Skip to main content

Doktorsvörn í menningarfræði: Massimo Santanicchia

Doktorsvörn í menningarfræði: Massimo Santanicchia - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. nóvember 2022 13:00 til 15:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Mánudaginn 21. nóvember 2022 fer fram doktorsvörn við Íslensku- og menningardeild og Deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands. Þá ver Massimo Santanicchia doktorsritgerð sína í menningarfræði, Becoming cosmopolitan citizen architects. A reflection on architectural education in a Nordic-Baltic perspective. Vörnin fer fram í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og hefst kl. 13:00. Verið öll velkomin. (Hægt verður að fylgjast með vörninni í streymi). 

Andmælendur við vörnina verða dr. Hélène Frichot, prófessor við Háskólann í Melbourne, og dr. Katja Tollmar Grillner, prófessor við Konunglega tækniháskólann í Stokkhólmi. 

Doktorsritgerðin var unnin undir leiðsögn dr. Ólafs Páls Jónssonar, prófessors við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Einnig voru í doktorsnefnd dr. Harriet Harriss, prófessor við Pratt Institute í New York, og dr. Jón Ólafsson, prófessor við Hugvísindasvið Háskóla Íslands.

Gauti Kristmannsson, forseti Íslensku- og menningardeildar, stjórnar athöfninni.

Um rannsóknina

Doktorsritgerð Massimos er framlag til umræðunnar um hvernig arkitektamenntun getur brugðist betur við þeim loftslags- og samfélagsógnum sem steðja að í samtímanum. Í rannsókn sinni leitast hann við að skilja og hvetja til þess að heimsborgarahyggja hafi áhrif á arkitektamenntun til að efla félagslegt hlutverk hennar með því að mennta arkitekta sem eru betur búnir undir að glíma við stórar áskoranir. Heimsborgaramenntun í skilningi UNESCO stuðlar að þekkingu, færni, viðhorfum, gildum og hegðun sem eru nauðsynleg til að skapa friðsöm, umburðarlynd, inngildandi, örugg og sjálfbær samfélög; markmið slíkrar menntunar er einnig að móta samstarfsfúsa einstaklinga sem finnst þeir tilheyra hnattrænu samfélagi fólks og annarra vera.

Um doktorsefnið

Massimo Santanicchia hefur MArch-próf frá IUAV Istituto Universitario di Architettura di Venezia; MA-próf í húsnæðismálum og þéttbýli frá AA Architectural Association, School of Architecture í London og MSc-próf í svæðisbundnum borgarskipulagsfræðum frá LSE London School of Economics and Political Science. Hann er prófessor í arkitektúr við Listaháskóla Íslands..

Massimo Santanicchia.

Doktorsvörn í menningarfræði: Massimo Santanicchia