjálfa nemendur í að vinna að verkefnum undir handleiðslu sérfræðinga hjá fyrirtækjum og stofnunum. Verkefnin eiga að tengjast námsgreinum sem kenndar eru í Viðskiptafræðideild og reyna á þá þekkingu og færni sem nemandi hefur aflað sér í náminu. 

Ávinningur Nemenda af því að fara í starfsþjálfun:

  • Læra að beita fræðilegri þekkingu á raunveruleg verkefni
  • Vinna með reyndum stjórnendum og sérfræðingum
  • Að byggja upp tengslanet og auka samkeppnishæfni þína

Eftir starfsþjálfun hafa margir nemendur fengið sumarstörf eða fastráðningu, og umsagnir stjórnenda hafa gjarnan reynst lykillinn að draumastarfinu.

Dæmi um verkefni
Verkefni nemanda eru afar fjölbreytt og liggja á sviði fjármála, markaðsmála, mannauðsstjórnunar, nýsköpunar, reikningshalds og endurskoðunar, stjórnunar og verkefnastjórnunar. 

Auglýsingar um starfsþjálfun koma inn á heimasíðu Viðskiptafræðideildar, Facebooksíðu deildar og á Tengslatorg

Umsóknarferlið
Hægt er að sækja um fleiri en eina stöðu en umsókn þarf að senda sér fyrir hverja stöðu. Ekki er tekið við mörgum umsóknum í einum sameiginlegum tölvupósti.

Senda skal umsóknir á vidskipti@hi.is. 

Með umsókn þarf að fylgja:

  • Ferilskrá 
  • Kynningarbréf
  • Afrit af einkunnum og einingum af Uglu