Skip to main content

Menntastefnur og matsfræði, M.Ed.

Menntastefnur og matsfræði, M.Ed.

Menntavísindasvið

Menntastefnur og matsfræði

M.Ed. gráða – 120 einingar

Í náminu öðlast nemendur þekkingu og skilning á áherslum í menntastefnum og hvernig þær birtast í námskrám og öðrum stefnuskjölum.

Námið er ætlað kennurum og stjórnendum á öllum skólastigum sem og öðrum þeim sem starfa eða ætla sér að starfa innan menntakerfisins. Fjarnám að mestu eða hluta. 

Skipulag náms

X

Hagnýt matsfræði í skólum, uppeldisstarfi og heilbrigðisþjónustu (STM106F)

Markmið námskeiðsins er að nemi fái grunnþekkingu í matsfræðum og öðlist hagnýta færni í að undirbúa sjálfsmat og tengja það við umbótastarf.
Viðfangsefnin fel í sér umfjöllun um innra mat ólíkra starfseininga og rýnt verður í dæmi af sjálfsmatsverkefnum og umbótastarfi. Rætt verður um megintilgang mats, kynntar mismunandi matsaðferðir og matsstaðlar, rýnt í gagnaöflun, greiningu gagna og mismunandi framsetningu á niðurstöðum. Rætt verður um siðferðileg álitaefni sem tengjast mati. Þá verða rannsóknir á mati, t.d. í skólastarfi kannaðar.
Vinnulag felst í hagnýtum verkefnum í tengslum við starfsvettvang og áhuga þátttakenda þar sem rædd eru afmörkuð viðfangsefni og tiltekið lesefni, unnin smærri verkefni sem ætluð eru til að undirbúa stærra sjálfsmatsverkefni í tengslum við eigin starfsvettvang. Námskeiðið er kennt á neti (í gegnum Zoom) en skyldumæting er í 2-3 vinnulotur (ákveðnar í samráði við nemendur).

X

Mat á vettvangi (STM201F)

Í námskeiðinu verða matsfræðin lítillega kynnt en megináherslan verður á matsverkefni tengt starfsvettvangi að eigin vali. Námskeiðið er skipulagt í kringum matsverkefni sem felur í sér mótun rannsóknarspurningar, rökstuðning fyrir matsnálgun, val á og rökstuðning fyrir aðferðum við gagnaöflun, greiningu gagnanna og skrif og kynningu á lokaskýrslu.

X

Menntun og menntastefnur í alþjóðlegu samhengi (STM207F)

Markmið námskeiðsins eru að nemendur geti greint yfirstandandi hræringar í þróun og framkvæmd menntastefnu í ýmsum löndum út frá ólíkum sjónarhornum, gagnrýnum kenningum og rannsóknum. Lögð er áhersla a að nemendur skilji merkingu og ólík form markaðsvæðingar í menntun, bæði varðandi þátttöku einkageirans (ytri markaðsvæðing) og kerfisbreytingar á opinbera menntageiranum (innri markaðsvæðing). Rýnt verður í hvernig stjórnarhættir (governance) og hlutverk skólastjórnenda, kennara, foreldra og nemenda í skólastarfi hafa mótast af þessum þáttum.

Fjallað er um menntakerfi og menntastefnur, tengsl við framkvæmd og möguleg áhrif þeirra á samfélagið, þ.m.t. á mismunandi nemendahópa eftir kynferði, stétt, búsetu, fötlun og uppruna. Til umfjöllunar eru alþjóðlegar rannsóknir á menntakerfum og lykilhugtök eins og gæði, val, stjórnun og skilvirkni.

Fyrirlestrar og samræða í vikulegum kennslustundum eða að fyrirlestrar verða birtir á námskeiðsvef og efni þeirra rætt í kennslustundum. Nokkir fyrirlesara kenna á ensku.  Nemendur vinna saman að beitingu fræðanna á tiltekin viðfangsefni. Námsmat samanstendur af fræðilegum ritgerðum og rannsóknarverkefnum sem nemendur kynna í málstofum. Hægt er að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað en lögð er áhersla á að nemendur séu á staðnum. 

X

Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðum (MVS213F)

Markmiðið er að nemendur

  • hafi innsýn í megindlega aðferðafræði á sviði rannsókna í uppeldis- og menntunarfræði
  • þekki helstu rannsóknaraðferðir og hugtök sem þeim tengjast
  • geti beitt algengum rannsóknaraðferðum og þannig aflað gagna, unnið úr þeim og túlkað á agaðan og viðurkenndan hátt
  • séu færir um að rýna í rannsóknir og nýta sér niðurstöður þeirra
  • hafi tileinkað sér rannsakandi hugarfar og gagnrýna hugsun

Kynnt verða algeng rannsóknarsnið megindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur nota tölvuforrit til að reikna algenga tölfræðistuðla og halda utan um og vinna úr gögnum. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í túlkun matsniðurstaðna sem líklegt er að verði á vegi þeirra hópa sem taka námskeiðið.

Fyrirlestrar á vef, umræður og verkefni. Námskeiðið er kennt vikulega en fyrirlestrar verða eingöngu á vef. Verkefnatímar verða ekki teknir upp. Ekki er mætingarskylda í námskeiðið en nemendur eru hvattir til að mæta í kennslustundir.

Nemendur verða að hafa Jamovi (sjá nýjustu útgáfu á https://www.jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir. 

Lesefni: Kaflar 1-11 í Navarro DJ and Foxcroft DR (2019). Learning statistics with jamovi: a tutorial for psychology students and other beginners. (Version 0.70). DOI: 10.24384/hgc3-7p15. Rafræn ókeypis kennslubók sem hala má niður á síðunni https://www.learnstatswithjamovi.com.

X

Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (MVS212F)

Fjallað verður um ólíkar rannsóknarstefnur og tengsl þeirra við uppbyggingu og útfærslu rannsókna. Einnig um siðfræði vísinda með áherslu á hagnýt atriði og um gæðahugtök, s.s. réttmæti, trúverðugleika og ólíka sýn á þessi hugtök. Í námskeiðinu beinist athyglin að eigindlegum aðferðum. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemar fá nokkra þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna m.a. vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum. Þá vinna nemar með öflun, skráningu, flokkun, greiningu og túlkun gagna, og með framsetningu þeirra og gera heildstæða rannsóknaræfingu.

Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Skyldumæting er í staðlotum.

X

Stofnanakenningar (STM212F)

Markmið þessa námskeiðs er að þátttakendur öðlist þekkingu og skilning á helstu hugtökum og kenningum um stofnanir og atferli einstaklinga innan þeirra.

Til umfjöllunar eru kenningar um stofnanir, helstu hugtök og nýlegar rannsóknir. Fjallað verður um mennta- og þjónustustofnanir sem opið kerfi, regluveldi og vinnustað fagfólks, menningu, vald, áhugahvöt, mannauð, jafnrétti, ákvarðanir, árekstra og ágreining á vinnustöðum.

Í námskeiðinu verða lögð fyrir fjölbreytt einstaklings-, para og hópverkefni. Þátttakendur fá markvissa þjálfun í að rýna í ólíkar kenningar um skipulagsheildir og stofnanir, rannsóknir og aðferðir sem tengjast skólastarfi og stjórnun.
Námið er byggt upp á fyrirlestrum, umræðum, hópvinnu, lestri og verkefnavinnu. Þátttakendur vinna fjarkennslu-verkefni, málstofuverkefni og skrifa fræðilega lokaritgerð. Auk þess ræða nemendur fræðilegt efni í afmörkuðum hópum á Netinu og skila um það skýrslu.

