Skip to main content

Sérsvið hjúkrunar - Viðbótardiplóma 80e

Sérsvið hjúkrunar - Viðbótardiplóma 80e

Heilbrigðisvísindasvið

Sérsvið hjúkrunar

– 80 einingar

Boðið er upp á lengra diplómanám á meistarastigi í hjúkrun til þess að gefa hjúkrunarfræðingum kost á að auka þekkingu sína og færni á ákveðnu sviði.

Kjörsvið diplómanáms eru skipulögð í takt við samfélagslegar þarfir og eftirspurn hjúkrunarfræðinga hverju sinni. Nú er boðið upp á kjörsviðin: Svæfingahjúkrun og skurðhjúkrun.

Skipulag náms

X

Klínísk starfsþjálfun í skurðhjúkrun I (HJÚ172F)

Sérhæfð starfsþjálfun til diplómaprófs samfara diplómanámi í skurðhjúkrun. Starfsþjálfunin telur þá 10 einingar á sérsviðinu og veitir þjálfun í klínískum vinnubrögðum og starfsferlum í skurðhjúkrun. Starfsþjálfunin til 1608 klst. fer fram á skurð- og svæfingadeildum Landspítala - háskólasjúkrahúss og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Nánari upplýsingar um starfsþjálfunina er að finna í verknámsbók í diplómanámi.

Nemendum er skylt að taka námskeið í Sérhæfðri endurlífgun I (ILS) LSH. Nemendur fá skírteini að loknu þessu námskeiði á verknámstímabilinu. Skal námskeiði þessu vera lokið 2 mán. fyrir fyrirhugaða útskrift. Námskeið þetta er hluti af klíniska námskeiðinu. Sérhæfð endurlífgun I (ILS) og meðhöndlun.

  • Að nemendur séu færir um greina fyrstu einkenni hjartabilunar,
  • kunni helstu aðgerðir sem beita má til að koma í veg fyrir hjartastopp og geti framkvæmt grunnendurlífgun þ.e. hjartahnoð, öndunaraðstoð og gefið hjartarafstuð með sjálfvirku eða hálfsjálfvirku hjartastuðtæki, þar til sérhæfð aðstoð berst.

Kennsluaðferðir: Sýnikennsla, verklegar æfingar og fyrirlestrar. Námsmat: Færni nemenda er metin í gegnum allt námskeiðið.

Athugið að ekki er heimilt að skrá sig í námskeiðið nema með heimild umsjónarkennara.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Klínísk starfsþjálfun í svæfingahjúkrun I (HJÚ170F)

Klínísk starfsþjálfun í svæfingahjúkrun fer fram samhliða fræðilegu námi í svæfingahjúkrun og veitir þjálfun í klínískum vinnubrögðum og vinnuferlum í svæfingahjúkrun. Klínísk starfsþjálfun í svæfingahjúkrun er metin til 30 eininga og er 1700 klst. sem fer fram á svæfingadeildum Landspítala - háskólasjúkrahúss, í hermi (simulator) og í verklegum æfingum í vinnubúðum.

Í klínískri starfsþjálfun er notuð verknámsbók þar sem m.a. koma fram námsmarkmið, hvaða kröfur nemar þurfa að uppfylla, upplýsingar um námsmat, gerð svæfingaáætlana, skráningu færnikorta og verknámsskráa.

Gerð er krafa um 100% ástundun í klínískri starfsþjálfun. Markmið starfsþjálfunar í svæfingahjúkrun er að þjálfa nemendur í að samþætta klíníska- og fræðilega þekkingu, veita þjálfun í klínískum vinnubrögðum og vinnuferlum og kynna sem flest svið svæfingahjúkunar.


Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafa samband

Skrifstofa Hjúkrunarfræðideildar
Eirberg, 1. hæð, Eiríksgata 34
101 Reykjavík
Sími 525 4960
hjukrun@hi.is

Opið virka daga frá kl. 9-12 og 13-14

Eirberg

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.