Doktorsvörn í mannfræði - Kristján Þór Sigurðsson
Aðalbygging
Hátíðasal
Doktorsvörn: Kristján Þór Sigurðsson, aðjúnkt í mannfræði, mun verja doktorsritgerð sína í mannfræði við Háskóla Íslands, föstudaginn 15. desember 2023. Athöfnin hefst klukkan 13.00 og fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands.
Heiti ritgerðar: Ummah í Norður Atlantshafi: Samfélag múslima á Íslandi (e. Ummah in the North Atlantic: The Community of Muslims in Iceland).
Andmælendur: Sindre Bangstad, prófessor við KIFO Institute for Church, Religion and Worldview Research, Osló, og Þórir Jónsson Hraundal, lektor í Mið-Austurlandafræðum og arabísku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands.
Leiðbeinandi: Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands.
Doktorsnefnd: Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands og Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College, Massachusetts.
Doktorsvörn stýrir: Ólafur Rastrick, forseti Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideildar.
Efniságrip: Þessi ritgerð fjallar um samfélag múslíma á Íslandi, innbyrðis tengsl þess sem og samskipti við íslenskt þjóðfélag og stofnanir þess. Staða þessa samfélags er sett í sögulegt og pólitískt samhengi og einkum þá orðræðu sem varð áberandi eftir 11. September 2001, þar sem viðhorf Vesturlanda til múslíma, íslam og hins svokallaða múslímska heims, tóku í vaxandi mæli á sig neikvæðan blæ. Þetta lýsti sér m.a. í aukinni andúð gegn múslímum í vestrænum ríkjum, þar sem hugtakið íslamófóbía varð áberandi í opinberri orðræðu. Hið fámenna samfélag múslíma á Íslandi hefur ekki farið varhluta af þessari orðræðu, en hún varð samt fyrst áberandi í kjölfarið á úthlutun lóðar til moskubyggingar, en fyrir þann tíma höfðu and-múslímsk viðhorf á Íslandi fyrst og fremst verið innflutt erlendis frá, þar sem ekki var hægt að heimfæra þessi viðhorf til atvika á Íslandi. Fram að úthlutun lóðarinnar var samfélag múslíma á Íslandi nær ósýnilegt og þess vegna þurfti að flytja neikvæða umfjöllun erlendis frá og tengja þá neikvæðni múslímum á Íslandi.
Megin markmið ritgerðarinnar er að sýna fram á stöðu samfélags múslíma á Íslandi útfrá þeirra eigin sjónarhóli og setja hana í hnattrænt, sögulegt og pólitískt samhengi og greina frá félagslegum, menningarlegum og trúarlegum þáttum í því samhengi. Rannsóknin byggir á etnógrafískri þáttökuaðferð, opnum viðtölum og óformlegum samræðum á vettvangi, sem og á fjölmiðlarýni og opinberri orðræðu um þennan þjóðfélagshóp á Íslandi. Helstu kenningalegu áherslur snúa að félagslegum og menningarlegum margbreytileika, samskiptum minnihlutahópa við meirihlutasamfélagið og um skörum margbreytilegra sjálfumleika í flóknu félagslegu og menningarlegu umhverfi. Í ritgerðinni skoða ég skipulag hins múslímska samfélags á Íslandi, trúfélög og þann starfa sem þar á sér stað og samskipti þessara félaga innbyrðis. Ég greini frá samskiptum þessara trúfélaga við nokkrar íslenskar stofnanir tengdar ríkinu, og þar sést að samfélag múslíma á Íslandi er í töluvert miklum formlegum og óformlegum samskiptum við bæði veraldlegar og trúarlegar stofnanir og félög. Ég beini sjónum að því hvað það felur í sér að vera múslími, hvað múslímskur sjálfumleiki er, með orðum þátttakenda minna, og hvernig sá þáttur skarast við sjálfumleika tengda þjóðerni, uppruna og margskonar menningarlegum þáttum. Ég geri grein fyrir trúarlegum orðræðum meðal þátttakenda minna, trúarlegu áhrifavaldi í eins fámennu trúarlegu samfélagi eins og á Íslandi, sem og trúarlegum athöfnum, sem höfundur tók þátt í. Spurt er hvort hægt sé að tala um eitthvað sérstakt íslenskt íslam en samkvæmt athugunum höfundar og ummæla þátttakenda er það ekki tilfellið. Hluti af umræðunni um trúarlega sjálfsmynd er um íslenska trúskiptinga, Íslendinga sem hafa tekið íslamstrú og um hverskonar félagsleg og menningarleg umskipti það felur í sér. Einnig er varpað ljósi á menningarlega og félagslega þætti sem snúa bæði að íslensku þjóðfélagi og félagslegum og trúarlegum hefðum múslíma og íslam, sem hefur margvíslegar birtingarmyndir.
Abstract: This dissertation concerns the community of Muslims in Iceland. The position of this community is placed in political and historical contexts and in particular within the discourses following the 9/11 attacks, where the approach of the West toward Muslims, Islam and the so-called Muslim world was increasingly negative. This manifested itself in growing antipathy toward Muslims in the Western societies, where Islamophobia became increasingly conspicuous in the public domain. The small community of Muslims in Iceland has not escaped this development, with such discourses making their way into the public domain, especially following the allotment of a plot of land for a mosque. Before that, anti-Muslim sentiments had mainly been based on news and discourses from foreign media. The main goal of this dissertation is to demonstrate the position of the Muslim community in Iceland from their own point of view and place it in a global, historical and political context, and to describe the social, cultural and religious factors relating to that context. The research is based on ethnographic fieldwork, participant-observation with semi-structured interviews and informal conversations in the field. Also, textual overview and analysis of media discussions and public utterances concerning the Muslim community in Iceland play an important part of the data. The main theoretical emphasis is on social and cultural diversity, asymmetrical relations between minority groups and majority society and theories concerned with the intersection of diverse identities in a complex social and cultural environment.
I look at the organisation of the Muslim community in Iceland, the religious associations and the social and religious activities, as well as the internal relations between the associations. I account for the relations of the Muslim associations with Icelandic institutions linked to the Icelandic state, demonstrating that the Muslims in Iceland have important relations and co-operations with both secular and religious institutions in Iceland. In the dissertation I look at what it means to be a Muslim, what Muslim identity might be, as understood by my participants, and how this identity intersects with national and cultural identities and feelings of belonging. I examine the religious discourses among my participants, discuss religious authority in this small but diverse community in Iceland, as well as describing some religious rituals and practices which I participated in. I ask if it is possible to define a specific Icelandic Islam? According to my own observations and the views of my participants, that is in fact impossible. An important part of the discussion of religious identity concerns Icelandic converts, who have embraced Islam and the social and cultural changes that it entails, the light it casts upon some social and cultural aspects relevant to Icelandic society, as well as to the social and religious traditions of Muslims and Islam.
Kristján Þór Sigurðsson er fæddur 1954 í Reykjavík. Hann er með BA gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands 1998, sem fjallaði um útfararsiði víða um heim, og MA gráðu í mannfræði frá Háskólanum í Kaupmannahöfn 2004. MA verkefnið fjallaði um hefðbundin trúarbrögð og hlutverk véfrétta við ákvarðanatökur meðal Birifor fólksins í norðvestur Ghana. Kristján hefur kennt mannfræði við Háskóla Íslands um langt árabil, bæði almenna mannfræði og mannfræði trúarbragða, m.a. með áherslu á íslam og samfélög múslima á Vesturlöndum.