Skip to main content

Fyrir atvinnulífið

Nemendur

Óskar fyrirtækið þitt eftir því að fá nemendur í starfsþjálfun?

Hvað er starfsþjálfun í Viðskiptafræðideild? 

Viðskiptafræðideild er í samstarfi við yfir 60 félagasamtök, fyrirtæki, ráðuneyti og stofnanir.  
Starfsþjálfun fyrir nemendur í BS og MS/MA/MAcc námi í viðskiptafræði er metin til 6 ECTS eininga fyrir BS nema og 7,5 ECTS fyrir meistaranema. Markmið starfsþjálfunarinnar er að þjálfa nemendur í að vinna störf undir handleiðslu sérfræðinga hjá fyrirtækjum og stofnunum.  Mikilvægt er að nemendurnir fái tengilið og góða þjálfun í vinnubrögðum innan fyrirtækisins. 

Verkefnin skulu tengjast einhverjum þeirra námsgreina sem kenndar eru í Viðskiptafræðideild og reyna á þá þekkingu og færni sem nemandi hefur aflað sér þar. Verkefni nemanda eru afar fjölbreytt og liggja á sviði fjármála, markaðsmála, mannauðsstjórnunar, nýsköpunar, reikningshalds og endurskoðunar, stjórnunar og verkefnastjórnunar.

Hlutverk fyrirtækis/stofnunar 

  1. Fyrirtækið/stofnunin lætur nemanda í té vinnuaðstöðu og tilnefnir umsjónarmann af sinni hálfu sem hefur umsjón með framvindu starfsþjálfunar 
  2. Starfstími er 150 klst. (6 ECTS) fyrir nemendur í grunnnámi og 200 klst. (7,5 ECTS) fyrir nemendur í meistaranámi og skal starfsþjálfun lokið innan 12 vikna frá því að hún hófst. Að auki er gert ráð fyrir viðbótartíma sem felst í dagbókar- og skýrsluskrifum. 
  3. Starfsþjálfun felur í sér þjálfun nemanda undir leiðsögn, launaða eða ólaunaða, hjá stofnun eða fyrirtæki, þar sem unnið er að verkefnum á sviði viðskiptafræði.

Ef þú hefur áhuga á að bjóða upp á starfsþjálfun ertu vinsamlegast beðinn um að hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið vidskipti@hi.is. Umsjónaraðili starfsþjálfunar mun svara erindi þínu.