Doktorsfyrirlestur í norrænum fræðum: Jules Louis Raymond Piet
Aðalbygging
Hátíðasal
Jules Louis Raymond Piet heldur doktorsfyrirlestur við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands, þriðjudaginn 14. nóvember kl. 15:00.
Jules varði doktorsritgerð sína, The Self-Made Gods: Euhemerism in the Works of Saxo Grammaticus and Snorri Sturluson, í norrænum fræðum við Université de Strasbourg 13. október síðastliðinn. Um var að ræða sameiginlega doktorsgráðu við háskólann í Strasbourg og Háskóla Íslands. Á íslensku nefnist ritgerðin Sjálfskipaðir guðir: Evhemerismi í verkum Saxa fróða og Snorra Sturlusonar. Hún var unnin undir leiðsögn Ármanns Jakobssonar, prófessors við Íslensku- og menningardeild við Háskóla Íslands, og Peter Anderson, prófessors í forngermönskum bókmenntum og sögu við háskólann í Strasbourg.
Um rannsóknina
Í ritgerð sinni fjallar Jules um þrjú af mikilvægustu sagnaritum Norðurlanda frá upphafi 13. aldar - Gesta Danorum eftir Saxo Grammaticus sem og Snorra-Eddu og Heimskringlu eftir Snorra Sturluson. Í þeim ritum er notast við evhemerisma til að skýra trúarbrögð hinna heiðnu forfeðra. Grundvallarhugmynd evhemerismans er sú að guðir séu menn sem hafi þóst vera eða verið endurtúlkaðir sem guðir. Í ritgerðinni sýnir Jules fram á sérkenni hins norræna evhemerisma sem er birtingarmynd hugmyndarinnar frá miðöldum sem snýr ekki að grísk-rómverskum guðum. Samanburður á verkum Saxo og ritum Snorra sýna að þrátt fyrir augljós líkindi við fyrstu sýn þjóna evhemerismar frásagnir þeirra gjörólíkum hugmyndafræðilegum tilgangi. Ennfremur er rökstutt með hliðsjón af fjölmörgum miðaldatextum að evhemerísk aðferðarfræði felur ekki einungis í sér að manngera guði heldur felur hún einnig í sér algjöra endurgerð goðsagnakenndrar heimsfræði.
Um doktorinn
Jules lauk MA-prófi í Norrænu meistaranámi í víkinga- og miðaldafræðum frá Háskola Ísland árið 2014.
Jules Louis Raymond Piet