Hvort sem um fjarnám eða staðnám er að ræða, byggist þátttaka á námskeiðinu á lifandi samfélagi og samræðu, í raunheimum sem og á netinu. Allt námsferlið miðar að því að nýtast þátttakendum á beinan hátt í eigin starfi.

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (MVS301F)

Í námskeiðinu verða teknar fyrir eigindlegar rannsóknaraðferðir, einkenni þeirra og saga.  Rauður þráður í gegnum námskeiðið verður gildi og hlutverk rannsókna við þróun skólastarfs og tengsl við fagmennsku í uppeldis-, menntunar- og þjálfunarstörfum.  Kynntar verða helstu rannsóknarleiðir eða nálganir innan eigindlegar aðferða, s.s. etnógrafía, fyrirbærafræði. Fjallað verður um aðferðir við gagnasöfnun og mismunandi tegundir gagna, s.s. vettvangsathuganir, áhorfsathuganir, viðtöl af ýmsum gerðum, vettvangsnótur og fyrirliggjandi gögn bæði sjónræn og textar. Kynntar verða mismunandi leiðir til að túlka og greina gögnin t.d. þema-, frásagnar- og orðræðugreining og nemendur þjálfaðir í að koma niðurstöðum frá sér á skipulegan og vandaðan hátt.

Vinnulag:
Fastir kennslutímar verða vikulega. Tímarnir (fyrir utan staðlotur) verða teknir upp og verða aðgengilegir fjarnemum.  Kennslan samastendur af fyrirlestrum, umræðum og/eða verkefnum. Nemendur vinna virkniverkefni saman sem þeir skila vikulega. Staðnemar  vinna þau í tímum en fjarnemar vinna þau saman í hópum. Einnig er gert ráð fyrir umræðum um efni fyrirlestranna á facebook.

X

Megindlegar rannsóknaraðferðir I (MVS302F)

Markmið
Að nemendur þekki og geti beitt algengustu tölfræðiaðferðum við úrvinnslu gagna og geti metið tölfræðilegar niðurstöður. Að nemandi hafi kunnáttu og þekkingu til þess að greina og miðla tölulegum upplýsingum skv. APA útgáfustaðlinum (t.d. í lokaritgerð) og geti sýnt frumkvæði við tölfræðilega úrvinnslu gagna. Einnig að nemendur kynnist helstu rannsóknarsniðum í megindlegri aðferðafræði.

Inntak og viðfangsefni
Fjallað verður um megindlegar rannsóknaraðferðir og rannsóknarsnið. Í tölfræði verður mest áhersla lögð á fylgni og fjölbreytuaðhvarfsgreiningu. Einnig verður unnið með aðferðir dreifigreiningar og þáttagreiningar (leitandi og staðfestandi). Að lokum verða nemendur kynntir fyrir grunnhugsun Bayesískrar tölfræði og mati á heildarvillu (e. Total survey error). Nemendur læra að vinna greiningar með tölfræðiforriti. Sérstök áhersla verður á túlkun gagnasafna sem tengjast jafnréttismálum og inngildandi menntun. 

Vinnulag
Námskeiðið verður kennt vikulega á fjarfundum. Tvær staðlotur eru á önninni. Skyldumætingu er í staðlotunum. Þeir sem eiga um langan veg að fara geta tekið þátt í staðlotunum í fjarfundi.  Nemendur verða að hafa nýjustu stöðugu (e. solid) útgáfu af Jamovi (sjá jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir. 

X

Gagnrýnin námskrárfræði: Hlutverk leiðtoga og áhrif skólastigs og staðarsamhengis (STM034F)

Meginmarkmiðið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu og hæfni í námskrárfræðum og verði færir um að beita þekkingu sinni á því sviði í skólastarfi eða á öðrum menntavettvangi. Fjallað verður um lykilhugtök námskrárfræða. Farið verður yfir sögulega þróun námskrár á Íslandi og hún sett í samhengi við alþjóðastrauma og stefnur. Rýnt verður í stjórnunarhætti sem virkja þátttöku sérfræðinga (kennara, stjórnenda og fleiri), nemenda og foreldra í námskrárgerð og útfærslu námskrár. Fjallað verður gagnrýnið um námskrárgerð í tengslum við framkvæmd og útfærslu á stefnu stjórnvalda og möguleg áhrif á mismunandi nemendahópa. Þátttakendur þurfa að geta hannað og útfært skólanámskrár út frá núgildandi stefnum, straumum, skólastigi og staðarsamhengi. Í því sambandi þurfa þeir að geta rýnt í, greint og unnið með námskrár út frá ólíkum sjónarhornum byggðum á gagnrýnum kenningum og rannsóknum. Þá verður fjallað um forsendur, tilgang og aðferðir við mat á skólanámskrám og sú umræða tengd við ríkjandi matsstefnur, alþjóðaáhrif og umræðu um tilgang og markmið menntunar.

Námskeiðið er skipulagt í lotum, rauntímaviðveru á neti og á staðnum.

Námið er byggt upp á fyrirlestrum, umræðum, hópvinnu, lestri og verkefnavinnu. Þátttakendur vinna fjölbreytt og hagnýt verkefni sem nýtast þeim í starfi.  

X

Lokaverkefni (STM441L)

Lokaverkefni til M.Ed.-prófs er einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda. 

Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs.

Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist vettvangi og sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við. Verkefnið getur verið af ólíku tagi, til dæmis fræðileg ritgerð, sjálfstæð rannsókn, starfstengt þróunar- eða matsverkefni, námskrár- eða námsefnisgerð og fleira.

Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum um verklag við M.Ed.-verkefni sem birtar eru á innri vef Menntavísindasviðs, Uglu: 

X

Rekstur skóla (STM033F, STM032F)

Meginmarkmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu og hæfni í fjárhagslegum rekstri skipulagsheilda, og verði færir um að beita þekkingu sinni í skólastarfi eða á öðrum vettvangi innan menntakerfisins. Fjallað verður um:

  • ábyrgð og lagalegar skyldur skólastjórnenda í málum er varða fjárhagsleg málefni skóla
  • fjárhagsáætlanagerð á mismunandi skólastigum og fjárhagsáætlanir sem stjórntæki
  • rekstrarlegar áskoranir og fjárhagsáætlanagerð á tímum niðurskurðar
  • mikilvægi markvissrar fjármálastjórnunar

Vinnulag
Námið er byggt upp á fyrirlestrum, umræðum, hópvinnu, lestri og verkefnavinnu.
Þátttakendur vinna fjölbreytt og hagnýt verkefni sem nýtast þeim í starfi.

X

Leiðtogar í skóla án aðgreiningar í fjölmenningarsamfélagi (STM015F)

Tilgangur námskeiðsins er að búa þátttakendur undir  að leiða skólastarf sem byggir á fræðilegri sýn á menntun án aðgreiningar í fjölmenningarlegu samfélagi (inclusive intercultural education), þ.e. þátttöku fjölbreytts nemenda hóps í skólastarfinu. Grunnþættir námskeiðsins eru  leiðtogahlutverkið, lýðræði, mannréttindi, samvinna og viðurkenning á auðlindum nemenda, þ.e. að þeir byggja á ólíkri reynslu og læra á mismunandi hátt. Áhersla er lögð á þróun leiðtoga sem byggir á samstarfi þar sem hlustað er eftir röddum nemenda, foreldra og samstarfsfólks um sýn þeirra á skólastarf.

Markmiðið er að þátttakendur öðlist færni í að greina og meta stöðu menntunnar án aðgreiningar í sínu starfsumhverfi og geti brugðist við þörfum skólasamfélagsins með lýðræði og mannréttindi að leiðarljósi.

