Forstöðumaður við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Breiðdalsvík
Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns, sem jafnframt er starf akademísks sérfræðings við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Breiðdalsvík. Rannsóknasetrinu á Breiðdalsvík er einkum ætlað að sinna rannsóknum á sviði jarðfræði eins og var hjá forvera þess, Breiðdalssetri ses.
Umsækjendur um starf forstöðumanns skulu hafa lokið doktorsprófi á sviði jarðvísinda eða skyldra greina og stundað sjálfstæðar rannsóknir á því sviði. Forstöðumaðurinn verður starfsmaður Háskóla Íslands og hefur starfsaðstöðu við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Breiðdalsvík. Búseta á svæðinu er því skilyrði.
Rannsóknasetrið á í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands og er verkefnisstjóri við setrið umsjónarmaður borkjarnasafns NÍ sem staðsett er á Breiðdalsvík.
Um er að ræða frábært tækifæri fyrir öflugan vísindamann til að taka þátt í að efla rannsóknir og vísindastarf í einstöku umhverfi og samfélagi.
Auglýsingu um starfið má sjá á vef Háskóla Íslands, undir Laus störf og í Ráðningakerfi ríkisins.