Skip to main content

Stjórnun menntastofnana, M.Ed.

Stjórnun menntastofnana, M.Ed.

Menntavísindasvið

Stjórnun menntastofnana

M.Ed. – 120 einingar

Námið er ætlað núverandi og verðandi stjórnendum í skólum og öðrum menntastofnunum. Í náminu er lögð áhersla á forystuhlutverk stjórnandans og færni í að leiða farsælt og framsækið starf á tímum hraðfara breytinga sem kalla á sífellda endurskoðun á markmiðum og framkvæmd. Fjarnám.

Skipulag náms

X

Stjórnun og forysta (STM109F)

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái innsýn í stjórnsýslufræði og stjórnun menntastofnana sem fræðigrein, kynni sér fjölþætt hlutverk stjórnenda, helstu hugtök og nýlegar rannsóknir og verksvið þeirra og ábyrgð. 

Kenningar og hugtök um stjórnun og forystu í menntastofnunum ásamt umfjöllun um nýlegar rannsóknir eru helstu viðfangsefnin á námskeiðinu. Fjallað er um fjölþætt hlutverk stjórnenda í menntastofnunum, um forystu og kyngervi/-ferði, gildi stjórnenda og siðferði í menntastjórnun. Áhersla er lögð á forystuhlutverk stjórnenda. Jafnframt verður ráðgjafarþætti stjórnenda við kennara og aðra starfsmenn skóla sérstakur gaumur gefinn ásamt forystuhlutverki þeirra við breytinga- og þróunarstörf. Þá verða rannsóknir á hlutverkum stjórnenda í menntastofnunum kannaðar með sérstakri áherslu á nýlegar íslenskar rannsóknir.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Hjördís Jónsdóttir
Guðlaug M. Pálsdóttir
Hjördís Jónsdóttir
Stjórnun menntastofnana M.Ed.

Ég hef frá unga aldri haft áhuga á skólamálum. Þegar kom að viðbótarnámi hjá mér þá starfaði ég sem deildarstjóri í grunnskóla. Námið í stjórnun menntastofnanna varð því fyrir valinu hjá mér. Námið nýttist mér mjög vel í starfi sem deildarstjóri í grunnskóla. Áfangarnir eru fjölbreyttir og skemmtilegir og ég tel mig hafa aukið talsvert við þekkingu mína á stjórnunarháttum og þeim leiðum sem farsælast er að fara þegar kemur að stjórnun.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs

1. hæð, Stakkahlíð – Enni
s. 525 5950 mvs@hi.is

Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga

Fylgstu með Menntavísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Stakkahlíð

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.