Rýnt verður í framkvæmd og þróun á þessum sviðum og hvernig þessi áhersla hefur tekið á sig ólíkar myndir. Einnig munu þátttakendur greina eigin starfsvettvang, meta viðhorf, þekkingu og færni starfsfólks og gera aðgerðaáætlun sem tekur til uppbyggingar menntunar án aðgreiningar.

Námskeiðið fer fram með fyrirlestrum, umræðum, samstarfi og sjálfstæðri vinnu þátttakenda. Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Áhersla er lögð á að þátttakendur greini eigin viðhorf og skoðanir um leið og þeir kynna sér hugmyndir annarra. Þeir halda námsdagbók um athuganir sínar, lestur fræðigreina og ígrundun.

X

Sjálfbærnimenntun og forysta (SFG003F)

Megintilgangur þessa námskeiðs er að veita þátttakendum tækifæri til að skilja sjálfbærni og sjálfbærnimenntun út frá sjónarhorni stofnana eða heilla kerfa. Kennslutímar og umræður á milli þeirra byggjast á upplýstri rökræðu. Unnin verða fá stærri verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum, skipulagningu kennslustunda og því að leiða umræður. Námskeiðið er kennt á neti. Krafist er að lágmarki 80% mætingar í kennslustundir. Til að standast námskeiðið þarf að fá að lágmarki einkunnina 5,0 fyrir hvert verkefni námskeiðsins og uppfylla lágmarkskröfur um mætingu og þátttöku í tímum. Nánari útfærsla og upplýsingar um kennslufyrirkomulag verður á Canvas.

Dæmi um viðfangefni:

  • Formleg og óformleg sjálfbærnimenntun (t.d. á vinnustöðum)
  • Forysta í vinnu með sjálfbærni (t.d. í heildstæðum breytingum og þróun í skóla eða í frístundastarfi)
  • Tengsl náttúrufræði og sjálfbærni (t.d. út frá kerfisbundinni nálgun eða út frá grunndvallarsýn)
  • Þróun dreifbýlis og sjálfbærni
  • Mótun sameiginlegra gilda (t.d. í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja)
  • Námskrárbreytingar
X

Starfendarannsóknir (MVS011F)

Inntak / viðfangsefni
Á námskeiðinu verður farið yfir tilurð og þróun starfendarannsókna í ýmsum löndum, m.a. Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Rýnt verður í hugmyndafræði slíkra rannsókna og hinar margvíslegu myndir sem þær hafa tekið á sig og birtast í ólíkum orðum sem notuð eru um slíkar rannsóknir, t.d. starfendarannsóknir (action research), kennararannsóknir (teacher research), kennslurýni (lesson study), starfstengd sjálfsrýni (self-study) og practitioner research. Sérstök áhersla verður lögð á starfendarannsóknir í skólum og öðrum vettvangi menntunnar, þar á meðal á Íslandi og ákveðin dæmi skoðuð í því sambandi. Megináherslan í námskeiðinu er á að þátttakendur geri rannsókn á eigin starfi/starfsháttum og kynni hana í námskeiðinu. Ekki er skilyrði að nemendur séu í starfi þegar þeir taka námskeiðið.

Vinnulag
Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Grunnhugmyndin er sú að þátttakendur geri rannsókn í tengslum við eigið starf í samráði við kennara og aðra þátttakendur í námskeiðinu og vinni úr henni í nánu samstarfi við kennara og aðra þátttakendur, t.d. í gegnum ígrundanir, kynningar og samræður. Nemendur halda leiðarbók eða rannsóknardagbók um rannsókn sínar og gera lestrardagbók í tengslum við lestur fræðigreina. Að auki taka þeir þátt í ýmis konar verkefnum og umræðum á netinu.

X

Stjórnun og menntun - reynsla af vettvangi (STM029F)

Markmið námskeiðs er að nemendur öðlist innsýn í dagleg störf og umhverfi skólastjórnenda og stjórnenda á vettvangi frítímans. Það gætu verið skólastjórar, aðstoðarskólastjórar og deildarstjórar i leik- grunn- og framhaldsskólum, stjórnendur frístundamiðstöðva, frístundaheimila og félagsmiðstöðva eða stjórnendur á sviði æskulýðsmála. Markmiðið er að nemendur geti fjallað um dagleg störf og umhverfi í fræðilegu samhengi, að þeir kynni sér áhrif námskráa, laga og reglugerða á störf stjórnenda og skipulag og innihald skóla- og frístundastarfs.

Námskeiðið tekur til þátta er tengjast daglegum störfum skólastjórnenda og stjórnenda á vettvangi frítímans, s.s. rekstri, starfsmannasjórnun og faglegri forystu, starfsþróun og mati á skólastarfi. Nemendur fylgja einum stjórnanda í 4-5 daga sem dreifast á 4-6 vikur. Á vettvangi safna nemendur gögnum sem nýtast við vinnslu verkefna námskeiðsins. Nánari leiðbeiningar verða veittar við upphaf námskeiðsins.

Áður en nemendur fara á vettvang hafa þeir samband við umsjónarkennar sem í samráði við nemanda finnur stjórnanda til að fylgja. Í lok námskeiðs kynna nemendu verkefni sín á málstofu.

X

Trans börn og samfélag (UME204M)

Markmið:

Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum og rannsóknum í fræðum sem koma inn á veruleika og upplifanir trans fólks (trans fræði). Einnig verða meginhugmyndir gagnrýnna bernskufræða kynntar. Áhersla verður lögð á að þátttakendur verði meðvitaðir um veruleika trans ungmenna og trans barna og samfélagslega orðræðu um málaflokkinn.

Viðfangsefni:

Unnið verður meðal annars með hugtökin kyngervi, kynjatvíhyggja, kynsegin, kynvitund, samtvinnun, trans* hugtakið, síshyggja, umhyggja, barnavernd og réttindi barna. Fjallað verður um megininntak transfræða/hinseginfræða og hvernig hægt er að nýta sér þá nálgun til varpa ljósi á uppeldi, menntun, samfélag, tómstunda- og félagsstarf og íþróttir. Nálgunin verður í anda gagnrýnna trans- og bernskufræða og félagslegrar mótunarhyggju. Enn fremur verður fjallað um skólakerfi og aðrar stofnanir, hérlendis og erlendis, og hvernig margs konar mismunun skapast og viðhelst og getur ýtt undir stofnanabundna transfóbíu og síshyggju. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendar rannsóknir í tengslum við efnið. Þá verður lögð áhersla á að þjálfa verðandi uppeldis- og menntunarfræðinga, þroskaþjálfa, foreldrafræðara, kennara, tómstunda- og félagsmálafræðinga, stjórnendur og annað fagfólk til að skapa hinsegin/trans vænt andrúmsloft í viðeigandi hópum sem unnið er með.

X

Samstarf um farsæld barna í frístunda- og skólastarfi (TÓS202F)

Í þessu námskeiði er sjónum beint að samstarfi ólíkra fagstétta sem tengjast frístunda- og skólastarfi, s.s. á sviði tómstunda- og félagsmálafræði, kennslu, þroskaþjálfafræði og íþróttastarfi. Námskeiðið miðar einnig að þverfaglegu samstarfi þar sem tómstundir koma við sögu, t.d. í starfi með eldri borgurum. Námskeiðið miðar að því að efla þekkingu nemenda á þverfaglegu samstarfi ólíkra fagstétta og hvaða þekking verður til á landamærum þeirra.

Fjallað verður um ávinning og áskoranir í þverfaglegu samstarfi fyrir börn, ungmenni og aðra skjólastæðinga og einnig fyrir starfsfólk, stofnanir og menntakerfi í stærra samhengi. Kenningum um ólíkar víddir samstarfs og fjölbreytt starfssamfélög verður gerð skil sem og rannsóknum á trausti og þekkingu sem byggist upp í þverfaglegu samstarfi.

Ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna verða skoðuð og hvaða tækifæri felast í þeim fyrir þverfaglegt samstarf. Nemendur þjálfast í gagnrýnu hugarfari og borgaralegri virkni með því að vega og meta kosti og galla samstarfsverkefna, sem og hvar samstarf milli stofnana og fagstétta skortir. 

Námskeiðið hentar þeim sem stefna að því að starfa með börnum og ungmennum, hvort heldur er í formlegu, hálfformlegu eða óformlegu uppeldis-, íþrótta, frístunda- eða skólastarfi. Námskeiðið hentar einnig þeim sem hyggjast starfa við tómstundir fólks á ólíkum æviskeiðum, sem og starfsfólki og stjórnendum sem nú þegar starfa að tómstundum og í frístunda-, íþrótta- eða skólastarfi.

Vinnulag og væntingar
Stuðst verður við vendikennslu og kennslustundir nýttar til umræðna og úrvinnslu. Þess er vænst að nemendur taki virkan þátt í umræðu eða skili inn ígrundun ef þeir ekki komast í umræðutíma. 

Alla námsþætti verður að standast með lágmarkseinkunn. 

X

Hlutverk millistjórnenda (STM210F)

Markmið þessa námskeiðs er að nemendur öðlist fræðilega þekkingu á hlutverki millistjórnenda í skólum og á vettvangi frítímans með sérstakri áherslu á faglega forystu þeirra og gildi þverfaglegs samstarfs í menntakerfinu.

Viðfangsefni
Þemu námskeiðsins eru sex:

  • Millistjórnandinn og dreifð forysta: Hvað skiptir máli?
  • Ólík hlutverk millistjórnenda eftir skólastigum og stofnunum á skóla- og frístundavettvangnum.
  • Millistjórnandinn á landamærum fagstétta: Þverfaglegt samstarf á tímum farsældar
  • Millistjórnandinn sem leiðtogi jafningja: Að leiða samtal um starfsþróun og fagmennsku
  • Millistjórnandinn og mjúku gildin: Seigla og félags- og tilfinningahæfni

  • Millistjórnandinn og áskoranir samtímans: Sögur af vettvangi

Nálgun og vinnulag námskeiðs

Í námskeiðinu er lögð áhersla á að ná jafnvægi milli fjölbreyttra gerða náms: 

  • Tileinkun náms (e. acquisition)
  • Umræður (e. discussion)
  • Könnun og/eða rannsókn (e. investigation)
  • Samvinna (e. collaboration)
  • Virkni og/eða æfing (e. practice)
  • Afurð (e. production)

Námskeiðið er skipulagt í staðbundnum lotum og fjarnámi. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, lestri, hlustun og áhorfi, sem og verkefnavinnu sem bæði verður unnin í hóp og á einstaklingsgrunni. Leitast verður við að tengja viðfangsefni námskeiðsins sem mest aðstæðum og reynslu nemenda.

 

X

Menntun og kyngervi (UME004M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum  og rannsóknum um uppeldi og menntun í ljósi kynjafræðilegra sjónarmiða og hugtaksins kyngervi (gender).

Viðfangsefni. Unnið verður með hugtökin, kyngervi, kynjun, kynímyndir, staðalmyndir, kvenfrelsi, félagsleg mismunun, kynhlutverk, kynjablinda, tvíhyggja og valdatengsl. Fjallað verður um hvernig hugmyndir um menntun kynjanna hafa þróast sögulega, rýnt í orðræðuna um drengi og stúlkur og staðreyndir og gagnrýni á menntun og kynferði á öllum skólastigum. Sjónarmið félagslegar mótunarhyggju og eðlishyggju verða notuð til að útskýra mismunandi hugmyndir um kynjamismunun. Athyglinni verður beint sérstaklega að nýjum rannsóknum á sviðinu og fræðilegri nálgun mismunandi fræðimanna. Að síðustu verður athyglinni beint að íslenska skólakerfinu, stöðu drengja og stúlkna, leiðtogum og stjórnendum, námskrám og stöðu lögbundinnar jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendara rannsóknir á kyngervi og skólastarfi, t.d. rannsóknir á námsframmistöðu kynjanna, mismunandi hugmyndum stelpna og stráka um námsgreinar, námshæfni og námsval og hvernig skólar bregðast við kynjun skóla og samfélags.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem staðnám, með möguleikum til fjarnáms ef þörf krefur. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, hópvinnu og verkefnavinnu.

X

Kynjajafnrétti í skólastarfi (KME101F)

Í námskeiðinu verður fjallað um kynjafræði og hvernig helstu hugtök þeirra, svo sem kyn, jafnrétti, kyngervi, kynhlutverk, samtvinnun, hinsegin fræði, kynímynd, staðalmyndir, kynbundið ofbeldi, kynfræðsla, karlmennska og kvenleiki, nýtast til að skilja og skipuleggja skólastarf. Þá verður kynnt löggjöf um kynjajafnrétti og kynjajafnréttisfræðslu og fjallað um tengsl kynjajafnréttis og annars jafnréttis, sbr. aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla. Sérstök áhersla er lögð á að nemendur í námskeiðinu geti greint námsumhverfi, aðferðir og námsefni frá kynjasjónarhorni. Einnig að þeir geti greint val leikja í leikskóla og í frímínútum og skólaíþróttum.

Nemendur þurfa að mæta í lok nóvember til að kynna lokaverkefni sitt í námskeiðinu.

Í námskeiðinu verður gengið verður út frá því grundvallarsjónarmiði sem kemur fram í aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla að menntun um jafnrétti kynjanna feli í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu í því augnamiði að kennarar geti kennt börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra á forsendum kyns.

Námsmat mun felast í lestrardagbókum, hugtakakönnun og hagnýtum verkefnum tengdum skólastarfi á viðkomandi skólastigi. Skyldumæting er í kynningu lokaverkefnis. 

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Menntun allra í fjölmenningarsamfélagi: Kenningar og rannsóknir (MAL104F, INT001M)

Hugmyndir um menntun allra, fjölmenningarmenntun og sérkennslu eru mikilvægir þættir í skilvirkum skólum með fjölbreyttum nemendahópum.

Megintilgangur námskeiðsins er að gefa nemendum kost á að dýpka þekkingu sína og skilning á rannsóknum og kenningum á sviði menntunar allra og fjölmenningarfræða á Íslandi og í öðrum löndum.

Fjallað verður um rannsóknir og kenningar er varða jaðarsetningu barna og ungmenna í skólakerfinu út frá hugmyndum um jafnræði, jafnrétti og mannréttindi. Ennfremur verður fjallað um menntun allra og fjölmenningarlega menntun í sögulegu og alþjóðlegu samhengi, stöðu minnihlutahópa og stöðu flóttafólks.

Hugtakið samtvinnun (e. intersectionality) dregur athygli að því að þegar breytur eins og kynþáttur, tungumál, trú, þjóðerni, fötlun, kynhneigð mætast, hafa þær margfeldisáhrif á stöðu nemenda.

X

Alþjóðleg og samanburðarmenntunarfræði (MAL104F, INT001M)

Áhersla er á umræðu og kenningar um alþjóðlega menntun og samanburðarmenntunarfræði sem kerfisbundna greiningu á því sem er líkt og því sem er ólíkt í menntakerfum á ólíkum svæðum, löndum og í ólíkum menningarheimum. Mikilvægi hnattvæðingar fyrir samanburðarmenntunarfræði verður skoðuð. 

