Skip to main content

Doktorsvörn í lyfjafræði - Ellen Kalesi Gondwe Mhango

Doktorsvörn í lyfjafræði - Ellen Kalesi Gondwe Mhango - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
30. apríl 2024 13:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þriðjudaginn 30. apríl 2024 ver Ellen Kalesi Gondwe Mhango doktorsritgerð sína í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Þróun og prófun lyfjaforms til meðhöndlunar á malaríu í börnum og forklínískar rannsóknir í kanínum. Formulation and testing of novel pediatric antimalarial dosage form and a pilot preclinical study in rabbits.

Andmælendur eru dr. Corine Karema, framkvæmdastjóri hjá RBM Partnership to end Malaria og The Global end Malaria Council,  og  dr. Hanu Ramachandruni, varaforstjóri hjá Medicines for Malaria Venture.

Umsjónarkennari og leiðbeinandi var Sveinbjörn Gizurarson prófessor og Bergþóra S. Snorradóttir lektor. Auk þeirra sátu Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, Baxter H. Kachingwe, lektor og Peter E. Olumese í doktorsnefnd.

Dr. Berglind Eva Benediktsdóttir, dósent og deildarforseti Lyfjafræðideildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðarsal Háskóla Íslands og hefst kl. 13:00.

Ágrip

Malaría er enn alvarlegt og alþjóðlegt vandamál, sérstaklega í Afríku sunnan Sahara, þar sem fjöldi barna deyr árlega vegna þessa sjúkdóms. Á hverri mínútu deyr barn vegna malaríu í Afríku. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) mælir með notkun lyfsins artesúnat í æð, í að minnsta kosti 24 klst. við meðferð á alvarlegri malaríu af völdum sníkilsins Plasmodium falciparum í börnum, þar til þau geta  tekið inn töflur, um munninn. Ef artesúnat í æð er ekki til staðar er gefið artemeter í vöðva í stað kíníns. Sé það ekki fáanlegt er börnum undir sex ára aldri gefinn einn skammtur af artesúnat í endaþarm, eins fljótt og hægt er, og síðan er það sent á næsta sjúkrahús. Til að minnka líkur á fjölónæmum malaríustofnum hefur WHO farið fram á að nota skuli lyfjablöndur, þar sem annað lyfið er af artemisin-tegund. Artemeter (AR) og lumefantrín (LF) er ein af þeim samsetningum sem WHO hefur óskað eftir að verði notaðar til meðhöndlunar á malaríu af tegundinni P. falciparum.

Í dag er samsett lyf sem inniheldur AR-LF fáanlegt sem töflur. Bör sem eru með alvarlega malaríu eru oftar en ekki meðvitundarlaus eða of veik til að hægt sé að gefa þeim töflur. Þróun á lyfjaformi sem hægt er að nota í slíkum tilfellum, þar sem bæði AR og LF eru til staðar, ætti að vera fljótandi (lausn), þar sem bæði lyfin eru í uppleystu formi. Sú nálgun er hins vegar erfið þar sem þessi lyf eru illleysanleg þegar þau eru höfð saman.

Markmið verkefnisins var að þróa lyfjaform ætlað börnum, sem inniheldur bæði lyfin á uppleystu formi, sem endaþarmsvökvi.

Abstract

Malaria remains a global challenge, especially in Sub-Saharan Africa where many children die due to this disease. It is reported that every minute a child dies due to malaria in Africa. The World Health Organization (WHO) recommends use of intravenous (IV) artesunate for at least 24h in treating severe falciparum malaria in children until they can tolerate oral ACTs. In the absence of IV artesunate, use of intramuscular (IM) artemether is preferred to quinine. When IM artesunate is unavailable, children below 6 years of age are given a single dose of rectal artesunate and immediately referred to the next level of health care.  To slow the development of resistance in drugs used to treat malaria, the World Health Organization (WHO) recommended use of artemisinin-based combination therapies. Artemether (AR) and lumefantrine (LF) fixed dose combination is one of the artemisinin-based combination therapies (ACT) that was recommended by the WHO for the treatment of uncomplicated P. falciparum malaria.

At present, fixed dose combination therapies containing AR – LF are available only as oral solid dosage forms commercially. However, children who have severe malaria and are unconscious or those with swallowing difficulties cannot take oral medications. Formulating parenteral dosage forms especially solutions, whereby both AR and LF need to be in dissolved state in the same formulation, is difficult due to the poor solubilities of these drugs.

Therefore, the aim of this project was to develop a pediatric liquid formulation containing a fixed dose combination of AR and LF for rectal delivery.

Um doktorsefnið

Ellen er Malavíbúi sem fæddist í Zambíu árið 1978 en flutti til Malaví ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var níu ára gömul. Hún útskrifaðist með diplómu í lyfjafræði frá Heilbrigðisvísindasviði í Malaví í Lilongwe árið 2004. Í framhaldi af því hóf Ellen störf sem lyfjatæknir við m.a. David Gordon Memorial Hospital, einkaspítalann Mwaiwathu og heilsugæsluna Lighthouse Trust.

Ellen lauk BS-gráðu í lyfjafræði með fyrstu einkunn frá Læknadeild Háskólans í Malaví árið 2012 og tók þá starfsnám sem lyfjafræðingur við Central Medical Stores Trust í Lilongwe. Áhugi hennar á náminu og metnaður að halda áfram námi leiddi til þess að hún fór til Suður-Afríku og lauk MS-gráðu í lyfjafræði, nánar tiltekið lyfjarannsóknum, frá KwaZulu-Natal háskólanum í Suður-Afríku árið 2017.

Ellen hefur haft mikinn áhuga á kennslu og að fá tækifæri til að deila þekkingu sinni, svo hún tók stöðu sem lektor við Lyfjafræðideild læknaháskólans, Háskólans í Malaví, í Blantyre, sem nú heitir Kamuzu University of Health Sciences. Þar starfaði hún þar til hún hóf doktorsnám við Háskóla Íslands árið 2019.

Ellen er gift Jahnsen Mhango og þau eru foreldrar þriggja drengja, þeirra Uchindami, Ntchindi og Malumbo Mhango.

Ellen Kalesi Gondwe Mhango ver doktorsritgerð sína í  lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands þriðjudaginn 30. apríl

Doktorsvörn í lyfjafræði - Ellen Kalesi Gondwe Mhango