Skip to main content
29. október 2024

Útskrifað úr sérnámi í klínískri lyfjafræði í fimmta sinn

Útskrifað úr sérnámi í klínískri lyfjafræði í fimmta sinn - á vefsíðu Háskóla Íslands

Á dögunum útskrifuðust þau Bergdís Elsa Hjaltadóttir, Helma Björk Óskarsdóttir og Gunnar Steinn Aðalsteinsson úr sérnámi í klínískri lyfjafræði, en að þessu sinni var útskrifað þaðan í fimmta sinn. Sérnám í klínískri lyfjafræði er starfstengt framhaldsnám sem unnið er í nánu samstarfi HÍ og Landspítala og fer að mestu fram á sjúkrahúsapóteki spítalans og deildum hans, þar sem um sérhæfða sjúkrahúslyfjafræði er að ræða.

Við útskriftina fluttu stutt ávörp þau Freyja Jónsdóttir, kennslustjóri fagsins og lektor við HÍ, Kristín Ingólfsdóttir, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, Arnþrúður Jónsdóttir, forstöðumaður lyfja- og næringarþjónustu, Anna Bryndís Blöndal, fagstjóri lyfjaþjónustu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðinsin og Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu og Berglind Eva Benediktsdóttir, deildarforseti lyfjafræðideildar Háskóla Íslands.

Markmið meistaranáms í klínískri lyfjafræði er að þjálfa og þróa hæfni lyfjafræðinga í grundvallarþáttum klínískrar lyfjafræði. Náminu er ætlað að stuðla að þeirri hæfni sem þarf til að tryggja örugga, árangursríka og kostnaðarlega hagkvæma notkun lyfja í heilbrigðisþjónustu sem er lykilhlutverk klínískra lyfjafræðinga. Gríðarleg eftirspurn er eftir starfskröftum þeirra að loknu námi og starfa þeir nú m.a. á spítölum, heilsugæslu, hjúkrunarheimilum, apótekum og einnig við að styðja við niðurtröppu ávanabindandi lyfja. Við óskum Bergdísi Elsu, Helmu Björk og Gunnari Steini til hamingju með áfangann.

Hópur klínískra lyfjafræðinga við Landspítala

Svipmyndir frá viðburðinum.
Svipmyndir frá viðburðinum.
Svipmyndir frá viðburðinum.
Kristín Ingólfsdóttir, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands
Arnþrúður Jónsdóttir, forstöðumaður lyfja- og næringarþjónustu
Anna Bryndís Blöndal, fagstjóri lyfjaþjónustu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðinsin og Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu
Berglind Eva Benediktsdóttir, deildarforseti lyfjafræðideildar
Freyja Jónsdóttir, kennslustjóri klínískrar lyfjafræði og lektor við HÍ
Svipmyndir frá viðburðinum.
Svipmyndir frá viðburðinum.
Bergdís Elsa Hjaltadóttir, Helma Björk Óskarsdóttir og Gunnar Steinn Aðalsteinsson
Bergdís Elsa Hjaltadóttir, Helma Björk Óskarsdóttir og Gunnar Steinn Aðalsteinsson