Doktorsvörn í faraldsfræði - Yue Wang

Aðalbygging
Hátíðasalur
Mánudaginn 7. apríl 2025 ver Yue Wang doktorsritgerð sína í faraldsfræði við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Áföll í æsku, geðheilbrigði og aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimsfaraldri COVID-19. The COVID-19 pandemic: early life adversities, mental health trajectories and health service use.
Andmælendur eru dr. Matthias Pierce, sérfræðingur í faralds- og líftölfræði við University of Manchester, og dr. Rikke Thaarup Wesselhøft, dósent við Syddansk Universitet.
Umsjónarkennari og leiðbeinandi var Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor, og meðleiðbeinandi Thor Aspelund, prófessor. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd Arna Hauksdóttir, prófessor, Helga Zoega, prófessor og Huan Song, prófessor.
Þórarinn Guðjónsson, prófessor og deildarforseti Læknadeildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 13.00.
Ágrip
Heimsfaraldur kórónaveirunnar 2019 (COVID-19) var veruleg ógn við lýðheilsu á heimsvísu, bæði hvað varðar líkamlega og andlega heilsu fólks. Rannsóknir á þróun nýgengis geðraskana hafa hingað til einkum beinst að skammtímaáhrifum heimsfaraldursins og að ákveðnum áhættuhópum (t.d. COVID-19 sjúklingum eða heilbrigðisstarfsfólki) en færri að langtímaáhrifum heimsfaraldursins á geðheilsu og aðgengi á heilbrigðisþjónustu meðal almennings. Einnig er lítið vitað um hvort sálfélagslegir áhættuþættir snemma á lífsleiðinni, svo sem áföll í æsku (t.d. andleg vanræksla og líkamlegt ofbeldi), hafi haft áhrif á alvarleika COVID-19 sjúkdómsins. Markmið þessarar doktorsritgerðar var að varpa ljósi á ofangreinda þætti, í fjórum rannsóknum. Í fyrstu rannsókninni voru tengslin milli áfalla í æsku og alvarleika COVID-19 sjúkdómsins könnuð. Önnur rannsóknin sneri að nýgengi kvíða- og þunglyndisgreininga sem og ávísunum á samsvarandi geðlyf á fyrstu 18 mánuðum heimsfaraldursins og byggðist hún á gögnum frá breska lífsýnabankanum sem samtengdur er breskum heilbrigðisgagnagrunnum. Þriðja rannsóknin var langsniðsrannsókn sem hafði það markmið að kanna breytileika í þróun þunglyndiseinkenna í COVID-19 heimsfaraldrinum á Íslandi. Markmið fjórðu rannsóknarinnar var að kanna röskun á heilbrigðisþjónustu í COVID-19 faraldrinum á Íslandi og möguleg tengsl hennar við félags- og lýðfræðilega þætti, heilsufarssögu sem og líkamleg og sálræn einkenni. Samantekið varpa þessar niðurstöður ljósi á seiglu- og berskjöldunarþætti geðheilbrigðis, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, sem og alvarleika COVID-19 í nýafstöðnum heimsfaraldri en þær geta haft mikilvægt forvarnargildi í komandi heimsfaröldrum.
Abstract
The global spread of Coronavirus 2019 (COVID-19) posed significant threats to public health, and serious concerns have been raised about the adverse impact of the pandemic on population mental health. However, most existing studies have focused on mental health effects during the early stages of the pandemic or on specific high-risk groups, leading to a gap in understanding the long-term effects of the pandemic on mental health and health service use for the general population. Leveraging data sources from UK Biobank and the Icelandic COVID-19 National Resilience Cohort, the overarching aim of this thesis was to better understand the role of psychosocial factors in COVID-19 severity and to explore the long-term effects of the pandemic on population mental health and health service use. In Study I, we explored the link between childhood maltreatment and COVID-19 hospitalizations and deaths, examining potential mechanisms and the role of disease susceptibility. In Study II, we analysed trends in new diagnoses of anxiety and depression, as well as new prescriptions for anxiolytics and antidepressants in the UK from March 2020 to August 2021. In Study III, we identified different depressive symptom patterns in Iceland during the COVID-19 pandemic and examined their associated factors and long-term effects. In Study IV, we investigated trends in perceived disruptions in health service use in Iceland during the pandemic and how these disruptions relate to sociodemographic factors, preexisting health conditions, and overall well-being. The findings of these studies reveal resilience and vulnerability factors of COVID-19 severity, population mental health and access to health services during the COVID-19 pandemic with considerable implications for research and prevention in future pandemics.
Um doktorsefnið
Yue Wang fæddist í Kína árið 1995. Hún lauk B.Sc.-gráðu í lýðheilsuvísindum frá Sichuan-háskóla 2018 og meistaragráðu í sálfræði og geðheilsufræði frá sama háskóla 2021. Yue hóf doktorsnám við Háskóla Íslands 2022.
Yue Wang ver doktorsritgerð sína í faraldsfræði við Læknadeild Háskóla Íslands mánudaginn 7. apríl