Námskeiðið fer fram sem málstofur og vinnustofur þar sem fá nemendur þjálfun í að ræða þau margvíslegu málefni sem eru viðfangsefni námskeiðsins í gagnrýnu umhverfi og setja þau víðara kenningalegt og verklegt samhengi. Samanburðar alþjóðleg menntunarfræði er skildu áfangi fyrir grunn og framhaldsnema í alþjóðlegum menntunarfræðum.

X

Stofnanakenningar (STM212F)

Markmið þessa námskeiðs er að þátttakendur öðlist þekkingu og skilning á helstu hugtökum og kenningum um stofnanir og atferli einstaklinga innan þeirra.

Til umfjöllunar eru kenningar um stofnanir, helstu hugtök og nýlegar rannsóknir. Fjallað verður um mennta- og þjónustustofnanir sem opið kerfi, regluveldi og vinnustað fagfólks, menningu, vald, áhugahvöt, mannauð, jafnrétti, ákvarðanir, árekstra og ágreining á vinnustöðum.

Í námskeiðinu verða lögð fyrir fjölbreytt einstaklings-, para og hópverkefni. Þátttakendur fá markvissa þjálfun í að rýna í ólíkar kenningar um skipulagsheildir og stofnanir, rannsóknir og aðferðir sem tengjast skólastarfi og stjórnun.
Námið er byggt upp á fyrirlestrum, umræðum, hópvinnu, lestri og verkefnavinnu. Þátttakendur vinna fjarkennslu-verkefni, málstofuverkefni og skrifa fræðilega lokaritgerð. Auk þess ræða nemendur fræðilegt efni í afmörkuðum hópum á Netinu og skila um það skýrslu.

Hvort sem um fjarnám eða staðnám er að ræða, byggist þátttaka á námskeiðinu á lifandi samfélagi og samræðu, í raunheimum sem og á netinu. Allt námsferlið miðar að því að nýtast þátttakendum á beinan hátt í eigin starfi.

X

Menntun og menntastefnur í alþjóðlegu samhengi (STM207F)

Markmið námskeiðsins eru að nemendur geti greint yfirstandandi hræringar í þróun og framkvæmd menntastefnu í ýmsum löndum út frá ólíkum sjónarhornum, gagnrýnum kenningum og rannsóknum. Lögð er áhersla a að nemendur skilji merkingu og ólík form markaðsvæðingar í menntun, bæði varðandi þátttöku einkageirans (ytri markaðsvæðing) og kerfisbreytingar á opinbera menntageiranum (innri markaðsvæðing). Rýnt verður í hvernig stjórnarhættir (governance) og hlutverk skólastjórnenda, kennara, foreldra og nemenda í skólastarfi hafa mótast af þessum þáttum.

Fjallað er um menntakerfi og menntastefnur, tengsl við framkvæmd og möguleg áhrif þeirra á samfélagið, þ.m.t. á mismunandi nemendahópa eftir kynferði, stétt, búsetu, fötlun og uppruna. Til umfjöllunar eru alþjóðlegar rannsóknir á menntakerfum og lykilhugtök eins og gæði, val, stjórnun og skilvirkni.

Fyrirlestrar og samræða í vikulegum kennslustundum eða að fyrirlestrar verða birtir á námskeiðsvef og efni þeirra rætt í kennslustundum. Nokkir fyrirlesara kenna á ensku.  Nemendur vinna saman að beitingu fræðanna á tiltekin viðfangsefni. Námsmat samanstendur af fræðilegum ritgerðum og rannsóknarverkefnum sem nemendur kynna í málstofum. Hægt er að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað en lögð er áhersla á að nemendur séu á staðnum. 

X

Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðum (MVS213F)

Markmiðið er að nemendur

  • hafi innsýn í megindlega aðferðafræði á sviði rannsókna í uppeldis- og menntunarfræði
  • þekki helstu rannsóknaraðferðir og hugtök sem þeim tengjast
  • geti beitt algengum rannsóknaraðferðum og þannig aflað gagna, unnið úr þeim og túlkað á agaðan og viðurkenndan hátt
  • séu færir um að rýna í rannsóknir og nýta sér niðurstöður þeirra
  • hafi tileinkað sér rannsakandi hugarfar og gagnrýna hugsun

Kynnt verða algeng rannsóknarsnið megindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur nota tölvuforrit til að reikna algenga tölfræðistuðla og halda utan um og vinna úr gögnum. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í túlkun matsniðurstaðna sem líklegt er að verði á vegi þeirra hópa sem taka námskeiðið.

Fyrirlestrar á vef, umræður og verkefni. Námskeiðið er kennt vikulega en fyrirlestrar verða eingöngu á vef. Verkefnatímar verða ekki teknir upp. Ekki er mætingarskylda í námskeiðið en nemendur eru hvattir til að mæta í kennslustundir.

Nemendur verða að hafa Jamovi (sjá nýjustu útgáfu á https://www.jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir. 

Lesefni: Kaflar 1-11 í Navarro DJ and Foxcroft DR (2019). Learning statistics with jamovi: a tutorial for psychology students and other beginners. (Version 0.70). DOI: 10.24384/hgc3-7p15. Rafræn ókeypis kennslubók sem hala má niður á síðunni https://www.learnstatswithjamovi.com.

X

Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (MVS212F)

Fjallað verður um ólíkar rannsóknarstefnur og tengsl þeirra við uppbyggingu og útfærslu rannsókna. Einnig um siðfræði vísinda með áherslu á hagnýt atriði og um gæðahugtök, s.s. réttmæti, trúverðugleika og ólíka sýn á þessi hugtök. Í námskeiðinu beinist athyglin að eigindlegum aðferðum. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemar fá nokkra þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna m.a. vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum. Þá vinna nemar með öflun, skráningu, flokkun, greiningu og túlkun gagna, og með framsetningu þeirra og gera heildstæða rannsóknaræfingu.

Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Skyldumæting er í staðlotum.

X

Gagnrýnin námskrárfræði: Hlutverk leiðtoga og áhrif skólastigs og staðarsamhengis (STM034F)

Meginmarkmiðið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu og hæfni í námskrárfræðum og verði færir um að beita þekkingu sinni á því sviði í skólastarfi eða á öðrum menntavettvangi. Fjallað verður um lykilhugtök námskrárfræða. Farið verður yfir sögulega þróun námskrár á Íslandi og hún sett í samhengi við alþjóðastrauma og stefnur. Rýnt verður í stjórnunarhætti sem virkja þátttöku sérfræðinga (kennara, stjórnenda og fleiri), nemenda og foreldra í námskrárgerð og útfærslu námskrár. Fjallað verður gagnrýnið um námskrárgerð í tengslum við framkvæmd og útfærslu á stefnu stjórnvalda og möguleg áhrif á mismunandi nemendahópa. Þátttakendur þurfa að geta hannað og útfært skólanámskrár út frá núgildandi stefnum, straumum, skólastigi og staðarsamhengi. Í því sambandi þurfa þeir að geta rýnt í, greint og unnið með námskrár út frá ólíkum sjónarhornum byggðum á gagnrýnum kenningum og rannsóknum. Þá verður fjallað um forsendur, tilgang og aðferðir við mat á skólanámskrám og sú umræða tengd við ríkjandi matsstefnur, alþjóðaáhrif og umræðu um tilgang og markmið menntunar.

Námskeiðið er skipulagt í lotum, rauntímaviðveru á neti og á staðnum.

Námið er byggt upp á fyrirlestrum, umræðum, hópvinnu, lestri og verkefnavinnu. Þátttakendur vinna fjölbreytt og hagnýt verkefni sem nýtast þeim í starfi.  

