Doktorsvörn í matvælafræði - Clara Maria Vasquez-Mejia

Aðalbygging
Hátíðasalur
Þriðjudaginn 16. desember 2025 ver Clara Maria Vasquez-Mejia doktorsritgerð sína í matvælafræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Umhverfisáhrif eldis á Atlantshafslaxi á Íslandi, með áherslu á vatnsskortsfótspor. Environmental impacts of Atlantic salmon aquaculture in Iceland, with focus on water scarcity footprint.
Andmælendur eru dr. Alexis Laurent, prófessor við Danmarks Tekniske Universitet, DTU, og dr. Giacomo Falcone, dósent við Universita Mediterranea di Reggio Calabria.
Umsjónarkennarar og leiðbeinendur voru Ólafur Ögmundarson og María Guðjónsdóttir. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd Alessandro Manzardo, dósent og Hildur Inga Sveinsdóttir, lektor.
Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor og varadeildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 13.00.
Ágrip
Fiskeldi gegnir sífellt mikilvægara hlutverki í alþjóðlegu fæðuöryggi. Sérstaklega hefur eldi á laxi vaxið hratt á Íslandi, meðal annars vegna aðgengis að hreinu vatni og endurnýjanlegri orku. Í þessari doktorsrannsókn var vistferilsgreiningu (Life Cycle Assessment, LCA) beitt til að meta umhverfisáhrif íslensks laxeldis, með sérstakri áherslu á vatnsskort og kolefnisspor í gegnum alla virðiskeðjuna.
Rannsóknin samanstóð af þremur vísindagreinum. Sú fyrsta var kerfisbundin yfirlitsgrein á LCA-rannsóknum á fiskeldi með áherslu á magnbundna vatnsnotkun. Í annarri greininni var vistferilsgreiningu beitt frá vöggu til eldisstöðvar á landeldi á laxi á Íslandi, þar sem áhrif raforkublöndu voru könnuð ásamt mögulegum umhverfislegum ávinningi af nýtingu úrgangs frá fiskeldi sem áburð var metinn út frá á innihaldi hans af köfnunarefni, fosfór og kalíum (NPK). Í þriðju greininni var að lokum beitt landsvíslegri greiningu þar sem innbyggt vatns- og kolefnisspor fóðurhráefna sem notuð eru í land- og sjóeldi á laxi var borið saman, með tilliti til rekjanleika hráefna til upprunalanda þeirra.
Niðurstöðurnar sýna að þótt Ísland njóti góðs af endurnýjanlegri orku og gnægð ferskvatns leggur fiskeldisiðnaðurinn óbeint umhverfisálag á önnur lönd í gegnum framleiðslu og innflutningi á fóðri frá öðrum löndum. Rannsóknin undirstrikar mikilvægi þess að velja sjálfbærari innihaldsefni fóðurs og þess að taka vatnsskort og tengd umhverfisáhrif með í reikninginn við þróun framtíðarfiskeldis á Íslandi.
Abstract
Aquaculture plays an increasingly important role in global food security. Salmon farming, in particular, is expanding rapidly in Iceland thanks to the country’s access to clean water and renewable energy. This doctoral research applied Life Cycle Assessment (LCA) to evaluate the environmental impacts of Atlantic salmon farming in Iceland, focusing on water scarcity and carbon footprints throughout the production chain.
The research comprised three parts: a systematic literature review of aquaculture LCA studies with an emphasis on quantitative water use; a cradle-to-farm-gate environmental assessment of a land-based salmon farm in Iceland that examined the influence of the electricity mix used in the assessment and the avoided environmental burdens of utilizing aquaculture manure as a substitute for synthetic fertilizer based on its NPK content; and, finally, a national-scale analysis comparing the embedded water and carbon footprints of aquafeeds used in land-based and ocean-based salmon farming, tracing ingredients to their countries of origin.
The findings show that, although Iceland benefits from renewable energy and abundant freshwater, its aquaculture sector indirectly exerts environmental pressures abroad through feed production. These insights support more sustainable ingredient sourcing and highlight the importance of integrating water scarcity considerations into the future development of aquaculture.
Um doktorsefnið
Clara María Vásquez-Mejía fæddist árið 1989 í Medellín í Kólumbíu. Hún lauk B.Sc. gráðu í matvælafræði og tækni frá Zamorano-háskóla í Hondúras árið 2010 og M.Sc. gráðu í matvælafræði frá Purdue-háskóla í Bandaríkjunum árið 2014. Á árunum 2011 til 2017 starfaði Clara við Purdue-háskóla sem aðstoðarrannsóknarmaður í þverfaglegum verkefnum tengdum matvælafræði, þar á meðal matvælaörverufræði, gerjun og næringarfræði. Síðar starfaði hún hjá íslensku nýsköpunarfyrirtæki á sviði matvæla og sem yfirvísindamaður í matvælafræði hjá Quala í Kólumbíu. Clara hóf doktorsnám sitt við Háskóla Íslands árið 2021. Samhliða náminu hefur hún tekið þátt í leiðsögn nemenda, kennslu og ritun á styrkumsóknum. Foreldrar hennar eru Gustavo Vásquez og María Eugenia Mejía. Hún er gift Alejandro Salazar og saman eiga þau Ameliu (6 ára), Gabriel og Benjamín (tvíbura, 2 ára).
Clara Maria Vasquez-Mejia ver doktorsritgerð sína í matvælafræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands þriðjudaginn 16. desember 2025.