X

Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (MVS301F, MVS302F)

Í námskeiðinu verða teknar fyrir eigindlegar rannsóknaraðferðir, einkenni þeirra og saga.  Rauður þráður í gegnum námskeiðið verður gildi og hlutverk rannsókna við þróun skólastarfs og tengsl við fagmennsku í uppeldis-, menntunar- og þjálfunarstörfum.  Kynntar verða helstu rannsóknarleiðir eða nálganir innan eigindlegar aðferða, s.s. etnógrafía, fyrirbærafræði. Fjallað verður um aðferðir við gagnasöfnun og mismunandi tegundir gagna, s.s. vettvangsathuganir, áhorfsathuganir, viðtöl af ýmsum gerðum, vettvangsnótur og fyrirliggjandi gögn bæði sjónræn og textar. Kynntar verða mismunandi leiðir til að túlka og greina gögnin t.d. þema-, frásagnar- og orðræðugreining og nemendur þjálfaðir í að koma niðurstöðum frá sér á skipulegan og vandaðan hátt.

Vinnulag:
Fastir kennslutímar verða vikulega. Tímarnir (fyrir utan staðlotur) verða teknir upp og verða aðgengilegir fjarnemum.  Kennslan samastendur af fyrirlestrum, umræðum og/eða verkefnum. Nemendur vinna virkniverkefni saman sem þeir skila vikulega. Staðnemar  vinna þau í tímum en fjarnemar vinna þau saman í hópum. Einnig er gert ráð fyrir umræðum um efni fyrirlestranna á facebook.

X

Megindlegar rannsóknaraðferðir I (MVS301F, MVS302F)

Markmið
Að nemendur þekki og geti beitt algengustu tölfræðiaðferðum við úrvinnslu gagna og geti metið tölfræðilegar niðurstöður. Að nemandi hafi kunnáttu og þekkingu til þess að greina og miðla tölulegum upplýsingum skv. APA útgáfustaðlinum (t.d. í lokaritgerð) og geti sýnt frumkvæði við tölfræðilega úrvinnslu gagna. Einnig að nemendur kynnist helstu rannsóknarsniðum í megindlegri aðferðafræði.

Inntak og viðfangsefni
Fjallað verður um megindlegar rannsóknaraðferðir og rannsóknarsnið. Í tölfræði verður mest áhersla lögð á fylgni og fjölbreytuaðhvarfsgreiningu. Einnig verður unnið með aðferðir dreifigreiningar og þáttagreiningar (leitandi og staðfestandi). Að lokum verða nemendur kynntir fyrir grunnhugsun Bayesískrar tölfræði og mati á heildarvillu (e. Total survey error). Nemendur læra að vinna greiningar með tölfræðiforriti. Sérstök áhersla verður á túlkun gagnasafna sem tengjast jafnréttismálum og inngildandi menntun. 

Vinnulag
Námskeiðið verður kennt vikulega á fjarfundum. Tvær staðlotur eru á önninni. Skyldumætingu er í staðlotunum. Þeir sem eiga um langan veg að fara geta tekið þátt í staðlotunum í fjarfundi.  Nemendur verða að hafa nýjustu stöðugu (e. solid) útgáfu af Jamovi (sjá jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir. 

X

Söguleg greining orðræðu (UMD052F)

Í námskeiðinu er farið yfir hugtök og verklag sögulegrar greiningar á orðræðu. Um er að ræða hugtök og verklag sem meðal annars frönsku fræðimennirnir Foucault og Bourdieu og margir femínískir fræðimenn hafa mótað. Námskeiðinu er einkum ætlað að fást við hugmyndir og stefnu á ólíkum sviðum mennta- og félagsmála. Verklagið hentar einnig til að skoða margvísleg önnur málefni og verða notuð dæmi af öðrum fræðasviðum, svo sem umhverfisfræði. Lesið verður valið efni og nemendur vinna verkefni. Skynsamlegt er að nemandi, sem tekur þátt í námskeiðinu, sé með í huga rannsóknarverkefni sem hentar að skoða með þessari nálgun.

X

Lokaverkefni (STM441L)

Lokaverkefni til M.Ed.-prófs er einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda. 

Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs.

Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist vettvangi og sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við. Verkefnið getur verið af ólíku tagi, til dæmis fræðileg ritgerð, sjálfstæð rannsókn, starfstengt þróunar- eða matsverkefni, námskrár- eða námsefnisgerð og fleira.

Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum um verklag við M.Ed.-verkefni sem birtar eru á innri vef Menntavísindasviðs, Uglu: 

X

Menntun og mannauðsstjórnun (STM033F)

Meginmarkmiðið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu og hæfni á sviði mannauðsstjórnunar og verði færir um að beita þekkingu sinni í skólastarfi eða á öðrum vettvangi innan menntakerfisins. Fjallað verður um þróun mannauðsstjórnunar og lögð áhersla á að nemendur tileinki sér nýjustu kenningar um mannauðsstjórnun. Megin viðfangsefni mannauðsstjórnunar verða kynnt með áherslu á að þátttakendur skilji helstu áskoranir og mikilvægi mannauðsstjórnunar, bæði í fræðilegum og hagnýtum tilgangi.

Vinnulag
Námið er byggt upp á fyrirlestrum, umræðum, hópvinnu, lestri og verkefnavinnu. Þátttakendur vinna fjölbreytt og hagnýt verkefni sem nýtast þeim í starfi.

X

Þróunarstarf í menntastofnunum (STM110F)

Markmið þessa námskeiðs er að þátttakendur öðlist hagnýta og fræðilega þekkingu á einkennum þróunarstarfs og þáttum í menningu menntastofnana sem stuðla að umbótum eða hindra þær. Jafnframt öðlist þeir leikni í að skipuleggja og leiða þróunarstarf, starfsþróunartækifæri og móta þróunaráætlanir. Byggt er á kenningum um faglegt lærdómssamfélag sem gerir ráð fyrir að faglegt nám og þróun stofununar séu nátengd.

Í lok námskeiðsins eiga nemendur að:

  • hafa skilning á helstu hugtökum og kenningum um þróun menntastofnana og skóla sem og frístundastofnana sem lærdómssamfélags,
  • geta tekið faglegar ákvarðanir um leiðir í starfs og skólaþróun sem og þróun frístundastofnana og rökstutt þær,
  • geta aflað fjölbreyttra gagna um þróunarstarf og metið gildi þeirra,
  • geta beitt hugtökum, kenningum, líkönum og aðferðum á raunveruleg viðfangsefni,
  • geta átt frumkvæði og haft forystu um rannsóknar- og þróunarverkefni í mennta- og frístundastofnunum til að efla fagmennsku,
  • geta greint leiðir til að efla kennara og starfsfólk frístundastarfi í með þátttöku alls samfélagasins.

Námskeiðið er skipulagt í lotum með fjarnámssniði, staðlotur (skyldumæting er í fyrri staðlotu) eru tvær auk kynninga á lokaverkefnum. Þess á milli fer fram lestur fræðilegs efnis, verkefnavinna og samræður þátttakenda. Auk þess býðst nemendum að taka þátt í umræðutímum um viðfangsefnin. Verkefni námskeiðsins eru hagnýt og tengjast þróunarstarfi og leiðsögn við raunverulegar aðstæður. Lögð er áhersla á samræðu og samstarf nemenda samhliða sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði auk virkni í umræðum og lestri fræðilegs efnis.

Námsmat byggir á fjölbreyttum verkefnum sem ýmist eru unnin í samvinnu við aðra eða eru einstaklingsverkefni. 

X

Leiðtogar í skóla án aðgreiningar í fjölmenningarsamfélagi (STM015F)

Tilgangur námskeiðsins er að búa þátttakendur undir  að leiða skólastarf sem byggir á fræðilegri sýn á menntun án aðgreiningar í fjölmenningarlegu samfélagi (inclusive intercultural education), þ.e. þátttöku fjölbreytts nemenda hóps í skólastarfinu. Grunnþættir námskeiðsins eru  leiðtogahlutverkið, lýðræði, mannréttindi, samvinna og viðurkenning á auðlindum nemenda, þ.e. að þeir byggja á ólíkri reynslu og læra á mismunandi hátt. Áhersla er lögð á þróun leiðtoga sem byggir á samstarfi þar sem hlustað er eftir röddum nemenda, foreldra og samstarfsfólks um sýn þeirra á skólastarf.

Markmiðið er að þátttakendur öðlist færni í að greina og meta stöðu menntunnar án aðgreiningar í sínu starfsumhverfi og geti brugðist við þörfum skólasamfélagsins með lýðræði og mannréttindi að leiðarljósi.

Rýnt verður í framkvæmd og þróun á þessum sviðum og hvernig þessi áhersla hefur tekið á sig ólíkar myndir. Einnig munu þátttakendur greina eigin starfsvettvang, meta viðhorf, þekkingu og færni starfsfólks og gera aðgerðaáætlun sem tekur til uppbyggingar menntunar án aðgreiningar.

Námskeiðið fer fram með fyrirlestrum, umræðum, samstarfi og sjálfstæðri vinnu þátttakenda. Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Áhersla er lögð á að þátttakendur greini eigin viðhorf og skoðanir um leið og þeir kynna sér hugmyndir annarra. Þeir halda námsdagbók um athuganir sínar, lestur fræðigreina og ígrundun.

X

Sjálfbærnimenntun og forysta (SFG003F)

Megintilgangur þessa námskeiðs er að veita þátttakendum tækifæri til að skilja sjálfbærni og sjálfbærnimenntun út frá sjónarhorni stofnana eða heilla kerfa. Kennslutímar og umræður á milli þeirra byggjast á upplýstri rökræðu. Unnin verða fá stærri verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum, skipulagningu kennslustunda og því að leiða umræður. Námskeiðið er kennt á neti. Krafist er að lágmarki 80% mætingar í kennslustundir. Til að standast námskeiðið þarf að fá að lágmarki einkunnina 5,0 fyrir hvert verkefni námskeiðsins og uppfylla lágmarkskröfur um mætingu og þátttöku í tímum. Nánari útfærsla og upplýsingar um kennslufyrirkomulag verður á Canvas.

Dæmi um viðfangefni:

  • Formleg og óformleg sjálfbærnimenntun (t.d. á vinnustöðum)
  • Forysta í vinnu með sjálfbærni (t.d. í heildstæðum breytingum og þróun í skóla eða í frístundastarfi)
  • Tengsl náttúrufræði og sjálfbærni (t.d. út frá kerfisbundinni nálgun eða út frá grunndvallarsýn)
  • Þróun dreifbýlis og sjálfbærni
  • Mótun sameiginlegra gilda (t.d. í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja)
  • Námskrárbreytingar
X

Rekstur skóla (STM032F)

Meginmarkmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu og hæfni í fjárhagslegum rekstri skipulagsheilda, og verði færir um að beita þekkingu sinni í skólastarfi eða á öðrum vettvangi innan menntakerfisins. Fjallað verður um:

  • ábyrgð og lagalegar skyldur skólastjórnenda í málum er varða fjárhagsleg málefni skóla
  • fjárhagsáætlanagerð á mismunandi skólastigum og fjárhagsáætlanir sem stjórntæki
  • rekstrarlegar áskoranir og fjárhagsáætlanagerð á tímum niðurskurðar
  • mikilvægi markvissrar fjármálastjórnunar

Vinnulag
Námið er byggt upp á fyrirlestrum, umræðum, hópvinnu, lestri og verkefnavinnu.
Þátttakendur vinna fjölbreytt og hagnýt verkefni sem nýtast þeim í starfi.

X

Lýðræði, mannréttindi og borgaravitund barna og ungmenna (UME002F)

Í námskeiðinu er fjallað um þætti sem undirbyggja og styðja við menntun til hnattrænnar borgaravitundar (e. global citizenship education). Rætt er um mikilvægi þess að borgarar skynji að þeir hafi tiltekinn rétt í samfélaginu en jafnframt ábyrgð og skyldur. Áhersla er lögð á fræðilega og stefnumótandi umræðu um hugtök á borð við hnattvæðingu, borgaravitund, borgaralega þátttöku, lýðræði, mannréttindi, menntun og sjálfbærni. Fjallað verður um ólíkar nálganir og skilgreiningar á hnattrænni borgaravitund þar sem áhersla er lögð á gagnrýna nálgun og unnið með dæmi af alþjóðlegum og innlendum vettvangi menntunar svo sem heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og grunnþætti menntunar. Þá verður kastljósinu einnig beint að stöðu barna og ungmenna og hvernig við lærum og kennum í anda hnattrænnar borgaravitundar.  

X

Stjórnun og menntun - reynsla af vettvangi (STM029F)

Markmið námskeiðs er að nemendur öðlist innsýn í dagleg störf og umhverfi skólastjórnenda og stjórnenda á vettvangi frítímans. Það gætu verið skólastjórar, aðstoðarskólastjórar og deildarstjórar i leik- grunn- og framhaldsskólum, stjórnendur frístundamiðstöðva, frístundaheimila og félagsmiðstöðva eða stjórnendur á sviði æskulýðsmála. Markmiðið er að nemendur geti fjallað um dagleg störf og umhverfi í fræðilegu samhengi, að þeir kynni sér áhrif námskráa, laga og reglugerða á störf stjórnenda og skipulag og innihald skóla- og frístundastarfs.

Námskeiðið tekur til þátta er tengjast daglegum störfum skólastjórnenda og stjórnenda á vettvangi frítímans, s.s. rekstri, starfsmannasjórnun og faglegri forystu, starfsþróun og mati á skólastarfi. Nemendur fylgja einum stjórnanda í 4-5 daga sem dreifast á 4-6 vikur. Á vettvangi safna nemendur gögnum sem nýtast við vinnslu verkefna námskeiðsins. Nánari leiðbeiningar verða veittar við upphaf námskeiðsins.

Áður en nemendur fara á vettvang hafa þeir samband við umsjónarkennar sem í samráði við nemanda finnur stjórnanda til að fylgja. Í lok námskeiðs kynna nemendu verkefni sín á málstofu.

X

Trans börn og samfélag (UME204M)

Markmið:

Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum og rannsóknum í fræðum sem koma inn á veruleika og upplifanir trans fólks (trans fræði). Einnig verða meginhugmyndir gagnrýnna bernskufræða kynntar. Áhersla verður lögð á að þátttakendur verði meðvitaðir um veruleika trans ungmenna og trans barna og samfélagslega orðræðu um málaflokkinn.

Viðfangsefni:

Unnið verður meðal annars með hugtökin kyngervi, kynjatvíhyggja, kynsegin, kynvitund, samtvinnun, trans* hugtakið, síshyggja, umhyggja, barnavernd og réttindi barna. Fjallað verður um megininntak transfræða/hinseginfræða og hvernig hægt er að nýta sér þá nálgun til varpa ljósi á uppeldi, menntun, samfélag, tómstunda- og félagsstarf og íþróttir. Nálgunin verður í anda gagnrýnna trans- og bernskufræða og félagslegrar mótunarhyggju. Enn fremur verður fjallað um skólakerfi og aðrar stofnanir, hérlendis og erlendis, og hvernig margs konar mismunun skapast og viðhelst og getur ýtt undir stofnanabundna transfóbíu og síshyggju. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendar rannsóknir í tengslum við efnið. Þá verður lögð áhersla á að þjálfa verðandi uppeldis- og menntunarfræðinga, þroskaþjálfa, foreldrafræðara, kennara, tómstunda- og félagsmálafræðinga, stjórnendur og annað fagfólk til að skapa hinsegin/trans vænt andrúmsloft í viðeigandi hópum sem unnið er með.

X

Samstarf um farsæld barna í frístunda- og skólastarfi (TÓS202F)

Í þessu námskeiði er sjónum beint að samstarfi ólíkra fagstétta sem tengjast frístunda- og skólastarfi, s.s. á sviði tómstunda- og félagsmálafræði, kennslu, þroskaþjálfafræði og íþróttastarfi. Námskeiðið miðar einnig að þverfaglegu samstarfi þar sem tómstundir koma við sögu, t.d. í starfi með eldri borgurum. Námskeiðið miðar að því að efla þekkingu nemenda á þverfaglegu samstarfi ólíkra fagstétta og hvaða þekking verður til á landamærum þeirra.

Fjallað verður um ávinning og áskoranir í þverfaglegu samstarfi fyrir börn, ungmenni og aðra skjólastæðinga og einnig fyrir starfsfólk, stofnanir og menntakerfi í stærra samhengi. Kenningum um ólíkar víddir samstarfs og fjölbreytt starfssamfélög verður gerð skil sem og rannsóknum á trausti og þekkingu sem byggist upp í þverfaglegu samstarfi.

Ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna verða skoðuð og hvaða tækifæri felast í þeim fyrir þverfaglegt samstarf. Nemendur þjálfast í gagnrýnu hugarfari og borgaralegri virkni með því að vega og meta kosti og galla samstarfsverkefna, sem og hvar samstarf milli stofnana og fagstétta skortir. 

Námskeiðið hentar þeim sem stefna að því að starfa með börnum og ungmennum, hvort heldur er í formlegu, hálfformlegu eða óformlegu uppeldis-, íþrótta, frístunda- eða skólastarfi. Námskeiðið hentar einnig þeim sem hyggjast starfa við tómstundir fólks á ólíkum æviskeiðum, sem og starfsfólki og stjórnendum sem nú þegar starfa að tómstundum og í frístunda-, íþrótta- eða skólastarfi.

Vinnulag og væntingar
Stuðst verður við vendikennslu og kennslustundir nýttar til umræðna og úrvinnslu. Þess er vænst að nemendur taki virkan þátt í umræðu eða skili inn ígrundun ef þeir ekki komast í umræðutíma. 

Alla námsþætti verður að standast með lágmarkseinkunn. 

X

Hlutverk millistjórnenda (STM210F)

Markmið þessa námskeiðs er að nemendur öðlist fræðilega þekkingu á hlutverki millistjórnenda í skólum og á vettvangi frítímans með sérstakri áherslu á faglega forystu þeirra og gildi þverfaglegs samstarfs í menntakerfinu.

Viðfangsefni
Þemu námskeiðsins eru sex:

  • Millistjórnandinn og dreifð forysta: Hvað skiptir máli?
  • Ólík hlutverk millistjórnenda eftir skólastigum og stofnunum á skóla- og frístundavettvangnum.
  • Millistjórnandinn á landamærum fagstétta: Þverfaglegt samstarf á tímum farsældar
  • Millistjórnandinn sem leiðtogi jafningja: Að leiða samtal um starfsþróun og fagmennsku
  • Millistjórnandinn og mjúku gildin: Seigla og félags- og tilfinningahæfni

  • Millistjórnandinn og áskoranir samtímans: Sögur af vettvangi

Nálgun og vinnulag námskeiðs

Í námskeiðinu er lögð áhersla á að ná jafnvægi milli fjölbreyttra gerða náms: 

  • Tileinkun náms (e. acquisition)
  • Umræður (e. discussion)
  • Könnun og/eða rannsókn (e. investigation)
  • Samvinna (e. collaboration)
  • Virkni og/eða æfing (e. practice)
  • Afurð (e. production)

Námskeiðið er skipulagt í staðbundnum lotum og fjarnámi. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, lestri, hlustun og áhorfi, sem og verkefnavinnu sem bæði verður unnin í hóp og á einstaklingsgrunni. Leitast verður við að tengja viðfangsefni námskeiðsins sem mest aðstæðum og reynslu nemenda.

 

X

Menntun og kyngervi (UME004M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum  og rannsóknum um uppeldi og menntun í ljósi kynjafræðilegra sjónarmiða og hugtaksins kyngervi (gender).

Viðfangsefni. Unnið verður með hugtökin, kyngervi, kynjun, kynímyndir, staðalmyndir, kvenfrelsi, félagsleg mismunun, kynhlutverk, kynjablinda, tvíhyggja og valdatengsl. Fjallað verður um hvernig hugmyndir um menntun kynjanna hafa þróast sögulega, rýnt í orðræðuna um drengi og stúlkur og staðreyndir og gagnrýni á menntun og kynferði á öllum skólastigum. Sjónarmið félagslegar mótunarhyggju og eðlishyggju verða notuð til að útskýra mismunandi hugmyndir um kynjamismunun. Athyglinni verður beint sérstaklega að nýjum rannsóknum á sviðinu og fræðilegri nálgun mismunandi fræðimanna. Að síðustu verður athyglinni beint að íslenska skólakerfinu, stöðu drengja og stúlkna, leiðtogum og stjórnendum, námskrám og stöðu lögbundinnar jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendara rannsóknir á kyngervi og skólastarfi, t.d. rannsóknir á námsframmistöðu kynjanna, mismunandi hugmyndum stelpna og stráka um námsgreinar, námshæfni og námsval og hvernig skólar bregðast við kynjun skóla og samfélags.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem staðnám, með möguleikum til fjarnáms ef þörf krefur. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, hópvinnu og verkefnavinnu.

X

Kynjajafnrétti í skólastarfi (KME101F)

Í námskeiðinu verður fjallað um kynjafræði og hvernig helstu hugtök þeirra, svo sem kyn, jafnrétti, kyngervi, kynhlutverk, samtvinnun, hinsegin fræði, kynímynd, staðalmyndir, kynbundið ofbeldi, kynfræðsla, karlmennska og kvenleiki, nýtast til að skilja og skipuleggja skólastarf. Þá verður kynnt löggjöf um kynjajafnrétti og kynjajafnréttisfræðslu og fjallað um tengsl kynjajafnréttis og annars jafnréttis, sbr. aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla. Sérstök áhersla er lögð á að nemendur í námskeiðinu geti greint námsumhverfi, aðferðir og námsefni frá kynjasjónarhorni. Einnig að þeir geti greint val leikja í leikskóla og í frímínútum og skólaíþróttum.

Nemendur þurfa að mæta í lok nóvember til að kynna lokaverkefni sitt í námskeiðinu.

Í námskeiðinu verður gengið verður út frá því grundvallarsjónarmiði sem kemur fram í aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla að menntun um jafnrétti kynjanna feli í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu í því augnamiði að kennarar geti kennt börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra á forsendum kyns.

Námsmat mun felast í lestrardagbókum, hugtakakönnun og hagnýtum verkefnum tengdum skólastarfi á viðkomandi skólastigi. Skyldumæting er í kynningu lokaverkefnis. 

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs

1. hæð, Stakkahlíð – Enni
s. 525 5950 mvs@hi.is

Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga

Fylgstu með Menntavísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Stakkahlíð

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.